Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1982, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1982, Page 10
r-oorYTTTr rp cttto a r*fT'T'o^/a \jrr Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Dauöinn íNapólf DV. FÖSTUDAGUR 23. JUU1982. Þegar 75% fylgi þyklr ósigur meirí en sigur I flestum lýöræöisríkjum heföu kosningaúrslitin eins og þau uröu í Mexikó fyrr í mánuöinum, þar sem Miguel de la Madrid forseti fékk nær þrjá fjóröu hluta atkvæöa, skoöast sem yfirþyrmandi yfirburöasigur. En bara ekki í Mexíkó, þar sem flokkur forsetans, byltingaflokk- urinn (PRI), er vanur að fá um 90% greiddra atkvæða. Þar eru svoleiöis Miguel de la Madrld i hita kosningabaróttimnar. úrslit augljós 15% fylgistap sem einhvers staöar þætti hrikalegur ósigur, enda hafa embættismenn og sérfræöingar þeirra legiö undir feldinum síöan til þess að meta stööuna. Sigurvegarinn óumdeildur Þaö var auövitaö ekkert um þaö deilt hvort Miguel de la Madrid væri réttkjörinn forseti eöa ekki. Þaö var tvimælalaust og strax opinberlega viöurkennt af öllum hans keppi- nautum. Um hitt er hins vegar deilt hvort breytingar á stjómmálakerfi landsins, sem gerðar voru í tíö López Portillo forseta, heföu komiö fremur PRI-stjórnarflokknum til góöa eöa stjómarandstöðunni. 1 kosningatölum skoöaö hef ur de la Madrid hlotiö þama sterkt umboð til þess aö halda áfram hálfrar aldar óslitinni setu flokks síns í lands- stjóm. En pólitískir ráögjafar hans lýstu strax yfir þegar úrslitin voru ljós: „Flokkurinn mun grannskoöa niðurstöðurnar til athugunar á því aö hve miklu leyti hann hefur glataö traustikjósenda.” Lagðihart aðsór Hafa má þaö í huga, enda athyglis- vert, að enginn fyrri forsetafram- bjóðandi PRI-flokksins hefur lagt jafnhart aö sér í kosningabaráttum fyrri ára, og de la Madrid, enginn blandaö eins geði við kjósendur. 1218 daga haföi hann hvíldarlítið ferðazt um dreifbýli Mexíkó. Hann haföi hlýtt á kvörtunarefni manna, leitaö stuðnings alþýöufólks í hinum fjar- lægustu afkimum sem í stórborgum. Hann haföi ferðazt 55.800 mílur um 31 fylki Mexíkó í þotum, þyrlum, lestum, áætlunarbílum, skipum og jafnvel fótgangandi. Hann hafði haldið 1.287 kosningafundi og tekið þátt í pailborðsumræöum, veriö viö fjölda opinberra athafna, setiö 180 matarboð og veriö heiöursgestur víöa í veizlum. — Enginn fyrirrenn- ari hans haföi lagt neitt námunda jafnmikið á sig í kosningabaráttu og enda ekki þurft þess á meöan eins- flokkskerfi ríkti aö heita mátti. Mesta brautargengi and- stöðunnar tilþessa Kosningamar snerust aö þessu sinni um þaö hvemig PRI mundi spjara sig þegar lögin leyföu oröið fleiri stjórnmálaflokka sem spönnuöu allt frá trotskyistum lengst á vinstri væng til rammasta ihalds kaþólikka á hægri væng. Kjörsóknin var met. Nær þrír f jórðu hlutar þeirra 32 milljóna sem atkvæðisbærar vora skiluðu sér á kjörstaðina. Flokksbræður de la Madrid telja margir aö vel megi við una þau 74% sem frambjóöandi flokksins fékk í forsetakosningunum, og hin 60% sem flokkurinn fékk í þingkosningunum. En talsmenn stjórnarandstööuflokkanna telja þá þeirra hlut ekki lakari því að 26% í forsetakosningunum séu þaö mesta sem þeir haf i f engiö í 30 ár í framboöi gegn PRI. Og þingfylgiö sé þaö allra mesta í sögunni. Efnahagsmálin sett á oddinn Fylgismenn de la Madrid vilja túlka úrslitin á þann veg aö hiö hefö- bundna fylgi flokksins meöal allra stétta hafi sett sitt traust á hann á þessum síöustu og verstu efnahags- krepputímum meö metverðbólgu. — Þótt Mexikó sé auöugt aö olíu er landiö skuldum vafiö og í gjaldeyris- þröng. Hefur alldjarflega veriö gripiö til erlendra lána á undan- förnum árum til þess að viðhalda hagvextinum. En í rööum stjórnarandstæöinga hafa einnig heyrzt ásakanir um kosningasvik og aö lokaatkvæðatölur séu sviknar, þó kannski ekki svo mikiö að skipt gæti meirihlutanum. I háöi er talaö um aö atkvæðatölurnar séu „verðbólgnar”. Það hefur verið boriö til baka af PRI-mönnum þótt að vísu sé viðurkennt aö mistök hafi oröiö við 2% kjörstaöanna í landinu. Breyttir tímar I höfuðborginni, Mexíkó, þar sem sjötti hver kjósandi landsins býr, fengu stjómarandstööuflokkamir samanlagt 51% atkvæða í þing- kosningunum. Þykjast menn sjá í því þróun í þá vera aö andstaðan gegn PRI magnist í stórborgunum og meðal hins menntaðra hluta þjóö- arinnar. Segja þeir þaö eðlilegar afleiöingar þess, aö Mexíkó veröi æ þróaðra land og lýðræðislegra og fólkiö um leið betur menntaö. Annars báru kosningarnar að þessu sinni mikinn svip af því að í fyrsta sinn beittu stjómmálamenn í Mexíkó sjónvarpinu fyrir sig í kosningabaráttunni aö nokkra marki 22 áram eftir að John F. Kennedy sigraöi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrst og fremst á betri sjónvarpstækni en keppinaut- urinn. López PortOlo, fyrrum Mexíkófor- seti: Hann og fyrirrennarar hans í PRI-flokknum þurftu ekki að glíma við jaf nmarga keppinauta. Þegar skotdrununum linnti í ryk- moilunni síödegi eitt í Napóli ómaöi enn bergmál þeirra eftir öldum ljós- vakans í gegnum taltækiö í hvíta Alfa Rómeó-bílnum. Tveir menn lágu í honum eins og hrúgöld, dauðir ísætumsínum. Þeir voru tvö fórnardýr til við- bótar í skálmöldinni í Napólí, 1,2 milljón manna borg, þar sem morö- tíðnin ermest á Itah'u. Ef einhver hygði á aö gera kvik- mynd um blákaldan raunveruleika lifs og dauöa í Napólí hefðu endalok þessara tveggja verið eins og sniöin til þess aö prjóna kvikmyndahand- ritiö utan um. Við lok „siesta” (hádegishvíld- arinnar) fimmtudaginn 15. júli gekk Antonio Ammaturo, 57 ára gamall flugsveitarforingi sem settur haföi verið til þess aö leiöa baráttu yfir- valda gegn hinni hræðilegu „Camorra” eöa mafíunni í Napólí, út af heimili sínu og inn í hvítan Alfa- Rómeóinn. Þar beiö hans Pasquale Paola, 34 ára gamall lífvöröur hans, kominn til þess að sækja Ammaturo. Þeir áttu fyrir höndum f jögurra mín- útna ökuferð til lögreglustöðvarinn- ar. Tíu sekúndum síðar dundi yfir þá skothríðin. Aö minnsta kosti þrjátíu skot fóru i gegnum bílgluggana og efnilegur lögreglumannsferih Ammaturos var á enda. Tvær konur vora orönar ekkjur, þrjár ungar stúlkur fööurlausar. Niöri á lögreglustööinni var fjar- skiptavörðurinn sem steini lostinn þegar skothríöin þagnaöi í taltækinu. Hann æpti án afláts í hljóönemann sinn og innan fárra mínútna var þessi borg glæpanna komin á annan endann. Fyrir utan heimili Ammaturos var óðum að færast upp sú sviösmynd fáránleikans sem fylgir slíkum voveiflegum dauösföllum í Napóli. Æpandi lögreglumenn otandi hand- vélbyssum upp í andlitiö á frétta- mönnum reyndu að bægja frá gapandi áhorfendum sem þyrptust að til þess að lita gráöugum augum verksummerkin á vettvangi. Ærandi vælur kunngeröu komu fleiri bíla, hlaöna yfirmönnum og borgar- stjórnarfulltrúum. Unglingar, 16 og 17 ára, órakaöir og klæddir ermalausum bolum og gallabuxum, rifu 45 kal. marg- hleypur upp úr buxnastrengjum sínum en föl andlit þeirra og striðir andhtsdrættir ljóstruöu upp tauga- veiklun þeirra og áhyggjum af því aö í áhorfendahópnum leyndust ein- hverjir sem leggja mundu andht þeirra á minnið til þess síöar að vísa „Camorra” á hverjir væru hand- bendi lögreglunnar. Yfirmaður úr þjóðvarðliðinu og aöstoöarmaöur hans stóðu teinréttir og heilsuöu aö hermannasiö likunum í bilnum á meöan tæknideildarmenn lögreglunnar sópuðu upp níu mUli- metra skothylkjum sem lágu á víð og dreif um götuna. — Hvorugt fórnar- lambanna hafði haft ráðrúm tU þess að grípa tU eigin vopna. Loks bar aö sjúkrabifreið. Sjúkra- Uöi í skítugum hvitum slopp varpaöi laki yfir framhluta bifreiðarinnar og faldi Uknsamlega þá óhugnanlegu sjón sem við blasti í framsætunum. Þaö sem eftir var dagsins kraumaði i borginni og heyra mátti óp og sköU og sírenuvæl og tilfailandi skothrinur. I aöalstöövum lögregl- unnar var andrúmsloftiö mettaö reiði og örvinglan. Þrekinn rann- sóknarlögreglumaöur stöövaöi meö ískrandi hemlum bifhjól sitt fyrir framan hóp starfsfélaga sinna utan viö hina voldugu byggingu sem Mussólini haföi látið reisa á sínum tíma. Hann kastaöi til jaröar hríö- skotabyssu sinni og talstöðvartæki, grét af reiði og æpti ókvæöisorö aö félögum sínum. Þegar húmaöi að k völdi viö Napóli- flóann hringdi síminn í nöturlegum skrifstofum „II Mattion”, helzta dagblaðs borgarinnar. — „Þetta eru Rauðu herdeUdirnar,” sagöi kulda- leg kvenmannsrödd í símanum. „Viö höfumútmáð böðulinn Ammaturo.” Hringt var einnig í skrifstofur „Paesa Sera” (vinstramálgagns) og fréttastofunnar Ansa tU þess aö lýsa manndrápum þessum á hendur borgarskæruliöunum Ulræmdu. En í undirheimum Napólí er nær ógerningur að draga mörkin þar sem Camorra hættir og hryðjuverka- mennimir taka við. Ammaturo hafði ekki starfaö viö rannsóknir póh'- tískra glæpa í rúm tvö ár. Hann haföi hins vegar gengið rösklega fram gegn mafíunni. Svo margir lögreglumenn láta lífið við skyldustörf sín í Napólí aö þaö hefur veriö komiö upp sérstakri’ kapeUu i aöalstöðvum lögreglunnar gagngert vegna þess. Þar fór kistu- lagning þessara tveggja fram næsta dag. Tárin streymdu niöur andUt ungu lögreglumannanna sem fetuöu sig fram hjá kistum þeirra, blóma- krönsum og þjóðfánum til þess að votta hinum látnu virðingu sína. Konur úr fjölskyldu Pasquale Paola, sem símhringjandinn hafði daginn áður kallað „varöhundinn”, misstu vald á sér og varö að leiöa þær burtu — enda era Napólibúar kunnir aö til- finningahita. Næsta dag var kistunum heilsaö meö dynjandi lófataki þegar þær voru bornar tU grafar við miðalda- 'kirkjuna Santa Chiaro. Viöstaddir athöfnina vora Virginio Rognoni innanrUdsmálaráðherra og heU hjörö stjórnmálamanna borgarinnar og annarra mektarmanna. En jafn- dynjandi vora skammaryröin sem pólitíkusunum og dómurunum voru send, enda þeim um þaö kennt að þessir tveir höfðu ekki notið nægrar verndar. „Látiö okkur eina. Fariö! Þið hafið ekki rétt til aö láta sjá ykkur hér,” æptu lögreglumenn aö þeim. „Þiö létuöþá deyja óvarða.” Þama brutust fram blendnar til- finningar vina og aöstandenda sem syrgöu látna ástvini, vantreystu því opinbera og höfðu búiö í skugga þess borgarlífs þar sem nær 180 manns hafa verið drepnir þaö sem af er þessu ári. Skotlnn lögregluþjónn liggur í valn- um. Alls hafa 180 verið drepnir i Napólí það sem af er árinu. Og engir sjónarvottar hafa enn gefið sig fram sem sáu morðingjana á þessari fjölförnu götu þetta heita síðdegi. (Michael Sberidan hjá Reuter)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.