Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Síða 9
'ítógur-®tí?ttmt
ÞJÓÐMÁL
T'‘x‘F6$tudaifilr 20. Júní T997'- 9
Páll og fátæktin
Bryndís
Hlöðversdóttir
þingmaður
Alþýðubandalags
í Reykjavík skrifar
Nú nýlega (13/6) birtist í
Degi-Tímanum Iítil frétt
undir yfirskriftinni „Fá-
tækt er mikið áhyggjuefni" en
þar gaf að líta afrakstur blaða-
manns Dags-Tímans, sem leit-
aði eftir viðbrögðum Páls Pét-
urssonar félagsmálaráðherra
við þeirri staðreynd að á íslandi
virðist stöðugt fjö 1 ga í röðum
þeirra sem ekki eiga fyrir mat í
lok vikunnar. í fréttinni er bent
á að fyrir sex árum hafi 15-20
einstaklingar á ári Ieitað eftir
mat og fjárhagslegri aðstoð
Hjálparstofnunar kirkjunnar en
sl. vetur hafi ámóta margir leit-
að þangað á hverjum degi. Alls
hafi 1200 Qölskyldur leitað
þangað í nauðum frá sl. októ-
ber til aprílloka.
Öfugmælaleikur
ráðherrans
Það er haft eftir Páli í um-
ræddri frétt að hann sé
áhyggjufullur og skal engan
undra þótt félagsmálaráðherra
sé uggandi yfir þessum stað-
reyndum. En það sem kemur á
óvart í frétt Dags-Tímans eru
viðbrögð hans þegar blaðamað-
ur innir hann eftir skýringum
og viðbrögðum ríkisstjórnarinn-
ar við þessu ástandi og er engu
líkara en hann sé í einhvers
konar öfugmælaleik við lesend-
ur blaðsins. Páll segir það hisp-
urslaust að það séu engar sér-
tækar aðgerðir á döfinni vegna
þessa af hálfu stjórnvalda, eins
og er en bendir á það gustuka-
verk ríkisstjórnarinnar að nú
nýlega hafi bætur verið hækk-
aðar í tengslum við kjarasamn-
inga. Þá bendir Páll á að það sé
mikill liagvöxtur og uppsveifla í
þjóðfélaginu og að þeir sem
leita Ráðgjafarþjónustu heimil-
anna séu skár settir en þeir
sem þangað komu fyrst. Þar
fyrir utan sé atvinnuleysi að
minnka. Þá klykkir ráðherrann
út með því að segja að það sé
stefna stjórnvalda að koma í
veg fyrir aukna misskiptingu í
þjóðfélaginu svo allir hafi það
sem best!
Hvar er jafnaðar-
stefna ríkisstjórnar-
innar?
Það er ekki oft sem önnur eins
öfugmæli er að finna í jafnlítilli
frétt og þeirri sem hér er vitnað
í. Það eru engar sértækar að-
gerðir á dagskrá ríkisstjórnar-
innar gegn vaxandi fátækt í
landinu, en samt er það stefna
stjórnvalda að koma í veg fyrir
aukna misskiptingu svo allir
hafi það sem best? Hvernig fer
þetta saman? Það er engu lík-
ara en félagsmálaráðherra ætli
þeim sem leita til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar eftir fjárhags-
legri aðstoð til framfærslu, að
éta hagvöxtinn en að ráðherr-
anum sjáist yfir þá staðreynd
að hagvöxturinn er ekki á boð-
stólum allra landsmanna. Ríkis-
stjórnin hefur ekki tryggt öllum
fslendingum afrakstur hans og
þeim Ijölgar stöðugt sem hefur
verið ýtt út úr hinu samfélags-
lega öryggisneti. Það er engan
félagslegan jöfnuð að finna í
stefnu núverandi ríkisstjórnar,
um það vitna tölurnar frá
Hjálparstofnun kirkjunnar best.
Reynt að skerða
bætur
Það lýsir kannski best þeim
hugsunarhætti sem einkennir
störf ríkisstjórnar Davíðs Odds-
sonar, þegar félagsmálaráð-
herra bendir á það sem félags-
legt umbótaverk að bætur hafi
verið hækkaðar í tengslum við
nýja kjarasamninga. í augum
Páll Pétursson.
þeirra sem aðhyllast félagslega
samhjálp er það sjálfsagt
mannréttindamál að bætur
hækki jafnóðum í samræmi við
almennar launahækkanir og
verðlagsþróun, eins og verið
hefur. Núverandi ríkisstjórn
gekk hins vegar við gerð íjár-
laga fyrir árið 1996 í það að af-
nema þessi tengsl með þeim
rökum að slíkar hækkanir ætti
að ákveða á íjárlögum hverju
sinni. Stjórnarandstöðunni
tókst að milda verk ríkisstjórn-
arinnar verulega við þá af-
greiðslu og leggi ríkisstjórnin
ekki til frekari atlögu vegna
málsins mun fyrra fyrirkomulag
taka gildi aftur í byrjun næsta
árs.
Hækkanir bóta ekki
gustukaverk
Það er erfitt að skilja þessar að-
gerðir ríkisstjórnarinnar öðru
vísi en svo að með afnámi sjálf-
virkrar tengingar bóta og
launahækkana, sé verið að gera
tilraun til að seilast í vasa
þeirra sem eiga rétt til bóta úr
félagslegu samtryggingakerfi
landsmanna. Það hafa ekki
önnur rök komið fram sem rétt-
læta þessa skerðingu á þeim
sjálfsögðu mannréttindum að
þurfa ekki að sækja eðlilegar og
sanngjarnar hækkanir bóta til
misvitra ríkisstjórna hverju
sinni. Sá stutti tími sem bóta-
þegar hafa búið við þetta ölm-
usukerfi ríkisstjórnarinnar hef-
ur sannað að hækkanir fást
ekki án baráttu hverju sinni,
sem er óþolandi ástand fyrir þá
hópa sem ekki eiga annars úr-
kosta með tekjuöfhm. Hækkanir
bóta í samræmi við almenna
launa- og verðlagsþróun er
ekkert gustukaverk, þótt skilja
megi orð Páls Péturssonar í
Degi-Tímanum á þann veg.
Sameinmgarumræðan -
áróður eða fréttamennska?
S|m Þórarinn
Magnússon
Frostastöðum
JV Skagajirði skrifar
Atli Rúnar Halldórsson
skrifar txmabæra hug-
vekju í Dag-Tímann 10.
júní sl. Hann gerir þar að um-
ræðuefni umfjöllun fjölmiðla
um sameiningarmál sveitarfé-
laga. Grein hans ijallar sérstak-
lega um kosningarnar við utan-
verðan Eyjafjörð en hefur þó al-
menna skírskotun í sameining-
arumræðunni. Atli Rúnar finn-
ur að því hve gersamlega ein-
hliða sú umræða hefur verið.
Fjallað hafi verið um málið,
segir hann „dag eftir dag á
þeim nótum að bara ein skoðun
væri til og rétt sem slík; sam-
eining og ekkert annað. Talað
var við fulltrúa í sameiningar-
nefnd sveitarfélaga óteljandi
sinnum."
Sannarlega laukrétt hjá Atla
Rúnari. Og því má bæta við að
sjaldnast kemur eitthvað nýtt
fram í þessum „fréttum" og við-
tölum. Fyrst og fremst um
þennan margrómaða „betri
stakk“ sem menn telja sig
munu búast að lokinni samein-
ingu. Lítið upplýsandi umljöllun
og leiðinleg til lengdar. Meira í
ætt við áróður en frétta-
mennsku.
Helgina sem kosið var um
sameiningu sveitarfélaga við
utanverðan Eyjaíjörð var ég
með félögum mínum í Karla-
kórnum Heimi á söngferðalagi
um Austurland. Er skemmst frá
því að segja að Austfirðingar
tóku okkur frábærlega vel.
Fylltu húsin og fögnuðu söng
okkar innilega. Steininn tók þó
úr á lokatónleikum okkar í Eg-
ilsstaðakirkju á laugardags-
kvöldi. Þegar kirkjan var orðin
gjörsamlega troðfull var shkt
íjölmenni ennþá í anddyri og
útifyrir dyrum að í skyndingu
var ákveðið að halda aukatón-
leika strax að loknum þeim
Göntuðumst með það
okkar í milli að ekkert
nema hamfarir af
einhverju tagi gætu
ýtt þessum atburði út
af borðum frétta-
stjóra helstu fjölmiðla
landsins næsta dag.
fyrri. Og viti menn. Kirkjan fór
langleiðina í að fyllast í annað
sinn og kórinn söng nánast
sleitulausl frá kl. 21 og fram yf-
ir miðnætti. Ilafði þó sungið á
Stöðvarfirði fyrr urn daginn.
Við Heimisfélagar vorum að
vonum ánægðir með Austfirð-
inga og stoltir af okkur sjálfum.
Göntuðumst með það okkar í
milli að ekkert nema hamfarir
af einhverju tagi gætu ýtt þess-
um atburði út af borðum frétta-
stjóra helstu íjölmiðla landsins
næsta dag.
Auðvitað var þetta oflátungs-
háttur í okkur. Egilsstaðakons-
ertarnir rötuðu sannlega ekki
inn á fréttastofurnar. Það gerðu
hins vegar kosningaúrslitin út
með Eyjafirði að sjálfsögðu. Og
viti menn. Hríseyingar felldu
sameininguna í þessari lotu.
Öllum á óvart. Ekki síst frétta-
mönnum.
En eigi skal gráta Björn
bónda heldur safna liði. Það er
meira blóð í sameiningarkúnni.
Bara að sveifla sér yfir Trölla-
skagann og spjalla t.d. við bæj-
arstjórann á Sauðárkróki. Hann
hefur nokkrum sinnum áður
sýnt að hann er viðræðuhæfur
um málið. í haust á nefnilega
að kjósa um sameiningu í
Skagafirði. Þangað til skulum
við halda áfram að syngja sam-
an popplag í G-dúr.
En er upplýstu, nútímalegu
fréttafólki e.t.v. vorkunn? Er
nokkur ástæða til að eyða tíma
í að ræða við þá sem andæfa
sameiningu sveitarfélaga í það
og það skiptið eða að reyna að
koma þeirra afstöðu til skila?
Ilvað segir Atli Rúnar um þá:
„Ilríseyingar voru ekki jafn
framsýnir í þetta sinn og þeir
um það. Þeir átta sig síðar sem
og Ólafsfirðingar og aðrir góðir
menn.“
Þar höfum við það. Hrísey-
ingar eru ekki framsýnt fólk.
Væntanlega þá afturhaldssamir
íhaldskurfar sem horfa til baka
en ekki fram á veg. Falla eigin-
lega miklu fremur undir deild
Ómars Ragnarssonar um kyn-
lega kvisti en framsæknar
fréttastofur á leið inn í 21. öld-
ina. En Hríseyingar eiga sér þó
batavon, „... átta sig síðar eins
og aðrir góðir menn,“ segir þar.
Góðir menn eins og t.d. Atli
Rúnar og aðrir sameiningar-
sinnar. Að öðrum kosti hljóta
þeir að vera vondir menn. Eða
hvað? (Dulbúin hótun. Vertu
með eða ...)?!
í haust á nefnilega að
kjósa um sameiningu
í Skagafirði. Þangað
til skulum við halda
áfram að syngja sam-
an popplag í G-dúr.
Þetta er náttúrlega ekki boð-
leg framsetning og afstaðan
sem þarna birtist til minni-
hlutasjónarmiða algjörlega
óþolandi. En því miður býsna
algeng. Það er ekki gert ráð fyr-
ir því að andmælendur hafi gild
rök fyrir sinni afstöðu, hvað þá
að borin sé minnsta virðing fyr-
ir því að e.t.v. hafi þeir ekki ná-
kvaunlega sama gildismat og
hinir sem haldnir eru „sam-
runagreddunni" svo notað sé
orðfæri Atla Rxínars. Og á milli
línanna stendur skrifað skýrt og
greinilega að aðeins ein leið vísi
fram.
Ég er hjartanlega sammála
Atla Rúnari þegar hann segir:
„... óþolandi að horfa upp á
ljölmiðlakerfið renna einhvern
veginn saman við sjálft valda-
kerfið..." Þetta hefur mér lengi
fundist óþolandi og auðvitað er
þetta háskaleg þróun, s >r-
hættuleg sjálfu lýðræðinu. Þessi
öfugþróun helgast ekki síst af
því að valda- og fjölmiðlak rf-
in“ standa að mestu á sama
sjónarhólnum, velja sér svipuð
sjónarhorn þegar mál eru skoð-
uð og hafa komið sér upp svip-
uðu gildismati. Fáeinir klífa þó
nýja sjónarhóla, sjá þá hlutina í
öðru ljósi og kynnast e.t.v. öðr-
um viðhorfum. Slíkir irétta-
menn finnst mér mikilvægari en
aðrir.
Þó því aðeins að þeir afgreiði
ekki það sem þeir sjá og skynja
sem grunnhyggni, skort á fram-
sýni, afdalamennsku eða eitt-
hvað þaðan af verra. Þá er verr
af stað farið en heima setið á
gamla, trygga sjónarhólnum.
Með von um að hundrað
blóm fái að blómstra, ekki bara
í skoðanaflórunni fyrir næstu
sameiningarkosningar í Eyja-
firði eins og Atli Rúnar biður
um, heldur í öllu mannlífinu.