Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Síða 5
 ^ ° 'Fökráúdtfur 5 Húsnæðismálastofnun Páll Pétursson: „Feginn væri ég ef ég hefði sann- færingu fyrir því að Húsnæðis- stofnun væri það vel rekin að ekk- ert þyrfti að skipta sér af henni.“ Misskilningur að hér sé um samsæri að ræða að er síður en svo að óg vilji hlaða undir bankana. Feginn væri ég ef ég hefði sannfæringu fyrir því að Hús- næðisstofnun væri það vel rekin að ekkert þyrfti að skipta sér af henni,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra í gær. Birgir Dýrfjörð, þinglóðs Alþýðuflokks- ins, hefur tekið saman „Ferilskrá" sem hann vann upp úr fundargerðum Hús- næðismálastjórnar og bréfum hennar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að ráð- herra og bankamenn hafi efnt til samsær- is gegn Húsnæðisstofnun. Viðræður standa yfir við bankana um að þeir taki yfir viðskipti húsbréfadefidar Húsnæðismálastofnunar. Páll sagði að þess væri að vænta að niðurstaða næðist bráðlega. „Það er mikill misskilningur að hér sé um eitthvert samsæri að ræða. Húsnæðis- batteríið kostar okkur árlega í kringum hálfan milljarð og það eru viðskiptamenn Húsnæðisstofnunar sem bera uppi þessa þjónustu með ýmsum gjöldum. Það sem vakir fyrir mér er að kanna hvort hægt sé að lækka þennan kostn- að,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra í gær. Páll segir að forsenda þess að flytja þá starf- semi sem nú er unnin í Húsnæðismálastjórn til lánastofnana eða annað sé að hún verði unnin á ódýrari hátt fyrir neytendur en Húsnæðismálastjórn getur. Ráðherrann segir að af meðalláni, 2,5 milljónum króna, borgi menn 25 þúsund krónur í lántökugjald auk þess að bera afföll af bréfunum. Sá sem tæki við gömlum húsbréfum þyrfti ekki að greiða slíkt gjald og taki ekki þátt í rekstrarkostnaði Húsnæðismálastofn- unar. „Bankarnir telja hins vegar að það sé einhver kostnaður því samfara þegar húsbréf skipta um hendur og þeir telja réttmætt að greitt sé íyrir þá þjónustu. En þá segjum við að þá verði lántöku- gjaldið á þá sem taka ný lán að lækka, því þeir eru í raun að borga kostnað fyrir þá sem síðar kunna að eignast húsbréfin. Um þetta snýst málið,“ sagði Páll Pétursson. »Ég er nú vanur Birgi vini mínum Dýríjörð sem sannleiksvitni og kippi mér ekki upp við að hann snúi út úr einhverju," sagði Páll Pétursson, þegar hann var spurður um samsæris- kenningu Birgis. Ekki náðist í Sigurð E. Guðmundsson, forstjóra Húsnæðismálastjórnar, í gær. -JBP Páll Péturs- son félags- málaráð- herra vísar á bug að- dróttunum þingliðs Alþýðu- flokksins vegna væntan- legrar yfir- töku bank- anna á hús- bréfunum. Barnaspítali Hringsins Fertugsafmæli fagnað Barnadeild Landspítalans hélt í gær upp á 40 ára starfsafmæli. Einnig var því fagnað að farið er að hylla undir að nýr barnaspítali mxmi rísa en í gær hófst formlega samkeppni um hönnun nýs húss fyrir Barnaspítala Hringsins. Á afmælisfagnaðinum í gær voru m.a. afhent listaverk sem tvær listakonur hafa gefið barna- spítalanum. Steinunn Helga Sigurðardóttir, myndlistakona í Danmörku, gaf þrjár stórar myndir en framlag Sólveigar Baldursdóttur, myndhöggvara á Akureyri, var marmarastytta sem var afhjúpuð í gær. Styttan og málverkin munu í framtíðinni prýða hið nýja húsnæði. Gert er ráð fyrir 50 sjúkrarúmum á nýja barnaspítalanum. Þar verður vökudeild, gjör- gæsludeild, ungbarnadeild, handlækningadeild, almenn legudeild, göngudeild, dagdeild, grunn- skóli, leikaðstaða, skrifstofur, bókasafn, búnings- aðstaða starfsfólks og aðstaða fyrir foreldra svo eitthvað sé nefnt. AI Stutt og laggott Nefnd kannar EES-reglur Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sér- fræðinga til að athuga meðferð reglna sem settar hafa verið á hinu Evrópska efnahagssvæði og kanna hvort sá háttur sem hafður hefur verið á um upptöku þeirra hér á íslandi fullnægi ýtrustu kröfum stjórnskipunar- og stjórnarfarsrétt- ar og hvernig þær eru aðlagaðar að landsrétti. í nefndina voru skipaðir: Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. formaður; Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri; og Stefán Már Stefáns- son, prófessor. Hönnunarsamkeppni fyrir Höfða Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna í fyrsta sinn til sam- keppni um hönnun húsgagna. Um er að ræða ný húsgögn fyrir móttökusal Höfða og hefur forval þegar farið fram. Alls bárust 12 umsóknir í forvalið og hafa þegar verið valdar Qórar til að vinna upp tillögur og verður þessum aðilum greidd föst upphæð fyrir þær. Þeir sem valdir hafa verið til að vinna þessar tillögur eru: Erla Sólveig Óskarsdóttir; Guð- rún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson; Kristinn Brynjólfsson; og Þórdís Zoega. Samkvæmt upplýsingum frá Hildi Kjartansdóttur, móttökufulltrúa í Höfða og dómnefnd- armanni, verður við val á tillögu einkum lögð áhersla á að nýju húsgögnin falli vel að aldri og virðuleik Höfða og þeim húsbúnaði sem er þar fyrir. Nýja heilsugæslustöðin í Laugarási. Ný heilsugæsla í Laugarási Á morgun, laugardag, mun Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- isráðherra, opna nýtt húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugaarási í Biskupstungum. Heilsugæslustöðin þjónar sex hreppum í uppsveitum Árnessýslu og eru íbúar læknishér- aðsins rúmlega 2.000 manns. Nýja stöðin er 490 fermetrar og verður þar aðstaða fyrir tvo lækna og annað starfslið. Hrefnusigur í Zimbabwe Utanríkisráðuneytið telur niðurstöðu á ráðstefnu aðildar- ríkja CITES-sáttmálans (sem ijallar um viðskipti með dýr og plöntur í útrýmingarhættu) sem haldin var í Zimbabwe vera mikinn sigur fyrir sjónarmið sjálfbærrar nýtingar allra dýrastofna. Ráðuneytið er þar að vísa til þess að samþykkt var tillaga Norðmanna á ráðstefnunni mn að breyta beri flokkun tveggja hrefnustofna í norðurhöfum, frá því að vera stofnar í útrýmingarhættu og yfir í að vera tegundir sem unnt er að stunda viðskipti með undir eftirliti. Tillagan var hins vegar ekki samþykkt með 2/3 hluta greiddra atkvæða þannig að hún hefur ekki bindandi þýðingu fyrir aðildarríki CITES. Heilbrigðisráðherra afhendir heilsuverðlaunin. Hananú fær heilsuverðlaun Heilsuverðlaun heilbrigðisráðuneytisins féllu í ár í skaut frí- stundaklúbbsins Hananú í Kópavogi. Hananú hefur staðið fyrir hvers kyns félagsstarfsemi og heilsubótarstarfi fyrir eldri borgara um árabil og í samtökunum starfa nú um 600 manns. Heilsa og heilbrigði Geta heilbrigðir h'fshættir bætt heilsu og þar með dregið úr sívaxandi kostnaði við heilbrigðiskerfið? Þetta er spurningin sem ijallað verður um á ráðstefnunni „Heilsa og heilbrigðir lífshættir“ sem haldin verður á Sauð- árkróki helgina 12.-13. júlí. Rætt verður um ábyrgð einstak- lingsins á eigin heilsu og nauðsyn þess, að heilbrigði verði ríkari þáttur í orðum og athöfnum starfsmanna heilbrigðis- kerfisins og alls almennings. Flutt verða íjölmörg forvitnileg erindi og reynt að svara þeirri spurningu hvort nýjar leiðir séu færar í heilbrigðisgeiranum. Ráðstefnan er hluti af af- mælisdagskrá Sauðárkróksbæjar og er skipulögð í sam- vinnu við heilbrigðisráðuneytið, Sauðárkróksbæ og Náttúru- lækningafélag íslands. AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.