Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 1
iDagur-©mrmt ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 8. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 47. tölublað Fáninn er táknmynd sem deilur standa oft um. Fáni er í sumra augum tákn sjálfstæðis og frelsis en getur einnig verið merki um kúgun og undirgefni. Hann getur þjappað fólki saman eða sundrað effir atvikum. Hann er notaður á hátíðar og gleðistundum og hann er líka gjaldgengur á tímum sorgar. Hverjum þykir sinn fáni fagur en flagg óvina skelfilegur og for- Ijótur. Margir fánar eiga sér uppruna í helgisögnum og aðrir eru hann- aðir af þjóðarleiðtogum eða listamönnum. Fáni sérhverrar þjóðar á sér sína sögu, stutta eða langa. Hér er brugðið upp nokkrum sögulegum myndum af fánum sem teknar eru við mismunandi tækifæri. Elsta myndin er frá 1913, en þá tóku dátar hvítbláinn af báti Ein- ars Péturssonar, sem réri með hann á Reykjavíkurhöfn. Strax á eft- ir blöktu hvítbláir fánar á nær hverju húsi og róið var með fánaborg- ir um höfnina. Þingmenn og gestir ganga undir fánum niður Almannagjá á leið til þingfundar á Lögbergi þar sem lýðveldið var stofnað 17. júní 1944. Skátar ganga fylktu liði sumardaginn fyrsta 1970. Fræg mynd sem Guðjón Einarsson tók þegar vikapiltur á Hótel Sögu og mótmælandi togast á um fána Nató, sem rifinn var niður við hótelið, en tilefnið var ráðherrafundur Nató 1968. Vikapiltur hafði betur. Lögregluþjónar taka íslenska fánann af herstöðvarandstæðingi á Keflavíkurflugvelli 1989.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.