Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Page 5
|Dagur-'3Imrám
Föstudagur 14. febrúar 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
„Sæki mínar hugmyndir til æskuminninga“
„Amma fékk spænsku veikina þegar hún var ung stúlka og sú saga fékk
mikið á mig sem krakka," segir Elín Hirst.
„Vísindamenn hafa
fengið leyfi til að
grafa upp á Sval-
barða sjö lík, sem
hafa legið í sífrera.
Þetta er fólk sem
dó úr Spænsku
veikinni. Ég mun
gera mitt ítrasta til
þess að komast í
samband við þá,“
segir Elín Hirst.
s
g virðist sækja allar hug-
myndir mínar til uppvaxt-
aráranna," segir Elín
Hirst, sjónvarpskona, um nýja
sjónvarpsmynd sem hún er að
framleiða og íjallar um
spænsku veikina - sem geisaði á
íslandi haustið 1918. Fyrri
mynd Elínar, Fangarnir á Mön,
verður sýnd í Sjónvarpinu á
föstudaginn langa.
Vil komast í samband
við sjúklinga
Myndin um spænsku veikina
Qallar um þá miklu drepsótt -
sem fór um allan heiminn og
lagði yfir 20 milljónir manna að
velli. Veikin hefur verið kölluð
síðasta drepsóttin. Og nú vilja
vísindamenn skoða erfðaefni
veirunnar sem olli þessari
skæðu inflúensu. Það er gert
með það fyrir augum að hindra
að veiran geti valdið slíkum
usla á ný.
„Já, það er rétt að vísinda-
menn hafa fengið leyfi til að
grafa upp á Svalbarða sjö lík,
sem þar hafa legið í sífrera.
Þetta eru allt sjúklingar sem
dóu úr Spænsku veikinni. Ég
mun gera mitt ítrasta til þess
að komast í samband við þessa
vísindamenn til að afla efnis í
mynd mína. Þá vil ég gjarnan
komast í samband við íslend-
inga sem fengu veikina haustið
1918, eða voru á heimilum þar
sem hún geisaði," segir Elín
Hirst.
90% bæjarbúa fékk
veikina
Spænska veikin barst til
Reykjavíkur í október 1918.
Veikin var illskeytt og sýktust
um 90% bæjarbúa. Veikin lagð-
ist þyngst á yngra fólk, sem er
óvenjulegt. Talið er að allt að
500 manns hafi látist. Elín Hirst
segir að sú tala só efalítið
hærri, þar sem skráning látinna
hafi verið ófullkomin á þessu
tíma.
„Einsog ég sagði hér að
framan virðist ég sækja allar
mínar hugmyndir til uppvaxtar-
áranna," segir Elín Hirst.
„Þannig var að við krakkarnir
héldum mikið til hjá ömmu og
afa, þeim Þóru Mörtu Stefáns-
dóttur og Karli Albertssyni
Hirst, vélsmiði og bónda, sem
bjuggu á sveitabæ í miðri
Reykjavík, Undralandi við
Þvottalaugaveg. Gömlu hjónin
lifðu allt öðruvísi lífi en for-
eldrar okkar gerðu. Það var
gott að flýja til þeirra úr lífs-
gæðakapphlaupinu heima. Afi,
sem var þýskur, var fluttur af
Bretum til fangavistar á eyjunni
Mön í írlandshafi í síðari
heimsstyrjöld. í gegnum þessa
lífseynslu afa er hugmyndin að
þessari heimildarmynd komin.“
Listakona, heildsali
og ættfræðingur
„Amma fékk spænsku veikina
þegar hún var ung stúlka og sú
saga fékk mikið á mig sem
krakka," sagði Elín. „Ilún sagði
okkur margar sögur af lífi sínu
og uppvexti og auðvitað frá
fangavist afa á Mön. Það muna
efalaust margir eftir ömmu,
sem var öðruvísi en allar aðrar
konur sem ég þekkti. Hún skrif-
aði bækur, málaði málverk, bjó
til listmuni, spilaði á orgel og
píanó og safnaði frímerkjum.
Var kennari að mennt og til
hennar kom fólk í aukatíma í
öllu mögulegu.
En einnig var hún heildsali
og flutti inn ýmsar vörur frá út-
löndum; hún leigði út kartöflu-
garða og seldi sjálf kartöflur,
egg og rabarbara í matvöru-
verslanir í bænum. Á efri árum
fékk hún mikinn áhuga á ætt-
fræði. Fór um bæinn, ræddi við
fólk, safnaði myndum og skrif-
aði ættartölu sem hún lét gefa
út. Lítill tími gafst því til að
sinna heimilishaldi, sem var
mjög frjálslegt. Þótti okkur
krökkunum mikil upplifun að
eiga ömmu og afa sem voru svo
ólík foreldrum okkar. Þetta er
sem sé uppspretta þess sem ég
geri að frásagnarefni í þessum
tveimur heimildarmyndum,“
segir Elín Hirst. -sbs.
Jóhanna
Halldórsdóttir
skrifar
Minni karla
(ásamt brotum úr hinum óopinberu, leyndardómsfullu piparsveinavísum)
Sjúddirarirei - sjúddirariar
- ég er að verða ekta piparkarl.
Ekki vill mig eiga nokkur kona,
er það eitthvert vit að lifa svona?
Ó, þið vitið hvað ég þarf að líða'.
Fyrir það að fá aldrei að -
sjúddirarirei - sjúddirarira,
fá aldrei að faðma unga mey...
Ég er alltaf einsamall á daginn,
er að hugsa um hross og búa í haginn.
Sólin skín og hrafnarnir þeir krunka
og sjálfur verð mér bara að -
sjúddirarirei - sjúddirarira
verð ég mér að strjúka svitann af...
Á jafnréttisöld væri gaman
að staldra við eitt augnablik og
grufla dálítið. Spekúlera í
hvernig það sé að vera karl-
maður nú á dögum, eða hvern-
ig það sé að vera kona. Ilvernig
á hinn fullkomni karlmaður að
vera? Hann þarf að hafa ýmis-
legt til að bera sýnist mér,
svona ef ég miða við þjóðfélags-
umræðuna, ijölmiðlana eða ef
ég hlusta á mjög svo jafnréttis-
sinnaðar vinkonur mínar (já,
eða ofbeldissinnaðar) sem vilja
koma inn hjá mér hugmyndum.
Ég er nefnilega svo heppin
að búa í sveit og þurfa ekki að
velta fyrir mér þessum skelfi-
legu ásteytingsefnum eins og
hver eigi að slá garðinn, fara út
með ruslið, viðra hundinn eða
skipta á börnunum, skipuleggja
sumarfríið, hver fái hærra kaup
og hvers vegna. Já, og erfitt
væri að kæra sinn ektamaka
fyrir áreitni á vinnustað, og
óvíst hvernig það veltist í rétt-
arkerfinu íslenska! Við sveita-
mennirnir skiptum bara með
okkur verkum, og gerum það
sem gera þarf, nokkuð óháð
kyni. Að vísu slást karlarnir oft-
ar við nautin (er það nú órétt-
læti!) og keyra yfirleitt meiri
skít á túnin. En við getum skipt
á milli okkar ótal hekturum og
slegið þannig meira en bara
garðinn, hundurinn viðrar sig
sjálfur og má skíta hvar sem er,
ruslið tekur sá sem gengur um í
það og það skiptið, sumarfrí fá-
um við ekki og kaup ekki held-
ur.
Já, það er við hæfi að íhuga
karlmennskuna á þorranum.
Ég kemst alltaf að þeirri niður-
stöðu að betra sé að búa í sveit
en ekki. Hugsið ykkur alla karl-
ana sem þurfa að hlaupa úti á
brókinni í byrjun þorra, í kring-
um sömu blokkina! Eins og
maðurinn sagði: „Það er meira
hvað bændur eru efnaðir, búa
allir í einbýlishúsum."
Hvernig á hann að vera, hinn
íslenski karlmaður sem stenst
allar kröfur? Að ytra útliti
þyrfti hann að vera mystísk
blanda af Schwarzenegger, Ing-
ólfi Margeirssyni, Ilelga Pé og
Stefáni Jóni, og hefði brosið
hans Damon Albarn, augnaráð
Leonard Cohen, húmor Hall-
gríms Helgasonar, sjálfsöryggi
Kristjáns Jóhannssonar ásamt
hógværð og festu Halldórs Ás-
grímssonar og hefði líka rödd
eins og Álftagerðisbræður.
(Þetta ættu nú allir að geta
sameinað.)
Hann þarf að vera mjúkur
maður með harðan skráp, mað-
ur sem heldur opnum dyrunum
í bankanum og kaupfélaginu
fyrir þig, en leyfir þér að opna
bílhurðir af því þú getur bjarg-
að þér sjálf. Tilfinningaríkur,
maður sem þorir að gráta á
viðkvæmum stundum og viður-
kenna veikleika sína, en er
hörkutól í viðskiptum og at-
vinnu sem hefur engan veik-
leika og ekkert bítur á. Hann
verður að þekkja muninn á sak-
lausu daðri og kynferðislegri
áreitni, hvort sem hann er yfir-
maður eða samverkamaður, og
ef hann er giftur þér verður
hann að muna eftir afmælis-,
trúlofunar- eða giftingardögum,
annað er skilnaðarorsök. Og
muna eftir að leyfa þér að hafa
frumkvæðið (þó sú bið geti gert
út af við hvaða karlmann sem
er!), ekki vaða alltaf yfir þig
með frumþarfir sínar. (Þetta
gæti kannski reynst sumum
þeirra erfitt).
Á heimilinu þyrfti hann að
vera þúsundþjalasmiður sem
gerir við allt sem bilar en tekur
þó ekki fram fyrir hendurnar á
þér þegar þú ert að losa stíflu
úr vaski eða skipta um
smurolíu á bílnum, því þú getur
það alveg sjálf. Sem faðir verð-
ur hann að vera góð fyrirmynd
og nú á dögum elur maður ekki
börn upp við þær hörmungar
að mamma eldi, baki og skúri á
meðan pabbi les blað. Hann
skyldi frekar kenna dætrum
sínum fótbolta, körfu, rit-
vinnslu, já eða íslenska glímu
og sonum sínum skyldi hann
kenna hvernig maður vaskar
upp, tekur til, viðrar hundinn
og gerir skattframtalið, svo þeir
verði einnig hörkutól sveipaðir
vissri mýkt, eins og pabbi.
(Þetta getur orðið vandi fyrir
þá.)
Á meðan getur mamma
skroppið á fund, eða á þing eða
bara í utanlandsferð til að finna
sjálfa sig. Á íslandi er erfitt að
vera kona skilst mér. Samt eru
hér fallegustu konur í heimi, og
þurfum við þó að búa við þessa
rudda sem margir karlanna eru
víst enn þrátt fyrir fræðslu og
stuðning til jafnréttis. Ekki und-
arlegt þó forðum væri sungið
um drauminn að vera með
dáta.
/ draumi sérhvers manns er fall hans falið,
finnst mér núna allt að verða galið.
Þær ofsalega aðgangsharðar verða
svo ég verð bara að drifa mig að -
sjúddirarirei - sjúddirarira
drífa mig að breiða upp fyrir haus...
En leitum ekki langt yfir
skammt. Þeir eru ílestir bestu
grey, og þið skulið bara stúlkur,
ef þið eruð eitthvað leiðar, gift-
ast bónda, eða ef þið eruð giftar
flytja á bújörð og hefja búskap.
Og innan skamms eruð þið hætt
að rífast um smáatriðin stóru,
þið skiptið bara verkum. Og
það sem meira er, hafið sömu
tekjur, sem að vísu engar eru,
en þá er heldur ekkert til að
fárast yfir. Engir yfirmenn eða
undirmenn, aðeins þið og nátt-
úran, jafnvel hundaskatturinn
er lægri. Svo er það nú svo
merkilegt að aðalkosturinn við
að giftast bónda eða réttara
sagt að vera bóndi, er sá að við
bændur höfum allt það til að
bera sem áður er lýst, og nenn-
um ekki að búa okkur til óþörf
vandamál, önnur en Bænda-
samtökin.
En nú er mál að linni. Ég
ætla að fleygja leirtauinu í upp-
þvöttavélina á meðan íslenski
karlinn minn les blöðin með
smábörnin á handleggnum. Á
eftir ætlum við að merkja
nokkra kvígukálfa.
Bestu jafnréttiskveðjur úr
Blöndudalnum!
Þá hrekk ég upp með hroll/
í kvið og baki,
hérna ligg ég bara á minu laki,
og löngu kominn hálfa leið í háttinn,
hélt kannski að ég fengi einhvern -
sjúddirarirei ■ sjúddirarira
fengi einhvern nœtursvefn og hvíld...