Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐID & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1982. MENNIWGARVERÐLAUN DV FYRiR ÁRtÐ 1981 VEin EFTIR EINA VIKU Sex dómnefndir eru nú að störfum til að úrskurða hverjir eigi mesta viðurkenning skilið fyrir fram- lag á sviði bókmennta, tónlistar, myndlistar, leiklistar, byggingalistar og kvikmyndagerðar árið 1981. Undanfarin ár hafa verðlaunahafar verið mikið heiðursfólk og allir sammála um að þeir hafi átt heiðurinn skilið. 1 fyrradag var rœtt við þrjá þeirra, sem viðurkenningu hlutu í fyrra, Odd Bjöms- son leikskáld og leikstjóra, Þorstein frá Hamri, Ijóðskáld og Sigurð Sverri Pálsson, kvikmynda- gerðarmann. Við tölum ná við hina þrjá, myndlistarmanninn, tónskáldið og arkitektinn, sem verðlaun hlutu fyrirárið 1980. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari: Ég tfmi ekki að m/ssa e/fiff einasta dag~™& „Ég held ég hafi unnið meira síðasta ár en áður,” sagði Sigurjón Ólafsson, sem hlaut menningarverð- launin í fyrra á sviði myndljstar. ,,Ég er að flýta mér áður en ellin stöðvar mig.” Hann er 73ja ára gamall og aðal- áhugamál hans er að vinna að myndum sínum. ,,Ég limi ekki að missa einn einasta dag — bað er það svakalega við bað.” í fyrradag voru hjá honunr menn frá norska sjónvarpinu og mynduðu verkin hans í bak og fyrir. „Það var ágætt — en beir töfðu mig náttúrlega dálítið,” segir Sigurjón. Svo segist hann ekki hafa verið jafn nízkur á tima sinn áður fyrr. Hann vinnur mest i tré, bví hann er dálítið bjáður af ofnæmi og b°l>r ekki steinryk. Ýmsir verða lil að gauka að honum góðum spýtum. Þannig færði bekklur velgjörða- maður myndlistarinnar honum óvenjulega gjöf fyrir nokkru: stafi úr gömlum brennivínstunnum. ,,Þar hafa belta fína boglag,” segir Sigurjón og notar bær sem tengingar eða festingar í heimspekilegt verk, byggt á kvæðinu „Mannsins ævi” eftir sálmaskáldið Hallgrím Pélurs-' son. Mannsins ævi er hugleiðing hins lífsreynda manns, sem senn hefur runnið skeiðið á enda. Sigurjón kann bað utanað og lætur okkur heyra. Ekki er hægt að læra bað á svo stutt- um tima en tvær linur festast i ntinni: ,,ungir hlæja, í leikum láta, listir reyna, síðan æja, síðan gráta, seinast kveina.” Verk Sigurjóns er einir 3—4 melrar á hæð og hið myndarlegasta. Loks spyrjunt við hann hvort hann viöþaö’ hafi ekki verið ánægður að fá menn- ingarverðlaunin. ,,.lú, ég er svo mikið barn í eðli mínu að mér bykir alltaf ganran að fá hrós,” segir Sigurjón. Hann segir að sér standi sjaldan á sama hvað um verk hans sé sagt, jafnvel bótt bað sé bull. „Svona eru margir listamenn,” segir hann. „Ég get vitnað í H.C. Andersen. Hann hafði skrifað leikril sem hél Múlattinn. Var bað sýnt í Kaupmannahöfn en fékk slæma dónra. Þegar Andersen frétti bað var hann staddur hjá Dickens í Englandi. Honum varð svo mikið um að hann fleygði sér niður í grasið og grét svo sárt að Dickens datt ekki annað i hug en hann hefði misst cinhvern af sinum nánuslu.” Það kunrrar i Sigurjóni: „svona slæmur er ég ekki." -IHH. Það sem Jón Ásgeirsson hefur „fiktað við” á árinu: Sellókonsert og lögin i Húsi skáldsins „Síðasta ár skiptist milli veikinda og vinnu,” segir Jón Ásgeirsson tón- skáld, sem í fyrra hlaut menningar- verðlaunin fyrir ballett-tónlisl sína. Það var Blindisleikur, fyrsli Iteils- kvöldsballettinn islenzki, sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu og gerði hann mikla lukku. .lón kennir mikið allan veturinn en sumrin reynir hann að nota til tón- smíða. „í sumar sem leið gat ég næstum lokið við Sellókonsert,” segir hann, og vonast til að leggja síðuslu hönd á bað verk næsta vor. Hann fullnýttist sannarlega sem starfskraftur í bjóðfélaginu, bví fyrir utan alla kennsluna er hann tónlistar- „Þólti vænt um Hvað ég var i góðum hópi,” segir Jón Ásgeirsson tónskáld um menningarverðlaunin sem hann hlaut i fyrra. gagnrýnandi (á Morgunblaðinu). „Það tekur mikinn tíma, bvi bað eru tónleikar næslunt á hverjum degi — en mér bykir gaman að bað er allt- af fullt af áheyrendum.” Einhvers staðar barrra >nnt a hefur hann bó fundið stundir til að semja lög við sýningu Þjóðleikhúss- ins á Húsi skáldsins. „Og nú er heilsan að batna aftur,” segir hann. „Fannst bér uppörvun að fá menn- ingarverðlaunin?” „Svona kallar eins og ég burfa ekki uppörvun,” svarar Jón, „baðer unga fólkið sem barf slíkt. Og lónlist skrifa ég hvort sem er, bví ég get ekki án bess verið að fikta í bessu. En mér bótti samt vænt um be'ta. ekki sízl vegna bess hvað ég var i góðum hópi. Þetta voru svo ágætir menn, sem með mér voru.” -IHH. Eitt nýjasta verk Sigurjóns. Það er unnið undir áhrifum frá kvæðinu „Mannsins ævi” eftir sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. MED LISTAVERKUM, UTAN SEMINNAN Arkitektarnir Hákon Hertervig og Gunnar Guðnason vinna á teikni- stofu SÍS. í fyrra fengu beir menningarverðlaunin i byggingalist fyrir hús Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi. Það er skemmtilegt hús og minnir dálítið á svissneskan ost með misstórunr holum hér og bar. „Þetta eru bara Ijórar fyrir starfs- fólkið svo bað gcti séð til veðurs, hvort sem bað stendur eða situr,” sagði Hákon Hertervig, sem varð fyrir svörum bcgar við hringdum á teiknistofu SÍS til að fregna hvernig árið hefði liðið hjá beim félögum. Svo útskýrir hann að of mikil sól- arbirta i slíku húsi sé óæskileg, geti skemmt ostinn, og bví hafi bað verið hagkvæm lausn að setja kringlótta Ijórana á húsið, eiginlega komið af sjálfu sér. „Hvað eruð þið að gera núna?” „Það er svo margt. Við höfum bó aðalega verið að vinna að risastóru verzlunarhúsi á Selfossi fyrir KÁ. Það var opnað fyrir nokkru en samt er talsvert eftir að ganga frá því. Siðan er i byggingu annað í Njarð- vík, rétt á bæjarmörkunum við Keflavík. Loks er i undirbúningi hús fyrir Samvinnubankann á Akra- nesi.” Við spyrjum hvað honum finnist um frumvarpið, sem nú liggur fyrir alþingi varðandi skreytingu opin- berra bygginga: sumsé að 1% bygg- ingarkostnaðar sé notað í þessu skyni. „Ég persónulega og við hér erum mjög hlynntir þessu i sambandi við nýbyggingar, bæði innanhúss og utan,” segir Hákon. „Fyrir nokkrum áratugum, upp úr stríðinu, var mikið talað um þetta og þá oft nefnd 2%. Þannig er það i ýmsum löndum Evrópu.” Svo segir hann að Sambandið hafi listasjóð, sem kaupi myndlist fyrir stórar upphæðir á ári hverju. „Þær eru siðan á hreyfingu um skrifstofur og aðra vinnustaði santvinnuhreyf- ingarinnar. Ég held að sjóðurinn eigi á annað hundrað myndverk frá ýmsum tímum.” Hvað um menningarverðlaunin? „Auðvitað þótti okkur fjarská vænt um viðurkenninguna en við urðum fyrir vonbrigðum meðskjöld- inn sjálfan. Allt annað í sambandi við veitinguna virtist mjög vel undir- búið en verðlaunagripurinn var hroð- virknislegur. Mér lízt betur á þann sem verður núna,” segir Hákon Hertervig. -IHH. Hákon Herter vig arkitekt: MJÖG HLYNNTUR AÐ HÚS SÉU SKREYTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.