Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Blaðsíða 2
14 - Föstudagur 14. febrúar 1997
JDagur-'ðJmrám
LÍFIÐ f LANDINU
/ ranni íslendinga er uppskriftin að góðum sunnudagsmat lambalœri í
brúnni sósu, borið fram með brúnuðum kartöflum og rauðkáli. Þetta er
það sem sumir myndu kalla herramannsmat - og það fólk sem við spurð-
um um sunnudagsmat er ginnkeypt fyrir þessu, En þetta er kannski ekki
endalega það sem það borðar alla sunnudaga, enda hafa matarvenjur
þjóðarinnar breyst með nýrri kynslóð. En það gamla stendur þó fyrir
sínu, þegar við spyrjum um sunnudagssteikina... -sbs.
,Danir borða svína- og kjúkl-
ingakjöt í sama mœli og við
borðum lambakjöt“
Snæbjörn Kristjánsson
Siuinudags-
matur á laugar-
Góð svínarifjasteik með puru er
sunnudagssteik. Ég kynntist svína-
kjötinu fyrst að ráði þegar ég var
að vinna úti í Danmörku. Danir borða
svína- og kjúklingakjöt í sama mæli og
við lambakjötið. En það væri ekki úr
vegi fyrir íslenska kaupmenn að bjóða
uppá þessa rifjasteik í helgarmatinn, því
þetta er fínn matur,“ segir Snæbjörn
Kristjánsson, yfirkokkur á Fiðlaranum á
þakinu á Akureyri.
Um matreiðsluna á þessu góðmeti
segir Snæbjörn að hita skuli svínið í ofni
á um 200 gráðu hita í um 45 mínútur, en
síðan á topphita í lokin. „Þetta bragð-
bætir maður rétt í lokin með salti og pip-
ar. Ber þetta síðan fram, skorið niður í
sneiðar, með ýmsu góðgæti, svo sem
brúnuðum kartöflum, rauðkáli, grænum
baunum, súrsuðum gúrkum og brúnni
sósu. Þetta er svona það sem kalla má
einfaldan heimilismat,“ segir yfirkokkur-
inn.
„Sá sunnudagsmatur sem ég er helst
vanur af æskuheimilinu er lambalæri,
kótelettur eða hryggur. Ég gæti nú
reyndar best trúað því að þetta væri
................. sunnudagsmat-
ur enn í dag á
mörgum heim-
ilum landsins,“
segir hann.
-sbs.
Indverskur helgar-
matur í miðri viku
Svín með puru
„Kannski er það
vegna tímaskorts sem
ég gefmér ekki meiri
tíma í eldamennsku“
s
Eg er ekki frumlegur kokkur.
Kannski er það vegna tímaskorts
sem ég gef mér ekki meiri tíma í
eldamennsku. En á góðum stundum
finnst mér gaman að reiða fram til dæm-
is indverskan mat,“ segir Ágústa Kristín
Ævarsdóttir flugfreyja.
Aðspurð um matinn indverska segir
Ágústa að hráefni í honum sé gjarnan
kjúklingur, og síðan til dæmis þarlend
krydd, af ýmsum toga. Þessa rétti megi
síðan „ ...bera fram með djúpsteiktu
brauði og nógu af hrísgrjónum. Síðan
hefur maður gjarnan með ís og íssósu,
sem auðvitað er algjör kaloríubomba,"
segir hún.
f fluginu vinnur Ágústa vaktavinnu.
Þá er vinnufyrirkomulag eiginmanns
hennar, Sveins Helgasonar, fréttamanns
á útvarpinu, með sama hætti. „Vegna
vinnunnar verðum við stundum að búa
okkur til helgi í miðri viku. Borðum þá
góðan mat og slöppum af. Setjum góða
tónlist á fóninn, kveikjum á kerti, borð-
um og spjöllum um atvik síðustu daga.
Þessar stundir finnast mér afar nauð-
synlegar,“ segir hún. -sbs.
Ágústa Kristín Ævarsdóttir
að er lambalæri, matbúið
á hefðbundinn íslenskan
máta sem er eftirlæti mitt
sem sunnudagsmatur," segir
Steinn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi og starfsmaður á
Leiðbeiningastöð heimilanna.
„Læri sem er borðið fram
með brúnuðum kartöflum,
brúnni sósu, rauðkáli og græn-
um baunum. Ekki spillir fyrir ef
með er drukkið malt og appels-
ín, blandað í því sem næst jöfn-
um hlutföllum. Við erum ekki
nema þrjú í heimili og þar sem
„Ekki spillir fyrir ef
með er drukkið malt
og appelsín, blandað
í því sem nœst jöfn-
um hlutföllum.
Svona jólabland."
nokkur fyrirhöfn er að matbúa
lærið finnst ekki í þessa elda-
mennsku leggjandi, nema þegar
margir koma saman,“ segir
Steinunn.
„Ég hef þá tilfmningu að
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
sunnudagsmatur yngra fólks
hafi verið að færast yfír á laug-
ardagskvöldið. Þá setjist fólk
niður og borði góðan mat og
drekki jafnvel rauðvín með. Síð-
an setjist öll fjölskyldan niður
að máltíð lokinni og horf! á
Spaugstofuna í Sjónvarpinu.“
-sbs
argerðar sé lambakjöt. Það
standi alltaf fyrir sínu. „Ég er
ekki hriflnn af þessu pastarusli
sem víða er á borðum. Síðan
get ég náttúrlega sagt frá því að
á ferðalögum erlendis hef ég
borðað til dæmis froskalappir
og lamadýrakjöt. En hrifnastur
er ég þó af lambinu því sem
kennt er við fjöllin," segir Gest-
ur Einar. -sbs
Gestur Einar Jónasson.
varpsmaður á Akureyri.
„Á sumrin er maður alltaf að
grilla. Nautakjöt eða lambakjöt,
eða þá svona rusl eins og puls-
ur. Nei, ég er ekki mikill mat-
maður. En mér finnst gaman að
gera mér dagamun í mat.“
Gestur Einar Jónasson segir
að sitt eftirlætishráefni til mat-
„Ég er ekki
hrifinn
afþessu
pastarusli“
Þegar ég var strákur var
það föst regla að við feðg-
arnir færum saman í bíl-
túr á sunnudagsmorgnum.
Þegar við komum svo heim
um hádegisbil var það föst
regla að mamma væri búin
að matbúa læri eða hrygg.
Þetta var toppurinn og ís-
lenskt lambakjöt er það
besta sem ég fæ,“ segir
Gestur Einar Jónas-
son, út-