Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Síða 8
8~- Þriðjudagur lO.júní 1997
PJÓÐMÁL
^Dagur-'ÍEtóttón
JOagur-Œtmttm
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavik
Símar: 460 6100 og 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171
Ísland-Noregur: sómi í húfi
í fyrsta lagi
Hvernig má það verða að sakleysisleg innsláttar-
villa skipstjóra á hafí úti verði að stórmáli í sam-
skiptum frændþjóða? Vegna þess að þær eru stríð-
andi hagsmunaþjóðir sem hafa ekki getað samið
um þá hluti sem skipta máli. Samskipti íslands og
Noregs eru ekki og hafa ekki verið með eðlilegum
hætti um hríð. Það er verkefni stjórnmálamanna
þessara ríkja að leiða deilurnar til lykta, og það
íljótt, svo linni uppákomum eins og þeim sem urðu
um helgina þegar nótaskipið Sigurður var dregið
400 sjómílna leið fyrir litlar sakir eða sakleysisleg
mistök. w
Eru viðbrögð íslenskra stjórnvalda yfirdrifin? Já og
nei. Þetta atvik eitt og sér kallar ekki á getsakir um
aulaskap eða heimsvaldastefnu á höfunum. Við vit-
um öll hvaða vandræðum samviskusamur tollari
getur valdið með því að taka vitlausa skinkusneið.
Það sama getur átt við lögregluþjón á hafinu sem
tekur smáa reglugerðarletrið full bókstaflega. En í
samhengi við önnur álitaefni í garð Norðmanna
þykir íslenskum stjórnvöldum rétt að túlka þetta
atvik sem ítrustu ögrun. Þó ekki sé nema til að
skapa stöðu - í raunverulegum deilumálum.
þriðja lagi
Og Norðmenn koma af fjöllum. Það er auðvitað fá-
ránlegt því hvergi er siðaðra manna háttur að
valda hámarks vandræðum fyrir lágmarks yfir-
sjón. Það hefði verið leikur einn fyrir norsk stjórn-
völd að gera lítið úr málinu, og bera klæði á vopn-
in. Þess í stað kusu þau að túlka lögregluvald sitt á
hafinu af fullum þunga. Verður það samskiptaform
Norðmanna og íslendinga að gera lífið eins óbæri-
legt og mögulegt er fyrir hverja aðra? Ef það er
niðurstaða helgarinnar fer sómi frændþjóðanna
fyrir lítið.
Stefán Jón Hafstein.
v__________________________________________________/
dag^iitó
Á að kjósa aftur um sameiningu þeirra þriggja sveit-
arfélaga við utanverðan EyjaQörð, þar sem samein-
ing var samþykkt í kosningunum á laugardag?
Kristján
Hjartarson
bóndi á Tjörn
í Svarfadardal
Já, það á hiklaust að
gera. Á sömu for-
sendum og stefnt var
að sameiningu fjögurra
sveitarfélaga fmnst mér
einboðið að athuga hvort
þessi þrjú þar sem sam-
eining var samþykkt - á
Dalvík, í Svarfaðardal og
á Árskógsströnd - ná ekki
að sameinast nú. Mér
finnst að þær kosningar
ættu í raun að fara fram
strax eftir þrjár vikur.
Þórunn
Arnórsdóttir
oddviti í Hrísey
Já, það á að gera. Öll
sveitarfélögin fjögur
urðu að samþykkja
sameiningartillöguna til
þess að hún yrði gild,
þannig að rökrétt fram-
hald er að nú verði kosið
- reyndar á öðrum for-
sendum - í hinum þrem-
ur. Ætli næsta skref Hrís-
eyinga sé hins vegar ekki
að bíða eftir enn stærri
sameiningu við Eyjafjörð.
♦
Rögnvaldur Skíði
Friðbjömsson
bœjarstjóri á Dalvtk
Mér finnst ekki
ótrúlegt að menn
vilji láta á það
reyna hvort vilji sé í þess-
um þremur sveitarfélög-
um - þar sem sameining-
in var samþykkt - hvort
grundvöllur só fyrir sam-
einingu þeirra. Frekari
framkvæmd kemur til
með að verða rædd í
sveitarstjórnum á Dalvík,
í Svarfaðardal og á Ár-
skógsströnd.
Björn
Valdimarsson
bœjarstjóri
á Siglujirði
Einsýnt er að menn
velti þeim mögu-
leika mjög alvar-
lega lyrir sér. Ég held að
sameining hér á Eyja-
Ijarðarsvæðinu muni ger-
ast í litlum, en markviss-
um áföngum, á næstu ár-
um - og þetta er eitt inn-
legg inn í þá þróun mála.
Eilíf vandrœði
„í uppsiglingu virðist vera bar-
átta sem ómögulegt er að segja
til um hvernig muni ljúka. í
Sjálfstæðisflokknum er hefð fyr-
ir sterkum leiðtogum og þegar
Davíð Oddsson yfirgaf ráðhúsið
byrjaði sú vandræðasaga sem
við þekkjum öll.“
- Steinnunn V. Óskarsdóttir borgarfull-
trúi í Vikublaðinu í gær.
Stórir og einangraðir
„íslendingar reka stundum upp
ámátlegt gól yfir því að þeir séu
í mikilli einangrunarhættu í
SaatwvL_
menningarlegum efnum. Þær
harmaþulur eru óþarfar. Sann-
leikurinn er sá að smáþjóðir nú
á dögum eru allt annað en ein-
angraðar - ... Aftur á móti virð-
ast fáar þjóðir jafn rækilega
einangraðar frá umheiminum
og sú voldugasta og áhrifa-
mesta, þ.e.a.s Bandaríkin. Eins
og fram kemur í nær fullkomnu
áhugaleysi á því sem gerist ut-
an þeirra landamæra og hins
enska málsvæðis."
- Árni Bergmann í DV.
Sérkennileg staða
„Við þurfum ekki álit leik-
manna, enda kemur þeim í
sjálfu sér ekkert við hvað við
gerum. Þeir eru í vinnu hjá
okkur og þurfa að stunda hana,
annars eru þeir að brjóta
samninga sem við þá hafa verið
gerðir. Þetta er mjög sérkenni-
leg staða og ég skil ekki hvað
leikmennirnir eru að hugsa
með því að neita að mæta á æf-
ingar.“
- Björgúlfur Guðmundsson, formaður
knattspyrnudeildar KR, í Mogganum.
Barnakjóll í ferðatöskunni
Margir hafa orðið til þess að lýsa
þeirri reynslu sinni að fara í
gegnum „Checkpoint Charlie",
landamærahlið á milli þess sem eitt
sinn var Vestur-Berlín annars vegar og
Austur-Berlín hins vegar. Nokkrum
mánuðum fyrir fall Berlínarmúrsins
gafst mér tækifæri til að fara þarna
um og kynnast viðbrigðunum að ganga
þar í gegn, frá hinu ljósumprýdda og
upplýsta vestri kapítalismans og yfir í
drunga og myrkur austur evrópsks
kommúnisma.
Lítið atvik frá þessari gegnumgöngu
stendur mér ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum. Fullorðin kona, greinilega
austur-þýsk, var á leiðinni heim til sín
eftir að hafa fengið að ferðast út úr
landinu. Landamæravörðurinn, þrekin
kona og mikil um sig í gráum einkenn-
isbúningi, var að grandskoða farangur
ferðakonunnar kerfisbundið og ná-
kvæmlega.
Virðingarleysi
Einhvern veginn bar allt hennar fas
vott um valdsmannsleika og sjálfsör-
yggi, þó mér íslendingnum hafi fundist
aðfarirnar bera vott um ótrúlegan yfir-
gang og virðingarleysi gagnvart ferða-
manninum. Landamæravörðurinn
þreif samanbrotin fötin upp úr ferða-
töskunni og kuðlaði þeim saman til
hliðar á borðið. Ferðakonan fylgdist
með greinilega óörugg og hálf hrædd.
Og landamæravörðurinn fann líka það
sem hann var að
leita að - glæp ferða-
konunnar, smyghð!
Sigri hrósandi tók
hún upp úr töskunni
lítinn barnakjól sem
greinilega stakk í
stúf við annan fatnað í töskunni. Skelf-
ingarsvipurinn á andliti ferðakonunn-
ar og sigurbrosið á landamæraverðin-
um sagði mikla og langa sögu. Eitt
megineinkenni lögregluríkisins er hið
formlega geðþóttavald sem lögreglunni
er fengið og þrælsóttinn sem slíkum
geðþóttaákvörðunum fylgir óhjá-
kvæmilega. Það var saga þessa þræls-
ótta og þessa geðþótta sem var sögð
þarna yfir ferðatösku í Checkpoint
Charlie.
En nú er múrinn fallinn og komm-
únisminn dauður þó víða í heiminum
megi enn finna dæmi um lögfestan
geðþótta og tilheyrandi þrælsótta.
Þessi geðþótti getur birst í mörgum
myndum í samskiptum milli manna og
hann getur líka komið fram í sam-
skiptum milli þjóða þó svo að margfalt
erfiðara sé að fram-
kalla þrælsóttann
hjá heilu þjóðunum
en hjá einstakling-
um. Geðþótti í túlk-
unum og meðferð á
regliun sem samið
hefur verið um í milliríkjasamningum
er því hvergi nærri eins áhrifaríkt
stjórnunar- eða drottnunartæki og
hann er í lögregluríkinu. Það hefur þó
ekki komið í veg fyrir að menn hafa
reynt og munu reyna að skapa sér víg-
stöðu í samfélagi þjóðanna með því að
beita slíku geðþóttavaldi við tilteknar
aðstæður.
Herra Norðurhafa
Opinbert sjórán norskra stjórnvalda
við Jan Mayen er dæmi um ákvörðun
sem virðist markvisst tekin til þess að
ná fram þessum geðþóttaáhrifum hjá
þolendunum. Ákvörðun sýnir smáþjóð-
inni íslendingum hver er herra Norð-
urhafa. Að stilla málinu upp sem ein-
földu lögreglumáli undirstrikar þenn-
an geðþótta - skilaboðin eru að menn
geti alltaf átt von á viðamiklum og
þungbærum lögregluaðgerðum óháð
tegund eða eðli „glæpsins". Því miður
fyrir Norðmenn þá hefur Checkpoint
Charlie aldrei verið til á Norðurlönd-
um og íslendingar hafa engar sérstak-
ar áhyggjur af því þótt þeir séu með
barnakjól í töskunni!! Norðmenn
skjóta sig því í fótinn í málinu, ef þeir
ætla að leika lögreglu í lögsögu Jan
Mayen þurfa þeir að gera það sem gert
er í öllum réttarríkjum, halda uppi
eðlilegu samræmi milli eðlis glæpsins
og þess hvernig tekið er á honum.
Birgir Guðmundsson