Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Page 4
4 - Þriöjudaffur 10. júní 1997
ÍDitgur-®m'xtnn
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík
Sími 552 5800 - Bréfsimi 562 2616
Netfang: isr@rvk.is
ÚTBOÐ
F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í
byggingu stálgrindarhúss að Eirhöfða 11. Húsið er
u.þ.b. 650 m"að grunnfleti og 7 m á hæð.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr.
skilatryggingu.
Opnun tilboða: kl. 14:00 miðvikudaginn 18. júní 1997 á
sama stað.
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir til-
boðum í gerð 30km hverfis í Teigum ásamt ýmsum að-
gerðum til úrbóta í umferðaröryggismálum víðs vegar um
borgina. Verkið nefnist: „Ýmsar framkvæmdir-ll, 1997“
Helstu magntölur eru:
Stein-og hellulagðir fletir 1.150 m2
Steyptir fletir 650 m2
Malbikaðir fletir 300 m2
Ræktun 850 m2
Grásteinskantur 265 m
Strengskurðir 380 m
Síðasti skiladagur verksins er 15. október 1997
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með
þriðjudeginum 10. júní n.k. gegn 10.000 kr skilatrygg-
ingu.
Opnun tilboða: kl 11:00 fimmtudaginn 19. júní 1997 á
sama stað.
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir til-
boðum í gatnagerð og lagnir við Ánanaust og Granda-
garð, lagningu holræsis við Eiðsgranda á milli Boða-
granda og Grandavegar, ásamt gerð grjótvarnar og land-
fyllingu.
Verkið nefnist: „Ánanaust Fiskislóð, gatnagerð og
lagnir“.
Helstu magntölur eru:
Gröftur
Sprengingar
Fyllingar (verkkaupi afhendir grús
við verkstað)
Landfylling með uppgröfnu efni
Lagning falsröra 600-1100 mm
Lagning múffuröra 250-500 mm
Malbikun
Steyptar gangstéttar
Ræktun
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. ágúst 1998.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með
þriðjudeginum 10. júní n.k. gegn 10.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Opnun tilboða: kl. 14:00 fimmtudaginn 19. júní 1997 á
sama stað.
u.þ.b. 23.000m3
u.þ.b. 1.000m3
u.þ.b. 45.000m3
u.þ.b. 23.000m3
u.þ.b. 600m
u.þ.b. 750m
u.þ.b. 12.000m2
u.þ.b. 1.400m2
u.þ.b. 6.500m2
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í
skiljuvatnsaðveitu fyrir 2. áf. Nesjavallavirkjunar.
Verkið felst í niðurtekt eldri DN 150 og uþpsetningu og
fullnaðarfrágangi á nýrri DN 700 skiljuvatnslögn frá skilju-
stöð að varmaskiptahúsi.
Helstu magntölur í verkinu eru:
Nýjar lagnir og undirstöður úr stáli: 103t
Einangrun og álklæðning: 1,500m2
Forsteyptar undirstöður: 65m3
Staðsteypt mannvirki: 420m3
Gröftur: 2.200m3
Eldri stál lagnir sem fjarlægjast: 9,5t
Steyptar undirstöður sem fjarlægjast: 50t
Tengingum í skiljustöð og láglokahúsi skal vera lokið 25.
september 1997. Verkinu skal vera að fullu lokið í síð-
asta lagi 15. nóvember 1997.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með
miðvikudegi 11. júní n.k. gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: kl. 11:00 þriðjudaginn 1. júlí 1997 á
sama stað.
Hitaveita Reykjavíkur býður væntanlegum bjóðendum til
vettvangsskoðunar á Nesjavöllum miðvikudaginn 18.
júní, kl. 15:00.
■jaar.
j SLSÍ- . —.TT..-...—
-rr-^rrc.
jST.;:,"
Vínnumarkaður
Of háir skattar
47% telja að skattar
séu alltof háir.
Aðeins 1 % að þeir
séu heldur of lágir.
Um 47% þátttakenda í
kjarakönnun Félagsvís-
indastofnunar telja að
skattar séu alltof háir en 35%
að þeir séu heldur of háir. Að-
eins 1% voru á því að skattarnir
væru heldiu- of lágir en enginn
að þeir væru alltof lágir. Um
18% aðspurðra töldu skattbyrð-
ina hæfilega.
Athygli vekur að konur voru
í meirihluta þeirra sem töldu
skattana vera allof háa, eða
48%, en hjá körlum voru það
45%. í samræmi við þetta voru
aðeins 14% kvenna sem voru á
því að skattar væru hæfilegir
eða of lágir, en 22% karla.
Sé afstaða fólks skoðuð með
tilliti til aldurs kemur í ljós að
55% þátttakenda 30-39 ára tel-
ur að skattarnir séu alltof háir.
Aftur á móti var fjórðungur
þátttakenda á aldrinum 50-67
ára á því að skattarnir væru
hæfilegir eða of lágir.
Af einstökum kjördæmum
64% í Norðurlandi vestra á því
að skattarnir væru alltof háir
en aðeins 43% í Reykjavík.
Hinsvegar voru flestir, eða 28%
aðspurðra í Norðurlandskjör-
dæmi eystra á því að skattar
væru hæfilegir eða of lágir.
Þá töldu 57% verkafólks að
skattbyrðin væri alltof mikil en
aðeins 36% þeirra sem ekki eru
útivinnandi. Hins vegar voru
þeir hlutfallslega flestir í röðum
sérfræðinga, eða 29% sem töldu
að skattar væru hæfilegir eða of
lágir. Aðeins 9% þjónustu- og
afgreiðslufólks voru sömu
skoðunar.
Niðurstöður kjarakönnunar
Félagsvísindastofnunar eru
byggðar á tveimur könnunum
sem gerðar voru í maí og aftur í
nóvember-desember í fyrra.
Svörun í báðum könnunum var
72%-73% en svarendur voru á
aldrinum 18-75 ára. -grh
Pómsmálaráðuneytið
Refsiréttamefnd til
ráðgjafar um refsilög
Dómsmálaráðherra hefur
skipað refsiréttarnefnd
til að vera ráðuneytinu til
ráðgjafar á því réttarsviði og
annast endurskoðun refsilaga.
Hlutverk nefndarinnar verður
að fylgjast með réttarþróun á
sviði refsiréttar og gera tillögur
um breytingar á almennum
Icefox
Alvöru fjallahjól
Míssuri 18 gíra, aðeíns 18.980,-
Alpínge 18 gíra, aðeíns 22.900,-
Visa/Euro raðgreiðslur
Furuvöllum 13 • Símí 462 7878
hegningarlögum og ákvæðum
sérrefsilaga ef ástæða þykir til.
Jafnfram hefur ráðherra falið
nefndinni að kanna sérstaklega
hvort ástæða sé til að breyta
ákvæðum almennra hegningar-
laga um líkamsmeiðingar og
ákvæðum refsilaga um ávana-
og fíkniefnabrot.
í nefndinni eiga sæti Bene-
Almenn sjómennska og agi
er meðal þess sem ungling-
ar fá að kynnast sem fara í
starfskynningu með varðskip-
um Landhelgisgæslu íslands.
Landhelgisgæslan hefur síð-
astliðin þrjú sumur boðið ung-
lingum sem ljúka grunnskóla
að fara í ferðir eða starfskynn-
ingu með varðskipum. í sumar
verður framhald á þessum ferð-
um og verða þær alls fjórar
talsins. Engin laun er greidd til
unglinganna frá Landhelgis-
dikt Bogason, skrifstofustjóri í
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu, sem jafnframt er formaður
nefndarinnar, Atli Gíslason,
hæstaréttarlögmaður, Davíð Þór
Björvinsson, prófessor, Ingi-
björg Benediktsdóttir, héraðs-
dómari og Þorsteinn A. Jóns-
son, forstjóri Fangelsismála-
stofnunar ríkisins.
gæslunni en þau skilyrði eru
sett fyrir þátttöku að hver ungl-
ingur fái til ferðarinnar styrk
frá sínu sveitarfélagi að upp-
hæðkr. 15.000.
Enn eru laus pláss í nokkrar
ferðir með varðskipum í júní og
júlí. Þeir unglingar sem hafa
áhuga eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við Guðrúnu
S. Hilmisdóttur, Sambandi ís-
lenskra sveitarféalga í síma 581
3711, eða senda umsókn með
faxi í númer 568 7866.
Landhelgisgæslan
Unglingar á varðskipum