Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Síða 2
fc. >0t»- ... 2 - Laugardagur 16. ágúst 1997 Babb er komið í bát Jóns Baldvins og Bryndísar, þeim er ætlað var að sigla til sendi- herraembættis í Washington. Húsnæðisvandamál sendiráðs- ins kalla á 150 milljóna króna langdregnar viðgerðir! Eitthvað virðist það seinka vesturför þeirra hjóna að finna hæfilegt pensjónat í borg Clintons. Potturinn kraumar um fram- boðs- og uppstillingarmál Reykjavíkurlistans. Margir í bak- landinu telja frammistöðuna svo góða að setja eigi fram sama lista og nú stjórnar og bjóða borgarbúum upp á síðari hálf- leik með sama lið. Oddvitar flokkanna eigi það mikið traust, undir forystu borgarstjóra, að það verði heilladrýgst. Á móti koma svo þeir sem vilja ein- hverja endurnýjun í bland við reynslu án þess að túlka það sem vantraust á starfandi borg- arfulltrúa. Margvíslegar hug- myndir eru reifaðar - og affluttar - í pottum bæjarins, enda fátt annað til að spá í... nema hver verði frétta- • > . stóraefni Björns Bjarna- sonar. Þeir sem sannfærðastir eru um að BjBj sé með fulltrúa snúa nú við hverjum steini til að finna hann eða hana. Frétta- stjórinn verði að vera viðunandi og rúmlega það fyrir flokkinn, en ráðningin líka faglega verj- andi svo málið springi ekki framan í Valhöll eins og Hrafns- málið. Venjulegir óbreyttir flokksmenn eru verulega skelk- aðir. Og svo er það menningar- nóttin í Reykjavík: hafið hugfast þegar þið farið út á menningargaleiðuna í nótt að allt er þetta meinleg þýðingar- villa: menningarnótt varð NÓTT, en ekki kvöld, vegna þess að menn í embættiskerfi borgar- innar voru ekki nógu sleipir í dönsku: kulturnat - þýðir menn- ingarkvöld. Þegar hugmyndinni var stolið varð þessi þýðingar- villa til þess að við djömmum fram á rauða nótt. En Akureyr- ingar fara á dokkardaga. Umferðin Þorsteinn Pálsson glaðbeittur með nýtt ökuskírteini. Svona koma þau til með að líta út í framtíðinni. Ökuskírteini í kreditstflnum Nýjar reglur um ökuskírteini voru kynntar í gær sem hafa jafnframt í för með sér breytingar á ökuréttinda- flokkum. Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti í gær nýjar reglur um ökuskírteini en reglurnar eru tvíþættar. Annars vegar er um að ræða nýja reglugerð um ökuskírteini. Hins vegar verður tekin í notkun ný gerð ökuskír- teina. Eins og sjá má á mynd- inni eru nýju ökuskírteinin gerð úr plasti og af svipaðri gerð og greiðslukort. Form ökuskírtein- anna og gerð er í samræmi við kröfur sem gilda innan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Ekki verður sérstaklega lagt að mönnum að skipta um skírteini en fólk sem ætlar að keyra er- lendis er líklegra til að lenda í vandræðum með gömlu skír- teinin. Á meðal helstu nýmælanna sem felast í hinum nýju reglum er að tekin er upp ný skilgrein- ing ökiuéttindaflokka og eru ís- lenskir réttindaflokkar þá að fuilu í samræmi við reglur sem gilda um það efni innan Evr- ópska efnahagssvæðisins og víðar. Eru jafnframt teknir upp nýir réttindaflokkar til að stjórna bifreiðum með stærri gerðir eftirvagna og tengitækja. Hinir nýju réttindaflokkar varða þá sem öðlast ökuréttindi eftir gildistöku reglugerðarinn,- ar en þeir sem þegar hafa öðí- ast réttindi munu halda þeim óbreyttum. Framvegis verður jafnframt heimilt að leggja fram umsókn um ökuskúteini hjá hvaða lögreglustjóra sem er, óháð því hvar á landinu um- sækjandi hefur búsetu. Lög- reglustjóri aflar þá sjálfur upp- lýsinga úr skrám lögreglu og ákæruvalds. Tekin verða upp ný aldursskilyrði til að stjórna vörubifreið þannig að lág- marksaldur er lækkaður úr 20 árum í 18 ár til samræmis við tilskipunina um ökuskírteini. Til að stjórna hópbifreið er áskil- inn 21 árs aldur en aldur til farþegaflutninga í atvinnuskyni á almenna fólksbifreið verðiu óbreyttur, 20 ár. rm ®agur-®múmt Dómsmnálaráðuneyti Hallvarður í lagi Ríkissaksóknari, Hallvarður Einarsson, hitti ráðuneytis- stjóra dómsmálaráðuneytisins, Þorstein Geirsson, í gær vegna umræðu um persónulegan íjár- hag Hallvarðs. Ríkissaksóknari gerði á fundinum grein fyrir því að ijármál hans stæðu á engan hátt í vegi fyrir því að hann gæti gegnt embættinu lögum samkvæmt og hyggst ráðuneyt- ið ekki hafa frekari afskipti af málinu. Fjölmiðlar hafa xmdanfarið nokkuð íjallað um bágan íjár- hag Hallvarðs og hugsanlegt vanhæfi hans í embætti sakir þess. BÞ Unglingar Fleiri í neyð Nærri eitt hundrað börn og unglingar komu í neyðarat- hvarf Rauðakross hússins á síð- asta ári og hafa aldrei verið fleiri. Tæplega 70 þeirra sem gistu í athvarfinu í fyrra voru að koma þangað í fyrsta sinn en hinir höfðu áður leitað á náðir Rauðakrossins. í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum segir að flest imgmennin hafi verið úr Reykjavík og nágrenni, 13% frá Vesturlandi, 8% frá Suðurnesj- um og 7% frá Suður- og Norður- landi. Oftast leituðu þau í at- hvarfið vegna erfiðleika í sam- skiptum við foreldra eða for- ráðamenn, vegna erfiðra heimil- isaðstæðna, eigin vímuefna- neyslu eða vegna þess að þau höfðu ekki í önnur hús að venda. Nærri fimm þúsund og fimm hundruð manns hringdu í trún- aðarsíma Rauðakrossins sem er mun fleiri en í fyrra. Flestir sem hringdu voru á aldrinum 12 til 18 ára, en foreldrar hringja einnig mikið. V E Ð U R O G F Æ R Ð Reykjavík Sun MAn Þri Mið mm Akureyri ‘9 Sun Mán Þri Mið mm 15«r—r-—« r—-.. ...... y..r, NNA3 V3 A2 NNV2 A3 VNV4 S2 NA3 V2 Stykkishólmur jC Sun Mán Þri Mið mm - 5 0 ASA3 VSV3 ANA3 NA2 A2 SSA3 ANA2 NA2 VNV3 Egilsstaðir 2 Sun Mán Þri Mið °NNA3 V3 A3 N3 ANA3 NV4 SSV3 NA3 NNV2 Bolungarvík ‘9 Sun Mán Þri Mlð mm 15-i i ------ -------1-15 10- 5 -10 SA3 VSV4 SSA3 NA3 S3 SSA4 VSV3 A3 NV3 Kirkjubæjarklaustur ”9 Sun Mán Þri Mið mm 15 - NNA3 V3 SSA2 NNA2 ANA2 NNV3 SV3 NA2 N2 A2 VSV3 A2 NA2 SA2 VSV3 VSV2 ANA3 VSV2 Blönduós Stórhöfði 9 Sun Mán Þri Mið mm 151------- -------- ------- -------þ-15 Sun Mán Þri Mið mm NA2 VSV2 ANA1 NNA2 ANA2 V2 SV2 NA2 VN1 NA4 VS A5 N4 ASA5 V5 S2 NA5 VSV3 Veðrið í dag Vaxandi austan og norðaustanátt með rigningu og súld sunnan og austanlands en þykkiiar upp norðanlands og vestan Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á landinu Vegir á landinu eru greiðfærir og hálendisvegir flestir færir öllum bilum. Leiðin Sprengisandur- Eyjaíjörður er aðeins fær fjaUabilum og sömu sögu er að segja af Öxi, Dyngjuljalia-, Öskju- og Kverkíjallalcið.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.