Dagur - Tíminn - 18.12.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 18.12.1996, Blaðsíða 1
i •1 Fjárlög Akureyri Sjúkra- húsin fái meira Sjúkrahúsin á höfuðborgar- svæðinu fá 300 milljónum meira í fjárveitingar á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, sam- kvæmt samkomulagi stjórnar- ílokkanna sem kynnt var í fjár- laganefnd f gær. Landspítalinn fær 120 milljónir króna til við- bótar og Sjúkrahús Reykjavíkur 80 milljónir og í sérstök hag- ræðingarverkefni fara 100 milljónir króna. Þá hefur verið ákveðið að dreifa fyrirhuguðum 160 millj- óna króna niðurskurði hjá sjúkrahúsum úti á landi á næstu 3 ár. Spara á 60 milljónir á næsta ári, 60 milljónir 1998 og 40 milljónir 1999. Settar verða á fót sérstakar verkefnis- stjórnir með aðild heimamanna í hverju héraði, sem eiga að vinna tillögur um sparnað, hag- ræðingu og samvinnu sjúkra- stofnana. Það styttist ekki bara til jóla, heldur einnig til áramóta. Stærsta brennan á Akureyri verður eins og undanfarin ár í Réttarhvammi, sunnan Gúmmívinnsl- unnar. Þar mun Hjálparsveit skáta m.a. verða með flugeldasýningu og fleira verður þar til gamans gert, m.a. sungið. Á myndinni eru þeir Gísli Birgisson og Sævar Benjamínsson, starfsmenn Rafveitu Akureyrar, að koma fyrir miklum keflum á brennustæðinu. GGiMyn&.jHF Varaformaður fjárlaganefndar Fyrirsláttur hjá sveitarfélögunum Varaformaður fjárlaga- nefndar gagnrýnir sveitar- félögin fýrir að vilja ekki draga úr framkvæmdum á næsta ári til að slá á þenslu og segir að þá verði ríkið að gera það. g tel að það sé fyrirslátt- ur,“ segir Sturla Böðvars- son, varaformaður fjár- laganefndar, um viðbrögð sveit- arfélaga við tilmælum að draga úr framkvæmdum á næsta ári til að slá á þenslu. Forsvars- menn sveitarfélaganna telja sér ekki fært að draga saman, einkum vegna þess hve fyrir- varinn sé skammur. Það telur Sturla fyrirslátt einan. „Ef að álversframkvæmdir fara af stað, þá verður að hægja á. í stað þess að sveitarfélögin velji framkvæmdirnar, sem slegið verður á frest, þá neyðumst við til að gera það.Við hefðum auðvitað miklu frekar viljað að sveitarfélögin forgangsröðuðu hérna á þessu svæði," segir Sturla. Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, sagði í Degi-Tím- anum í gær að það væri orðið vandlifað hjá sveit- arstjórnarmönnum, því sett hefðu verið lög um einsetningu grunnskóla fyrir árið 2002, en þegar ætti að fara að byggja skóla, væri mönnum sagt að draga úr framkvæmdum. Sturla blæs á þessa gagnrýni. „Það er nú eins með lögmál efnahaglífsins og náttúrulög- málin, við breytum þeim ekk- ert. Þó að það sé einhver lög- gjöf sem segir t.d. að mengun megi ekki fara yfir ákveðin mörk, þá getur verið að við verðum af efnhagsástæðum að fresta því að ná því markmiði. Við teljum að lög um einsetn- ingu skóla eða að það skuh vera búið að leggja skólplagnir í Faxaflóa fyrir tiltekinn tíma, megi ekki verða til þess að ógna stöðugleikanum" Fresta á m.a stækkun Leifs- stöðvar og vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, en Sturla leggur áherslu á að ekki sé búið að ganga frá neinu. Iðnaðarráðherra 80 m.kr. til þenslulausra svæða Ríkisstjórnin samþykkti til- lögu iðnaðar- og viðskipta- ráðherra á fundi sínum í gær, þess efnis að verja 80 milljónum króna til atvinnuuppbyggingar á landssvæðum sem ekki njóta góðs af þeirri atvinnustarfsemi sem tengist uppbyggingu á orku- og stóriðjusviði. Máhnu var vísað til fjárlaganefndar og Aiþingis. Finnur Ingólfsson sagði í gær að féð sem verja skal til þessa verkefnis væru m.a. auknar tekjur vegna Landsvirkjunar sem koma til á næsta ári. Mikil umræða væri um hættu á þenslu á höfuðborgarsvæðinu vegna aukinna verkefna á næst- unni. Peningar til þensluminni svæða væru hugsaðir sem mót- vægi við fólksflótta utan af landsbyggðinni. -JBP Sturla Böðvarsson varaformaður fjárlaganefndar „í stað þess að sveitarfélögin velji framkvœmdirnar, sem slegið verður á Jrest, þá negðumst við til að gera það. “ p - og jólagjafir í miklu úrvali KAUPVANGSSTRÆTI • AKUREYRI • SÍMI462 2275

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.