Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Síða 4

Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Síða 4
16- Miðvikudagur 11. september 1996 JDagur-^Kmhm UmðííðaÍauót Pínulítið ofbeldi og kynlíf alla ani Agnarsdóttir g fór á bíó í gær. Sá mjög góða mynd. Fargo heitir hún og er amrísk, hvað annað, eftir tvo snjalla bræður sem heita Coen. Hafa áður gert myndir eins og Miller’s Crossing og Barton Fink. Þeir kunna að gera bíó þessir strákar, betra bíó en þetta venjulega sem okk- ur er boðið upp á dag eftir dag á öllum sjónvarpsrásum og í öllum bíóhúsum borgarinnar. Ekki oft sem hægt er að sjá bíó- mynd úr bíólandinu mikla sem sýnir okkur glæpi og ofbeldi í sérkenndegu velferðarsamfé- lagi manna í vesturheimi. Enda handritið byggt á raunveruleg- um atburðum, sem oftast taka skáldskap fram að ólíkleik og fáránleika. í þessari merkilegu bíómynd er hvert hlutverk þaulhugsað og skipað úrvals- leikurum, sem heita ekki endi- lega Tom Cruise eða Sharon Stone og það sem meira er, að- alhetja myndarinnar er barns- hafandi lögga. En kvikmynda- iðnaðurinn lætur ekki að sér hæða, það eru stóru, frægu nöfnin sem selja og svo má innihaldið fara lönd og leið, nema hvað það verður að vera pínulítið af öllu í uppskriftinni, sem kitlar fíknsæknar taugar núti'mamannsins, mest þó of- beldi, kynlíf og smá rómantík, þó ekkert svona of djúpt I love you kjaftæði. Þessi svokallaði nútímamað- ur er yfirleitt karlmaður, sem kvikmyndaiðnaðurinn áh'tur að hafi andlegan þroska á við 12 ára strák, þótt hann sé á öllum aldri. Markaðurinn er búinn að ákveða að þessi nútímamaður vilji umfram allt aksjón, læti, trylling, helst ekkert ráðrúm til að hugsa, enga helvítis tilflnn- ingavellu, ekkert sem skilur eitthvað eftir sig, nema kannski einn til tvo brandara sem ganga í búningsklefum líkamsræktar- stöðvanna í nokkrar vikur og svo náttúrlega tæknibrellurnar, sem allir hafa mikið vit á og geta tjáð sig um. Já, bíó er bíó, segja þessir karlmenn sem stjórna mark- aðnum og ala aðra karlmenn upp í sömu gatslitnu hugsun- inni og í bíó horfa þeir aftur og aftur á sömu formúluna, sem yfirleitt fjallar um endalausa, leiðinlega aksjón þar sem gler í tonnatali þeytist í loft upp, ógurlegir eldar kvikna, bflar klessast sundur og saman, menn myrða og ræna og ríða svo mjúldega eftirá „ef þeir séu sætir“. Eða hörkulega, fer eftir því hverjir gera það með hverjum og við hvaða aðstæður. Það þykir reyndar flottara að þeyta ástkonum sínum upp að skrifstofuhurð eða henda þeim á gólf og taka þær svo. Og þær hafa yfirleitt ekkert að segja um það, taka bara á móti og finnst það gott, eftir því sem manni skilst. Aksjónkallarnir og hetj- urnar lifa af ógrynnin öll af slagsmálum, bflslysum og sprengingum og þurfa hvorki áfallahjálp eftirá, né í lýtaað- gerðir. Það sést ekki skráma eða marblettur á stæltum, brúnum, oh'ubornum líkömum þeirra þegar þeir taka ástkonur sínar undir graðri músík og myndavélin sýnir okkur stuttar klippimyndir úr sjálfum ástar- leiknum, sem á að vera voða- lega æsandi og erótískur, og þegar loksins kemur mynd á konuna þá reigir hún aftur höf- uðið í gervifullnægingu, svo vel hirt hárið flaksast til eins og í sjampóauglýsingu og stynur svo af svokallaðri stúdíófrygð. En þetta hefur víst allt sín tilætluðu áhrif, það þarf svo Iítið til að æsa karlmann. Jæja, síðan ann- aðhvort saman tvö, hlið við hlið með lakið á réttum stað til að móðga ekki hinn móralska meirihluta, eða hún ofan á óhaggandi, traustvekjandi bringu hans og ef hann er töff þá reykir hann og hugsar djúpt um næstu aðgerð til að svína á óvininum, en ef hann er mjúkur maður þá er hann oftast í frottéslopp og horfir út á hafið í gegnum opnar svaladyr og létt- ur blær bærir gluggatjöldin eða kannski á ástkonu sína sem liggur á hliðinni með svima, hrifnari en nokkru sinni fyrr og brosir yndislegu, skilningsríku brosi. Svo er hann farinn aftur á vit ævintýranna, athafnamað- urinn mikli, annaðhvort glæpon eða lögga og hvor um sig að reyna að drepa hinn. En yfir- leitt að lokum sem betur fer þá skilur hann, hver sem hann er, að hún elskar hann og bíður þess að hann snúi sér aftur að eðlilegu, heilbrigðu lífi, því hún vill auðvitað eignast með hon- um börn og buru og lifa ham- ingjusöm í faðmi hans það sem eftir er — jafnvel þótt hún sé karríerkona. Þannig er það bara, undirniðri þráum við öll ást, er það ekki? Meirihluti þeirra kvikmynda sem framleiddar eru í heimin- um eru framleiddar af karl- mönnum, sem halda að karl- menn séu stór meirihluti heimsins — ekkert skrítið svo sem, því þegar allt kemur til alls þá er heiminum að meiri- hluta til ennþá stjórnað af karl- mönmun og ekki þarf annað en að horfa á sjónvarpsfréttir reglulega til að minna sig á þroskastigið sem helstu stjórn- málamenn samtímans eru á. Kvikmyndaiðnaðurinn endur- speglar þetta ástand og á jafn- framt sinn þátt í að viðhalda því. Maður í manns stað Sú saga er sögð af Thor Vilhjálmssyni þegar hann kom einhverju sinni til Parísar að hann hafi verið þar á gangi og komið að kaffihúsi sem hét Cafó Select. „Aha!“ á Thor að hafa sagt, „Cafó Select! Hér sat Hemmingway. Maður kemur í manns stað.“ Síðan gekk hinn íslenski rithöfundur inn og settist. í Moggan- um i' gær er h'til frétt um að i' Metró- pólilan óper- unni sé ein- mitt þetta merkilega ferli í gangi - að maður komi í manns stað. Kristján Jóhannsson stórsöngvari er að fara að leysa af Pavar- otti í operu Verdis, Vald ör- laganna. Þessir tveir íslensku lista- menn hafa tekið að sér að fylla í stór skörð sem mynd- ast hafa í framvindu heims- menningarinnar og hór heima í það minnsta láta menn sem svo að það hafi bara tekist vel. Raunar virð- ast íslendingar almennt ekki efast um þau sannindi að maður komi í manns stað og Garri er sannfærður um að meginþorri þjóðarinnar telur það sjálfsagt og eðlilegt að þeir Thor og Kristján fylli í skörðin sem Hemmingway og Pavarotti skilja eftir sig. Þessi þjóðarsannfæring ber vott um jákvætt hugarfar og bjartsýni þjóðarinnar, gagn- vart aðsteðjandi verkefnum. Menn leggjast ekki í grát og gnístran tanna þó einn ein- staklingur hverfi af sviðinu: „The show must go on“ eins og þeir segja í leikhúsunum. Spurning Dags- Tímans Þessi almenna sannfæring þjóðarinnar birtist ekki að- eins á sviði lista og menning- ar. Hún birtist ekki síður á sviði stjórnmálanna. í spurn- ingu Dags-Tímans í gær eru stjórnmálamennirnir Lára Margrét Ragnarsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Árni M. Mathiesen einmitt spurðir hvort þeir telji það skipta máli hvort heilbrigðis- ráðherra só á landinu á með- an heilbrigðis- kerfið stendur nánast í ljósum logum vegna deilu heilsu- gæslulæknanna. Engum þeirra - hvorki stjórnar- liðum nó stjórn- arandstæðing- um - fannst þetta vera neitt sérstakt tiltöku- mál og undirtónninn er jú sá að „maður komi í manns stað“. Auðvitað væri betra, segja þeir, að ráðherrann væri á svæðinu, en allir virð- ast pólitíkusarnir sammála um að það sé ekki aðalatriði. Að stökkva á stöng Vissulega má til sanns vegar færa að hinn vörpulegi Hall- dór Ásgrímsson fylli vel upp í það skarð sem fíngerður heilbrigðisráðherrann skildi eftir sig og að þjóðtrúin sannist þar með einu sinni enn. Rétt eins og „Sveinbjörn heitir Valbjörn nú“ í kvæði Þórarins Eldjárn þá gildir það gagnvart íslensku þjóð- arsálinni og stjórnmála- mönnunum, að „Thor heitir Hemmingway nú, „Kristján Pavarotti" og „IJalldór Ingi- björg.“ Með því að taka þessa afstöðu hafa pólitíkus- ar líka lagt inn fyrir því að ef þeir einhvern tíma komast í þá aðstöðu að fara í frí á meðan „Róm brennur" verði þeir ekki gagnrýndir fyrir vikið. Og það er auðvitað það sem mestu skiptir. Garri

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.