Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.03.1997, Qupperneq 10
10 - Föstudagur 21. mars 1997
jQagur-ÍEímrirm
I
£
KNATTSPYRNA r: GOLF i SKÍÐI • Alpagreinar
Þórsarar
á heimleið
Rnattspyrnumenn hafa verið
iðnir við að tilkynna félaga-
skipti á undanförnum vikum til
að geta verið löglegir með nýj-
um liðum sínum í Deildarbikar-
keppninni, sem hófst um síð-
ustu helgi. Þórsarar endur-
heimtu tvo af leikmönnum sín-
um nýlega, því að Brynjar Karl
Óttarsson er genginn til liðs við
Þór að nýju og sömuleiðis El-
mar Eiríksson. Báðir léku þeir
með 4. deildarliðum á Norður-
landi sl. sumar, Brynjar Karl
með Magna og Elmar með SM.
Markvörðurinn Jón Helgi Pét-
ursson hefur einnig gengið til
liðs við Þór frá Magna og Ísílrð-
ingurinn Jóhann Bæring Gunn-
arsson hefur gengið frá félaga-
skiptum úr Erni og yfir til Þórs.
HANDBOLTI
Patrekur
drjúgur
Patrekur Jóhannesson skor-
aði sjö marka Tusem Essen,
í leik liðsins gegn Hameln í
þýsku 1. deildinni í fyrrakvöld.
Mörk Patreks dugðu ekki tU, því
Hameln sigraði í leiknum
31:25. Patrekur hefur nú skor-
að 109 mörk fyrir Essen í 25
leikjum, eða rétt rúm ijögur
mörk að meðaltali.
Sterkir erlendir keppendur
boða komu á alþjóðamótin
Sigurður Pétursson.
SigurðurP.
aftur m GR
Golfklúbbur Reykjavíkur hef-
xu ákveðið að ráða Sigurð
Pétursson sem golfkennara
klúbbsins og mun nýr samning-
ur verða undirritaður þar að
Iútandi á næstu dögum.
Sigurður hefur kennt hjá GR
undanfarin ár, en sagði stöðu
sinni lausri í vetur. Honum var
síðan boðinn nýr samningur,
sem gildir til hausts, sem hann
hefur ákveðið að ganga að.
Golfklúbbur Reykjavíkur
mun sjá um framkvæmd Lands-
mótsins sem fram fer í lok júlí
og verður það leikið á báðum
völlum félagsins, í Grafarholti
og við Korpúlfsstaði.
Sterkir erlendir skíðamenn
hafa boðað komu sína á al-
þjóðamótin í svigi og stór-
svigi, sem halda á um mánað-
armótin í Ólafsfirði, á Dalvík og
Akureyri. Nokkrir gestanna eru
mun ofar á afrekalista alþjóða-
skíðasambandsins heldur en
Kristinn Björnsson, sem verið
hefur í nokkrum sérfiokki ís-
lenskra skíðamanna í alpa-
greinum.
Ekki er enn ljóst hve margir
erlendir skíðamenn koma hing-
að til lands vegna mótanna, en
Kristinn Svanbergsson, fram-
kvæmdastjóri SKÍ, sagðist
reikna með að þeir gætu orðið
upp undir tuttugu talsins, þar
af líklega fimm konur.
Sá skíðamaður sem er með
bestu punktastöðuna í svigi af
þeim er hingað koma, er Finni,
Mika Marilla að nafni, en hann
er með 11,22 FlS-punkta, Kili-
an Albert er með 13,44 punkta
og landi hans, Hermann Schi-
estl með 15,59. Kristinn Björns-
son er með 16,35 punkta. Báðir
Austurríkismennirnir eru með
um 12 punkta í stórsvigi, en
Kristinn Björnsson, sem lítið
hefur keppt í stórsvigi, er með
31 punkt í þeirri grein og því
TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA
SAMHERJI HF.
HLUTABRÉFAÚTBOÐ
Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 115.000.000.- kr. Þar af hafa forkaupsréttar-
hafar nýtt 70.000.000.- kr. Til sölu á
almennun markaði koma því 45.000.000.- kr.
Sölugengi: 9,0 á sölutímabili A, en getur eftir það breyst
eftir markaðsaðstæðum.
Sölutímabil:
Greiðsla hlutafjár:
Söluaðilar:
Umsjón með útboði:
Skráning:
A. 21. - 26. mars 1997.
Skila £arf áskriftarblöðujn til Landsbréfa hf.
eða í utibú Landsbanka Islands fyrir
kl. 16.00 miðvikudaginn 26. mars 1997.
B. 1. apríl - 21. september 1997.
Einungis kemiu- til sölu á þessu tímabili ef
hlutabréfin seljast ekki upp á fyrra
sölutímabili.
Greiðsluseðlar verða sendir áskrifendiun
jafnskjótt og yfirferð áskriftarblaða er lokið
og er gjalddagi þeirra hinn 15. apríl 1997.
Skrifstofa Landsbréfa hf. Akureyri, ,
Landsbréf hf. og útibú Landsbanka Islands.
Landsbréf hf.
Jafnframt útboðinu er sótt um sjcráningu
hlutabréfanna á Verðbréfaþingi Islands.
Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa
liggur frammi hjá söluaðilum.
If
SAMHERJI HF
X LANDSBRÉF HF.
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfasími 535 2001.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
Verkfall getur sett
allt úr skorðum.
ljóst að hann fær erfiða keppi-
nauta.
Verkfall getur stöðvað
keppni
Kristinn Svanbergsson sagð-
ist hins vegar hafa miklar
áhyggjur af því að fyrirhugað
verkfall á Keflavíkurflugvelli
gæti sett strik í reikninginn. ís-
lensku keppendurnir sem æfa
erlendis koma flestir til lands-
ins um og uppúr helgi og talið
er að verkfall það sem fyrirhug-
að er á mánudaginn muni ekki
snerta þau. Erlendu skíða-
mennirnir eru hins vegar síðar
á ferðinni og verkfall hjá þeim
sem vinna við hleðslu vélanna
og hreinsun þeirra gæti sett allt
úr skorðum. „Það yrði mikið
áhyggjuefni ef allur undirbún-
ingurinn og þeir ijármunir sem
lagðir hafa verið í mótið fara í
vaskinn vegna verkfalla. Það
yrði stórt áfall fyrir Skíðasam-
bandið,“ sagði Kristinn.
HANDBOLTI
Islandmeistarar i 5. fíokki
íslandsmótið í 5. flokki A, B, og C fór fram um sl. helgi í Víkinni og iþróttahúsinu
í Digranesi. Tíu lið léku til úrslita í hverjum flokki sem skipt var í tvo riðla. Tvö
efstu liðin úr hvorum riðli léku síðan til úrslita um meistaratitilinn.
HK varð íslandsmeistari í flokki A og B- liða og lið þeirra varð í 2. sæti í flokki C-
liða. Sannarlega athyglisverður árangur það hjá ungmennunum úr Kópavogi og
þjálfara þeirra, Andrési Gunnlaugssyni. KA varö svo fslandsmeistari í flokki C-
liða. Myndin er af íslandsmeisturum HK í 5. flokki A-liða.
ÍÞRÓTTIR UM HELGINA
Föstudagur
Úrslitaleikir um sæti í undanúr-
slitum karla á fslandsmótinu:
KA-Stjarnan kl. 20:00
ÍBV-Fram kl. 20:00
Haukar-Valur kl. 20:30
Undanúrslit í 1. deild kvenna:
Föstudagur
Haukar-FH kl. 18:30
Laugardagur
Fram-Stjarnan kl. 16:30
Sunnudagur
FH-Haukar kl. 20:00
KARFA
Úrslitakeppni úrvalsdeildar:
Sunnudagur
KR-Keflavík kl. 16
• Njarðvík-UMFG ki. 20
• Ef með þarf
Úrslitakeppni 1. deildar kvenna:
Laugardagur:
KR-Grindavík kl. 15:00
Mánudagur:
Grindavík-KR kl. 20:00
Keppni um sæti í úrvalsdeild:
Föstudagur
Snæfell-Valur kl. 20:00
Sunnudagur
Valur-Snæfell kl. 20:00
KNATTSPYRNA
Deildarbikarkeppni karla:
Laugardagur
L Grindavík-Leiknir kl. 13
Á KR-Sindri kl. 15
K Völsungur-UBK kl. 15
L Selfoss-Leiftur kl. 15
kl. 11
kl. 13
kl. 13
kl. 15
kl. 15
kl. 17
Sunnudagur
L Þróttur R-Stjarnan
Á Sindri-Keflavík
L Afturelding-Fylkir
Á Ægir-Völsungur
KÍA-ÍR
Á Haukar-Fram
Leikið er á þremur völlum. Ás-
völlum í Hafnarfirði (Á), Leiknis-
velli í Breiðholti (L) og Sandgras-
vellinum í Kópavogi (K).
BADMINTON
Pro Kennex mótið verður haldið
í áttunda sinn, í íþróttahöllinni á
Akureyri. Keppni hefst klukkan
17 í dag og stendur til klukkan
22. Á morgun verður keppni
framhaldið klukkan 10 og úr-
slitaleikir hefjist um klukkan 14.
Badmintonfélögin halda síðan
lokahóf með heimatilbúnum
skemmtiatriðum í Veitingastaðn-
um Sjallanum annað kvöld.
Skíði
Skíðavika á fsafirði
Hin árlega skíðavika verður sett
á ísafirði á sunnudaginn kl. 15,
en henni lýkur á annan í pásk-
um.
Risasvig í Hlíðarfjalli
Rossignol-mótið í risasvigi, fyrir
tólf ára og yngri, fer fram í Hlíð-
aríjalli á morgun og hefst klukk-
an 9. Keppendur á mótinu verða
víðsvegar að af Norðurlandi.