Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 7
I)aaur-®ímttpt JFimnitudagur 22. maí 1997 -19 MENNING OG LISTIR - besti tími dagsins! „Karlarnir standa sig alveg rosalega vel. Þeir eru í mjög góðuformi núna og allt gengur vel. “ Og auðvitað vill Roar Kvam, kórstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis, ekkert tala um veika hlekki en segir þá á mismunandi stöðum eftir œfingum. Vínar- tónleikar Jón en ekkí Jón Thor Sýningar: Um helgina var uppselt. Vegna fjölda áskorana verða sýningar: Laugardaginn 24. maí kl. 20.30. Sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Allra síðushj sýningar Það ætla allir að sjá Vefarann! Leikstjórn: Halldór E. Laxness Sýningin er ekki við hæfi barna Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýningin hefst. Sýnt er á Renniverk- stæ&inu, Strandgötu 49. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-17. MiSasalan er í Sam- komuhúsinu, Hafnarstræti 57 Sími í miðasölu er 462 1400. hlekkurinn í öllum kórum hve erfitt er að fá ungt fólk inn, sér- staklega unga karla sem finnst hallærislegt að syngja. Það er t.d. merkilegt að í Kór Mennta- skólans á Akureyri er enginn karlmaður og í barnakórum eru yfirleitt fáir strákar." Þau Þorgeir og Ólöf munu syngja þekkta vínaróperumús- ík, Olöf m.a hina þekktu Hlát- ursaríu úr „Leðurblökunni" sem Roar segir draumaríu fyrir allar sópransöngkonur. Tónleikarnir sem hefjast klukkan fimm á laugardaginn verða í íþróttaskemmunni, hvernig finnst Roar það um- deilda tónleikahús henta? „Við byrjuðum að syngja í íþróttaskemmunni árið 1987 og ég hef haldið þar tónleika næst- um á hverju ári með Passíu- kórnum. Það þarf að þekkja hvar best er að stilla kórnum upp, bitarnir í loftinu eru slæm- ir og stöðva hljóðið ef kórinn er ekki staðsettur rétt eða við vesturvegginn." -mar Fyrir viku birtist í blaðinu þýðing á lofsamlegri um- fjöllun Jyllands Posten um íslenska listamanninn Jón Gíslason. Mannaruglingur varð í umijölluninni og kollegi hans Jón Thor Gíslason, sem hélt ný- lega sýningu í IJafnarborg, var bendlaður við sýninguna en hann kom ekki nærri henni. Jón Gíslason hefur búið nán- ast alla sína tíð í Danmörku en nafni hans Jón Thor Gíslason hefur undanfarin átta ár unnið að list sinni í Þýskalandi þar sem hann stundaði nám í myndlist. Jón Thor er þekktur fyrir allt annan myndstíl en Jón Gíslason eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir. Lof í Þýskalandi Jón Thor hefur ekki farið var- hluta af hrifningu erlendra gagnrýnenda fremur en Jón Gíslason og fjallaöi Juliane Becker, gagnrýnandi þýska I hvaða, hvaða, heimi! heitir þetta verk Jóns Thor Gíslasonar, sem hann vann með olíu á striga. sínu.“ morgunblaðsins Leon- berger Kreiszeitung svo um sýningu hans: „Lík- lega er Norðurlanda- búa einum fært að skapa slík verk. Myndir sem virðast komnar úr rfld Snædrottningarinn- ar. Þessi kaldi ævintýra- heimur, þessi tindrandi ljómi sem gæti átt upp- haf sitt í einhvers konar „ milli tím ahíbýlum “ ...myndir Jóns Thors Gíslasonar virðast haldnar göldrum... þær leika og tala við skoð- andann. Þær leiða mann gegnum myndina og skila að lokum álykt- un sem er í andstöðu við þá upphaflegu. Þær lokka og þvinga skoð- andann til að fylgja lögmálum þeirra og myndbyggingu. Þær koma á óvart í litum sínum, frá- sögnum sínum og yrkisefni Blaðið biðst velvirðingar á því að hafa eignað Jóni Thor sýningu Jóns Gíslasonar. Yorkliður er yfirskrift tón- leika sem Karlakór Akur- eyrar-Geysir heldur í íþróttaskemmunni næsta laug- ardag ásamt einsöngvurunum Þorgeiri J. Andréssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Á efn- isskránni er tónlist samin í Vín, aðallega Vínarvalsar og -polkar eftir Johann Strauss og Franz Lehár. „Þessi tónlist hentar karla- kórum alveg ágætlega og þessi Roar Kvam, kórstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis. frægi vals Dóná svo blá var upp- runalega saminn fyrir karlakór ár- ið 1866 og við syngjum hann auðvitað“, segir kórstjórinn Ro- ar Kvam. „Síðan verðum við með syrpu úr Kátu ekkjunni og t.d. tónlist eftir Sigmund Rom- berg úr Stúdentaprinsinum, vals sem saminn var um alda- mótin.“ Söngdagskráin er að sögn Roars sett þannig saman að hún geymi létta og áheyrilega tónlist. „Við vonum bara að það myndist góð stemnming eins og síðustu ár. Þetta eru einu áskriftartónleikar kórsins á ár- inu þótt þeir séu að sjálfsögðu opnir öllum. Við köllum þessa tónistarhátíð Vorkliður og höf- um gert frá því að við byrjuðum áþessu árið 1992.“ Að kunna á húsið Hvernig standa karlarnir sig? „Karlarnir standa sig alveg rosalega vel. Þeir eru í mjög góðu formi núna og allt gengur vel.“ Og auðvitað vill hann ekk- ert tala um veika hlekki en seg- ir þá á mismunandi stöðum eft- ir æfingum. Eru ungir menn í kórnum? „Það er náttúrulega veiki ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 KOTTUR A HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 16. sýn. fimmtud. 29. maí. Næstsíðasta sýning. 17. sýn. fimmtud. 5. júní. Síðasta sýning. FIÐLARINN A ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick 12. sýn. föstud. 30. maí. Uppselt. 13. sýn. laugard. 31. maí. Uppselt. 14. sýn. sunnud. 1. júní. Uppselt. 15. sýn. miðvikud. 4. júní. Örfá sæti laus. 16. sýn. föstud. 6. júní. Uppselt. 17. sýn. laugard. 7. júni. Uppselt. 18. sýn. föstud. 13. júní. Nokkur sæti laus. 19. sýn. laugard. 14. júní. Nokkur sæti laus. 19. sýn. sunnud. 15. júní. 20. sýn. fimmtud. 19. júní. Tungskinseyjuhópurinn í samvinnu við Þjóðleikhúsið Óperan TUNGLSKINSEYJAN Frumsýning miðvikud. 21. maí 2. sýn. á morgun, föstud. 23. maí 3. sýn. laugard. 24. maí 4. sýn. þriðjud. 27. maf „Athyglisverðasta áhugaleikhússýning árslns.” Leikfélag Selfoss sýnlr SMÁBORGARABRÚÐKAUP eftir Berthold Brecht í leikstjórn Viöars Eggertssonar. Sunnud. 25. maí kl. 20.00. Aðeins þessi eina sýning Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza Sunnud. 25. maí. Uppselt. Föstud. 30. maí. Uppselt Laugard. 31. maí. Uppselt. Sunnud. 1. júní. Uppselt. Föstud. 6. júní. Uppselt. Laugard. 7. júní - Föstud. 13. júní. Laugard. 14. júní-Sunnud. 15. júní. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig ertekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.