Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Page 8
8 - Laugardagur 1 6. ágúst 1997 jDctgur-^ímmii PJÓÐMÁL JDagur-®ímtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Stefán Jón Hafstein Elías Snæland Jónsson Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Simar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingaderildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Lifandi vatn í fyrsta lagi Mývatn á að njóta vafans þegar hagsmunir Kísilverk- smiðjunnar eru vegnir og metnir. Nú er ljóst að sá staður í vatninu sem gefið hefur efni í kísilgúr- vinnslu, Ytri-Flói, mun þorrinn verða eftir nokkur ár. Það er vel fyrir þann tíma sem námaleyfi vinnslunnar lýkur - árið 2010. Því horfa námamenn ágirndaraug- um á hin helgu vé náttúruverndarsinna: Syðri-Flóa. Talað er um nýja tækni sem gera muni vinnslu færa án spjalla. Það er rétt hjá iðnaðarráðherra að taka fram að slíkt leyfi verði ekki veitt nema í sátt við heimamenn. Sem engar hkur eru á að náist. „Það verður allt brjálað,“ segir viðmælandi blaðsins, einn andspyrnumanna í sveitinni. Umræða um aukið nám á botni vatnsins kemur þeg- ar lífríki þess hrynur enn einu sinni: ungar, flugur og fiskar veslast upp með reglubundnum hætti. Þessi hringrás dauðans hófst um sama leyti og verksmiðjan tók til starfa. Hinir varkáru vísinda- menn segja að tvær ástæður komi til greina: veður- farsbreytingar síðustu 30 ár, eðaKísiliðjan. Við hinu fyrra getum við ekkert gert. Það síðara er okkar verk. Hvernig getum við gert þá kröfu til vísinda- manna að þeir sanni skaðsemi verksmiðjunnar? Sönnunarbyrðin er á námamönnum: að þeir skaði ekki vatnið. Náttúran nýtur vafans. í þriðja lagi Iðnaðarráðherra viðurkennir að flestir hafi reiknað með að starfsemi verksmiðjunnar lyki þegar leyfið rynni út. í stað þess að storka náttúrunni og sam- býlinu við vatnið með því að auka sókn í botninn þarf að undirbúa gjörbreytta atvinnuhætti í Mý- vatnssveit. íbúarnir eiga skilið að breytingar þorps- ins í Reykjahlíð, úr iðnaðarsamfélagi í vistvænt þjónustusamfélag, takist vel. Þeir fái styrk og alla aðstoð sem verða má til að áfram þróist fjölbreytt og fagurt mannh'f í sveitinni. í sátt við lifandi vatn. Stefán Jón Hafstein. V_____________________________________________________J Spuwninfy dag^Utó Hvernig líst þér á nýjar derhúf- ur lögreglimnar? Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir fatahtinnuöur á Akurcyri. Mér líst vel á þær og þetta er jákvætt inn- legg til að breyta ásjónu valdsins á fslandi. ímynd þess þarf að mýkja. Der- húfurnar eru reyndar ekki jafn stílhreinar og gömlu kaskeytin, en með derhúfunum og öðrum nýjum línum í fatnaði lög- reglumanna er komið á móts við ábendingar um mýkri ímynd. Lögreglan getur ef til vill nálgast ungdóminn betur með þessu; með því að ganga með húfur einsog hjóla- brettakynslóðin. Ragnar Sverrisson kaupmaður í Ilerradeild JMJ á Akureyri. Gömlu húfurnar finnast mér nú vera virðu- legri, en ég er ekki í minnsta vafa um að nýju derhúfurnar venjast. Þær eru líka örugglega þægi- legri fyrir lögreglumenn- ina. Þessar húfur er svona einsog þegar maður er með þegar farið er í veiði eða út að skokka, en hins vegar held ég að verðir laganna nálgist fólkið ekk- ert frekar eða betur með þessum nýju derhúfum. ♦ ♦ Jón i. Guðmundsson Jv. yfirlögregluþjónn á Selfossi. Þær sjálfsagt duga, en mér finnst þær ekki jafn virðulegar og þær sem eru við lýði í dag. En þessar nýju geta vafalaust verið góðar, en þá þarf búningurinn að vera í samræmi við þær. Dóra Einarsdóttir búningarhönnuður. Mér líst vel á það. Der- húfur eru örugglega betri en hvítu klunnalegu húfurnar. Það hefur verið vandámál lögreglumanna að halda þeim hreinum við dagleg skyldustörf, en ég samgleðst þeim að fá nú þægilegri höfuöföt eftir áralanga bið. Ég vona einnig, þeirra vegna, að þeir fái þægilegri einkenn- isbúninga en þeir hafa í dag, til dæmis léttan bún- ing við útihátíðir og veg- gæslu, en svo annan til vegna gæslu við borgara- leg tilefni. Sagtwvu_ Nýjasta tíska „Það virðist vera tískufyrirbrigði hjá íslenskum knattspyrnuliðum að reka þjálfarann ef illa geng- ur, en hvergi annars staðar í heiminum eru jafn margir þjálf- arar látnir taka pokann sinn.“ - Úr íþróttablaðinu. Á einni nóttu „Jú, á einni nóttu var ákveðið aö 'slíta öllum samningum við mig, ganga samt inní hugmynd- ir mínar um útlit og rekstur á húsinu og kaupa húsið á kostn- að Borgarsjóðs með óútfylltan tékka um öll útlát - til þess eins að þáverandi minnihluti mætti þægur og prúður við vígslu ráð- hússins." - Sveinn Kristdórsson segir sannleikann um Iðnó í Mogganum. Stœrri mistök - meiri vinsœldir „Á íslandi er ekkert verið að erfa hlutina við menn. Á íslandi eru handónýtir þingmenn gerð- ir að seðlabankastjórum, ger- spilltir ráðherrar verða síðar meir forsetar og dópsalar eru settir undir verndarvæng ííkni- efnalögreglunnar. Þeim mun stærri mistök sem menn gera þeim mun vinsælli áttu eftir að verða seinna meir.“ - Lesendabréf í DV á fimmtudag. Þroskandi lögbrot „Hakkið er hluti af þroskaferl- inu í tölvuheiminum í dag. Rík- asti maður heims byrjaði sem hakkari. Það er vel þekkt að brotist sé inn á vefþjóna og núna nýverið breytti t.d hakkari heimasíðu CIA í heimasíðu kjánastofnunar.“ - Sigurpáll Ingibergsson í Austurlandi. Borgarleikhús fjarri borgarbúum rátt fyrir voldugt nafn er Þjóð- leikhúsið ekki leikhús allra landsmanna frekar en Borgar- leikhúsið er leikhús aUra Reykvíkinga. Að vísu stendur Borgarleikhúsið held- ur nær Reykvíkingum en Þjóðleikhúsið öðrum íslendingum af því styttra er fyrir borgarbúa að sækja Borgarleik- húsið en þjóðina alla að nálgast Þjóð- leikhúsið. Yfirburðir Borgarleikhúss Reykvíkinga eru Uka þar með upp taldir. Að öðru leyti eru tengsl borgarbúa við Borgarleikhúsið helst fólgin í því lýðræði að Reykvíkingar fá alhr að borga tapið á leikhúsinu og er þar ekki gert upp á miUi manna. Annað jafn- ræði ríkir ekki í Borgarleikhúsinu. Að minnsta kosti fá ekki alUr borgarbúar að stíga á fjahrnar í leikhúsi sínu og ekki einu sinni allir leikarar og aðrir listamenn sem búa í borginni. Því miður er allt of algengt að fá- mennum hópum í þjóðfélaginu séu af- hentar eigur fjöldans tU eigin afnota eða þeim tekst að sölsa þær undir sig á annan hátt. Myndast þannig nýr aðall í landinu og skiptist í greifadæmi tU sjós og lands. Kvóti ljóti er örlagaríkasta dæmið mn þvflik greifadæmi en þau eru mun fleiri ef að er gáð. Stóru leikhúsin tvö í Reykjavík eru bæði á ská og skjön við tíma og rúm og lýðræðið. Hjá báðum starfa æviráðnir leikarar og leikstjór- ar og verður þeim ekki þokað fyrr en eftirlaunaaldurinn færist yfir þá í rólegheitunum. Fyrir bragðið verður að leita út í bæ að ungu fólki til að leika sennUega elskendur á sviði. Sjötugur Rómeó og Júh'a með heyrnatrekt ganga einfaldlega ekki fyrir fullu húsi lengur nema þá helst á Droplaugarstöðum. Enda liggur þarna hundurinn graf- inn. Leikhús í eigu fjöldans eiga ekki að vera undirlögð ævilangt af nokkrum mönnum og fáeinum fjölskyldum. Borg- arleikhúsið á að vera opið fyrir öll leik- fólög og hópa í borginni en ekki bara fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Vonandi hefur það ekki farið framhjá borgar- stjórn Reykjavíkur að leikhst blómstrar í höfuðborginni um þessar mundir og bæði á sviði og hvítu tjaldi. Á þar einkum hlut að máU ungt fólk með Utla reynslu en mikla gleði og treður upp í jafn frumlegu húsnæði og aflagðri kaffistofu í gamalli vélsmiðju. Skemmst er svo að minnast að fyrir svona áratug var helsta leik- verk ársins fært upp í gömlu pakkhúsi við MeistaraveUi. Reyndar á Borgarleikhús Reykjavík- ur að vera opið fyrir alla borgarbúa sem treysta sér tU að greiða fyrir hæfi- lega húsaleigu en ekki eingöngu fyrir leikhópa. Fleiri sýningarhópar og Usta- menn eru á ferðinni í Reykjavík en leikhópar. Síðan er það höfuðverkur leigjandans að laða áhorfendur að sýningunni og borgarsjóði Reykjavíkur óviðkomandi með öllu. Vilji Reykvík- ingar aftur á móti styrkja hina ýmsu hópa og listamenn til að troða upp í leikhúsi borgarinnar verða þau fram- lög að ganga nokkuð jafnt yfir alla h'n- una en safnast ekki öU á hendur Leik- félags Reykjavíkur í mflljónatugum og hundruðum. Hvað segja nýju landsherrarniri í Brussel þegar einn leikhópur fær af- hent leikhús upp á marga miUjarða króna til einkanota og auk þess hundr- uð milljóna króna meðlag ár hvert á meðan aðrir keppinautar verða að borga háa húsaleigu og fá ekki krónu úr borgarsjóði? Er þessi afgreiðsla samkvæmt uppskriftinni frá Brussel að jafnri aðstöðu þegnanna á Efnahags- svæði Evrópu? Enginn einn hópur manna má gleypa allt Borgarleikhúsið eins og það leggur sig með húð og hári og manni og mús. Leikfélag Reykjavíkur verður að gera svo vel og læra að spjara sig sjálft í framtíðinni eins og aðrir leik- hópar í borginni. (Lðgei't Maiuieö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.