Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1983, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1983, Side 28
Sviðsljösið Sviðsljósið Sviðsljósið „Hagar sér eins og lítil stúlka" — segir Dolly Parton um leikkonuna Jane Fonda búa á sveitasetri í Kaliforníu og jöröin er 120 hektarar. Hagar sér eins og Irtil stúlka Sagt er aö Dolly Parton hafi lýst Jane Fonda einu sinni meö þessum orðum: „Hún er ein af gáfuöustu konum, sem ég hef nokkru sinni hitt, en innst inni er hún samt alltaf lítil í sér og hagar sér eins og lítil stúlka. Þetta er hæfileiki, sem ég öfunda hana mikið af. Hún er sem sé skemmtileg kona, meö þó svo margt stelpulegt viö sig.” Jane hefur leikiö í mörgum kvik- myndum um ævina. Ein af hennar síöustu myndum var On Golden Pond, en þar lék hún á móti fööur sínum og Katharine Hepbum. „Þetta var í fyrsta skiptið, sem ég lék á móti pabba og mér leið mjög illa í fyrstu tökunum. Ég fór afsíöis og ældi lifur og lungum. Þaö var ótrúleg hræösla sem greip mig og ég fékk einnig magakveisur. Myndin heppnaöist þó mjög vel og var bæöi Jane Fonda hefur ætíð þótt myndaríeg leikkona og hæfileikarík. Hún segir að margir iiti á sig sem einhverja undrakonu sem getiaiit. „En það er vissu- iega rangt, "bætir hún við. Hamingjusöm fjölskylda við morgunverðarborðið. Farið á fætur klukkan sjö á hverjum morgni. Eiginmaður Jane heitir Tom Hayden og sonurinn ber nafnið Troy. fööur mínum og Hepbum til mikUs sóma. Sérlega falleg mynd.” Er kvikmyndaframleiðandi Enda þótt Jane Fonda hafi leikið í mörgum myndum hefur hún jafnframt framleitt margar þeirra, sérstaklega á undanfornum árum. Myndir eins og Julia, Coming Home, China Syndrome og Nine to Five eru allt myndir sem hún hefur.framleitt á síöustu árum. Þaö hefur löngum veriö sagt um Fonda aö hún sé pólitísk í skoöunum. „Nei, ég er ekki svo pólitísk lengur. Ástæöan er sú aö ég er ekki góöur stjómandi eöa nógu „dipló” í mér. Ég er fyrst og f remst leikkona. ’ ’ Gagnkvæm virðing — undirstaða hjónabands Þegar taliö berst aö eiginmanni hennar, Tom Hayden, segir hún, aö samband þeirra byggist fyrst og fremst á mjög gagnkvæmri virðingu. „Hjónabönd byggjast á því aö bæöi viröi hvort annað. Ef þaö er ekki fyrir hendi, mislukkast þau. Það er ekki aöeins aö ég viröi Tom, heldur vil ég einnig láta hann bera virðingu fyrir mér,” segir Jane. Hún talar af reynslu. Var gift Roger Vadim í sex ár og var um tíma meö leikaranum Donald Sutherland. Og í tíu ár hefur hún verði gift Tom. En hver sem hin raunverulega Jane Fonda er, þá er víst að í Hollywood nýtur hún mikilla vinsælda og er virt semleikkona. Hún er kvikmyndastjarna, friöar- sinni, útivinnandi húsmóðir og móðir. Þaö allra nýjasta í fari hennar eru stæltir vöövar, enda er hún aö veröa ímynd líkamsræktarkvenna. Hver er þessi kona, hvaö heitir hún? Konan er dóttir Henry Fonda og heitir Jane, JaneFonda. Hún segir aöspurö aö margir líti á hana sem einhverja undrakonu, sem geti allt. „Það er vissulega rangt,” segir hún með þunga og bætir viö: „Aðrir líta á mig sem einhverja forríka druslu, sem svífist einskis, og ætti jafnvel aö koma mér burt úr landi hiö snarasta. Þetta er einnig rangt. Vandræöin eru eiginlega þau aö fólk hefur tvær ímyndir um mig og þær eru báöarrangar.” Leggjalöng með frískiegt útfít En hver er þá hin sanna ímynd, hin rétta Jane Fonda? Er hún gullstúlkan, sem aldrei gerir mistök? Er hún aðeins leggjalöng, meö frísklegt útlit og fallegt hár. Og umfram allt ungleg? „Ég get ekki gefið neitt algilt svar, en kannski er rétta svariö aö ég er fyrst og fremst baráttujaxl, sem trúir blint á lýöræöi meö litlu elli og finnst aö fólk eigi ekki aö troöa þaö niöur. ” Ekki nægilegt sjá/fstraust — þrátt fyrír allt Þá kemur fram hjá henni aö hún sé mikill vinnuhestur og reyni aö læra af mistökum sínum, „en ég er þó oft bamaleg og feimin. Og þaö jaörar viö aö ég hafi ekki nægilegt sjálfstraust — þrátt fyrir allt. Vissulega er ég þó meö sjálfstraust sem leikkona og sem eiginkona mannsins míns. En ég á oft erfitt meö aö svara því hver hin rétta ímynd af Jane Fonda sé í raun og veru. ” Jane Fonda er gift manni aö nafni TomHayden ogþaueigaeinnson. Þau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.