Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Blaðsíða 5
|Bagur-®tmirat Föstudagur 27. september 1996 -17 9 VIÐTAL DAGSINS Sfldin kom okkur á kortið Jón Ólafur Björgvinsson ferðamálafulltrúi á Siglufirði Ferðamannastraumur til Siglufjarðar hefur verið meiri í sumar en undan- farin ár og fyrir utan þann ijölda er sótti Sfldarævintýrið á Siglufirði um verslunarmanna- helgina hafa 6-7000 ferðamenn lagt leið sína til bæjarins. Þessi aukning er þökkuð markvissari kynningum á bænurn en þó fyrst og fremst silfri hafsins, sfldinni. Jón Ólafur Björgvinsson gegndi starfi ferðamálafulltrúa á Siglufirði í sumar og starfaði á vegum Ferðamálasamtaka Sigluijarðar sem stofnuð voru á vormánuðum. Að samtökunum standa ýmis fyrirtæki í bænum og er unnið í samvinnu við Siglufjarðarbæ að uppbyggingu ferðamála staðarins. Jón segir þörfina á ferðamálafulltrúa á Siglufirði hafa verið brýna og hann telur það góða lausn að hann starfi á vegum þeirra sem hafi hag af því en ekki eingöngu á vegum bæjarins. Þörfin miðist hins vegar ekki aðeins við sum- arið því rúmlega helmingur af starfi ferðamálafulltrúa þurfi að fara fram yfir vetrarmánuð- ina því sumarið sjálft sé til að þjónusta ferðamennina og þá gefist ekki tími til að vinna neitt annað. „Það er búið að koma Siglu- firði á kortið og í því sambandi má þakka markvissari kynning- um á bænum og einnig að stór- um hluta sfldarævintýrinu sem hér hefur verið haldið síðustu verslunarmannahelgar," segir Jón. „Það endurvakti gömlu, góðu sfldarstemmninguna sem hér ríkti á árum áður og Sfldar- minjasafnið er einnig stór hluti í þeirri endurvakningu ásamt söltunarsýningunum sem hafa verið mjög vinsælar." Söltunar- sýningarnar hafa verið þrisvar í viku og er það Leikfélagið á Siglufirði sem sér um þær. Sfld- arævintýrið tókst vel að þessu sinni að sögn Jóns. Þrátt fyrir að færri hafi sótt það síðustu verslunarmannahelgi en í fyrra þá voru skipuleggjendur hátíð- arinnar ánægðir því þeir náðu þeim markhópi sem lögð var áhersla á að ná, þ.e.a.s. Qöl- skyldufólki. Margt annað hefur verið að gerast á Siglufirði í sumar og allar helgar í júlímánuði var dagskrá með ýmsum uppákom- um. Farnar hafa verið göngu- ferðir með leiðsögn en einnig var haft samstarf við Sjóferðir á Dalvík um ferð út í Grímsey. Jón segir þessa ferð hafa tekist vel og aðsóknina verið góða enda sé stysta leiðin til Gríms- eyjar frá Siglufirði. Mikil aukning hefur verið á aðsókn ferðamanna til Siglu- Qarðar og segir Jón íjölda ferðamanna í sumar vera á bil- inu 6-7000 fyrir utan þá er komu gagngert á Sfldarævintýr- ið. Útlendum ferðamönnum sem heimsæki bæinn hafi Qölg- að til muna; af um 1500 mönn- um sem hafi heimsótt bæinn í skipulegum hópferðum séu út- lendingarnir um 1000. Því sé hægt að áætla að rúmlega 500 erlendir ferðamenn hafi komið til Sigluíjarðar á eigin vegum. Jón þakkar Sfldarævintýrinu þessa auknu aðsókn ásamt mikilli vinnu er lögð hafi verið í kynningarmál bæjarins. „Ég mundi segja að sfldin hafi kom- ið okkur aftur á kortið." hbg íPóótfkoHt þuí Jyý^kcáandi Hallsson Heilir og sælir kæru lesendur besta Dags-Tímans. Héðan er allt ljómandi að frétta, enda komið haust. Að þessu sinni ætla ég samt að segja ykkur frá þremur áhugaverðum málum. Þið kynnist muninum á bjór og októberbjór, fáið að vita hvernig 16 ára fólk kýs í borgar- stjórnarkosningum og lesið um það að ERRO ER FRAKKI Samkvæmt upplýsingum þýska glansmyndatímaritsins SCHÁDELSPALTER. Og þar skulum við byrja því að á dög- unum var opnuð heljarmikil sýning á verkunum hans Guð- mundar (Errós). Það er Wil- helm-Busch-safnið, safn skop- mynda og gagnrýnna grafík- verka í Hannover, sem sýnir verkin í vetrargarði liallarinn- ar, sem var sprengd í tætlur í síðustu heimsstyrjöld. Þýska þotuliðið var auðvitað mætt á opnunina ásamt helstu framá- mönnum í íslensku menningar- lífi og sendiherranum, sem not- aði tækifærið og skoðaði bfla- sýningu í leiðinni. Þarna var einnig forsætisráðhérrann og væntanlegt kanslaraefni sósíal- demókrata, hann Gerhard Schröder. Ilann hélt meira að segja skelegga ræðu um pólit- ísk málverk meistarans og opn- aði svo sýninguna. íslendingar búsettir á svæðinu mættu líka til að fagna Erró hinum ís- lenska, sem enn er álíka land- kynning og allt handboltalands- liðið. Eftir opnun var svo fagn- að áfram. Fyrir vikið missti maður af opnun í Kunstverein hjá Belga nokkrum, sem heitir því óskiljanlega nafni Guil- laume Bijl, sem ekki síður væri tilefni til að stytta eða þá að fá sér bara listamannanafn eins og t.d. Gulli. Hvað Erró og Wil- helm gamli Busch, sem er m.a. höfundur Max og Moritz-bók- anna barnvænu, eiga sameigin- legt, mátti svo lesa um í svæðis- pressunni og eitt af mánaðarit- unum fullyrti að Erró væri bara fæddur á íslandi en löngu orð- inn að Frakka. En við blásum nú bara á svoleiðis. En það var líka kosið hér hinn daginn og er reyndar kos- ið í seinni umferð um þessar mundir. Og það var í fyrsta skipti í Þýska sambandslýðveld- inu sem að sextán og sautján ára fengu að greiða atkvæði við borgar- og bæjarsjórna- kosningar. í Hannover hafa Græningjar og Sósíaldemókrat- ar verið við völd síðasta kjör- tímabil og þeim þótti það tilval- ið að auka vinsældir sínar með- al unga fólksins með því að leyfa þeim líka að kjósa. CDU=Kristilegir demókratar, þ.e. kanslaraflokkur Kóls, var á móti því að börn rétt komin úr gagganum væru að kjósa, en mátti sín lítils. Niðurstaðan varð sú að bara helmingur ungmennanna nennti að mæta á kjörstað og þau sem kusu gerðu það bara næstum eins og hinir eldri. Græningjar voru svo eini ílokkurinn sem bætti við sig fylgi en allt hitt gengið tapaði mismikið. Annars er ekkert einfalt að kjósa í þessu landi, þvf að hver og einn átti að setja sjö krossa á þrjá at- kvæðaseðla því yfirborgarstjóri er kosinn beinni kosningu og fólk á að krossa við einstaka frambjóðendur á listum flokk- anna, ef það vill. Þannig að hægt er að sleppa öllum próf- kjörum og forvölum. Þannig er lýðræðið líka mun virkara og skemmtilegra. En núna er eiginlega ekkert pláss eftir svo ég verð að segja ykkur seinna frá októberhátíð- inni og bjórnum. Kærar kveðjur.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.