Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 5
^lagur-Œintimi Fimmtudagur 27. mars 1997 - V SÖGUR O G SAGNIR Blefken segir að að íslenskir hag- leiksmenn smíði hús úr hvalbein- um, en mikill skortur var á nothæfu byggingarefni í landinu. Hér hefur teiknari útfært þennan byggingar- stíl, sem hann hefur aldrei litið eig- in augum. í húsinu er setið að sumbli en ferðafólk í einhvers kon- ar röggvarfeldum og á skrýtnum skóm ber börn í pokum. Er hún hefur hellt úr koppnum, þvœr hún hann og býður þeim sem nœst kennir sín, og er sá talinn af- glapi sem andvígur er þessu fram- ferði. Þeim sem koma í heimsókn heilsa þeir með kossi. Ef svo ber undir, að íslendingar sjái lýs skríða á fótum sínum tínir þœr hver af öðrum. En lús ásœkir þá mjög, vegna þess að þeir ganga ekki í línklœðum. Fyrir hverja lús sem þannig er tínd, þakka þeir hver öðrum og taka ofan. En þessu er haldið áfram, meðan nokkur títla finnst. Ðaðstofulíf Á nóttinni sefur húsbóndinn og öll fölskylda hans, kona og börn, í einu lofli og hafa yfir sér ábreiðu úr ull. Þau liggja á sams konar brekánum, en hafa hvorki hálm né hey. Öll pissa þau í sama koppinn, og á morgnana þvo þau sér úr honum um andlit, munn, tennur og hendur. Þeir telja þessu margt til gildis og segja að þaðfegri and- litið, viðhaldi kröftunum, styrki handsinarnar og verji tennurnar skemmdum. Ef búfé þeirra ferst í vatni eða snjó, sem ofl kemur fyrir, segja þeir að guð hafi deytt það, og er kjötið talið lostœti. Svo bar við árið 1564 í janúar á stað þeim sem heitir Akranes, að nokkrar kýr villtust út í myrkrið. Var svo mikið dimmviðri og kaffönn, að þær fundust ekki. í aprílmánuði fundust þœr með öllu óskemmdar og án þess að slegið vœri í skrokk- ana. Þeim var nú skipt á milli ná- grannanna. Dálítill biti varfœrður höfuðsmanninum sem ég bjó hjá. Ekki sœmdi honum að forsmá gjöf- ina, en hann skipaði svo fyrir að kjötið skyldi gefið fátœkum. Dapurt skammdegi Þegar sólargangur er lœgstur að vetrarlagi og sólin er í merki bogmannsins, steingeitarinnar og vatnsberans, hverfur hún eyjar- skeggjum með öllu. Hún rís ekki yfir sjóndeildarhring meðan hún er nœrri merki fiskanna. Hafa eyj- arbúar þá enga birtu aðra en þá er stafar frá tungli og stjörnum. Líku gegnir um sumarsólhvörf, þegar sólin er í merki tvíburanna, krabbans og Ijónsins. Þá gengur hún aldrei undir, þá er engin nótt. Að vetrarlagi liggja landsmenn oft dögum saman í rúminu og œfa sig í tafli, en sú íþrótt varfundin upp af heimspekingnum Xerxes. Vinnu- fólkið fœrir þeim matinn í rúmið. Kolan logar daglangt, en sumir brenna tólgarkertum. Jafnskjótt og sól rís yfir sjón- hring í febrúarmánuði, taka dag- arnir að lengjast smátt og smátt. Eyjarbúar fara þá að veiða fisk, en af honum eru slík ósköp, að ótrúlegt má þykja. Fiskarnir er synt höfðu um í myrkrinu í þrjá mánuði, sjá nú tilfiskinn á önglin- um og hraða sér upp á grynning- arnar. Eru þeir ekki aðeins krœktir i munninn, heldur hvar sem öngul- inn festir í þeim. Þegar fiskimenn- irnir hafa innbyrt þá, taka þeir úr þeim beinin, innyflin geyma þeir og taka úr þeim feiti eða lýsi. Fisk- inum er stafiað úti undir beru lofti, sem er svo hreint, að fiskur- inn harðnar af sólu og vindi þótt ósaltaður sé, og þó betur og örugg- ar en þótt stráð væri í hann salti. Drepi landsmenn einhver dýr geyma þeir kjötið án þess að salta það. Úldnar það hvorki né rotnar, en harðnar aðeins af blœstri. Hverjir Ijúga betur? Margt er misjafnt sagt í bók Blefkens, en af því sem sagt er frá siðum forfeðra vorra og háttum, er ekki annað að sjá en en að þessi illræmdi ferðabókarhöfundur beri þeim allvel söguna. Eitthvað mun það orðum aukið að íslend- ingar hafi orðið 300 ára gamlir og eðlilegt er að einhverjum hafi sárnað þegar sagt er að innfæddir selji þeim þýsku dætur sínar og að þær þyki jafnvel betri kvenkostir eftir að hafa legið með Þjóðverj- um. íslendingar töldu að þeir væru sjálfir miklu göldróttari en Blefkan segir þá vera og sögðu sjálfir hrikalegar sögur af þeirri kunn- | áttu sinni. Landsmönnum er hælt fyrir fróðleiksfýsn og lestrarkunnáttu og menntun kvenna er ekki gleymt. Lýsingin á stéttaskipting- unni er nærri sanni, en vera má að landeigendur og aðrir höfðingj- ar hafi átt bágt með að sætta sig við þá heiðarlegu skilgreiningu. Ekki er að sjá að neitt sé niðr- andi um frásögn af framleiðslu- og söluvarningi og ættu íslendingar nútímans að kannast vel við þau vinnubrögð sem lýst er. Áfengis- drykkjan er svipuð og margir kannast við frá síðari tímum og lýsing á baðstofulífi ætti ekki að koma neinum íslandingi á óvart. Margt kemur meginlandsbúa undarlega fyrir sjónir hér norður við íshaf. Hann lýsir kulda og hrjóstrum og enginn akur er á allri eynni. Strjálbýli og peningaleysi Blefken skrifar: Eyjarskeggar eiga ekki einu sinni garða til þess að rækta súpujurtir og belgávexti. Þeir hafa engar korntegundir og hvorki epli, perur né kirsuber eða neina ávexti sem vaxa á trjám. Hitt er þó enn ótrúlegra að þeir hafa hvorki brauð né salt, en eru þó laglegir útlits og sterkir. Engin er borg á allri eynni og sjaldan standa tveir eða þrír bœir saman. Kot sín hafa þeir við ströndina vegna fiskveiðanna, og eru þau neðanjarðar vegna hinna feikna- legu storma. Ekki hafa landsmenn neina ást á peningum, því að vörum er m ' gjarnan skipt gegn vörum. Brenni- steinn vex á miðhluta landsins, og má nœrri því segja að hann sé um land allt og eru grafin upp feiknin öll af honum. Landsmenn hreinsa hann og selja við lágu verði. Hvorki hafa þeir gull- né silfur- námur eða nokkra aðra málma. Þeir nota að vísu járn, en aðeins það sem inn er flutt. Vandfundinn mun sá maður sem ekki hefur járnnagla í poka sínum, en með þeim festa þeir skeifur undir hesta sína. Hús þeirra eru öll neðanjarðar vegna þess að bygginarefni skort- ir. Varla ómerki- legri en aðrir Blefken lýsir birkikjarrinu sem ekki hægt að fá smíðavið úr. En grasið er mikið og kjarngott og því eiga landsmenn mikið smjör. Lýst er búfénaði og er því öllu hælt og sagt að allir íslenskri hestar séu vekringar. Blefken er víða ónákvæmur í lýsingum sínum og skýrir frá nátt- úruundrum eins og eldgosum og heitum hverum. Hann segir frá sk- rýmslum og göldrum, rétt eins og íslendingar sjálfir eru útsmognir að skýra frá allt fram á þennan dag. í rauninni er bágt að sjá að hvaða leyti Dithmar Blefken er mikið óáreiðanlegri eða ómerki- legri ferðabókarhöfundur, en margir aðrir sem síðar skrifuðu um land og þjóð af mátulega lítilli þekkingu. Eða hvernig hafa íslendingar lýst sér sjálfir í gegnum tíðina og öllum þeim náttúrum sem landið og þjóðin á að hafa búið yfir. Ekki komast skrýmslasögur Blefkens í hálíkvisti við sams konar vísindi Jóns Grunnvíkings, sem þó er tal- inn r.eð Iærðustu. Og lýsingar Þór- bergs á skrýmslum og mataræði og illu atlæti slá Blefken út í öllum atriðum. Sú mikla dáð Arngríms lærða, að sýna og sanna að Blefken væri stórlygari og þjóðníðingur er lofuð í skólabókum og væntanlega skólastofum og hefur aldrei verið athugað hvort ekki kynni kannski eitthvað að vera ofsagt þar um ágæti lands og þjóðar. En af því að íslendingar lærðu snemma að hafa það sem sannara reynist, eins og Ari fróði kenndi, fordæmum við Blefken en lofum Arngrím lærða. En fyrir hvað. Hver veit? Það gleymdist nefnilega að setja í skólabækurnar hvað Blefken skrifaði og hvað Arngrím- ur vildi hafa sem hinn eina og sanna sannleika. (OÓ tók saman, Jafnframt var þýðing Haraldar Sigurðssonar á Blefken tekin traustataki.) I einni af mörgum útgáfum af bók Blefkens birtist þessi mynd af eldgosi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.