Dagur - Tíminn - 11.12.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 11.12.1996, Blaðsíða 11
iDagur-Œtmmn FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Flott í gær.. púkó í dag.. að er alveg merkilegt hvað það getur orðið púkó sem eitt sinn var það allra flottasta. Munið þið ekki eftir góðæristímabilinu margumtalaða (nú erum við víst á einu slíku) þegar karl- menn (reyndar konurnar líka) fóru að vera með nælur í háls- málinu á skyrtunum sínum? - Þið hljótið að muna eftir því! - Stórar nælur með steinum og perlum, helst bæði. Og skyrt- urnar voru úr satíni í alls kon- ar litum, bleikt var mjög al- gengt og þótti smart. Ég vona bara að nælurnar gangi ekki í endurnýjun lífdaganna eins og klumpaskórnir sem nú eru aft- ur komnir í tísku. Á meðfylgjandi myndum sjá- ið þið nokkrar stjörnur níunda áratugarins. - Hvernig þær voru og hvernig þær eru í dag. Belinda Carlisle var i kvennasveitinni Go- Go. Stóru gullhring- irnir í eyrunum, hvolpaspikið og Ijós- litaða hárið er horfið. í staðinn er komið stutt hár og stæltari kroppur. Simon Le Bon var söngvari Duran Dur- an og var aldeilis með nælur í háls- málinu, þær heyra nú sögunni til en hann hefur haldið eyrna- lokknum og þröngu buxunum. Cindy Lauper var og er með appelsínugult hár, nema í dag er það Ijósara á litinn. Adam Ant þótti al- veg meiriháttar. - Svona stríðs- mannastæll á hon um, afríkuskraut og Napóleonsbún- ingur í bland. Boy George var nú eiginlega sá flippaðasti og útlifaðasti. í dag verslar hann bara í r. jjEEyrherradeildunum eins °9 hinir kar,_ id arnir, búinn að fara í meðferð og gera M | hreint fyrir sínum dyrum i sjálfsævi- Sfj sögunni: Taktu því BH|i ” ; ’ eins og maður. Clótcvííífíð Teitur Þorkelsson skrifar Losti og gleði Nokkrar jurtir hafa þótt duga vel í ástarbralli manna og sé rétt með þær fanð má ná ástum þeirra sem lítinn eða engan áhuga hafa fyrir. Eftir því sem sögur herma er brönu- gras einna notadrýgst í þessum efnum. Það hefur þá náttúru að auka ást manna og losta og einnig á það að geta stillt ósam- lyndi hjóna. Af þessum sökum hefur brönugrasið gengið undir nöfnum eins og hjónagras, friggjargras, vinagras, elsku- gras og graðrót og segja nöfnin sína sögu. Gott þykir að drekka seyðið af brönugrasi en annars er aðalmátturinn í rótinni og því verður að gæta vel að því að hún sé heil þegar jurtin er tekin upp. Það er líka eins gott að vera með grasafræðina á hreinu og nota þykkari helming rótarinnar því hann er sá hluti sem hefur þá náttúru að auka losta og gleði manna, á meðan grennri helmingur rótarinnar eykur hreinlífi. Því eiga menn að lauma þykkari helmingi brönugrasrótar undir höfuð þess sem maður vill ná ástum hjá án þess að hann viti og nota sjálfir helminginn. Mikilvægt er að menn sofi á sinni rót til að hún virki rétt og það er eins gott að hinn aðilinn sofi örugg- lega með sína þykku rót undir kollinum því ef það klikkar og maður sefur aleinn á grennri hlutanum tekur við eintómt hreinlífi. Miðvikudagur 11. desember 1996-23 Röskir starfskraftar Garðræktarfélag Reykhverfinga h.f., Hveravöllum, 641 Húsavík, óskar eftir að ráða röska starfskrafta, helst hjón eða par ca. á aldrinum 20-40 ára. Um framtíðarstörf getur verið að ræða. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhvern áhuga fyrir garðyrkju. íbúð fylgir þessum störfum. Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur í síma 464 3900 eftir kl. 19 næstu daga. Skólastjóra vantar við grunnskóla Djúpavogs til afleysinga frá 1. febrúar 1997 eða fyrr og út þetta skólaár. Skólinn er með um 100 nemendur og er hann í fögru umhverfi. Nánari upplýsingar gefur Anna skólastjóri í síma 478 8836. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1996. Djúpavogshreppur. fFræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla í Reykjavík: LAUGARNESSKÓLI. Kennara vantar í Laugarnesskóla vegna forfalla, frá 15. janúar til loka skólaárs. Um er að ræða 1/2 stöðu í 2. bekk og starf í heilsdagsskóla. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 588 9500. SELÁSSKÓLI. Sérkennara vantar eftir áramót vegna barnsburð- arleyfis, 2/3 staða. Einnig vantar við skólann umsjónarmann heils- dagsskóla. Starfið felst í umsjón með gæslu 6-10 ára nemenda. Uppeldismenntun æskileg. Fullt starf. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 567 2600. 9. desember 1996, Fræðslustjórinn í Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum fara fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð'dagana 6.- 9. janúar næstkomandi sem hér segir: Enska .......................mánud. 6. janúar kl. 18. Spænska og þýska...........þriðjud. 7. janúar kl. 18. Franska, ítalska, stærðfræði.miðvikud. 8. janúar kl. 18. Danska, norska, sænska, tölvufræði . fimmtud. 9. janúar kl. 18. Stöðuprófin eru opin nemendum úr öllum framhaldsskólum. Nemendur sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum eiga rétt á að ganga undir stöðupróf: Þeir sem hafa að baki samfellt skólanám erlendis frá vegna langvarandi búsetu. Skiptinemar og aðrir sem hafa verið lengur en 4 mánuði í námi erlendis. Þeir sem hafa aflað sér þekkingar umfram það sem best ger- ist í tiltekinni námsgrein í íslenskum grunnskólum. Tilkynna skal þátttöku símleiðis til skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síðasta lagi 20. desember í síma 568 5140 eða 568 5155. Prófgjald er kr. 1.500 og greiðist á prófdegi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.