Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.02.1997, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.02.1997, Blaðsíða 16
jnagnr-©mmtt Fimmtudagur 20. febrúar 1997 MEIRITENGSL FOR- ELDRA OG SKÓLA Geta foreldrar tekið meiri beinan þátt í skólastarf- inu? Það fannst Vigdísi Stefánsdóttur svo hún hafði samband við skólastjóra Rima- skóla og bar upp við hann þá hugmynd að fá foreldra meira inn í skólana. Ekki bara í félags- starfi, heldur beinlínis að þeir hjálpuðu kennurum í skólastof- um og tækju jafnvel að sér önn- ur störf ef því væri að skipta. Þessi störf væru unnin í sjálf- boðavinnu, líkt og er víða er- lendis, þar sem foreldrar og jafnvel óviðkomandi, s.s. ellilíf- eyrisþegar, koma að skólastarf- inu með ýmsu móti. Skólastjór- inn tók vel í hugmyndina, taldi reyndar að fólk hefði of mikið að gera almennt til að gefa sér tíma til sjálfboðaliðastarfa, en Vigdís sagðist þá bjóða sig fram sem fyrsta sjálfboðaliðann og bað um verkefni. Fyrsta verkefnið var svo að kenna unglingadeildinni bútasaum, ekki vegna þess að bútasaumur sé á námsskránni, heldur vegna þess að við þannig kennslu þarf ekki aðstoð bekkj- arkennara. Nú hefur þessi hóp- ur fengið nokkurra tíma búta- saumskennslu og nokkrir krakk- anna völdu að halda áfram og ætla að sauma sér rúmteppi. í fyrsta hópnum voru þau Gunn- hild, Sigríður, Sigurður, Trausti, Ingvar og Haukur - og bersýni- legt að bútasaumur nær til krakkanna! Fyrsta teppið tekur á sig mynd. Margar hendur (og virkir hugar) vinna lett Verk. Myndir.Hilmar Þetta virðist vera mjog skemmtilogt-' Vigdís lengst til vinstri, sýnir sjálf handtökin. Leo Orn Þorleifsson Rúnar Sigtryggsson "...og þá var kátt í höllinni, höllinni, hööllinnni..." Keiia verour namnn \yí. 1W/ ___ LÍNUDANS, en sigurinn x'llPx •• lendir okkar megin." \ é Jl Þeir skírteinishafar sem rétt eiga á frímiðum HSÍ þurfa að sækja þá í KA-heimilið frá kl. 18 - 20 í

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.