Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Side 3
Jliigur-®mxmn
Fimmtudagur 27. mars 1997 - III
SÖGUR O G SAGNIR
1921 í sambandi við mynd sem
sýndi konunginn afhenda Guð-
mundi Kr. Guðmundssyni fegurð-
arglímuverðlaunin. „Hinn fagra
silfurbikar.“ „Fyrstu verðlaun
kappglímunnar hlaut Hermann
Jónasson. Öllum ber saman um að
Þingvallaglíman hafi verið sú
besta sem lengi hefur verið sýnd.“
Tíminn 9. júlí 1921: .. Úrvals-
flokkar glímumanna sýndu glímu.
Guðmundur Kr. Guðmundsson var
sæmdur verðlaunum fyrir fegurstu
glímu en Ilermann Jónasson fékk
flesta vinninga..."
Samkvæmt heimildum í skrifum
dómnefndar og fulltrúa stjórnar
ÍSÍ var ekki vitað um verðlaun
konungs fyrr en á glímuvettvang
var komið.
Rétt er að vekja athygli á að
Hermann var á tímamótum í þró-
un íslenskra fangbragða. Hann
vandist í heimahögum (Skagafirði)
á að takast á í „Lausatökum“.
Viðureign í þeim beindist að því að
sækjandi leitaðist við að raska
jafnvægi viðfangsmanns með aíl-
beitingu arma og/eða baks og tæk-
ist það, þá fylgja honum í völlinn
með því að beita líkamsþunga og
aíli arma. í glímu var shkt ólöglegt
og nefnt níð. í henni setti sækjandi
fyrir viðfangsmann líkamshluta,
t.d. hæl, eftir að hafa raskað jafn-
vægi hans og brá honum um sem
væri hann veltiás.
Kynni Hermanns af
íþróttavenjum á upp-
vaxtarárum hans í
Skagafirði
í viðtali við höfund ritsins
Keppnismenn (Frímann Helgason
1971) er Ilermann hafði sagt frá
skautaferðum sínum tók hann
fram: „Svo er það önnur íþrótt
sem ungir drengir stunduðu mikið
þarna í Skagafirði á þessum árum,
en það voru svokölluð „lausatök“.
Var þetta vinsæl íþrótt meðal
strákanna og til hennar gripið í
tíma og ótíma.“ „... þessi tegund
átaka eða þessi íþrótt eins og það
var kallað hafði sínar vissu reglur,
t.d. mátti ekki beita fantatökum
eða berja mótstöðumanninnn.
Hins vegar mátti eins og nafnið
bendir til, taka á andstæðingnum
hvar sem var.“..Ekki urðu menn
missáttir út af úrslitum. Þetta var
eins og hver önnur glíma, þar sem
hinn sigraði varð að una við sitt
hlutskipti, og að brjóta reglurnar
þótti ódrengilegt og lúalegt, þetta
var mikil þjálfun fyrir þá sem tóku
þátt í leiknum og þetta var ekki
svo sjaldan, því að víða var hægt
að hasla sér völl ef menn hittust."
Karl Kristjánsson alþingismaður
varð náinn vinur Hermanns, eftir
tveggja ára samveru í Gagnfræða-
skóla Akureyrar. Ilann skrifaði í
ritgerð um Ilermann: „Oft flug-
umst við Hermann á með lausa-
tökum. í þeim átökum og áflogum
var Hermann sífellt að leita að að-
ferðum, er komu á óvart.“
í fyrra bindi af ævisögu Her-
manns er lýsing af upphafi skóla-
dvalar hans haustið 1913 í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar: „Eftir mat
á kvöldin var hist á skólagangi,
staðið í nokkrum stimpingum og
tekin axlatök." Lausatök og axla-
tök eru nöfn á tveimur tegundum
fangbragða íslenskrar alþýðu
ásamt þremur öðrum: glímu,
hryggspennu og erma- eða hand-
leggjatökum (sviptingum). Á öðr-
um stað í sama riti eru frásagnir
um átök þeirra skólasveina sem
munu sóttar til Jóhanns Kröyger
sem ættaður var af Látraströnd í
Suður-Þingeyjarsýslu, og var
tveimur bekkjum lengra kominn
en Hermann. Hann greindi frá at-
gangi Hermanns og bekkjarfélaga
hans Arinbjarnar Þorvarðarsonar,
sem var ættaður af Suðurnesjum.
„Arinbjörn var fremur stór vexti
og rammur að aíli, fimur eins og
köttur og kunni vel að beita svo-
nefndum axlatökum.“
Hermann kynntist unglingur
hjá almenningi í heimahögum
lausatökum og axlatökum í skóla
sem eru hvor tveggja að hverfa
vegna breytinga í atvinnu- og bú-
setuháttum þjóðarinnnar en glím-
an að festast í þjóðlífinu sem „göf-
ugasta" tegund fangbragða sam-
anber að hún er valin til skemmt-
unar á mannamótum og með upp-
sögðum glímulögum var framferði
í henni takmarkað frá hvað var
leyfilegt í öðrum ísl. fangbrögðum.
Á skólaárum Hermanns á Akur-
eyri hittust námssveinar sem
höfðu í heimabyggðum sínum van-
ist í átökum og áílogum að beita
lausa- og axlatökum, þar sem
hnefahögg, spörk eða meiðandi
fantatök voru lítilsvirt og bönnuð.
„Þær (þ.e. glímurnar) eru iðkaðar
bæði í alvöru og leik. í alvöru eru
þær þar sem menn keppa til sigurs
af ákafa, en þó án reiði og ofstæk-
is.“ Þannig þýddi dr. Jakob Bene-
diktsson orð Arngríms Jónssonar
hins lærða af latínu í riti hans
Crymogæa, skráð um 1600. Þessi
orð Arngríms lærða voru enn í
gildi er Hermann gekk inn í hóp
jafnaldra 1913 í skóla á Akureyri
og enn voru þau í hugum glímu-
manna á Þingvöllum 1921.
Annað atriði sem vafðist fyrir,
vegna ónákvæmni í frásögnum um
Hermann Jónasson sem glímu-
mann í Konungsglímunni 1921:
„Hlaut ekki Hermann að lúta
lágt er hann þáði verðlaun sem
ekki var keppt um?“
„Gat Hermann verið þekktur
fyrir að þiggja verðlaun fyrir
glímur sínar nokkru eftir móts-
slit?“
Svipaðs eðlis voru fleiri.
Stóðst áletrunin á þeim bikar:
.. Sigurvegarinn í konungs-
gbmunni 1921“?
Hér eru atriði sem hefði þurft
að vera hægt að fá skýringu á, í
ævisögu Hermanns.
Viðhorf Hermanns til
eðlisþátta glímunnar
Þegar ég hafði verið settur
íþróttafulltrúi ríkisins gerði Her-
mann mór boð að finna sig á Þorra
1941 utan úr Vestmannaeyjum.
Hann var þá forsætisráðherra og
kennslumálaráðherra. Er við höfð-
um ræðst við nokkra stund, dró
hann úr skjalatösku sinni eintak af
Tímanum þar sem var grein eftir
mig um reglur stigagjafar fyrir
glímuviðureignir. Hann kvaðst
vera algjörlega á móti mati á
glímum manna til stiga. Glíman
væri í eðli sínu hólmganga þar
sem eigi væri til, að menn gengju
jafnir af vettvangi eða að fram-
ganga þeirra væri metin. Þar gilti
aðeins hreinn sigur, þ.e. bylta.
Annar hvor gengi af hólmi með
sigur. Því væri það eðli ghmu að
viðfangsmenn glímdu til þrautar,
þ.e. þar til annar hvor heíði veitt
hinum byltu. Það væri eðli glímu í
almennri glímukeppni að vinn-
ingafjöldi réði sigurlaunum. Við að
fá í hendur bikar þar sem á var
grafin fyrrgreind áletrun, var
komið til móts við skoðun hans á
keppni í glímu, því þáði hann
verðlaunin. Með þessu var haldið
á þá braut sem síðar var sveigt inn
á: verðlaun fyrir hæstan vinninga-
ijölda og önnur fyrir mat sér dóm-
nefndar á hæstu einkunn fyrir
fagrar gh'mur.
Nefndin sem undirbjó konungs-
glimuna haíði margstagast á, að
„Úrslitadómi réði vinningafjöldi,
þó því aðeins að glíman væri lýta-
laus.“ Ein heimild greinir að dóm-
ari hafi einu sinni eða tvisvar
fundið að við glímumenn en eng-
inn hafi hlotið brottrekstur fyrir
illa eða ljóta glímu. Einn áhorf-
enda, aðdáandi Hermanns, gat
þess í grein sem hann ritaði: „...
ein glíma Hermanns stóð yfir í
nokkra stund. Það var glíman við
Þorgils Guðmundsson. Þessa glímu
sótti Hermann mjög fast, en þó
með meiri bragðfimi en menn eiga
almennt að venjast. Sá fannst þó
galli á þessari sókn, að tvívegis var
full fast fylgt eftir. Samt var úr-
slitafallið alveg hrein bylta.“ (Jón
Hallvarðsson: Morgunbl. 2. júh'
1921). Dómnefndin mun án efa
hafa talið þessa glímu Ilermanns
ekki lýtalausa og orðið til að hann
hlaut ekki konungsbikarinn og þar
með vera dæmdur „besti glímu-
maðurinn“ en hylltur var hann
fyrir ílesta vinninga, þ.e. veitt öll-
um viðfangsmönnum sínum byltu
(7 vinninga), án þess að vera
áminntur fyrir glímu sem var til
lýta.
Hermanni var gerð upp:
1) reiði í garð dómnefndar, að
konungur var ekki látinn afhenda
honum bikar þann er hann gaf,
því ekki tekið í hönd konungs, er
hann þakkaði glímumönnum;
2) að hann hafi hætt að æfa
glímu;
3) að hafa skrifað og gefið út
ritið Glímur (Reykjavík 1922) til
þess að rökstyðja að hann var
beittur rangindum.
Ljósmynd er til sem skrifað er
undir: „Konungurinn heilsar
glímukónginum“ (Þróttur, bls. 90,
9/10 tbl. 4. árg.). Þetta staðfestir
handtak Hermanns og konungsins.
Ljósmyndin afsannar þessa ásök-
un. í öllum sínum viðtölum svaraði
Hermann þeirri spurningu, af
hverju hann felldi niður æfingar á
glímu að afstaðinni Konungsglímu,
að ástæðan hafi verið laganámið
og kennslustörf til þess að hafa
fyrir námskostnaði.
Ranghermií garð
Hermanns
í ævisögu Hermanns hermir rit-
höfundurinn: .. að hann kenni
alls ekki glímumönnum um hvern-
ig fór, heldur forystumönnum í fé-
laginu. Hann sagði einnig að hann
hefði ekki haft skap til að æfa með
þessum mönnum eftir þetta." Um-
sögnum þessum mun ráða mis-
skilningur eða frekar að þekking-
arskortur geri frásagnirnar óskilj-
anlegar. í okt. 1921 gaf Hermann
ekki kost á sér til starfa í stjórn fé-
lagsins Ármanns. Með honum í
stjórn þess höfðu verið góðir vinir
hans. Eigi voru þeir er við tóku
lakari. Sumir þeirra síðar nánir
starfsmenn í Framsóknarfloknum
og einn þeirra svili hans. Ilann á
að hafa sagt að eigi hefði hann
skap til að æfa með „þessum
mönnum." Hafi hann sagt þetta
munu „þessir menn“ hafa verið
þeir sem sýndu með honum fyrir
konunginn. Við athugun kom í ljós
að aðeins einn hélt áfram að
keppa. Sá var náinn vinur Her-
manns. Hver sem les þessar um-
sagnir og íhugar, sannfærist um að
Hermann tróð engar illsakir við
gímufélaga sína eða þá er sátu í
stjórn félagsins með honum né
þeir við hann. Hermann var síðar
gerður heiðursfélagi Ármanns. Sú
samþykkt sýnir álit félagsins á
honum.
Sumum þeim sem lásu 100 ára
minningargrein Morgunblaðsins
eða heyrðu frásögn ríkissjónvarps-
ins með myndum vegna sama til-
efnis og fundust orð vera tvíræð
um Hermann og Konungsglímuna
höfðu orð á því við mig hvort ritun
Hermanns og útgáfa á Glímur
1922, sýndu að hann var reiður og
þurfti að ná sér niðri á dómurum
Konungsglímua. Efni ritsins er
enginn reiðilestur. Þetta álit um
reiðan höfund stenst ekki er skrif
hans eru skoðuð. Nútímamenn eru
ekki þeir einu, sem héldu þetta um
rit Hermanns. Samtímamenn hans
svöruðu mér, er ég spurði: „Ilefur
þú lesið rit Hermanns, Glímur?“
„Nei.“ Og „af hverju ekki?“ „Er
ekki ritið skammaryrði ein um
dómnefnd Konungsglímunnar?“
Að vísu Qallaði hann um dóm-
nefndir glímumóta en ekki sér-
staklega þá sem dæmdi Konungs-
glímuna 1921. Hann fann að því
að dómarar væru ekki uppfræddir
um glímulög og dómarastörf, held-
ur gripið til eldri glímumanna.
Hann gagnrýndi þá sem skrifuðu
um glímu: „... en flestir bera þessir
dómar þó greinilegt handbragð
skilningsleysis á íþróttinni.“ Þrjú
telur hann meginatriði sem valdi
ljótum glímum í keppni:
1) að menn æfa glímu skakkt;
2) að dómnefndirnar við keppn-
isglímurnar eru lélegar;
3) að glímureglurnar séu allt
öðruvísi en þær eiga að vera (gerir
mikið úr að þær séu orsök hinna
mörgu meiðsla).
Það er einkum hið þriðja sem
er viðfangsefni ritsins að stærstum
hluta. Hann hefur kynnt sér rit-
gerðir frá 19. öld, rit og skrif frá
þessari öld. llann setur fram í rit-
inu gagnrýni á glímubók ÍSÍ frá
1916, sem áður hafði aðeins hlotið
eina gagnrýnisgrein. Ritið Glímur
má segja að séð hið eina og fyrsta
sem tekur íþróttina fyrir til skoð-
unar og er því markvert í sögu
hennar.
(í handriti Þ.E. að þróunarsögu
glímu í ellefu aldir er efni „Glímu“
tekið fyrir vegna stöðu íþróttarinn-
ar á fyrsta ljórðungi þessarar ald-
ar.)
Rit Hermanns, Glímur, er langt
frá að vera ómerkileg tilraun til
þess að ná sér niðri á dómnefnd
sem mat glímu hans lægra en ann-
ars. Hún er fræðirit. Leit að ástæð-
um að göllum glímunnar.
Gömul minning
Ég fékk 9 ára að fara með for-
eldrum mínum til Þingvalla 1921
og stóð þétt við glímupallinn.
Margt sá ég sem enn lifir mér í
minni. Ég sat með foreldrum mín-
um í mólendi að snæðingi, er Guð-
mundur Kr. Guðmundsson kom
þar framhjá. Foreldrar mínir voru
honum kunnugir sem Árnesingar.
Stóðu þau upp og fögnuðu honum.
Hann tók kveðju þeirra en ekki af
neinni gleði. Ég gleymi aldrei
þessum glæsilega karlmannlega
glímumanni. Hann bar mér, barn-
inu, enn meiri hreystisvip af blóð-
taumi sem lá frá nef kili og á ská
niður aðra kinnina, svo og bikar-
inn sem hann bar. Ég átti síðan
eftir að starfa með þessum manni
oft og lengi. Ilann bar oftast gleði-
svip og grunnt á hlátri. Er hann
hélt á konungbikarnum þá var
þarna yfir Guðmundi alvörusvipur.
Feitletruð íyrirsögn í Morgunblað-
inu 30. júní 1921: „Konungsglím-
an á Þingvöllum 1921 - Guðmund-
ur Kristinn Guðmundsson hlýtur
konungsbikarinn fyrir glímuhæfni,
drengilega og góða Glímu." Her-
mann Jónasson var hylltur við lok
konungsglímunnar 1921, sem sá
er hafði hæsta vinningaljölda.
Konungur þakkaði og kvaddi
hvern glímumann með handtaki,
Hermann tók í hönd konungs (sjá
meðf. mynd) Ilermann þáði si'ðar
bikar sem bar áletrun um að hann
var sigurvegari konungsglímu
1921 og það gerði hann sam-
kvæmt skoðun sinni, að glíman var
„hólmganga" þar sem aldrei yrði
glímumaður vinnandi viðureignar
nema hann hefði gert viðfangs-
manni sínum löglega byltu og
sama gilti um glímumót, þar væri
sá sigurvegari sem hefði náð hæst-
um vinningaljölda.
Gaman er til þess að vita, að
hjá Kvikmyndastofnun íslands eru
geymdar tvær kvikmyndir teknar
1921 af Konungsgh'munni. Aðra
tók Petersen, eigandi Gamla Bíós,
og hina tók foringi eins hinna kon-
unglegu herskipa. Báðar veita
góða hugmynd af glímunum.
Þeir sem lesa þessa ritgerð og
höfðu í huga á meðan upphafs-
spurninguna og aðrar sem fram
voru bornar í sambandi við glímur
Hermanns Jónassonar og annarra
glímumanna svo og dómnefndar í
Konungsglímunni 1921, hafa von-
andi fengið fyrirspurnum fullsvar-
að.
Ljóst á að vera að af engum var
bikar sá dæmdur, sem tilkynnt var
um við upphaf sýningarglímunnar
og konungur gaf „til heiðurs besta
glímumanninum". Bikar þessi var
dæmdur af dómnefnd sýning-
argh'munnar Guðmundi Kr. Guð-
mundssyni, líkast til samkvæmt
einkunna- eða stigagjöf, sem þá
hafði verið beitt í fslandsglímu
(1920) og Skjaldarglímu Ármanns
(1921), til þess að fá fram dóm eða
mat um hver væri besti glímumað-
ur hvors móts.
Vinningahæsta glímumanni
Konungsglímunnar (sýninga/kapp-
glíma) Hermanni Jónassyni var
veittur af stjórn ÍSÍ bikar fyrir
þetta afrek, að vera samkvæmt
byltusigrum „sigurvegari" Kon-
ungsglimunnar 1921.
tristján tíundi Danakonungur afhendir bikar sinn Guðmundi Kr. Guð-
nundssyni (myndataka: Magnús Ólafsson eða Ólafur Magnússon).
)rengurinn berhöfðaður í matrósafötum við pallbrúnina aftan við konung-
in er Þorsteinn Einarsson.