Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Blaðsíða 1
Víkurskarð Þjóðvegur eitt lokaður klukkii- stimdum saman Flutningabíll fór út af veg- inum austan megin í Vík- urskarði á 12. tímanum í gær. Vegkantur gaf sig með þeim afleiðingum að bíllinn valt og var hann fulllestaður af fiski. Meiðsli ökumanns urðu engin að talið var í gær en eignatjón töluvert. Illa gekk að koma bílnum og gám sem honum fylgdi af slys- stað og var veginum, sem er þjóðvegur númer 1, lokað um Vikurskarðið í allan gærdag eft- ir slysið. Umferðinni var beint í gegnum Dalsmynni en sá krók- ur lengir leið vegfarenda um nokkra tugi kílómetra. Á átt- unda klukkutímanum í gær- kvöld var enn ekki búið að opna veginn en stórvirkar vinnuvélar voru þá að störfum. BÞ Fréttir og þjóðmál Friðberg Jóelsson virðist gefinn fyrir gestakomur ef marka má áhugann sem sá stutti sýndi írisi Jóhannesdóttur þegar hana bar að garði á Skagaströnd í gær. Friðberg var enn á náttfötunum enda hefur smáfólkið haldið sig inni við í kuldatíðinni að undanförnu. Loks hefur rofað til. Myna. gs Utanríkisráðherra Furðulegur úrskurður íslensk stjórnvöld hafa mótmælt töku Sigurðar VE harkaiega. Mynd:Gs Utanríkisráðherra segir að mál togarans Sigurðar VE geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti íslendinga og Norðmanna. Við teljum þetta mjög al- varlegt mál, þar sem ís- lenskt skip og íslenskir ríkisborgarar eru handteknir fyrir litlar eða engar sakir og ekkert tillit tekið til útskýr- inga,“ sagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra í gær, þegar lögregluyfirvöld í Bodö í Noregi höfðu dæmt útgerð Sig- urðar VE í 4 milljóna kr. sekt fyrir meint brot á reglum um tilkynningaskyldu. Halldór segir að þetta mál geti haft mjög al- varlegar afleiðingar. Norska strandgæslan tók skipið í Jan Mayen lögsögunni á föstudag og dró til hafnar í Bodö - um 400 sjómílur. Skip- verjar voru sakaðar um að hafa í þrígang vanrækt tilkynninga- skyldu sína og um að rangfæra veiðidagbók. Lögreglan í Bodö yfirheyrði áhöfnina í gær og ákvað að sekta útgerðina um rúmar 4 milljónir króna. For- svarsmenn útgerðarinnar sætta sig ekki við þetta og fer málið því fyrir rétt í ágúst. „Þetta er furðulegur úr- skurður. Það er ekki tekið tillit til neinna útskýringa og þótt sannað sé að skeytin hafi verið send, er það ekki talið skipta neinu máli. Það er heldur ekki talið skipta neinu máli að dag- bókarfærslur eru í samræmi við ákvæði sem menn komu sér saman um fyrir mánuði síðan og niðurstaðan er háar sektar- greiðslur. Þessi úr- skurður gefur tilefni til að ítreka okkar mótmæli og ég tel að þarna hafi ekki verið staðið að málum með hlutlægum hætti,“ segir Halldór Ás- grímsson. íslensk stjórnvöld mótmæltu töku skipsins harkalega um helgina, en hafa engin við- brögð fengið frá stjórnvöldum í Noregi. „Við höfum talið að þeir væru að bíða eftir niðurstöðum og upplýsingum um málið. En við munum ítreka okkar mót- mæli og það er venja að slíku sé svarað." Ilalldór segir erfitt að gera sér grein fyrir því á þessu stigi hvað gerist næst, en ljóst sé að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Við munum fylgja málinu eftir og það er engin vafi á því að þetta getur haft al- varlegar afleiðingar fyrir sam- starf þjóðanna á fiskveiðisvið- inu. Ef við getum aldrei vitað um það hvaða aðferðum Norð- menn beita í þessu samstarfi, þá setur það okkar sjómenn í stöðuga hættu og það hlýtur að verða til þess að við endurskoð- um okkar reglur. En það hlýtur að vera báðum þjóðum í hag að hafa þessi mál í lagi og sam- skiptareglurnar skýrar." -vj Bls. 6 Endur- heimt votlendis BIACK&DECKERl Handverkfæri SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉTASlMI 562 1024 l690919ll000014'

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.