Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Síða 7
;JHagur-®ttTtrat
Laugardagur 16. ágúst 1997 - 7
FRÉTTASKÝRING
Þessir stúdentar þurfa ekki að greiða skólagjöld en svo kann að fara að þau verði tekin upp við íslenska háskóla, líkt og víða erlendis. Umræðan er að
minnsta kosti komin í gang.
Umdeild skólagj öld
Skólagjöld uppá 100
þúsund í Háskóla ís-
lands komust í um-
ræðuna nú í vikunni
og ekki stóð á mót-
mælum frá stúdenta-
ráði háskólans. En
hvernig skólagjöld er
verið að tala um og er
mönnum alvara með
slíkt?
Talað er um að 200-300
króna vanti upp á til að
endar nái saman í launa-
kostnaði háskólakennara og
hefur í því sambandi verið talað
um skólagjöld uppá 100 þúsund
krónur. Sé miðað við að bætt sé
75 þúsund krónum við þær 25
þúsund krónur sem nemendur
borga nú þegar í innritunar-
gjöld þá ætti Háskólinn að inn-
heimta 430 milljónir af þeim
5800 nemendum sem nú
stunda nám við Háskóla ís-
lands. En er það rétt leið? Har-
aldur Guðni Eiðsson er formað-
ur Stúdentaráðs sem mótmælti
á dögunum harðlega skóla-
gjöldum í ályktun sem send var
tU fjölmiðla. „Þó við séum vissu-
lega hlynnt því að kennarar eigi
að hafa góð laun þá erum við
ekki á þeirri skoðun að inn-
heimta eigi skólagjöld til að
borga þau. Stúdentaráð hefur
þess vegna mótmælt því að
stúdentar verði látnir standa
við kjarasamninga sem ríkið
gerir,“ segir Haraldur og bætir
við að ef menn sem ekki eru á
lánum þurfi nú að fara að
punga út 100 þúsund krónum
og lifa svo af veturinn þá munu
þeir þurfa að fara á lán. „Þetta
mun stórauka lánsþörfina og
það hefur tvennt í för með sér;
námsmenn verða ennþá skuld-
ugri þegar þeir koma úr námi
og kostnaður við lánasjóðinn
hlýtur að aukast. Þá vaknar sú
spurning hvort ríkið sé að
spara eitthvað með þessu."
Hann nefnir líka þann mögu-
leika að fólk kunni einfaldlega
að leita til annarra landa í nám.
Gjöldin of há nú
þegar
Svavar Gestsson, alþingismað-
ur, er á móti skólagjöldum. „Ég
tel að skólagjöldin sem eru séu
of há og það var okkar afstaða í
Björn Bjarnason: Ég
hef ekki komist að
endanlegri niður-
stöðu en ég er ekki á
móti umræðunum að
minnsta kosti.
síðustu kosningum að leggja
ætti niður skólagjöld eins og
komugjöld í heilbrigðisstofnun-
um.“ Svavar nefnir jafnréttisrök
máli sínu til stuðnings og segir
jafnréttisstefnuna vera grund-
vallarstefnu í öllu skólakerfi á
íslandi. En ef lánasjóður myndi
lána fyrir skólagjöldunum?
„Það er algerlega út í hött
vegna þess að þar með er ríkið
að taka úr hægri vasanum og
setja í þann vinstri. Ríkið væri
þá að lána nemendum til að
borga ríkinu peninga. Auk þess
mun lánsþörfin aukast sem
þessu nemur og fólk mun ekki
geta borgað öll námslánin til
baka þegar þau eru orðin svona
mikil. Það er búið að skera há-
skólann niður sem svarar heil-
um kennaraháskóla frá því
íhaldið tók við 1991. Svo koma
þessir menn og segja nú er
þetta erfitt það verður að leggja
á skólagjöld til að háskólinn
geti þróast. Það er verið að
koma aftan að hlutunum með
þessu.“
Fylgjandi umræðunni
Hvað segir ráðherra mennta-
mála, er hann fylgjandi skóla-
gjöldum? „Ég set mig ekki í þær
stollingar að um stórhættuleg
gjöld sé að ræða sem eigi ekki
rétt á sér og ég tel að við séum
Haraldur Guðni Eiðs-
son, formaður Stúd-
entaráðs: Þó við sé-
um vissulega hlynnt
því að kennarar eigi
að hafa góð laun þá
erum við ekki á þeirri
skoðun að innheimta
eigi skólagjöld til að
borga þau.
rétt að byrja alvarlegar umræð-
ur um málið. Ég hef ekki komist
að endanlegri niðurstöðu en ég
er ekki á móti umræðunum að
minnsta kosti“, segir Björn
Bjarnason, menntamálaráð-
herra. Þú vilt þá ekki segja
hvort þú sért með á móti skóla-
gjöldum? „Mér finnst að móta
þurfi forsondurnar betur áður
en ég slæ því alveg föstu en ég
er ekki á móti því að menn ræði
þetta. Málstaður skólagjald-
anna er ekki alslæmur nema
síður sé.“ Aðspurður hvort
hann sjái fyrir sér að lánasjóð-
ur námsmanna myndi lána fyr-
ir slíkum gjöldum, segir Björn
að ákveðin félagslega hlið sé á
málinu og vísar til þess að jafn-
rétti til náms sé öðrum þræði
byggt á því að ekki séu fjár-
hagslegar hindranir sem geti
staðið í vegi fyrir að menn geti
stundað nám. „Til þess að koma
til móts við það sjónarmið þá er
nauðsynlegt að huga að því
hvernig á að hjálpa þeim sem
ekki hafa fjárhagslegt bolmagn
til að greiða skólagjöldin.“ En
stendur til að fara í vinnu við
að útfæra skólagjöld í Háskól-
anum í menntmálaráðuneyt-
Svavar Gestsson: Ég
tel að skólagjöldin
sem eru séu of há og
það var okkar afstaða
í síðustu kosningum
að leggja ætti niður
skólagjöld.
inu? „Nei, ég hef nú ekki haft
hugmyndir um að setja shka
nefnd á laggirnar. Ef Háskólinn
óskar eftir því að þetta mál
verði skoðað sérstaklega þá
finnst mér eðlilegt að það verði
gert.“ Hefur Háskólinn óskað
eftir því? „Nei, hann hefur ekki
gert það. Háskólaráð hefur
aldrei samþykkt annað en að
það sé andvígt skólagjöldum.
Frumvarpið til háskólalaga er
alveg hlutlaust skólagjöldum.
Hvorki bannar þau né leyfir
þau.“ rm
EITT
1 9/4
GLÆSILEGASTA
1;9 4'4
HÓTEL
1 9 4 4
LANDSINS
19 4-4
ÁVERÐI
1 /9/4 :4.
""fyrTr
19 4 4
ÍSLENDINGA
19 » í
N,ÝR VEITINGASTAÐUR
HÓTEL KEA
HAFNARSTRÆTI 87-89
600 - AKUREYRI - SlMI 460 2000