Dagur - Tíminn Akureyri - 17.09.1997, Page 2
14 - Miðvikudagur 17. september 1997
lOa-gur-Œxmtmt
Frd lesendum.
m • 1
Hctniiliífangið cn Dagur-Tíminn, Strandgotu 31. pósthóif 5H, 602 Akurcyri cða
Þverholti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjort@dagur.is, Fax: 460 6171
Miðaldamenning
íslenska
samfélagsins
Jóhanna
Halldórsdóttir
skrifar
Eg er dálítið að spá í það
hvort við séum stödd í nú-
tímanum, eða hvort við
lifum enn á miðöldum. Ég er
svei mér þá ekki alveg viss, en
reyni að klípa sjálfa mig í hand-
legginn og klifa á þeirri stað-
reynd að ég sit jú fyrir framan
tölvu og þær voru ekki til á
miðöldum. Pað er ljóst.
Hitt er ekki ijóst, hvort ís-
land eða íslendingar, séu bæði
tölvu- og tæknivæddir en um
leið íhaldssamasta þjóð í heimi.
Og skyldi vera stéttaskipting
hér á landi? Nei, því trúir eng-
inn. En ég skil ekki þessa lág-
launastefnu, það eru aðeins fáir
stórir og merkilegir sem mega
og fá að hafa
mannsæmandi
laun, á meðan
allir hinir þurfa
að sætta sig við
skít á priki.
Mannsæmandi
laun, segi ég,
laun þeirra sem
hæst hafa eru
laun fólks sem
Nægir þér
það ekki að hafa nóg?
Án gríns, segi ég. Mér finnst
þetta eiginlega drepfyndið allt
saman, og sé ekki alveg að
mannkynið hafi þróast eitthvað
síðan á miðöldum. Fáeinir vilja
hafa alla undir hæl sínum, og
ekki er hægt að skeila skuldinni
á bændur núna! Tilgangurinn
er hver? Hamingjusöm þjóð í
heilbrigðu landi??? Og pólitíkin
er verst af öllu, fólk er svo önn-
um kafið við að skipa sér í ein-
hverja flokka, á einhvern stað,
einhvern bás: Ég held með
þessum, ekki þessu, ég er svona
á litinn en þú ekki, oj bara, hía
á þig..., að það hefur ekki tfma
til þess að hugsa um það sem
raunverulega skiptir máh: Að
okkur líði öllum vel, að allir
hafi atvinnu (vel launaða) og
nóg fyrir sig og sína. En svona
tala bara þeir sem hafa ekki vit
á pólitík, eins og ég. Guði sé lof.
Um kennaradeiluna, það er
nú annars að
hallir, malbika
eru bvort eo er bara fuiit af vegum
jj. . . . og reisa tylftir
ao passa etnbverja
krakkaorma.
En við skulum
passa okkur á því
að setja ekki grcena
krónu til uppeldis-
og menntamála,
getur sjáift þessir kennarar og
skammtað sér
íaun, og þau leikskolakennarar
laun eru í hróp-
legu ósamræmi
við laun annars
fólks. Ég vildi
óska þess að sá
tfmi væri kom-
inn að fólk risi
upp með alla sína réttlætis-
kennd, sem er því miður jafn-
óðum bæld niður og hún krælir
á sér, og sætti sig ekki lengur
við „skít á priki“. En það þurfa
flestir að sjá fyrir sér og sínum,
og vegna ótta við að missa
vinnuna finnst fólki kannski
betra að uppskera þó eitthvað
heldur en ekkert. Mér sýnist að
besta leiðin til árangurs að vel
athuguðu máli sé sú að biðja til
guðs á hverju kvöldi og á
hverjum morgni um það að
hann komi einhverri réttlætis-
kennd inn í kollinn á „Þeim
Sem Ráða“ svo þeir hætti að
metast á um það hver á fínasta
hilinn, hafi grætt mest í síðustu
viku eða eigi flottasta bindið
eða jakkafötin, og skilji það að
fólk serri líður vel er jafnframt
bestu starfskraftarnir, og vinna
þar af leiðandi fj/rirtækjunum
mest gagn. Brosa mest, hlæja
hæst, og finnst einhver tilgang-
ur með því að mæta í vinnuna.
Að biðja guð? Það er örugglega
vænlegra til árangurs en að
tala við og reyna að semja við
„Þá Sem Ráða“. Án gríns.
bera í bakka-
fullan lækinn
að skipta sér
eitthvað af
kröfum kenn-
ara og leik-
skólakennara
um launamál:
Við skulum
nota peningana
okkar skyn-
samlega og
byggja okkur
gangnamanna-
skála og aðrar
Perlur, og ef í
hart fer og við
vitum ekki
hvað við eigum að gera við hina
peningana okkar, þá skulum við
reisa minnisvarða út um allt,
jafnvel frammi á heiðum, fyrir
túristana sem eru að skoða
landið, og senda framáfólkið
okkar allt mörgum sinnum á
ári til útlanda í menningarreis-
ur og viðskiptaferðir opinberar.
Svo inargt sem er hægt að gera
skemmtilegt. En við skulum
passa okkur á því að setja ekki
græna krónu til uppeldis- og
menntamála, þessir kennarar
og leikskólakennarar eru hvort
eð er bara að passa einhverja
krakkaorma. Og hvað er svona
merkilegt við það? Svo skulum
við vera alveg rasandi hissa yfir
fólksflutningum úr hinum
dreifðu byggðum landsins, og
ílutningum fólks til annarra
landa, þó það fái þessa fínu
þjónustu fyrir sig og börnin sín,
og þurfi ekki að kvarta yfir
nokkrum sköpuðum hlut!
„Oss var gert að lifa saman öll
við allsnœgtir í jarðarinnar höll.
Nœgir þér það ekki að hafa nóg
og njóta þess að eiga innri ró?“
Með innilegu ívafi af háði úr
Blöndudalnum.
---------------------------------------------------■
„Að ræna börnum frá móður er níðingsverk. Það gerði Hafim Al og komst upp með það vegna roluháttar og
áhugaleysis beggja vegna hafsins," segir Albert Jensen.
Hjálp með
Iiálíum huga
Að hjálpa með
hangandi hendi
hefur aldrei þótt
stórmannlegt.
egar íslenskir einstakling-
ar taka eitthvað að sér
fyrir land og þjóð, er það
yfirleitt stórbrotið og glæsilegt.
En þegar athafnirnar koma í
hlut ráðherra í nafni ríkis-
stjórnar, verða skynsemi, rétt-
læti og kraftur oft víösfjarri.
Flest samskiptin við Noreg eru
gott dæmi um eftirgjöf og dóm-
greindarskort.
íslenska þjóðin er einhuga í
að hjálpa Sophiu Hansen. En
stjórnmálamenn hafa klúðrað
þeim málum frá upphafi. Þeir
voru seinir af stað og nær
áhugalausir. Þó stjórnvöld
sendu að lokum hinn ágætasta
mann, Ólaf Egilsson sendiherra
henni til hjálpar, láðist að styðja
hann gagnvart tyrkneskum yfir-
völdum.
Hin illu öfl
Tyrkir eru alræmdir fyrir
mannréttindabrot. Teljast vart
til siðaðra þjóða í þeim efnum.
Meirihluti þeirra eru múslimar.
í slíkum þjóðfélögum eiga kon-
ur ekki uppá pallborðið. Níð-
ingsleg framkoma þeirra við
einstæða útlenda móður fór þó
langt framm úr því sem við var
búist. Það er eina afsökun ís-
lensku ríkisstjórnarinnar fyrir
linkind í byrjun. Öllum ætti að
vera löngu ljóst, að við ill öfl er
að etja þar sem er tyrkneskt
réttarfar og Ilalim Al.
Halim A1 hefur hagað sér
eins og foringi í glæpagengi,
sem enginn þorir að hrófla við.
Heimurinn hefur horft á þenn-
an grimma ofstækismann gefa
tyrkneska réttarfarinu langt
nef. Hann hlær að hugleysi
sneyptra dómaranna. Fyrir
slíkan mann kjósa Tyrkir að
auglýsa vesaldóm sinn í mann-
réttindamálum um allan heim.
Þvílík reisn sem þjóðin kýs sér.
Að íslensk stjórnvöld skuli
aldrei hafa mótmælt opinber-
lega við Tyrki gangi þessara
mála er ekki bara óskiljanlegt.
Það er skammarlegt og niður-
lægandi fyrir íslendinga.
Úr farvegi Kóranins
Hver íslenskur þegn á rétt til
hjálpar. Að ræna börnum frá
móður er níðingsverk. Það
gerði Halim A1 og komst upp
með það vegna roluháttar og
áhugaleysis beggja vegna hafs-
ins. Hvorugur aðilinn gerði ráð
fyrir hinum mikla krafti sem
bjó í þessari konu. Réttur móð-
urinnar til hjálpar í þessu máli
er ótvíræður. Hún á ekki að
þurfa að biðja um hjálp eins og
um ölmusu væri. Nógu slæmt
var að sækja rétt sinn í óvin-
veittu landi. Bágstödd móðir, ég
tala nú ekki um sé hún útlend-
ingur, í landi þar sem mús-
limskt alræði ríkir er nógu illa
komin þó peningaleysi sé ekki
með í för.
Margt bendir til að núver-
andi múslimsk trú sé komin
langt úr farvegi Kóransins. Of-
stækisfullir klerkar hafi smá-
saman afbakað kenningarnar.
Nú er boðskapur múslíma full-
ur grimmdar og tillitsleysis.
Kóraninn boðar ekki að höggva
höfuð eða hendur af mönnum
við minnstu yfirsjón, eins og nú
er. Drunga- og harðneskjulegur
miðaldaboðskapurinn er svo
sem yfir nógur án þess.
í þessu ómanneskjulega
tyrkneska þjóðfélagi hefur Sop-
hia barist fyrir að fá börn sín úr
ræningjaklóm.
Albert Jensen,
Háaleitisbraut 129,
9"
Stórundarlegur ávani fólks er að hrækja á göt-
una! Ungu krakkarnir virðast vera farnir að
tíðka þetta í stórauknum mæli - því er nú verr
og miður (og hafa sjálfsagt lært þetta af þeim
sem eldri eru). Það er ákaflega hvimleitt að
þurfa að horfa stöðugt á jörðina til að sneiða hjá
hrákunum að ekki sé talað um að þurfa að
stökkva skyndilega til hliðar til að fá ekki hráka
á sig. Fólk á að geta gengið sína götu í friði.
Og áfram um sóðaskapinn. Það er svo leiðin-
legt að fara í bíó nú til dags því að bíógólf og
stólar eru alltaf yfirfull af poppi og sælgætis-
bréfum snemma dags. Jafnvel strax í byrjun
fimm-sýningar! Til hvers að sækja í subbuna
þegar hægt er að bíða með að sjá myndina í
nokkrar vikur og fá hana svo á myndbandi.