Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Page 8
S'- lFÖstúdaþíír20:JÚTtí T997 *™pá§iff-'ðítflfcrat PJÓÐMÁL ®ctgur-©mmn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Samsæri í blöðum í fyrsta lagi Nýjasta samsæriskenningin í blaðaheiminum? Að Alþýðubandalagið hafi keypt stóran hlut í Helgar- póstinum til að reka ófrægingarherferð gegn Jóni Ólafssyni! Herferð sem stjórnað sé af Margréti Frí- mannsdóttur formanni flokksins og „mönnum henni nánum“. Nú er ómögulegt fyrir óinnvígða að geta sér til um hvers vegna stjórnmálaflokkur eins og Alþýðubandalagið, sem dregur á eftir sér firna- langan skuldahala, vill kaupa hlut í Helgarpóstin- um fyrir nokkrar milijónir. Ef það hefur þá gert það. Og enn dularfyllra virðist að heill stjórnmála- flokkur vilji eiga hlut í vikublaði til að kasta skít í tiltekinn einstakling úti í bæ. En þetta er áran yfir samsæriskenningum: Pær hafa pólitískan kyn- þokka. öðru lagi Nú myndu fáir leggja eyrun við svona kenningum nema vegna þess hugsanlega að einn fjölmiðill hefur helgað sig því hlutverki að gera þær trúverð- ugar. Helgarpósturinn! Blaðið hefur sérhæft sig í samsæriskenningum um eigendavald - einkum Jóns Ólafssonar - yfir öllu, stóru og smáu, sem hann kemur nálægt. Þannig hefur Helgarpósturinn tortryggt ritstjórn Dags-Tímans fyrir „hagsmuna- tengsl" af öllu mögulegu og ómögulegu tagi; svo mjög að hefði einhver tekið þau skrif alvarlega væri Dagur-Tíminn löngu rúinn trausti. Og fleiri: Stöð 2, Bylgjan, DV... í þriðja lagi Nú hittir skrattinn ömmu sx'na. Nixon hefði ekki getað hannað þetta betur: „Látum helv... neita því!“ var viðkvæðið hjá honum þegar bxíið var að sverta ímyndaða og raunverulega andstæðinga með óhróðri. Nú er kouúð að Helgarpóstinum. Ætlar hann virkilega að neita samsærinu? Já, en það gæti verið satt... V. Stefán Jón Hafstein. _______________________/ Ertu sammála Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, að eðlilegt sé að lækka álagningu á bjór og léttvíni? Magnús Oddsson feröamálastjóri S Eg er sammála því að íslendingar verði að vera samkeppnishæf- ir við önnur lönd í verði og gæðum í öllum þáttum ferðaþjónustunnar. En hvort það skilar ferðaþjón- ustunni meiru að lækka verð á bjór eða bensíni læt ég ógert að svara. Jónas Hvannberg hótelstjóri á Hótel Sögu s Eg er sammála því að verð á bjór og léttvmi sé of hátt, sem geti haft áhrif á komu ákveðins hóps gesta til landsins, t.d. þeirra sem koma í hvata- ferðir. En þetta er ekki veit- ingahúsum að kenna, held- ur þeim sköttum sem ríkið leggur á áfengi. I mörgum tilvikum hafa veitingahús aðlagað sig að kröfum, þannig að bjór og léttvín eru ódýrari á hótelunum en pöbbunum. ♦ ♦ Þessu er ég ósammála. Útlendingar koma ekki hingað til að drekka brennivín - heldur er það af öðrum hvötum og þetta er fyrirsláttur hjá borgarstjóra. Ferðamanna- fjöldi hingað til lands jókst til dæmis ekki með lögleið- ingu bjórsins. Verð á bjór og léttvíni er óhóflega hátt hérlendis, en ég er ekki viss um að það sé álagningu að kenna. í út- sölu er áfengi mjög dýrt hér á landi og ÁTVR ætti að koma á heildsölu á áfengi til stórra kaupenda sem myndi þá koma áfeng- isverði á veitingahúsum í svipað horf og er víða er- lendis. 5, PPP mFi <MVl~ Loksins, loksins! „Mér finnst við vera komnar með liðsmenn sem láti enn frekar í sér heyra á næstu miss- erum og ég vænti góðs af þeim...“ - Sigríður Lillý Baldursdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands, teiur karl- menn vera nýjustu bandamenn kvenna- baráttunar í Degi-Tímanum í gær. Flaskan mín fríð... „í sjálfu sér er ég ekki reiður út af brennivíninu. Mér féll vel að vera fullur og leiddist mikið tíminn sem leið á milli þess að ég náði mér í flösku..." - Hilmar Jóhannesson frá Sauðárkróki í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Ótrúleg nýting?! „Kannski er það karlagrobb eða bjartsýni, en ég held samt að ef ég hefði ekki hitt hana [konuna sína] hefði ég bara komið mér upp einhverri ann- arri konu. En ég hef haft mikið gagn af þessari og ótrúlega nóga nýtingu." - Hilmar Jóhannesson, síðar í sama við- tali. Eru þeir svona feitir? „Læknar vilja breikka brýr í kjördæminu" - Fyrirsögn í Feyki á Sauðárkróki. Fréttin sem fylgdi fjallaði um slysatíðni við einbreiðar brýr. Að eignast sitt Ijall Margt hefur verið sagt ljótt um Reykjavík í gegnum tíðina, sumt sannleikanum samkvæmt og stundum af hreinum og klárum illvilja. Reykvíkingar hafa yfirleitt látið sér fátt um finnast og talið að litlu skipti hvaða hug utanbæjarfólk ber til heimahaga þeirra. Þeir eiga sín vorkvöld í Vestur- bænum og fjólubláu draumana tekur enginn frá þeim, hvað sem öðrum kann að sýnast um bæjarstæði Ingólfs. Samt brá eitt sinn svo við, að höfuð- borgarbúar tóku ummæli utanbæjar- manns illa upp og urðu sárir og reiðir. Ungur Þingeyingur, nýfluttur í bæinn, lét þau hvatskeytlegu ummæli falla á opin- berum vettvangi, að Esjan væri ekki álit- legri ásýndum en fjóshaugur fyrir norð- an. En Esjan er hið helga fjall Reykvík- inga og tóku margir þeirra óstinnt upp þau helgispjöll sem fólust í orðum stráks- ins að norðan. Málið varð hápólitískt og framsóknarmenn sveittust lengi við að sýna og sanna að ummælin um Esjuna sýndu ekki endilega hug þeirra til Reykjavíkur og Reykvíkinga, eins og þeim var borið á brýn. Fólk og lönd En þótt Esjan sé fjall Reykvíkinga eiga þeir ekkert í henni. Hún er eign Kjalnes- inga og Kjósverja, og skiptist nokkurn veginn eftir endilöngu milli þeirra. Hinir fyrrnefndu eiga þann hluta fjallsins sem Reykvíkingar og aðrir Innnesjamenn fá að horfa til. Nú hefur skipast svo að Reykvfldngum gefst kostur á að eignast fjallið sitt með lögmætum hætti og fá Esjuna þinglýsta sem sameiginlega eign sína og Kjalnes- inga. Samtímis eiga Kjalnesingar þess kost að gerast með- eigendur að lögbýlinu Arnarhóli og með- fylgjandi hjáleigum. Um skeið hafa staðið yfir samninga- viðræður um samein- ingu Kjalarness og Reykjavíkur. Miðað við Kjalnesinga mun íbúafjöldinn tvöþúsundfaldast eða svo og lönd Reykvíkinga margfaldast að sama skapi. Á morgun á að kjósa um samein- ingu sveitarfélaganna og stendur öllum, nema örfáum hreppnefndarmönnum ná- kvæmlega á sama. Lítill áhugi um mikið mál Hér er á ferð málefni sem ætti að vera stórpólitískt hagsmunamál, en enginn nennir að gefa því gaum, enginn kosn- ingabarátta, enginn áróður og atkvæðin vita ekki einu sinni að þau eru atkvæði. Borgarstjórinn í Reykjavík og íhalds- minnihlutinn eru sammála og hrepps- nefndin undir Esjuhlíðum telur, að það sé ósköp notalegt að losna við áfallnar sveitarskuldir og gerast Reykvíkingar. Enginn nennir að deila um málið og hjá- róma raddir vitna í Kjalnesingasögu um sjálfstæði búandkarla fyrir þúsund árum. Reykjavík er orðin full, er manni sagt, og rými þar ekki lengur fyrir íbúðir né fyrir- tæki. Minni sveitarfé- lög þrengja alls staðar að og taka við nýjum íbúum og athafna- semi. Reykjavík þenur út miðborgarflug- völl og víðlend haglendi á milli íbúða- þorpanna, sem skipulögð eru tvist og bast um lönd, sem þeir hjá borgarverk- fræðingi vita ekki að eru til. Til að sameina hina nýju ReykjavxTc með Esjuna innanborðs, þarf að byggja miklar brýr framan við Mosfellssveitina, sem væntanlega falla undir þjóðvegi í vegaáætlunum framtíðarixmar þar sem Reykjavík verður orðin að dreifbýli, með Qall og heiðar innan sinna landamerkja. Vafalítið er ástæðulaust að fjölmenn- asta sveitarfélag landsins búi við slík landþrengsli sem raun ber vitrn og að það sé ekkert síður hagkvæmrú að sam- eina sveitarfélög á slóðum Esjunnar en annars staðar á landinu. En það ætti að valda lýðræðissirmuðu fólki nokkrum áhyggjum hve áhugi íbú- anna er lítill og að hvergi skuli vera hægt að heija umræðu um slílct stórmál og að xbúarnir hafl yfirleitt skoðun á málinu og neyti atkvæðisréttar síns. Pilturinn úr Þingeyjarsýslu sem líkti Esjurmi við fjóshaug forðum daga er nú virðulegur prófessor og hefur fyrir löngu hlotið þegnrétt sem góður og gegn Reyk- víkingur. Gaman væri að vita hvort hann kýs á morgun að innlima íjailið fagra í sína sveit. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.