Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.01.1997, Blaðsíða 3
Jktgur-®mtbm Föstudagur 24. janúar 1997 - 15 Hver er hann þessi Högni? Hann hefur alla tíð verið afskap- lega mikið fyrir lestur og ýmis konar grúsk. Hann hefur alltaf haft ánægju af rökræðmn og kafað djúpt í öll þau mál sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann er mikill áhugamað- ur um skák og prýðis skákmaður þó að hann hafi ekki keppt neitt. Hann hefur mikinn áhuga á þjóðmálaumræðu al- mennt,“ segir Sigurður ______________ Hansson, starfsmaður landbúnaðarráðuneytis- ins. Högni Hansson, for- stöðumaður heilbrigðis- og mengunareftirlitsins í Landskrona í Svíþjóð, hefur komið fram í frétt- um sem sérfræðingur í mengunarmálum að undanförnu vegna um- ræðu um álver í Hval- firði en hann vann ein- mitt úttekt á mengunar- málum í Hvalfirði fyrir sveitarstjórnarmenn í Kjós. En hver er hann þessi maður sem svo skyndilega hefur komið fram á sjónarsviðið og af hverju veit hann svona ______________ mikið um mengun? Við ---------------- skulum h'ta á málið. Níu systkini Högni er fimmtugur, fæddur á jörðinni Eyjum í Kjós í marsbyrjun árið 1946. Maðurinn bak við fréttimar í álversdeil- unni er bóndadrengur úrKjós, grúskari og skákáhugamaður, miðjubarn í hópi níu systkina. Högni hefur búið í Svíþjóð í 30 ár og er nú forstöðumað- ur Hollustu- og heil- brigðiseftirlitsins í Landskrona. Hann er miðjubarn, númer fimm í röð m'u systkina og er Sigurður, sem vitnað er í hér að ofan, einn úr systkinahópnum. Foreldrar Högna voru Unnur Hermannsdótt- ir kennari og Hans Guðnason bóndi og eru þau bæði látin. Fjöl- skyldan bjó lengst af á nýbýlinu Hjalla í Kjós en fluttist þaðan í lok áttunda áratug- ------ arins og seldi jörðina. Högni á þó ættingja á Hjalla því að jörðin hvarf ekki úr ættinni. Högni er dug- legur námsmað- ur. Hann gekk í grunnskólann í Ásgarði í Kjós, fór í landspróf og lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1965. Um haustið sett- ist hann á skóla- bekk í Lundi í Svíþjóð og lærði þar náttúrufræði eins og það var kallað. Hann lauk þar framhalds- námi og aflaði sér kennslurétt- inda en starfaði aðeins stutt við kennslu. Hann fór aftur í skóla í Stokkhólmi til þess að læra til heilbrigðisfulltrúa. Um miðjan áttunda áratuginn byrjaði hann Högni Hansson, forstöðumaður Hollustu- og heilbrigðiseftir- litsins í Landskrona í Svíþjóð, hefur vakið athygli fyrir sérfræð- ingsálit sitt í áldeilunni í Hvalfirði. Högni er náttúrufræðingur að mennt, grúskari sem hefur ánægju af rökræðum og kafar ofan í öll mál. Mynd: Elísabet Brekkan svo störf við heilbrigðiseftirlitið í Land- skrona þar sem hann hefur verið æ síð- an. hvoru. Rekinn og ráðinn aftur Högni hefur getið sér gott orð í starfi sínu í Svíþjóð og hefur það meira að segja borist hingað til lands. Guðbrandur Hannesson, oddviti í Kjós, segir að Högni fylgist vel með mengunarvörnum í Landskrona og nágrenni enda sé það mikið verksmiðjusvæði. Hann riíjar upp blaðafregnir fyr- ir sjö árum þar sem Högni var rekinn úr starfi vegna þess „hvað hann fylgdi hart eftir mengunar- vörnum á svæðinu," segir hann. „Þá gerði fólkið á svæðinu uppreisn og þeir urðu að ráða hann aftur af því að hann hafði ekki gert neitt af sér annað en að fylgja málunum eftir af festu. Fólkið fór í kröfugöngur þangað til hann var ráðinn aftur. Þeir höfðu enga ástæðu til að segja honum upp aðra en þá að hann fylgdi mengunarvörnunum svo fast eftir. Þetta var mikið í fjöl- miðlum fyrir sjö til átta árum,“ segir Guðbrandur. Högni er búsettur í Svíþjóð, á þar eiginkonu og þrjá syni. Hann hefur þó samband við ísland og kemur hingað í heimsókn öðru Birna skokkar nú í 15 mínútur án teljandi erf- iðieika, komst ekki nema 5 þegarhún byrjaði um áramót! Sigurður og Halla i Vaxtarræktinni, hann leggur áherslu á að eínstaklingarnir finni sér lífsstfl og mataræði sem hæfir hverjum og einum. uynd: os ráðleggur fólki að borða að minnsta kosti fimm sinnum á dag, brennslan virðist ganga betur þannig. Og þá h'tið? „Ekki endilega, málið er að byggja samtímis upp hærra vöðvahlutfall. Þess vegna þarf að æfa sig 3-4 sinnum í viku í það minnsta. Svelti nægir ekki,“ segir Sigurð- xn-, „þegar hitaeiningaíjöldinn er kominn niður fyrir 13-1400 hitaeiningar á dag er ekki hægt að viðhalda vöðvahlutfallinu. Konur ættu ekki að fara niður fyrir ca. 1500 á dag.“ Þetta á að vera skemmtilegt! „Finnið það sem ykkur finnst skemmtilegt, breytið tíl,“ segir Sigurður. Fólk á líkamsræktar- stöðvunum á að skipta um tíma og kennara, ekki staðna í sama farinu. „Það endist enginn í því sem manni þykir leiðinlegt," segir hann. Það verður að hafa gaman af þessu, ann- ars endist enginn í lík- amsrœkt. Finnið það sem ykkur finnst skemmtilegt! Líkaminn er undarlegt Jyrirbrigði, aðlögunar- hœfnin er svo mikiL Fólk geturfitnað án þess að borða neitt sérstaklega mikið eða óhollt. Magnús orðinn sterkur Fólkinu okkar norðan og sunn- an heiða gengur vel. í næstu viku förum við í málin með þeim. Hitt fregnum við þessa vikuna úr Aerobic sport að Magnús er orðinn mun sterkari en áður, léttist að vísu hægar, en það er eðlilegt fyrir mann sem tekur 60 kg þrisvar í röð í bakpressu! Birna er kominn upp í 15 mínútna skokk, þegar hún byrjaði sprakk hún á 5! Og Halldóra er búin að missa 7 kíló á tveimur vikum! „Hún tek- ur stöðugt meira á,“ segir Raúl þjálfari hennar, „og árangurinn lætur ekki á sér standa.“ Líkaminn er undarlegt fyr- irbrigði,“ segir Sigurður í Vaxtarræktinni, en hann hefur tekist á við ýmis konar vandamál þeirra sem vilja bæta útlit og heilsu. „Ég hef fengið konur sem eru 15-20 kílóum of þungar, en borða samt h'tið. Kannski 1000 hitaeiningar á dag. Það segir sig sjálft að megrun hefur lítið upp á sig í þeim tilfellum. Það er eins og líkaminn að- lagist htilh neyslu og hægi á sér, snúist í vörn og stoppi alla fitu- brennslu. Þær eru búnar að reyna marga vonlausa megrunarkúra og eyðileggja í sér brennsl- una.“ Hann Betra líf og betri heilsa

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.