Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Qupperneq 2
4 2 - Föstudagur 21. mars 1997 Heiti Potturinn Barónsfjósið á horni Hverf- isgötu og Barónstígs í Reykjavík varð bitbein þriggja stórvelda á matvörumarkaðn- um. Öllum datt það sama í hug, matvörumarkaður. Bón- us fékk ekki leigt hjá Sverri Hermannssyni, fasteignasala, eiganda hússins, - og Óskar í Hagkaup fékk líka afsvar, sem hann tók afar óstinnt upp, enda geðríkur maður. Honum varð á að sparka í málningar- dall á gólfi fjóssins í von- brigðakastinu en slapp við slettur. Sigurvegarinn varð Ei- ríkur Sigurðsson í Tíu-ellefu, og hann opnar í næsta mán- uði... Því var fleygt í pottinum að RagnarTómasson, lög- maður og sameiningarsinni, væri nokkuð móðgaður að hafa ekki verið hafður með í ráðum, þegar Landsbanki keypti helminginn í VÍS. Hann er maðurinn sem steypti sam- an Bónus/Hagkaup og síðar Stöð 2/Stöð 3. En fullyrt er að Ragnar lumi nú á einhverri sameiningu, sem á eftir að vekja verulega mikla athygli. Við sjáum hvað setur... Rætt var um kvótapening- ana, peninga allrar þjóð- arinnar, í pottinum í gær. Þar var fullyrt að kvótapeningar lentu gjarnan í verslunarhús- næði. Þeir hefðu keypt vin- sælt verslunarhús að Lauga- vegi 13, þar sem Kristján Sig- geirsson rak húsgagnaþúð sína. í Faxafeni hafi verslana- húsnæði að mestu verið byggt fyrir kvótaféð. Sagt er að verslunarhæðin á Lauga- veginum hafi verið seld fyrir 130 milljónir kvótakróna. í bakhúsinu að Laugavegi 13 er verið að innrétta veitinga- hús, sem Skúli Þorvaldsson í Hótel Holti mun standa fyrir... F R É T T I R Biskup Er ekki sama uin eftirmanniim Ólafur Skúlason biskup „Ég hef ekki sent kjörnefnd formlegt bréf, einfaldlega vegna þess að ráðherra taldi ekki ástceðu til að ég gerði það, mörgum mánuðum áður en kosið yrðl “ Fram að þessu hafa allir getað reiknað út hve- nær biskup verður sjö- tugur og það breytir engu hvort biskup tilkynnir að hann ætli ekki að bíða þar til hann verður það. Allir hafa verið komnir af stað með sinn bisk- upsundirbúning löngu fyrír þennan tíma,“ segir Ólafur Skúlason biskup vegna frétta um að kurr sé meðal presta og að beðið sé lausnarbréfs frá biskupi. „Það liggur aftur á móti fyrir að ekki er búið að ákveða kjör- daginn, en það er ekki í mínum höndum heldur kjörstjórnar. Ég hef ekki sent henni formlegt bréf einfaldlega vegna þess að ráðherra taldi ekki ástæðu til að ég gerði það, mörgum mán- uðum áður en kosið yrði,“ segir Ólafur. Biskup verður sjötugur árið 1999 en lætur af störfum 31. desember í ár. Hann segist hafa heyrt það úr ráðuneytinu að kosið verði síðsumars eða í byrjun hausts, en það sé óstað- fest. „Þetta er nákvæmlega sama staðan og hefur verið alla tíð frá því að biskupskosningar urðu frjálsar. Menn hafa ekki verið svo illa skyni skroppnir að þeir hafí ekki getað reiknað út hvenær biskup verður sjötugur. Menn hefðu vitað það í ársbyrj- un 1999 hefði ég ætlað að hætta á sjötugasta afmælisdeg- inum. Þannig að allir hefðu átt að vita allt þetta ár, hvenær ég myndi hætta, eftir að ég gaf út yfirlýsingu mína.“ Hef ekki áhrif á val eftirmanns Ólafur vildi ekki tjá sig um af- stöðu hans til þeirra íjögurra sem þegar hafa sagst ætla að bjóða sig fram til kjörsins. „Ég hef ekki hugsað mér að taka opinbera afstöðu, en geri það náttúrulega upp við sjálfan mig þar sem ég hef atkvæð- isrétt. Margir tala við mig í trúnaði og einlægni en ég ætla ekki að bera það á torg. Þótt mér sé langt í frá sama hver sest hér í sætið mitt tel ég að ég eigi ekki að hafa áhrif á hver verður valinn af þeim sem eiga eftir að þjóna með honum, þar sem ég er að hætta,“ sagði bisk- up. BÞ Janúarinnkaup Aukist 30% milli ára Arið 1997 byrjar vel sem bíla- ár. Um helmingur allra út- flutningstekna af áli, eða 620 milljónir fóru í fólksbílakaup í janúarmánuði, 44% meira en ár- ið áður, sem þá var samt 110% meira en árið þar áður. Sem sagt þreföldun á tveim árum. Þetta er þriðja árið í röð sem byrjar með gífurlegri aukningu á vörukaupum til landsins. Verðmæti vöruinnflutnings í janúar var 10,7 milljarðar, nær 30% meira en í janúar í fyrra og 110% aukning miðað við sama mánuð fyrir þrem árum, þegar rúmir 5 milljarðar nægðu fyrir janúarinnkaupunum. Aukningin felst aðallega í 85% meiri kaup- um á fjárfestingarvörum, 75% meiri flutningatækjum og þriðj- ungs aukningu á eldsneyti. Útílutningstekjurnar jukust raunar ennþá meira, eða um tæp 50% m.v. janúar í fyrra. Það skýrist hins vegar að stærstum hluta af flugvél sem var seld úr landi í mánuðinum. Að henni frátalinni var aukningin 15% frá janúar í fyrra. - HEI Kaupfél. Suðurnesja Um 36 millj. kr. hagnaður Aðalfundur Kaupfélags Suð- urnesja var haldinn nýverið og sóttu um 70 fulltrúar fundinn. Þar kom fram að heildarvöru- sala var rúmir 2,2 milljarðar í fyrra sem þýðir 10% söluaukn- ingu frá fyrra ári. Hagnaður varð 36,5 milljónir en afskriftir 33,3 millj. kr. Eiginfjárhlutfall var 27,9%, veltuíjárhlutfall 1,08 og ávöxtun eiginfjár 22,6%. Eftir að byggingarvöruversl- unin Járn & Skip brann, var verslunin seld BYKO. Kaupfé- lagið hætti þar með byggingar- vörusölu eftir 44 ár. Þá opnaði félagið nýja Samkaups-verslun á fsafirði í fyrra og rekur Kaup- félagið nú átta matvöruverslan- ir. BÞ FRETTAVIÐTALIÐ Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ Hagkvœmni veiða rœður sóknarmunstrinu í úthafs- veiðum í ár nema í síld. Upplagt fgrir Þorstein að starta síldveiðum með fall- byssuskoti á Dalatanga. Kvótinn hefur róandi áhrif Eru menn ekki farnir til úthafsveiða á Reykjaneshrygg? „Eg hef bara ekkert heyrt um það. Það er kominn kvóti á hvert skip þann- ig að menn fara sér hægar þegar ein- hver vitræn stjórnun er komin á veið- arnar. Það kemur einnig í veg fyrir að menn séu að göslast áfram í þessu á þeim árstíma þegar veður eru válynd og sóknin dýr eins og rnn þessar mundir.“ Menn geta þó framselt kvótann, eða er ekki svo? „Ætli það séu svo margir sem taka við þessu nema þeir sem hafa aflað þess. Hjá öllum siðmenntuðum þjóðum þar sem fólk er nokkurn veginn venju- legt er því fagnað þegar verða til ein- hver réttindi sem menn hafa aflað með stórkostlegri áhættu og kostnaði. Hér alið þið á öfund og illgirni þessir blaða- menn. Það virðist vera að ykkur sé gert að hafa það að starfi af ykkar yfirmönn- um. Þetta er alveg ótrúlegt hlutskipti sem ykkur er ætlað að fylgja eftir.“ Fara menn þá hœgar eftir að kvóti er kominn á hvert skip? „Það held ég að fari ekkert á milli mála. Menn telja sig hafa nægan tíma til að sinna þessum veiðum. Þetta var veitt upp í júníbyrjim í fyrra, þegar bh'ðast var og best. Ég tel að menn hafi lært af því og muni því stunda þessar úthafsveiðar þegar það er hvað hag- kvæmast." Vita menn eitthvað um veiðihorfur í karfanum á Hryggnum? „Nei. En þegar veiðistofninn er um tvær milljónir tonna, þá ætti eitthvað að vera til að veiða uppí þau 45 þús- und tonna karfakvóta sem skipt hefur verið á milli skipa.“ Má gera þá ráð fyrir að flotinn verði þá eitthvað seinna á ferðinni í Smuguna í ár? „Það er nú svolítið mikið önnur skip sem hafa líka farið í Smuguna en þau sem hafa veitt karfa á Reykjaneshrygg. Ætli það verði ekki nóg að senda von- andi eitt eða tvö skip í Smuguna til að kanna stöðuna í stað þess að láta stór- an hluta af flotanum hanga þar nyðra." Má þá gera ráð fyrir einhverri breytingu í sóknarmunstrinu þar nyðra í sumar? „Ég held að menn muni svona frek- ar reyna að sjá hvernig þróunin verður í veiðunum áður en verður farið að þjóta þangað norður. Þannig að menn bíða eftir einhverjum jákvæðum frétt- nm af svæðinu áður en lagt verður í hann í stað þess að lemja sjóinn." Þannig að menn bíða bestufœra í úthafsveiðunum? „Já í það heila tekið nema þá í sfld- inni. Þar fá menn heldur engan tékka heimsendan. Ætli sjávarútvegsráðherra staðsetji sig ekki á Dalatanga 3. maí með fallbyssu og skjóti skoti þannig að allir geti heyrt þegar byrja má að veiða síldina," segir Kristján Ragnarsson. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.