Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Síða 6
18 - Miðvikudagur 11. september 1996 MENNING O G LISTIR Guð valdi mennina til að þjóna sér (ekki geimverur) Hvernig myndi prestur í Þjóðkirkjunni eða Snorri í Betel bregðast við ef geimverur létu loks af því verða að lenda undir Jökli? Hefur Guð kannski vitað af Marsbúunum alla tíð? s kjölfar þess að vísinda- menn töldu sig hafa fundið leifar af örverusteingerv- ingi á loftsteini frá Mars sem legið hefur á Suðurskautsland- inu í um 13 þúsund ár hafa menn velt því fyrir sér hvaða stöðu hugsanlegar geimverur hefðu í trúarbrögðum þessa heims. Þessi umræða hefur enn magnast vegna nýjasta Holly- wood tryllisins, Independence Day, þar sem geimverur gera árás á jörðina. Trúboðar hafa ekki velkst í vafa um að þeirra Guð sé guð allra manna, hvar sem þeir nú eru og hvernig sem þeir líta út. En hvað um geim- verur? Er hann líka guð þeirra? Hroki mannkyns í Newsweek fyrir skömmu komu fram þær skoðanir að finnist líf á öðrum hnöttum væri það sönnun þess að ímyndunar- afl manna setti athöfnum guðs ekki skorður. Það bæri jafn- framt vott um hroka mannkyns að álíta sköpunargáfu guðs þurrausna eftir að hann skap- aði manninn, þ.e. að sköpunar- gáfa hans dygði ekki til að skapa fleiri hugsandi verur inn í alheiminn. Dagur-Tíminn hafði sam- band við Kristján Björnsson, prest á Hvammstanga og rit- stjóra Kirkjuritsins, og spurði hann hvort kristin trú næði einnig yflr lífverur frá öðrum hnöttum. Jarðmiðlægt rit „Jú, auðvitað gerir hún það ef þær eru þá til. Ég tel kristna trú ekki bundna við þá þekkingu sem til er hjá vísindamönnum á hverjum tíma. Trúin á Drottin hefur áður verið víkkuð út fyrir aðrar þjóðir en Hebreana í upphafi." Kristján segir ekkert útilokað að kristin trú nái út í geiminn, þvert á móti enda hafi Guð skapað veröldina alla. „Öll framsetningin í Biblíunni er auðvitað jarðmiðlæg því menn í þá daga ímynduðu sér ekki annað líf en á þessari jörð. Stjörnur á festingu himinsins eru þá eins og hvert annað skraut fyrir jarðarbúa og til að lýsa þeim um nætur.“ Guðs útvaldi hnöttur Það er ekkert í Biblíunni sem útilokar að líf leynist annars staðar en á jörðu að mati Krist- jáns. „Guð hefur valið þetta fólk til þess að þjóna sér en það þýðir þá líka að hann hlýtur að hafa haft úr einhverju að velja. Hann ákvað að binda trúfesti sína við þetta mannkyn.“ - Þannig að jörðin er guðs útvaldi hnöttur? „Það getur vel verið að eftir einhver hundruð ára förum við að tala um Guðs útvöldu jörð.“ - Kristur þjáðist þá á kross- inum vegna synda geimverá jafnt sem manna? „Fæðing Krists og upprisa er einstakur atburður í sögunni sem átti sér bara stað hér á jörðu. í Biblíunni er ævinlega talað um allt mannkyn. En það er ekki viðurkennt að dýr hafi sín trúarbrögð, og þar með tal- ið örverur, en líf þeirra er sett í okkar vörslu." Geimverur ekki náðarvana Snorri Óskarsson, safnaðar- hirðir í Vestmannaeyjum, leiðir þar nokkuð bókstafstrúaðan söfnuð þar sem enginn maður er talinn fæddur náðarvana, hvorki nýfæddir né heiðingjar, skírðir eða ekki. Því telur Snorri að geimverur hljóti að njóta sömu náðar og mennirnir í augum Krists. „Enda hlýtur að vera einn og sami höfundur að þessu öllu sarnan." Aðspurður hvort Jesú kvald- ist á krossinum fyrir geimverur jafnt sem menn vitnaði Snorri til Biblíunnar og sagði þar koma greinilega fram að Jesús dó vegna synda mannanna. „En hefur Jesús Kristur farið á aðr- ar stjörnur, kvalist þar og dáið? Nei, vegna þess að hann leið og dó í eitt skipti fyrir öll. En það mætti hugsanlega færa rök fyrir því að þetta hafi verið svo áhrifamikil fórn að allt h'f, sama hvar í himingeimnum það er, það hafi fengið borgaða synda- kvittunina." „Ég hef nú ekki mikla trú á því að geimverur séu holdi klæddar. Ég held miklu frekar að þetta sé blekkingavefur djöfulsins til að blekkja mennina inn í þennan hugmyndaheim sem snýr mönnum frá kristinni trú og fórnar- dauða Jesú Krists,“ segir Snorri í Betel. Blekkingavefur djöfulsins Snorri segir engar vísbendingar í Biblíunni um að vitsmunalíf sé til á öðrum hnöttum. „En Páll postuli talaði um verur í himin- geimnum. Á einum stað vísar hann til þess að það eru anda- verur vonskunnar í himin- geimnum. Ef menn eru að Eru geimkyn til? Kristján: „Guð hefur valið þetta fólk til þess að þjóna sér en það þýðir þá líka að hann hlýtur að hafa haft úr einhverju að velja.“ Snorri: „Ég held að Guð hafi ekki haft úr neinu að velja.“ hugsa um geimverur, þá ættu það að vera þessar andaverur vonskunnar." - Þannig að ef geimverur eru til þá hljóti þær að vera holdi klæddir boðberar vonskunnar? „Ég hef nú ekki mikla trú á því að þetta sé holdi klætt. Ég held miklu frekar að þetta sé blekkingavefur djöfulsins til að blekkja mennina inn í þennan hugmyndaheim sem snýr mönnum frá kristinni trú og fórnardauða Jesú Krists.“ - Þ.e. heim tækni og vísinda? „Já.“ - Það hafl þá verið djöfullinn sem kom þessum örveruleifum fyrir á loftsteininum frá Mars? „Nei. Mér flnnst það ekki sterk vísbending um líf á öðrum hnöttum þótt tugi þúsunda ára gamlar dýraleifar flnnist á einhverjum Marssteini sem hef- ur legið á Suðurskautslandinu í 13 þúsund ár. Ég tel að steinn sem lendir á jörðu mengist strax af jarðneskum efnasam- böndum og lífverum.“ Guð lýgur ekki - Þú telur það ekki hrokafullt af okkur að telja Guð svo tak- markaðan að hann geti ekki skapað fleiri hugsandi verur? „Nei. Við tökum við upplýs- ingum í guðs orði með auð- mýkt. Það væri allt eins hroki að halda því fram að Guð sé að ljúga að okkur í biblíunni. En hugsanlega hefur Guð stoppað sköpunarverkið þegar mannkynið féll í synd. Hann hafl þá hætt að skapa á öðrum hnöttum og geymt það til betri tíma þegar hann væri búinn að binda djöfulinn og dauðann.“ lóa

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.