Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Page 12
ÍDagur-Mmtttti
Laugardagur 16. ágúst 1997
Meistarakonur í Kópavogi
Blikastelpur í baráttu við SK
Trondheim. Þær máttu sætta sig
við 0 - 3 tap.
Norðurlandamót
meistaraliða kvenna
stendur nú sem
hæst í Kópavogin-
um. Gestgjafarnir,
Breiðablik, hafa náð
besta árangri sínum
til þessa í mótinu.
Riðlakeppninni lauk í
gær og þegar blaðið
fór í prentun voru úr-
slit ráðin í A - riðli þar sem
röð liðanna var þessi:
1. Fortuna Hjörring
2. Álvsjö
3. KSÍ - Úrval
í B-riðlinum var allt í
járnum. í fyrsta leik vann
SK Trondheim Breiðablik,
0-3 og í næsta leik vann
Breiðablik HJK Helsinki
3-0. Þegar blaðið fór í
prentun stóð yfir leikur HJK
Helsinki og SK Trondheim.
Fari svo að finnsku stúlk-
urnar vinni 3-0 verður
staða allra liðanna hníf
jöfn. Forsvarsmenn mótsins
vildu ekki hugsa þá hugsun
til enda hvað yrði þá til
bragðs tekið. Gulllmark eða
vítaspyrnukeppni er illvið-
ráðanleg milh þriggja liða.
Mótið hefur í alla staði
farið mjög vel fram og Blik-
um til mikils sóma. gþö
Á íslandi er veðrið aldrei vont, bara misjafnlega gott. Spenntir áhorfendur
kunna að klæða sig eftir veðri.
Lena Larson, dómari,
átti ekki í erfiðleikum
með að gæta Róberts
Róbertssonar og Kára
Gunnlaugsonar aðstoð-
ardómara sinna. Lena
er nefnilega öryggis-
vörður sænsku kon-
ungshjónanna í kóngs-
höllinni í Stokkhólmi.
Hn'Pin Blikasteli
Pa fylgist með fagnanrff Norsunjm