Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Síða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Síða 1
Fiskveiðar Snæfellsnes Eftirlits- maður í Smuguna Fiskveiðieftirlitsmaður verður sendur í Smuguna í Barentshafi með næsta togara sem þangað fer, til þess að kanna hvað hæft er í ásök- unum Norðmanna um að ís- lenskir sjómenn stundi smá- fiskadráp á miðunum. Norska strandgæslan fór um borð í ís- lenskan togara í Smugunni á dögunum og fann þar að sögn talsvert af undirmálsfiski. Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra telur ástæðu til að taka þessar ásakanir alvarlega og hefur farið þess á leit við Fiskistofu að hún sendi eftirlits- mann í Smuguna. Þórður Ás- geirsson Fiskistofustjóri segir að maður verði sendur við fyrsta tækifæri. Þrálátar sögur hafa verið um smáfiskadráp á úthafsmiðum, jafnt og innan landhelginnar, en erfitt getur reynst að sannreyna slíkt, því menn henda að sjálfsögðu ekki fiski á meðan það er eftirlits- maður um borð. -ha Hann stillti sér upp fyrir Ijósmyndara í Dritvík á Snæfellsnesi þessi ferðamaður og hnyklaði vöðvana fyrir lesendur Dags-Tímans. Mynd. eói íslendingar Bullandí fordómar íslendingar af erlendum uppruna mæta oft for- dómum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessar litlu stelpur eru að læra íslensku í sumarskóla. Margar asískar konur hafa orðið fyrir því á skemmtistöðum að vera taldar vændis- konur, verið áreittar af körlum eða fengið bónorð. Grunnt virðist á fordómum í garð íslendinga af er- lendum uppruna, sam- kvæmt nýrri skýrslu. „Margir töluðu um atburði sem að okkar mati báru vitni um framkomu sem tilkomin var vegna staðal- mynda“, segir í skýrslu Rann- sóknarstofnunar uppeldis- og menntamála um aðlögun ís- lendinga af erlendum upprima. „Sérfræðingur sem rætt var við sagði það mjög algengt að ís- lendingar teldu konur af asísk- um uppruna vændiskonur og að þeim væri jafnvel meinaður að- gangur inn á ákveðna skemmti- staði eingöngu vegna þessara staðalmynda“, segir m.a. í skýrslunxú. Fordómar íslendinga gagn- vart minnihlutahópum endur- speglast, að mati stofmmarinn- ar m.a. í ríkjandi umræðu, dag- legum samskiptum fólks og í fjölmiðlum. „Staðalmyndir af asískum konum hafa þannig verið áberandi í samfélaginu, margir telja þær hingað komnar til að giftast körlum sem „ekki geta náð sér í“ íslenskar konur og að þær láti bjóða sér ýmis- legt innan hjónabandsins sem flestar íslenskar konur mundu ekki h'ða. Einnig virðast margir telja menntunarleysi vera nokk- uð algengt meðal hópsins, þær eru taldar vera einskonar þjón- ustustúlkur eiginmanna sinna eða hálfgerðar „vændiskonur" og þannig mætti lengi telja“. Þessa neikvæðu mynd sem sumir íslend- ingar hafa af asískum konum telja skýrsluhöf- xmdar hafa leitt til vanvirðingar gagnvart þeim. Það er á skemmtistöðum sem konurnar hafa einna helst fundið fyrir þessu. „Margar höfðu orðið fyr- ir því að vera taldar vændis- konur, þær áreittar af karl- mönnum eða jafnvel beðið um hönd þeirra“. Hafi þetta leitt til vanh'ðunar og erfiðleika og sögðust sumar kvennanna vart geta farið út að skemmta sér án þess að mæta shkri framkomu. Viðmælendur frá öðrum löndrnn höfðu einnig orðið fyrir fordóm- um á grundvelh þjóðernis. Skýrsluhöfundar segja einnig hafa borið á því að viðmælend- ur, þá sérstaklega ungmennin, hefðu orðið fyrir mismunun, sem skýrast hafi komið fram innan skólakerfisins. Ónóg ís- lenskukennsla og h'till stuðning- ur virðist geta veikt stöðu þeirra. Þannig sögðust sumir ekki geta litið á sig sem íslend- inga vegna fordóma sem tengd- ust íslenskukunnáttu þeirra. Við unga stúlku var t.d. sagt að hún ætti að fara aftur tfi heima- landsins fyrst hún gæti ekki tal- að fullkomna íslensku. Og nokkrar imgar stúlkur sögðust yfirleitt frekar þegja en að reyna að svara fyrir sig þegar skólafélagarnir geri grín að þeim vegna upprimans. - HEI Neysluvfltnsdaelur SINDRI^ ■sterkur í verki BREFASÍMI 562 1024

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.