Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Blaðsíða 19
^Dagur-®tmimt
• David karlinn Bowie er
áfram í sviðsljósinu og nú
fyrir að vera heiðraður með
góðum hætti. Á miðvikudag-
inn var honum nefnilega út-
hlutað stjörnu í hinum
heimsfræga félagsskap,
Hollywood Walk of fame í
Hollywood Boulevard. Fór
athöfnin fram með pompi og
prakt og er stjarnan hans
Bowie númer 2083.
• Dansfyrirbærið kraft-
mikla, The Prodigy, sem telst
vera í hópi dyggustu íslands-
vina sem sögur fara af (hafa
komið allavega þrisvar til
landsins og eru víst enn á
leiðinni að sögn) er nú á
mikilli siglingu og virðist
stefna hraðbyri að heims-
vísufrægð. Lagið Breathe fór
fyrir skömmu á toppinn í
Bretlandi líkt og Firestarter
gerði í fyrra og er nú smá-
skífan með laginu að ná
svipuðum árangri víðar t.d. í
Ástralíu, þar sem hún var
inni á topp 5 fyrir rúmri
viku. Bandaríkin eru svo
næst, en þar er nú Prodigy
að halda í tónleikaferð.
• Rás 2 fær prik fyrir að út-
varpa ágætum tónleikum
Blur um gervihnött á mánu-
daginn var. Voru þetta
„leynilegir“ útgáfutónleikar
sem fram fóru í London As-
toria þar sem Damon og fé-
lagar kynntu nýju sam-
nefndu plötuna, sem kom út
sama dag. Má búast við að
hún fari á topp sölulistans í
Bretlandi eins og smáskífan
Beetlebum, en hvort salan
verði jafnmikil og á síðustu
plötum, skal ósagt látið.
Breyting á tónlistarstefnu er
mikil, þannig að ekki er víst
að öllurn hörðum Bluraðdá-
endum líki. Meira um
plötuna síðar.
Gamlir
draugar
í kjölfar vaxtar og viðgangs
nýpönksins, hafa ekki bara
nýjar sveitir verið áber-
andi, heldur Uka margar
þær sem á sínum tíma
skópu það. Ein þeirra er
hin ensk/skoska Exploded,
sem margir gamlir pönkar-
ar muna eflaust eftir. Hana
elta nú hins vegar gamlir
draugar þegar fyrsta tón-
leikaferðin í um áratug er
að heíjast, því sumir klúbb-
eigendur, þar sem ráðgert
var að sveitin kæmi fram,
vilja ekki fá hana. Ástæð-
an? Jú, síðast þegar W. Bu-
chan og félagar voru
staddir á þessum stöðum,
urðu víst einhver læti og
skemmdir unnar. Þetta
fxnnst þeim Exploded-
mönnum auðvitað súrt,
ekki síst vegna þess að þeir
muna bara ekkert eftir
þessu því svo langt er um
liðið.
Það er orðið
Asíðustu dögum nýliðins
árs komu að venju út
fjölmargar plötur, sem að
ósekju hefðu mátt koma út
dreifðar yfir árið. En þannig
virðist þetta því miður alltaf
þurfa að vera, að hásumarið og
síðustu vikur hvers árs eru einu
tímabil ársins sem heppilegt
sýnist að gefa út. Skýringar eru
helstar lítill markaður, gjafaæði
um hátíðarnar o.s.frv. Ein
þeirra platna sem kom út seint
á síðasta ári en h'tið fór fyrir, er
safnplatan Músíkblandan 1,
sem Rymur gaf út (trommarinn
góðkunni Rafn Jónsson stendur
m.a. að þeirri útgáfu og gefur
t.d. út Botnleðju). Það er meira
en tilhlýðilegt nú að gefa þess-
ari plötu gaum, því ekki aðeins
er dável að henni staðið þegar
á heildina er litið, heldur er
hxín líka staðfesting svo ekki
verður um villst, hversu mikil
gróska á sér nú stað í íslenskri
popp og rokktónlist. Reyndar er
e.t.v. ekki hægt að segja að um
eitthvað byltingarkennt eða
mjög frumlegt sé að heyra í
þeim 15 lögum með jafnmörg-
um flytjendum sem eru á
plötunni. En það eru hins vegar
ótvfræð gæði og viss ferskleiki
sem þarna er um að ræða og
umframt allt HÆFILEIKARÍKT
xmgt tónlistarfólk, sem getur
samið og flutt góða tónlist. Að
öllum líkindum fyrir utan Krit-
Músíkblandan 1. Góður vitnisburð-
ur um gróskuna í íslenskri popp-
og rokktónlist. Þ-
ínu Eysteinsdóttur, með lagið
Lumma, sem sendi frá sér sinn
afbragðs frumburð, Litir, árið
1995, eru aðrir á Músíkblönd-
uimi að stíga sín fyrstu spor á
útgáfubrautinni. Þrjár hljóm-
sveitir frá Akureyri, Yellowbilli-
es, Fire og Mýranda, sem
þeirra er reyndust vegna tölu-
verðs dansleikjahald, má fyrst
nefna sem dæmi um góð tilþrif
á plötunni. Óttinn með Mýranda
er grípandi og kraftgott popp-
lag, sem minnir í senn á Grafík
og Dire Straits. Lil Maryhn með
Fire er stigmagnandi rokklag,
þar sem Páll Steindórsson
söngvara Mýranda er einnig til
staðar við hljóðnemann. Every
day, every night með ungu
mönnunum í Yellowbellies er
svo gríðarlega grípðandi rokk-
seiður og eitt besta lag plötunn-
ar ásamt lagi Kristínar, Kissing
goodbye með söngvaranum
Gunnari Narvasyni (sem er frá
Akranesi eins og Kristín og nýt-
ur dyggrar aðstoðar dáða-
drengsins Orra Harðarsonar
Laugardagur 15. febrúar 1997 - 31
Queensryche (Geoff Tate söngvari)
kemur með nýja plötu innan nokk-
urra vikna.
Gleðisveitin Alsæla berst gegn eiturvofunni.
líkt og hún) Urnform með Sam-
einingartákni þjóðarinnar og
síðast en ekki síst Þorraþræln-
um með Gleðisveitinni Alsælu.
Út með „Alsælu“
Fyrir um ári tóku nokkrir
ónefndir meim sig til og hljóð-
rituðu meitlaða tónsuðu við hið
ódauðlega kvæði Kristjáns
Jónssonar Fjallaskálds, Þorra-
þrælinn. Síðastliðið sumar var
svo þessari upptökju dreift í all-
ar áttir, til blaða, Ijósvakamiðla
o.fl. sem lið í áskorun til lands-
manna að kveða niður ljót öfug-
mæli sem uppi höfðu verið í
þjóðfélaginu. Þar er auðvitað
átt við þá firru, sem óprúttnir
menn höfðu komið inn í málið
að kalla Ecstacy pilluna á ís-
lensku, alsælu. Tókst þetta svo
vel, að nú hefur enginn uppi
slíka ranghermi, heldur kalla
menn ófögnuðinn þegar hann
er á annað borð nefndur, E-töfl-
una. í framhaldinu hefur það
svo gerst með þennan mögnuðu
rappsprengju, sem Þorraþræll-
inn svo sannarlega er með há-
værum gítar og hreint glimr-
andi baritónrödd í millikafla, að
lagið hefur heyrst æ oftar á öld-
um ljósvakans og þá sérstak-
lega á Rás 2. Er það vel og
staðfestir að tilgangurinn hefur
haft erindi sem erfiði. Frá þess-
ari huldumannasveit (ástæðan
einfaldlega sú, að það er lagið
og boðskapur þess sem máli
skiptir, en ekki þeir sem flytja
það) mun svo frekari dáða vera
að vænta á þessu ári og mun
þar pönk blandast saman við
rappið samkvæmt heimildum
Poppsíðunnar. Þar munu
væntanlega verða stígin fleiri
spor í baráttunni gegn eitur-
lyQaófögnuðinum um leið og
sýnt er fram á að rokk án slíks
er líka til. Við fylgjumst spennt
með framvindu mála.
numer sjo
Ein af betri og framsækn-
ari rokksveitum Banda-
ríkjanna hin síðari ár,
Queensryche, sem kemur frá
Seattle, en á lítið eða ekkert
skylt við rymrokkbylgjuna það-
an, er nú á leiðinni með sína
nýjustu afurð. Nefnist hxín Here
in the now Fronier og kemur út
annað hvort í lok mars eða
byrjun apríl. Verður þetta í
heild sjöunda platan sem þessi
kvintett sendir frá sér á um 15
ára ferli. Hefur sá tími að
mestu verið gjöfull og hljóm-
sveitin samstillt, sem best sést á
því, að hún hefur verið eins
skipuð frá upphafi. Heita þessir
kappar nánar tiltekið, Geoff
Tate, sem syngur, Michael Wil-
ton og Chris DeGarmo, sem
báðir leika á gítar, Eddie Jack-
son bassaleikari og Scott Rock-
enfield trommuleikari. Meðal
glæstra verka Queensryche eru
t..d. Rage for order, The empire
og meistaraverkið Operation
midcrime.
„Forsetar Bandaríkjanna" eru hressir náungar frá Seattle, sem nú fá að
finna fyrir fallvaltleika frægðarinnar.
Frægðin
að að frægðin sé fallvölt,
er nokkuð sem hinir ann-
ars bráðskemmtilegu
drengir í Seattletríóinu Pre-
sidents of the USA, mega nú
horfast í augu við. Eftir að hafa
fengið fljúgandi start með
fyrstu samnefndu plötunni sinni
árið 1995, sem selst hefur í
milljónum eintaka og verið á
stanslausri sigursælli tónleika-
ferð um allan heim í rúmt ár,
virðist nú nokkuð bakslag hafa
komið í seglin hjá sveitinni.
Önnur platan, sem einfaldlega
nefndist PotUSA II og kom út
sama dag og forsetakosning-
er fallvölt
arnar fóru fram sl. haust, hefur
alls ekki náð að fylgja hinni
fyrri eftir og segja félagarnir
sjálfir í hreinskilni, að hún hafi
„floppað", farið fyrir ofan garð
og neðan, eins og það heitir á
góðri íslensku. Þeir láta þó ekki
deigan síga og segjast ætla að
halda ótrauðir áfram. í myrkr-
inu er líka ljós, því tónleikar
t.d. á Bretlandi hafa gengið
bærilega og á dögunum voru
„Forsetarnir" svo tilnefndir til
tveggja bresku tónlistarverð-
launanna. Sem besta nýja al-
þjóða sveitin.