Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Qupperneq 1
LIFIÐ I LANDINU Blað Þriðjudagur 18. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 53. tölublað „Ég hygg að þeim sem kynnast hesta- mennskunni finnist allt annað sport frekar ómerkilegt, “ segir Páll Pétursson sem varð 60 ára í gær og fékk forláta fola í afmælisgjöf frá konunni. SEXTUGUR MEÐ HESTADELLU Páll Pétursson félagsmála- ráðherra varð 60 ára í gœr og efndi af því tilefni til fagnaðar í félagsheimilinu á Blönduósi á laugardag- inn og mœttu þar um fjög- ur hundruð manns. Besta gjöfin var teymd inn á gólf félagsheimilisins; 6 vetra foli œttaður frá Hólabaki. etta er gersemi, þessi sex vetra foli sem kona mín gaf mér og henni tókst að gera þetta þannig að ég hafði ekki hinn minnsta grun. Hún var búin að gefa mér hestastein og það fannst mér yfirdrifið. - En það er allt eins álitlegt við hestinn og það getur verið þótt ég hafi að vísu ekki komið á bak á honum ennþá. Liturinn spillir heldur ekki, hann er mógrár en verður hvítur innan fárra ára.“ Hvernig er að vera sextugur? „Það er góð tilfinning þó ég gæti vel þegið að vera fertugur eða þrítugur, en þetta er lxfsins gangur og það er allt gott og blessað með það.“ Eitthvað uppgjör við þessi tímamót? „Ég veit það nú ekki, ég hef átt góða æfi og góða samferðamenn og get litið til baka með mikilli ánægju og horft fram á veginn líka.“ Nú var greinilegt á gjöfunum og vís- unum á laugardaginn að þinn Ijúfasti sess er ekki ráðherrastóllinn heldur þinn hnakkur eins og Pétur bróðir þinn söng. „Já, áhugamálin eru fyrst og fremst að komast á hestbak og snúast eitthvað í kringum hross, þannig hefur það verið alla æfi. Ég hygg að þeim sem kynnast hestameimskunni finnist allt annað sport frekar ómerkilegt. Við erum með hesta hér í Reykjavík í vetur og áður fyrr fór ég mikið á hestbak, en það er reynd- ar ekki þægilegt að samræma það þing- mennsku. Flestar helgar fer ég þó norð- ur og þær stundir nota ég til að fara á hestbak." Heldur upp á húnvetnska kynið Áttu hest sem enginn annar en þú má koma á bak? „Nei, ég hef aldrei verið með mikla sérvisku svoleiðis og hleypi hestfæru fólki á öll hrossin mín.“ Hvaða gœðingum ertu stoltastur af? „Ég á engan sem ég er verulega stoltur af núna, nema þá þennan nýja. - En það hafa rek- ist upp í hendurnar á mér gæðingar. Fyrri kona mín, Helga Ólafs- dóttir, var heppin með hross og átti gæð- inga. Ég átti svo í nokkur ár mjög góða hvíta hesta, einn hét Fálki og var mikill höfðingi og skörungshestur. Helga átti síðan gæðingshest sem hét Smyrill og gráhvítan sem hét Stelkur. Við áttum síð- an hryssu sem hét Gleði. Núna á ég enga sem eru viðlíkir þessum hestum. En ég er reyndar með mjög góðan lánshest frá stjúpdóttur minni.“ Hrossin hans Páls eru ættuð frá hrossum Sigurðar Jónssonar frá Brún og hefur hann ekki blandað stofninn. „Þetta er gamalt húnvetnskt hrossakyn sem ég sé ástæðu til að halda uppá.“ Önnur áhugamál en hross? Heyrst hefur að þú sért liðtœkur með saumnál? „Ég lærði sauma- skap ungur og er sæmi- lega flinkur við að gera einfalda hluti með nál, að festa tölur og stoppa í sokka. Móðir mín var góð saumakona og ég hef auga fyrir sauma- skap. - En ég sauma ekki heilu flíkurn- ar.“ Að lokum, ertu orðinn hálfgerður Reykvíkingur? „Nei, ég er Húnvetningur og hélt því upp á afmælið mitt heima." -mar „Ég er sœmilega flinkur við að gera einfalda hluti með nál, að festa tölur og stoppa í sokka. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.