Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Síða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.03.1997, Síða 4
16 - Þriðjudagur 18. mars 1997 jOctgur-Œímmrt ‘UmBúdaíauót Hlutverk unglinga II. Friðrik Eriingsson skrifar Asíðustu áratugum hefur vígsla unglinga inn í ver- öld fullorðinna, ferming- in, orðið æ þýðingarminni og merkingarsnauðari. Fermingin var áður fyrr stórt og mikilvægt innra skref sem ytri þættir at- hafnarinnar voru táknmyndir fyrir, svo og þær gjafir sem táknuðu líf hins fullorðna ein- staklings. Þannig er það ekki lengur. Tvítugsaldurinn og stúdentsprófið var einnig mikif- væg vígsla, en nú er það einnig orðið hjóm eitt frá því sem var. Að ná tvítugsaidrinum þýðir í dag aðeins það eitt að þú getur farið á lögiegt fyiierí. í stað hinna stóru tímamóta, ferming- ar og stúdentsprófs, höfum við bflprófið og fyrsta bankareikn- inginn. Bflprófið er orðin mun stærri vígsla inn í veröld full- orðinna heldur en fermingin. Fermingin í dag segir barninu ekki að það sé fullorðið heldur En á meðan fermingin er aðeins innganga inní móðurlíf samfé- lagsins, þá eru engin tíkindi til að fullorðinn einstaklingur líti dags- ins Ijós þegar þeirri meðgöngu lýkur. að það sé orðið unglingur. Og gjafirnar í dag sýna það svo ekki verður um villst: leikjatölv- ur, hljómflutningstæki, sjónvarp í herbergið osvfr. Með öðrum orðum markar fermingin upp- haf unglingsáranna en ekki lok þeirra. Við tekur stikkfrítt líf unglingsins þar sem hann hangir í lausu fofti, unglinga- menningin tekur við honum, það er togaði í hann úr öllum áttum og hann hefur ekki hug- mynd um hver hann er eða til hvers samfélagið ætlast af hon- um. Enda ætlast samfélagið ekki til annars en að hann hangi í lausu lofti, það treystir honum ekki til neins, leggur honum enga ábyrgð eða skyld- ur á herðar aðrar en þær að hann standi sig í skólanum og þegi nema að hann sé spurður. Unglingur ævilangt Þegar ungfingurinn fær svo loksins bflpróflð, að maður tali nú ekki um fyrsta bankareikn- inginn sinn, eru þá nokkur lík- indi til að hann fari að haga sér eins og fullorðinn einstakfingur uppúr þurru, aki bflnum eins og maður og fari skynsamlega með peningana sína? Nei, þess er lítil von. Það eru mun stærri líkur á því að hann haldi ein- faldlega áfram að vera ungl- ingur næstu ár og áratugi því það er jú það hlutverk sem samfélagið hefur haldið honum í svo lengi, það er eina hlut- verkið sem hann kann. Að axla ábyrgð á sjálfum sér og gerðum sínum er það síðasta sem hon- um dettur í hug, nema að hann komi frá þeim mun vandaðra heimili og eigi foreldra sem hættu ekki að vera uppalendur eftir að fermingarveislunni lauk. Raunaldxu- fólks er sá mælikvarði sem við notum oft- ast til að flokka fólk í þroska. Því miður er sú aðferð engan vegin nógu góð. Það er fjöldinn allur af 30-40 ára fólki sem eru vanþroska og á sama hátt er fjöldinn af 12 ára manneskjum sem eru mjög þroskaðar. Svo áraijöldi segir í raun ekkert um þroska. Líkamlegur þroski segir nokkuð til um hvort manneskja er tilbúin til að axla ábyrgð á við fullorðna og 14 ára aldurinn er ágæt viðmiðun. 14 ára manneskja er fullfær um að taka að sér fjöldamörg verk- efni, bæði á heimilinu og útí samfélaginu; verkefni sem þroska þá þætti sem hún þarf á að halda nokkrum árum síðar þegar hún kemur útí samfélag- ið sem sjálfstæður einstakling- ur. Fullorðnir óttast unglinga Foreldrum hættir mjög oft til að h'ta á fáfræði barna sem ástæðu til að láta þau ekki takast á við ábyrgð. Oft er hlegið að börn- um og unglingum þegar þau spyrja um eitthvað sem full- orðnum er löngu orðið vel ljóst. Þetta sýnir vanþroska fullorð- inna einstaklinga sem taka þannig á málum; í stað þess að taka unglinginn við hönd sér og leiða hann inní veröld og „visku“ fullorðinna er hlegið eða þagað. Foreldrum og full- orðnrnn einstaklingum stendur líka oft beygur af unglinum sem vita of mikið, sem beita hugsun sinni markvisst. Það er vegna þess að fullorðnu fólki flnnst það eigi að ráða yfir unglingum og hann má helst ekki vita meira en það sjálft, annars missir hinn fullorðni valdið yfir unglingnum. Þess vegna reyna foreldrarnir og samfélagið í lengstu lög að halda unglingum niðri, halda þeim frá ábyrgð, halda þeim fáfróðum. Fullorðin ungabörn í dag sjáum við að hin mikla sköpunargleði og starfsorka unglinga, sem ekki fær útrás í samfélaginu, blómstrar í skóla- lífinu og í „heimi“ unglinganna sjálfra. En unglingamenningin er lokaður stikkfrír heimur sem aðeins nærir sjálfan sig og á sitt upphaf og endi í sjálfum sér, því miður. Ef samfélagið og foreldr- arnir myndu taka þá „áhættu" að vígja unglinginn inn í heim fullorðinna við ferminguna, í stað þess að vígja hann inn í lokaðan unglingaheim, þá myndi ekki aðeins samfélagið allt njóta góðs af heldur ekki síst unglingurinn sjálfur. En á meðan fermingin er aðeins innganga inn í móðurlff samfé- lagsins, þar sem unglingurinn lifir uppá eigin spýtur og hangir í lausu lofti eins og barn í móð- urkviði, þá eru engin líkindi til að fullorðinn einstaklingur líti dagsins ljós þegar þeirri meðgöngu lýkur, heldur mun frekar andlegt ungabarn í full- orðnum líkama. 1 Ki r. Að vera samkeppnisfær Pað eru breyttir tímar í land- inu frá þvf þegar verkfóll voru verkföll og ekkert múður. Jak- inn haslaði sér völl í Dagsbrún og tryggði forustuhlutverk sitt með vaskri framgöngu í verk- falli. Það var á sjötta áratugn- um. Nú á þeim tíunda eru menn að reyna að fara í verk- föll eftir margra ára skeið og árangurinn er sá að það tekur nánast enginn eftir því að verkfall er skollið á. Þetta eft- irtektarleysi er þó ekki neyt- endum að kenna eða þeim sem ættu að taka eftir því að vöruskortur og erfiðleikar steðjuðu að í hinu hefð- bundna neyslu- mynstri. Sann- leikurinn er ein- faldlega sá að stéttbræður verkfallsmanna eru að maka krókinn með uppgripum í eft- irvinnu til að fylla í það neysluskarð sem verkfallið annars hefði framkallað. Þetta er í stíl við þann þjóðaranda sem undanfarin ár hefur markvisst verið að leysa gamla ungmennafélagsandann af hólmi. f staðinn fyrir slagorðið „íslandi allt", sem stóð fyrir samhjálp og samstöðu til að bæta lífsgæði og möguleika allra í landinu eru nú komið slagorðið „samkeppninni allt“. Allir í samkeppni Allt þjóðfélagið snýst um að verða samkeppnisfært, jafnt fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsleiðtogar. Því er það að aukin vinna við mjólkur- framleiðslu á Selfossi gerir menn einfaldlega samkeppnis- hæfari en ella á meðan verk- fallsmenn spilla fyrir sam- keppnisstöðu sinni og sinna fyrirtækja. Stéttarleg samstaða er eitthvað sem menn lesa um í sögubókum enda snýst þjóð- félagsandinn um að sérhver borgari standi sig betur í sam- keppninni um lífgæðin. Enda er gæðunum orðið misskipt því ekki geta allir orðið ofan á í samkeppninni og ekki byrjuðu allir á sama stað. Þess vegna þurftu Dagsbrúnarmenn að fara í sérstaka rútuferð á Sel- foss í gær og reyna að tala um fyrir kollegum sínum þar að framleiða ekki alla þessa mjólk lil að flytja inn á verkfalls- svæðið. En í samkeppnisþjóð- félaginu geta Selfyssingar auð- vitað ekki borið ábyrgð á því sem Reykvíkingarnir eru að kalla yflr sig með því að fara í verkfall. Sam- keppni Dags- brúnar Og nýju Dags- brúnarforust- unni er mikið f mun að sanna sig enda í mik- illi samkeppni við aðrar hugs- anlegar forust- ur í félaginu. Því spilar hún töff og heldur verkfallsmálum til streitu og hefur raunar til þess meiri- hluta félagsmanna. Hins vegar er spurning hvort þeir Dags- brúnarmenn fóru ekki fyrir bæjarlækinn að sækja vatn þegar þeir fóru á Selfoss í gær. Bensinstöðvarnar sem áttu að vera harðlokaðar í gær voru nieira og minna opnar enda engin þurrð á fólki sem vildi standa sig í samkeppninni í þjóðfélaginu. Sumt vildi ein- faldlega ekki hlýta tilmælum Ilalldórs Dagsbrúnarformanns uni verkfall, en aðrir höfu passað sig á að vera í VR hjá Magnúsi sem aldrei fer í verk- fall. Niðurstaða síðustu daga er því sú að verkföll passa ekki inn í þann samkeppnissam- tíma sem nú rikir í landinu, þau eru einfaldlega ekki sam- keppnisfær við aðrar aðferðir til að auka kaupið, s.s. eins og að vinna yfirvinnu til að eyða áhrifum verkfallsaðgerða hinna. Garri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.