Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Síða 5
jOagur-ðlmTÍtm Föstudagur 21. mars 1997 - 5 F R É T T I R Akureyri Giljaskóli tveimur mánuðum á eftir áætlun Krakkarnir á myndinni höfðu engar áhyggjur af byggingaframkvæmdum við Giljaskóla. Grunnurinn er í baksýn, en árferði hefur seinkað framkvæmdum um tvo mánuði. Myn± gs Raskar öllum áætlunum um rekstur leikskól- anna Kiðagils og Stekks á komandi vetri. Seinkun byggingafram- kvæmda getur orðið mörgu barnafólki erfið. Verktakar við fyrsta áfanga Giljaskóla á Akureyri eru orðnir verulega á eftir áætlun vegna slæmrar tíðar og er ljóst að ekki verður byrjað að kenna í þeim hluta skólahúsnæðisins sem stefnt var að að taka í notkun í haust. Á komandi helgi verður auglýst útboð á öllum fyrsta áfanga skólans en nú átti framkvæmdum við grunninn að vera lokið, en það verk er að- eins hálfnað og allmikið frost í jörðu á svæðinu. Verkið er nú um tveimur mánuðum á eftir áætlun og sá tími gæti lengst ef ekki fer að vora. Þetta raskar verulega öðrum áætlunum um flutning á þeim grunnskólabörnum sem áttu að flytjast úr húsnæði ieikskóians í fyrsta áfanga nýs Giljaskóla og á leikskólabörnum sem reiknað var með í Kiðagil þegar rýmk- aðist í húsnæðinu. Þannig áttu 70 nemendur Giljaskóla, sem er til húsa í leikskólanum Kiðagifi, að fara þaðan í nýja húsnæðið og við það losnar töluvert rými þar. Nemendur Gifjaskófa nýta um helming húsnæðis Kiðagils auk einnar lausrar kennslu- stofu. Á þeim forsendum átti að loka leikskólanum Stekk neðan FSA, en rými fyrir þau börn skapaðist m.a. í Kiðagili, en ljóst er að af þeim flutningum verður ekki í bili. Á Stekk eru nú 23 börn á vegum leikskóla- deildar og 14 frá FSA, en reynt verður að koma þeim sem þurfa leikskólapláss næsta vet- ur fyrir í leikskólunum á Brekk- unni. í leikskólanum Kiðagili eru í dag 70 börn og ef bygging Giljaskóla hefði gengið eftir hefðu orðið þar a.m.k. 120 börn næsta haust. Áætlun um að eyða biðlista eftir leikskólarými fyrir 2-6 ára börn á Akureyri gengur því ekki eftir á komandi hausti eins og stefnt var að. Framkvæmdanefnd Akureyr- ar íjallaði um málið í gær, en rætt hefur verið við það fólk sem tengist þessu máli, þó aðal- lega foreldra, og reynt að finna lausn á þessum vanda sem kominn er upp varðandi hús- næðismál Giljaskóla. Ljóst er að þessi seinkun á framkvæmdum snertir mjög margt fólk sem þarf á þjónustu leikskólanna að halda og gæti raskað áætlunum margra foreldra sem stefnt hafa á aukið leikskólarými á Akureyri. GG Austurstræti Farið að óskum kaupmann- anna Framkvæmdum í Austur- stræti í Reykjavík á að vera lokið áður en ferðamenn taka að streyma í miðbæinn og er farið að óskum kaupmanna í þeim efnum. Skipta þarf um hellur og laga lagnir í Austur- stræti milli Lækjargötu og Póst- hússtrætis og er það allt sund- urgrafið þessa dagana, eins og vegfarendur hafa orðið varir við. Brýnt var orðið að gera við götuna, sem fór illa þegar bila- umferð var hleypt á hana að nýju fyrir nokkrum árum, enda hafði aðeins verið gert ráð fyrir gangandi fólki þar. Breytt og bætt Austurstræti er hannað sem bæði umferðar- og göngugata og gert ráð fyrir að hægt verði að loka þvf stund- um. Samráð hefur verið haft við myndlistarmenn um útlit göt- unnar og verða sérstök pláss fyrir högg- og myndlist í Áust- urstræti. Gerð var skoðanakönnum meðal allra sem eru með rekst- ur í miðbænum um á hvaða tíma þeir vildu helst að ráðist yrði í þær framkvæmdir og var niðurstaðan sú að meirihlutinn vildi að það yrði gert á tímabil- inu l.mars og fram í júm. Borg- aryiirvöld ákváðu að verða við þeim óskum. „Þetta er stríð“ Hlutabréfamarkaður Viltu hlut í Samherja? Mér er ekki tamt að nota myndlfldngar úr stríðsrekstri," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við setningu ráð- stefnu um Vímuefnavarnir á Akureyri í gær. „En við stöndum í stríði við afar sterk öfl - og í því stríði stendur baráttan um börnin okkar.“ Hún fýsti eitur- lyíjasölum sem ófyrirfeitnum og miskunnarlausum mönnum sem misnotuðu börn - en sæjust ekki fyrir þar sem mikfir fjármunir væru í húfi. Borgarstjóri lýsti fyrir ráðstefnugestum átaki borgarinnar gegn vúnuefnum: vímuvarnaskólinn væri þáttur hennar, þá væri unnið að sér- stöku verkefni um vímuefna- laust ísland og nýlega hefði ver- ið opnuð ráðgjafarmiðstöð fyrir íjölskyldur. Ástandið aldrei verra Ástandið hefur aldrei verið verra, sagði Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi: í árgöngum yngri en 20 ára hefur stórneytendum ólöglegra fíkni- efna fjölgað mjög mikið undan- farin tvö ár. 2.5% af öllum fædd- um íslendingum lenda á Vogi fyrir 20 ára aldur. „Við erum í kreppu með unglinga, við þurf- um að finna þeim verkefni við hæfi og flytja íþróttir og listnám inn í grunnskólann svo ungling- arnir sæki þangað verkefni við hæfi, en þurfi ekki að kaupa dýra aukatíma." Samkvæmt töl- um frá Vogi hefur orðið spreng- ing í neyslu „harðra“ efna hjá fólki innan við tvítugt: stórneyt- endur kannabisefna voru 138 árið 1994, voru orðnir 318 árið 1996. Stórneytendur amfetam- íns voru 173 árið ’96 og voru orðnir 356 í fyrra. Samherji hf., eitt stærsta út- gerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki í Norður-Evrópu, fer á hlutabréfamarkað í dag. Gengi hlutabréfanna verður 9,0 á fyrra sölutímabilinu sem hefst í dag og stendur til 26. mars nk. Eftir það getur gengið breyst í samræmi við markaðsaðstæður. Hlutabréf verða seld í áskrift og getur hver kaupandi skráð sig fyrir 100 þúsund króna hlut að nafnvirði. (900 þús. kr. sölu- verð). Lágmark er 1.000 króna hlutur (9.000 þúsund). Verði eftirspurn meiri en sem nemur hlutafé skerðist hlutur hvers og eins eftir ákveðnum reglum. Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, kynnti í gær ströng skil- yrði fyrir því að aftur yrði hald- ið mót í líkingu við „Halló Akur- eyri“ sem fór úr böndum vegna drykkju um Verslunarmanna- helgina í fyrra. Skipuleggjandi segir að mótið verði aftur í sumar. Sýslumaður segir að mótshaldarar verði að greiða allan aukinn löggæslukostnað, sem geti numið milljónum. Þá verði uppákoman skilgreind sem útihátíð, en það þýðir stór- Hlutabréf í áskrift- mest hægt að kaupa fyrir 900 þúsund. Starfsmenn fá kosta- kjör frá eigendum. Þeir sem fyrstir koma til að kaupa hlutabréf í dag hafa því ekki forgang fram yfir þá sem koma síðar á sölutímabilinu. Til síðara sölutímabils, sem hefst 1. apríl nk., kemur aðeins að þá séu einhver hlutabréf óseld. auknar kröfur. M.a. verði að íjölga lögregluþjónum á vakt, tjaldstæði verði „bönnuð innan 16“ nema í fylgd með fullorðn- um og allar takmarkanir aug- lýstar greinilega fyrir mótið. „Ef mönnum þykja þetta hörð skil- yrði verður að hafa það,“ sagði sýslumaður á þingi um vímu- efnavarnir sem hófst á Hótel KEA í gær. Ráðstefnan er að hluta hugs- uð sem framhald umræðunnar sem fylgdi drykkjuskap á Halló Akureyri í fyrra. Kostakjör starfs- manna Eigendur ætla að bjóða starfs- fólki Samherja kaup á hluta- bréfum að nafnvirði 12,5 millj- ónir á genginu 5. Gengismunur starfsfólks er því 50 milljónir miðað við að selja aftur á markaðsverði. Það er verðbréfafyrirtækið Landsbréf hf. sem annast hluta- fjárútboðið og koma alls 45 milljónir króna að nafnvirði nú til sölu á almennum markaði en þrír stærstu hluthafarnir nýta sér forkaupsrétt sinn að upp- hæð 70 milljónir króna í þeim tilgangi að framselja hann. GG Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Halló Akur- eyri, sagði í viðtali við Dag-Tím- ann að ekki þýddi að láta eins og enginn kæmi í bæinn um Verslunarmannahelgina: „Ung- lingarnir koma þó við gerum ekki neitt, þá er betra að hafa skipulag," sagði hann til að hafa stjórn á hlutunum. Hann vildi ekki tjá sig um skilyrði sýslumanns að öðru leyti en því að um þessa hluti yrði að „semja“. Akureyri Halló Akureyri aftur!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.