Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Page 9
ÍDagur-tEmmtn
Laugardagur 16. ágúst 1997 - 9
Birgir
Guðmundsson
skrifar
*
IWinnipeg í Manitoba í Kan-
ada hefur um langt skeið
verið mikill áhugi fyrir ís-
lensku og öllu sem íslenskt er.
Ein af íjölmörgum birtinga-
myndum þessa áhuga er að í
námsflokkum borgarinnar er
boðið upp á íslenskukennslu
fyrir almenning, bæði byrjend-
ur og lengra komna. Lengst af
hafa íslendingar sem af
einhverjmn ástæðum eru tíma-
bundið búsettir í Winnepeg
kennt á þessum námskeiðum
og gerðist ég einn vetm- svo
frægur að kenna þar ásamt
Jónasi Þór, sem þá var ritstjóri
Lögbergs-Heimskringlu og
stundakennari við Manitobahá-
skólann.
Kveðjustund
Jónas Þór hafði raunar nokkra
reynslu af þessari kennslu og
náði að kynnast mögum Vestur-
íslendingnum í gegum hana.
Einum kynntist hann þannig, að
nemandi elti hann mjög áhuga-
samur út á bílaplanið eftir að
kennslustundinni var lokið og
hafði greinilega eitthvað spenn-
andi að segja honum í kveðju-
skyni. Og þegar þeir kvöddust
sagði maðurinn, sem þá var á
miðjum aldri, skeggjaður og
karlmannlegur í alla staði á
hinni víðfrægu „vínartertu" - ís-
lensku: „Góða nótt, ástin mín!“
Síðar kom í ljós að þetta var
eitthvað sem amma hans hafði
sagt við hann sem barn, en
Jónas Þór fékk sig aldrei til að
benda manninum á að orðalag-
ið væri ekki alveg eðlilegt í
þessu samhengi. Allan veturinn
kvöddust þessir tveir stæðilegu
karlar á bílaplaninu með þess-
um krúttlegu orðum: Góða nótt,
ástin mín! Og nemandanum í
það minnsta, fannst þessar
stundir ómetanlegar, vegna
þess að með einhverjum óræð-
um hætti tengdi þessi kveðja og
þetta námskeið hann við fortíð
hans og sögu. í Winnipeg og í
Vesturheimi öllinn er gríðarleg-
ur ljöldi fólks sem er á svipuðu
róli, fólk sem þráir að tengjast
þjóðernislegum uppruna sínum
á einhvern áþreifanlegri hátt en
hingað til, án þess þó að það
dragi á neinn hátt úr mikilvægi
kanadísks eða bandarísks ríkis-
fangs þess.
Forseti allra
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, er nýkominn úr heim-
sókn til þessa fólks. Forsetinn
hefur verið óþreytandi í yfirlýs-
ingum um að hann líti á sig
sem forseta allra íslendinga -
hins íslenska samfélags - hvar
sem er í heiminum. Það fellur í
kramið hjá Vestur-íslendingum
og tengir þá með þessum dula-
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og konu hans Guðrúnu Katrínu Þorfoergsdóttur var vafalaust boðið upp á kökur og kræsingar í nýafstaðinni heimsókn sinni til Vesturheims,
líkt og þegar þau sóttu Eyrbekkinga heim í vor.. En forsetinn fékk ekki bara kökur, hann styrkti einnig tengsl fslendinga við frændur þeirra vestanhafs og sjálfan sig sem
sameiningartákn. Mynd: sbs.
fulla hætti við ömmu og gamla
landið. Ekki kæmi á óvart þó
einhverjir stoltir Vestur-íslend-
ingar hafi kvatt forsetahjónin
með kveðjunni góðu „Góða nótt,
ástin mín!“
f heimsókn sinni hefur Ólaf-
ur Ragnar lagt ríka áherslu á
tenglsin vestur um haf og að
kynna ísland og gamalgróna
nærveru íslenskra í Norður-
Ameríku. Það hefur honum far-
ist í öllum aðalatriðum vel úr
hendi. Málefnið er auðvitað gott
og ljóst að forsetinn hefur af
vandvirkni valið sér mál sem
mun verða eitt af einkennum
fyrir þetta fyrsta kjörtímabil
hans á forsetastóh - líkt því sem
trjáræktin og tungan voru ein-
kennandi mál fyrir valdatíð Vig-
dísar.
Formlegur vettvangur
í þessu öllu bera kannski hæst
hugmyndir hans um hvernig
fagna beri nýrri öld og landa-
fundum Leifs Eiríkssonar með
ýmsum hætti. En forsetinn hef-
ur líka verið boðberi almennari
tengsla og m.a. þeirrar ákvörð-
unar að setja á stofn sérstaka
samræmingarnefnd til að efla
tengslin vestur, nefnd þar sem
reyndur sendiherra verður
framkvæmdastjóri. Samræming
hjá sérstakri nefnd af þessu
tagi er auðvitað ekki einkamál
forsetans og þar hefur ríkis-
stjórnin og þó sérstaklega utan-
ríkisráðuneytið auðvitað komið
að máh. Engu að síður hefur
það komið í hlut Ólafs Ragnars
að vera merkisberi þessarar
hugmyndar og því merki hefur
hann haldið vel á lofti. Formleg
skipulagning á vegum stjórn-
valda á samskiptamálum ís-
lands og Vestur-íslendinga er
löngu tímabær, bæði af menn-
ingarsögulegum og hreinum
efnahagslegum ástæðum.
Vel kynntir og vel
megandi
Mikið og oft hefur verið talað
um menningarsögulegt mikil-
vægi þessara tengsla, en efna-
hagstengingin gæti allt eins
orðið afskaplega sterk líka. Við
skulum ekki gleyma því að
landnemarnir sem flúðu vestur
um haf fyrir meira en öld síðan
komu ár sinni vel fyrir borð
þegar til lengdar lét í nýjum
heimkynnum. Það þykir fínt að
vera af íslenskum ættum í Kan-
ada, ekki vegna þess að ísland
sé svo merkilegt, heldur vegna
þess að íslendingar hafa getið
sér gott orð sem dugmiklir og
heiðarlegir borgarar. Það getur
því verið eftir ýmsu að slægjast
í viðskiptum þar sem hátt hlut-
fall kaupsýslumanna og manna
í áhrifastöðum eru af íslenskum
ættum. Það var því sérstaklega
ánægjulegt að heyra að forset-
inn talaði sérstaklega til þessa
hóps hvatningarorð um að
beina viðskiptum sínum að ís-
landi.
„Heim“ til íslands
Augljóst er að heimsókn forset-
ans vestur hefur falhð í góðan
jarðveg hjá þeim þúsundum,
sem myndu stoltir kveðja ís-
lenskukennarann sinn: „Góða
nótt, ástin mín“. Þetta er líka
fólkið sem talar um að fara
„heim“ til íslands, þó það hafi
aldrei átt heima á íslandi og
hafi jafnvel aldrei til íslands
komið. Fallegustu söguna um
þann ofurkraft sem liggur
óbeislaður í hinni óvenjulegu
„heimþrá“ heyrði ég Harald
Bessason einhverju sinni segja,
en hún er um manninn sem
aldrei hafði komið til íslands en
átti málverk af Seyðisfirði -
heimabæ foreldra sinna. í hárri
elli gekk þessi maður, orðinn
senfll, út á sléttuna að vetri til
og varð úti. Hann var með mál-
verkið af Seyðisfirði undir
hendinni og á leiðinni „heim“.
Það er auðvitað skylda okkar
að rækta þennan dularfulla
kraft sem býr í tengslunum
milli nýja heimsins og gamla
landsins. En það er líka alveg
einstök efnahagsleg og jafnvel
pólitísk tækifæri sem þessi
kraftur býður upp á ef hann er
virkjaður með sæmilega mark-
vissum hætti.
Sameiningartákn
Nú er líka lag. Það hefur orðið
ákveðin vakning gagnvart hinni
merkilegu sögu vestm-ferða,
þökk sé Ólafi fíólín og bókum
Böðvars Guðmundssonar. Þá
hefur Vestin-farasafnið á Hofs-
ósi náð að hitta landsmenn svo
í hjartastað að nánast ótrúlegt
verður að teljast. Nær undan-
tekningalaust hrífast menn sem
þangað fara af sögunni sem þar
er gerð skil. Þessa vakningu
hefur forsetinn einna fyrstur
manna skynjað og af klókindum
sínum og hyggjuviti gerst merk-
isberi hennar. í leiðinni styrkir
hann sig sem sameiningartákn
þjóðarinnar en íjarlægist enn
frekar ímynd þess umdeilda
stjórnmálamannas sem hann
eitt sinn var.
Rétti tíminn
Forsetaheimsókn til vesturheims
og kynning á samræmdu átaki
ráðuneyta kemur því á mjög
heppilegum tíma. Vakningin er
til staðar hór á landi. IJún hefur
um langt skeið verið til staðar
fyrir vestan. Þar eru menn
næmir fyrir því sem kemur að
„heiman". Það sem hefur vantað
er einhvers konar farvegur til að
menn geti í stórum stfl ræktað
viðskiptaleg og menningarleg
tengsl og sagt síðan eins og
amma gerði að kvöldi dags:
Góða nótt, ástin mín!
RITSTJÓRNARSPJALL
Góða nótt, ástín mín!