Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Page 5

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Page 5
|Dagur-®œröm Laugardagur 9. nóvember 1996 - V SOGUR O G SAGNIR l Kaghýdd- ur og lót- inn dúsa í Múrnum í 26 ór Þjóðsagnapersónan Arnes og leikgerving- ur hennar er vel þekkt. Ólafur Briem rannsakaði feril Arnesar og kemur hann við sögu í mörgum köflum í riti hans um úti- legumenn. Ólafur telur Arnes vera fæddan á Sel- tjarnarnesi, en uppalinn á Kjalarnesi. Á Ákranes flutti hann 1751 og var bendlaður við sauða- þjófnað bæði þar og áður á Kjalarnesi. 1755 strauk hann til Vestijarða, en tveim árum síðar var hann aftur kominn suður og lá úti í Illagili í Akra- Qalli um daga, en gisti um nætur í Móakoti og stundaði sauðaþjófnað á- samt mæðginum sem þar bjuggu. Síðan var hann í felum á Álftanesi og hlýtur ein- hver að hafa skotið yfir hann skjólshúsi þar. Síð- an hljóp hann aftur til VestQarða og þar mun hann hafa hitt þau Höllu og Eyvind. Ólafur getur ýmissa staða þar sem Arnes hafðist við, aðallega í hellum og oft virðist hann hafa átt innhlaup á bæj- um. Kannski hefur hann lagt með sér einn og einn stolinn sauð, eins og sannaðist í Móakoti, en á- búendur þar hlutu dóm á sínum tíma. Þegar Arnes náðist 1765, var hann dæmdur á Esjubergsþingi til „að kaghýðast og brenni- merkjast á enni og erliða í járnum í því íslenska tugthúsi sína lífstíð". Var dómurinn staðfestur á Alþingi. Hann var þó aldrei brennimerktur, en mun hafa setið í fanga- húsinu í 26 ár, þá var hann náðaður. Þegar þú gengur um þenna reit Ferðafólk frá Smáragili og Prestbakka í Hrútafirði á sl. sumri skoðar grafreitinn á Þönglabakka, en báðir kirkju- garðarnir í Hrútafirði hafa verið stórlega aðbættir á næstliðnum misserum. Steinarnir á miðri mynd eru hinn gamli grundvöllur Þönglabakkakirkju. Legsteininn eina ber við grjót- og torfhlaðinn kirkjugarðsvegginn. Ljósm.Á.s. Ahausti fyrir 16 árum gerði ég staðfræði- og skoðun- arferð út í Fjörður vegna ritsmíðar um Þöngla- bakka, prestssetur og kirkjusókn, ásamt nokkru ágripi um útsókn Þönglabakkaprestakalls í Flatey og á Flateyjardal. Var kirkja í Flatey tekin ofan skömmu fyrir aldamót, þegar kirkjusetrið var flutt að Brettingsstöðum, þar sem nýtt kirkjuhús var vígt 1897. Stóð svo í 60 ár, uns kirkjustaðurinn var færður út í eyjuna aftur og endur- byggð Brettingsstaðakirkjan vígð þar 1959. Kirkjugarðurinn á Brettingsstöðum er prýðilega girt- ur, sleginn á hvert sumar og um hann hirt í bestan máta. Sér heimafólk sumarverunnar á Brett- ingsstöðum og Jökulsá um graf- reitinn í auðri byggð, en Flateyjar- dalur fór endanlega í eyði 1953. Flatey 1967. Er sú saga ekki tilefni þessara orða, né ferð út á Flateyj- ardal í sumar leið, heldur bíður næsta árs, er öld er liðin frá vígslu hins fyrsta og eina kirkjuhúss á Brettingsstöðum. Vikið skal vestur yfir Bjarnar- íjall og að komunni að Þöngla- bakka um sextándu sumarhelgina. Ríkti þá eigi svo djúp kyrrð í Fjörðum sem haustdaginn 1980, þegar við feðgar frá Mælifelli vor- um þar einir á ferð með Magnúsi Stefánssyni í Fagraskógi og Sig- mundi Magnússyni frá Grímsey, en hann staðkunnugur og niðji síra Jóns J. Reykjalíns á Þönglabakka. Fjörðurnar fóru í eyði 1944. Var þá aðeins byggð á 3 jörðum, kirkju- staðnum og í Botni í Þorgeirsfirði og á Tindriðastöðum í firðinum hinum eystri. Voru hús þá rifin og kirkjan felld, en timburstofa lítil á hinu forna prestssetri látin standa um sinn að ósk slysavarnarfélaga, uns skipbrotsmannaskýli yrði reist. Varð það á fárra ára fresti, vandað hús, norður undan staðnum og nær sjó. Lengi eitt aðeins þriggja húsa í Fjörðum, hin eru skipbrotsmanna- skýlið í Keílavík og gangnamanna- kofinn á Gili, innst í Ilvalvatnsfirði, en þar er nú risin vegleg bygging austan ár fyrir gangnamenn, nýtt einnig fyrir landvörð og ferðafólk á sumar, enda eru ferðir norður í Fjörður mjög í tísku á þessum misserum. Nokkur aðstaða er og á Kaðalsstöðum við rústir útihúsa Björns Líndals, er snjóflóðið tók 1919, en göngubrú á djúpa og vatnsmikla Hvalvatnsljarðarána sett á síðsumri 1995 í átt af Tind- riðastöðum. Eigi all skammur gangur frá Kaðalsstöðum á brúna um vítt og slétt undirlendið, en næsta blautt, enda aðeins sjónar- mun yfir sjávarmáli á stórstraums- Ijöru. Göngubrúin auðveldar til alls munar leiðina vestur um Brekku- dal og út að Þönglabakka og í Þor- geirsljörðinn, þar sem kvöldið er fagurt og náttstaður góður, þá Frelsarinn gefur veðrið blítt. Svolítil timburstofa utan um reykháf, sem hélt henni uppi og hangandi í roki, leifarnar af síð- asta íveruhúsinu á hinu gamla prestbóli, stóð enn á bæjarhólnum fyrir 16 árum og bær yfir kirkju- garðinn, austur af, en furðu bratt að bæjarbaki. Lítið sér nú fyrir hrundum rústunum og er bæjar- stæðið óraskað, en vert að vernda og friðlýsa. — Hlaðinn grjót- og torfgarður um grafreit kynslóða allrar byggðarsögu í Fjörðum hef- ur enn látið undan síga og staur- stubbarnir í rekasælu plássi eru fúnir ofan á garðsveggjum og gaddavírinn ryðgaður og slitinn. Spýturnar, sem voru í sáluhliðinu, eru feysknar og farnar. Veit hliðið frá bæ, en mót vestri og kirkjudyr- um. Ilinn eini legsteinn í kirkju- garðinum, nema einhverjir finnist sokknir í moldirnar, er á leiði ís- aks Jónssonar, aðkomumanns sem drukknaði í Nykurtjörn uppi á Þor- geirshöfða 1906. Lítill, hvítur marmarasteinn, sem nú hefur ver- ið skemmdur við haglaskot. Ef til vill hafði rjúpa sest á steininn. Vel sér enn móta fyrir stærstu stein- unum í grjóthiöðnum grunni kirkjuhússins í miðjum garði, en mjög að sökkva, svo og stórgrýti, sem fært var að hverju horni hins litla trékirkjuhúss, en akker- iskeðju krækt í og fest við húsið til varnar foki. Er sá varnaður al- kunnur og var víða á hafður. f heiðurlegri minningu þeirra, sem hér háðu erfiða lífsbaráttuna öld af öld, norður við Dumbshaf í mjög snjóþungri sveit og tiltakan- lega afskekktri, og vegna síaukins straums ferðafólks, þarf um að bæta á hinu forna — og eina — frægðarsetri Fjörðunga. Hef ég orðfært það við umsjónarmann kirkjugarða, Guðmund Rafn Sig- urðsson, og tók hann því þegar lík- lega og sýndi málinu áhuga. Varð- ar það aðeins kirkjugarðinn og þá um leið hið ævagamla kirkjustæði í grafreitnum, en friðlýsing bæjar- hóls og hlaðs í höndum þjóðminja- varðar. Er ekki að efa, að sóknar- prestur hins kirkjulausa, helga reits í mannauðri sókn við ysta haf, síra Pétur Þórarinsson í Lauf- ási, muni hlutast til um, að leitað verði framlags úr kirkjugarða- sjóðnum Þönglabakkagarði til fegrunar og aðbóta, ásamt sóknar- nefndinni inni í Hverfi, sveitar- stjóra, Guðnýju Sverrisdóttur frá Lómatjörn, og öðrum þeim, sem láta sig varða sögu, hefð og helgi, en horfa fram til fulls sóma við aukna umferð aðvífandi fólks og gagnrýna skoðun þess, þegar það kemur að helgum reit. Kirkjugarðurinn á Þönglabakka er svo lítill, enda sóknin afar fá- menn og margir hlotið hina votu gröf, að létt verk verður að lag- færa og bæta í garðsveggina og hækka þá, en góð stunga hið næsta og grjót niðri í fjöru. Þegar sett hefur verið snotur grind í hlið- ið, þar sem sóknarfólkið í Fjörðum gekk fyrrum í garðinn og til kirkju sinnar, og kirkjustæðið hlaðið upp og minningarmark sett við kórgafl í altaris stað, þar sem vé þessa gamla kirkjuseturs var frá önd- verðu og allt til 1944, verður til reiðu bænin heit. Ágúst Sigurðsson: llöfundur er sóknarprestur að l’restbakka í Hrútafirði. ÚR HANDRAÐANUM Maríufiskur þá og Maríufiskur nú s miklu fréttaflóði um laxveið- ar sem nú tíðkast hefur komið upp hugtakið Maríu- lax. Myndbirtingar af stoltu lax- veiðifólki með feng sinn í hönd- unum eru tíðar og fylgir stund- um með að þarna sé kona eða krakki með Maríufiskinn sinn. Skýringin er sú að fyrsti laxinn, sem veiðikona eða -krakki krækir í og landar, sé kallaður Maríulax. Eitthvað kann þetta að vera málum blandið, en þjóðtrú tek- ur oft breytingum í tímans rás og má allt eins kalla lax Maríu- fisk eins og þorsk eða lúðu. Þá er farið að telja viðvaningum trú um að þeir eigi að bíta veiðiuggann af fyrsta laxinum sem þeir veiða. Sá siður hefur varla verið útbreiddur, þótt nú sé verið að gera hann að ein- hverju heillamerki. Kannski þetta sé að verða svipaður hrekkur og tíðkaðist á skútum, að senda unglinga í sinni fyrstu veiðiferð með mat til að gefa kjölsvíninu. Sagnaþulurinn Jón „forni“ Þorkelsson, doktor og lands- bókavörður, var skáld gott og orti undir listamannsnafninu Fornólfur. Hann skrifaði eftir- farandi um Maríufiskinn og sitt- hvað fleira um aflabrögð: Það er gömul trú, að gott sé að láta kvenfólk handleika öngla og veiðarfœri, því að þá verði hvort tveggja fiskið, eink- um þgkir það nœr óyggjandi, að heilagfiski dragist á öngla. Því trúa menn og, að kvensamir menn séu fisknari og veiðnari en aðrir menn, og það er segin saga, að sá hafi nýlega átt gott við kvenmann, er fyrstur dreg- ur fisk í hverjum róðri, eins og þessi staka segir: Þyrsklingur um þorska grund þykir nauðatregur; sá hefir fiplað seima hrund, sem að fyrstur dregur. Þessi fiskur, er fyrstur var dreginn á skip, var kallaður Maríufiskur, því að hann átti að gefa Maríu guðs móður, til fiskheilla sér. Nafnið „Maríufiskur“ mun enn haldast austur í Mýrdal, og víst er, að það var þar enn kunnugt 1709, þegar Árni Magnússon var þar áferð, þótt fiskgjald þetta vœri horfið fyrir löngu. Árni getur þessa svo: „Maríufiskur hefur heitið í Mýr- dalsveiðistöðum; var fyrsti fisk- ur, er dróst á skip í hverjum róðri, og var hann gefinn fá- tœkum. Menn engir muna til hans, heldur hafa heyrt hann nefndan; mun elt hafa eptir af páfadómi. “ Margar fleiri sagnir og skýr- ingar á Maríufiski eru til og eru samhljóða í því að fyrsta drátt sinn eigi menn að gefa fátæk- um. í mörgum verstöðvum var sá siður í heiðri hafður, þótt nafn- giftin Maríufiskur væri gleymd. Þótti það mikið happamerki að fyrsti fiskurinn, sem verðandi sjómaður dró, væri vænn og kæmi sér vel fyrir þann sem þáði. Nú á dögum fer litlum sögum af því hvort Maríulaxinn fer til fátækra og þurfandi eða í reyk- ingu og síðan á allsnægtaborð þeirra sem efni hafa á laxveiði- leyfum.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.