Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Blaðsíða 4
22 DV- MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983. gjöld þau, er honum ella hefði borið að greiða til þjóðkirkjunnar, enda heyri hann ekki til öðrum trúarbragðaflokki, er viðurkenndur sé í landinu. Breyta má þessu með lögum.” Áður 64. gr. Greinin er óbreytt nema að nú er utanþjóökirkjumönnum heimilt að greiða gjöld til Háskóla Islands eða einhvers viðurkennds styrktarsjóðs, er hann sjálfur tilnefnir. Áður runnu gjöldin einvörðungu til Háskólans eða ein- hvers styrktarsjóðs við þann skóla. Fulltrúar Alþýðubandalagsins telja að orðalag þessa kafla, VII. kafla stjórnarskrárinnar, þurfi að athuga nánar. vm. 62. gr. „Allir skulu njóta frelsis, mannhelgi og jafnrétt- is að lögum.” Greinin er nýmæli og er upphafcgrein mannrétt- indakaflans. 63. gr. „Mannréttinda skulu menn njóta án mann- greinarálits vegna kynferðis, trúarbragða, skoð- ana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags eða stöðu sinnar i öðru tilliti.” • Greinin er nýmæli. Hér er undirstrikað fullt jafiirétti á víðtæku sviði mannréttindavemdar. Sambærilegt ákvæði er i Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóöanna, en Island er aðili að þeim báðum. NÝGREIN. Fulltrúar Alþýðubandalagsins leggja til að á eftir 63. gr. komi ný grein svohljóðandi: „Konur og karlar eiga jafnan rétt á öllum svið- um og ber að tryggja þeim sömu tækifæri tii starfa og jafnt kaup fyrir sambærilega vinnu.” 65.gr. Hvem þann sem tekiim er fastur, skal án undan- dráttar leiða fyrir dómara. Sé hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áöur en sólarhringur sé liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. Megi láta hann lausan gegn veði, þá skal ákveða í úrskurði, hvert og hversu mikið þaö skuli vera. Úrskuröi dómara má þegar skjóta til æðra dóms, og fer um birting og áfrýjun slíks úrskurðar sem um birting og áfrýjun dóms í sakamálum. Engan má setja í gæsluvarðhald fyrir sök, er aðeins varðar fésekt eða einföldu fangelsi. 64. gr. „Frelsissviptingu verður því aðeins beitt, að til hennar sé sérstök lagaheimiid. Sá sem orðið hefur að þola frelsissviptingu af hálfu stjómvalda skal eiga rétt til þess að bera málið undir dómara og hljóta úrlausn hans án ástæðulauss dráttar. Hver sá, sem tekinn er höndum, skal án tafar fá vitneskju um ástæður fyrir handtökunni. Skal án undandráttar leiða hann fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuU settur í gæsluvarðhald. Engum manni skal haldið í gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, og megi láta hann lausan gegn tryggingu, skal ákveða í dómsúrskurði hver trygging skuU vera. Engan má setja í gæsluvarð- hald fyrir sök, sem aðeins varðar fésekt eða varð- haldi.” Fyrri mábgreinin er nýmæli og er markmið hennar að tryggja réttaröryggi borgaranna á sem fyllstan hátt. Byggir hún á sambærilegu ákvæði í Mannréttindasáttmálunum. Siðari málsgreinin er í meginatriðum hin sama og núgildandi 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við er bætt að handtekinn maður skal án tafar fá vitn- eskju um ástæður fyrir handtökunni og ekki megi halda manni í gæsluvaröhaldi lengur en nauðsyn krefur. 65. gr. „AUir skulu hljóta réttláta meðferð mála sinna fyrir dómstólum. Hver sá sem sakaöur er um refsiverða háttsemi, skal talinn saklaus, uns sekt hans hefur verið sönnuð lögum samkvæmt.” Greinin er nýmæli í stjórnarskrá. Hún er hins- vegar grundvallarregla i islenskum rétti og full ástæöa þykir til aö binda hana í stiórnarskránni. 66.gr. „Enginn skal sekur fundinn um refsivert at- hæfi, nema brot hans hafi varðað refsingu að lög- um á þeim tíma, er það var framið. Eigi má held- ur dæma neinn til þyngri refsingar en heimilt var á þeim tíma, þegar refsivert verk var unnið.” Greinin er nýmæli. Hún er hinsvegar grund- vallarregla í hegningarlögunum og er ítrekuð í Mannréttindasáttmálunum. 66. gr. Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit né kyrrsetja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri laga- heimild. 67. gr. „Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit, raska friðhelgi einkalífs, rannsaka einkagögn, eða rjúfa bréf- og símleynd nema með dómsúr- skurði eða sérstakri lagaheimild. Akvæði um vernd upplýsinga um einkahagi manna skulu sett i lögum.” Áður 66. gr. Greinin er gerð ítarlegri, bannað að raska friðhelgi einkalifs, rannsaka einkagögn eða rjúfa símleynd. Jafnframt er boðið að löggjöf skuli sett um vemd upplýsinga um einkahagi manna. 72.gr. Hver maöur á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prent- frelsi má aldrei í lög leiða. 68.gr. „Virða ber skoðanafrelsi manna. Hver maður á rétt á að láta i ljós hugsanir sínar. Þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.” Áður 72. gr. Sú grein var bundin við prentfrelsi. Hér er almennt tjáningarfrelsi tryggt og skoðana- frelsi. 73. gr. Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, án þess að sækja þurfi um leyfi tii þess. Ekkert félag má leysa upp með stjórnar- ráðstöfun. Þó má banna félag um sinn, en þá verður þegar að höfða mál gegn félaginu, til þess aö það verði leyst upp. 74. gr. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglustjórninni er heimilt að vera við almenn- ar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni, þegar uggvænt þykir, að af þeim leiði óspektir. 69. gr. „Rétt skal mönnum að koma saman með frið- sömum hætti og að stofna félög í sérhverjum lög- legum tilgangi.” Aður 73. og 74. gr. Greinar þessareru sameinað- ar og mönnum tryggt f unda og félagafrelsi. 67.gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til aö láta af hendi eign sína, nema almenn- ingsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verðfyrir. 70. gr. „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sina nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.” Grein þessi er hér óbreytt frá núgildandi stjómarskrárákvæöi. Fulltrúar Aiþýðubandaiags og Alþýðuflokks leggja til að greinin orðist svo: „Engan má skylda til að láta af hendi eign sina, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess laga- fyrirmæli og komi sanngjarnt verð fyrir.” 69.gr. Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð tíl. 71. gr. „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til.” Áður 69. gr. Greinin er óbreytt. I 72.gr. „Enginn Islendingur verður sviptur ríkis- borgararétti sinum og engum þeirra meinað að koma inn i landið. Allir sem eiga lögiega dvöl i landinu skulu frjálsir ferða sinna og ráða búsetu sinni. Öllum skal frjálst að fara úr landi.” Greinin er nýmæli. Er hún í samræmi viö hlut- aðeigandi ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og Sameinuöu þjóöanna. 70. gr. Sá skal eiga rétt á styrk úr almennum sjóði, sem eigi fær séð fyrir sér og sínum, og sé eigi öðrum skylt að framfæra hann, en þá skal hann vera skyldum þeim háður, sem lög áskilja. 73.gr. „Ailir skulu eiga rétt á félagslegri aðstoð vegna sjúkleika, örorku, elli eða af öðrum ástæðum, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.” Grein þessi tjáir sömu grunnhugsun og fram kemur í 70. gr. núgildandi stjómarskrár í ljósi nú- tíma viðhorfa í félags-og velferðarmálum. 74. gr. j „Allir skulu eiga rétt til að njóta menntunar og fræðslu eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.” Fulltrúar Alþýðubandalags leggja til að greinin lorðistsvo: „öll börn og unglingar eiga rétt á ókeypis fræðslu svo og allir þeir er njóta vilja framhalds- menntunar og hafa til þess hæfileika og áhuga. Tryggja skal efnahagslegt jafnrétti til menntunar með lögum.” 75.gr. „Rétti manna til vinnu og orlofs skal skipað með lögum.” Greinin er nýmæli. Fulltrúar Alþýðubandaiags leggja til að greinin orðist svo: „Sérhver maður á rétt til að afla sér lifsviður- væris með vinnu sem hann velur sér og skulu st jórnvöld með lögum gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þennan rétt. Sérhver maður skal njóta öryggis við störf, heilsusamlegra vinnuskilyrða og orlofs.” NÝGREIN. Fulltrúar Alþýðubandalags leggja til að á eftir 75. gr. komi ný grein er hljóðar s vo: „Sérhver maður á rétt til að taka á lýðræðisleg- an hátt þátt í ákvörðunum um málefni vinnustað- ar síns.” 68.gr. Enginn útlendingur getur fengið ríkisborgara- rétt nema með lögum. Um heimild útlendinga til þess að eiga fast- eignaréttindi hér á landi skal skipaðmeð lögum. 76. gr. „Enginn útlendingur getur fengið rikisborgara- rétt nema með lögum. Um heimild útlendinga til þess að eiga fast- eignaréttindi hér á landi skal skipað með lögum.” Grein þessi er óbreytt frá 68. gr. stjórnarskrár- innar. Fulltrúar Alþýðubandalagsins leggja til að greinin orðist svo: „Fasteignir og náttúruauðæfi hér á landi skuli tslendingar einir eiga eða stofnanir sem ís- lendingar eiga einir. Veita má sendiráðum, alþjóðastofnunum og erlendum mönnum sem hér eiga lögheimili undanþágu frá þessu ákvæði með lögum. Engir nema íslendingar mega taka á leigu at- vinnutæki eða íslensk náttúruauðæfi. Undanþegin þessu ákvæði eru þó flutningaskip og flugvélar. Að því er snertir erlenda menn búsetta hérlendis skal mæla fyrir um þessi atriði með lögum. Enginn útlendingur getur fengið rikisborgara- rétt nema með lögum.” 77. gr. Skattamálum skal skipa með lögum. 77. gr. „Skattamálum skal skipa með lögum. Öheimilt er eftir mitt ár að set ja lög sem leiða til > hækkunar skatta á tekjur liðins árs eða eignir í lok liðins árs.” Áftur 77. gr. Bann vift setningu laga um aftur- virkni skatta er nýmæli í greininni. 78. gr. „Vernda skal náttúru landsins og auðlindir þess. svo að ekki spillist líf eða land að nauðsynja- Iausu.” Greinin er nýmæli. Vemd náttúru landsins og auðlinda þess í framtiðinni er svo mikilvægt mál; aft þaft á heima í stjómarskrá. Verndarskyldan hvilir bæfti á riki og einstaklingum, en nánar yrfti i f jaliaft um málið í heild i lögum. Fulltrúar Alþýðubandalagsins leggja til að greinin orðist svo: „Landsmönnum öllum skal tryggður réttur til eðUlegrar umgengni og útivistar í landinu. Stjórn- völdum er skylt að vernda náttúru landsins og auðlindir þess svo að tryggt sé að aUir landsmenn geti notið útivistar og varðveittur sé sá höfuðstóU sem felst í auðæfum náttúru landsins. Nánar skal í lögum fjaUa um umgengnisrétt landsmanna við landlð og verndun náttúru og auðlinda landsins og hvemig tryggja skal að ekki spUUst að óþörfu líf, land eða haf.” 79. gr. „Náttúruauðlindir landsins skulu vera ævar- andi eign íslendinga. AuðUndir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu eru þjóðareign. Eignarrétti að öðrum 'náttúruauðæfum skal skipað með lögum.” Grein þessi er nýmæli. Lýst er yfir þjóftareign aft auftiindum hafs og hafsbotns við Island. Jafn- framt aft náttúruauftlindir landsins skuli vera ævarandi eign Islendinga. Afsal þeirra til útlend- inga er því lýst óheúnilt. Aft því er einstakar auftlindir snertir, svo sem vatns og virkjunarrétt, jarfthita og námuréttindi, er gert ráft fyrir því aft um yfirráftarétt þeirra verfti fjallaft í lögum. Er í greininni ekki tekin afstafta til þess hvort eða að hve miklu leyti slik náttúruauftæfi skuli vera ríkis- eign. Er þaft undir ákvörftun Alþingis komift. FuUtrúar Alþýðubandalagsins leggja til að greinin orðist svo: „Náttúruauðlindir landsins skulu vera ævar- andi eign íslendinga. ÖU verðmæti í sjó og á sjávarbotni innan efnahagslögsögu svo og al- menningar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, teljast sameign þjóðarinnar aUrar, einnig námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 m dýpi. Eignarrétti á ísleuskum náttúruauðæfum, landi og landgrunni skal að öðm leyti skipað með lög- um. Við eignarnám á landi, í þéttbýU sem dreif- býli, skal almennt ekki taka tUlit tU verðhækkunar sem stafar af uppbyggingu þéttbýlissvæða í næsta nágrenni, opinbenun framkvæmdum eða öðram ytri aðstæðum, heldur ber að miða mat við verð- mæti hUðstæðra eigna. Með þeim takmörkunum sem hér segir skal við það miða að eignarréttur haldist á jörðum, beiti- réttur í óbyggðum og önnur þau hlunnindi í heima- löndum og utan þeirra sem fylgt hafa íslenskum búskaparháttum á liðnum öldum.” FuUtrúar Alþýöuflokksins leggja tU að greinin orðist svo: „Náttúraauölindir landsins skulu vera ævar- andi eign íslendinga. Auðlindir hafsins og sjávar- botns, innan íslenskrar lögsögu, era sameign þjóðarinnar. Þau náttúrugæði svo sem landsvæði, sem og vatns- og virkjunarréttindi, jarðhita- og námaréttindi, og önnur réttindi bundin eignarrétti lands, sem eignarheimOdir annarra en ríkisins finnast ekki fyrir, skulu verða þjóðareign. Umráðaréttur eigna þessara er í höndum Alþing- is, sem skal með lögum ákveða aðgangs- og nýtingarrétt almennings svo og landveradar- og umgcngnisskyldu. Með sérstökum lögum getur Alþingi veitt sveitarfélögum, félagssamtökum og einstakUngum réttindi tU nytja lands og land- gæða.” TVÆR NÝJAR GREINAR FuUtrúar Alþýðubandalagsins leggja tU að á eftir 79. gr. komi tvær ný jar greinar er orðist s vo: Fyrri grein. „tsland er friðlýst land. Aldrei má leyfa geymslu kjaraorkuvopna eða annarra gereyðingarvopna í landinu né heldur flutning þeirra um Island, loft- helgi þess eða fiskveiðUögsögu.” Seinni grein. „islensk stjóravöld skulu á alþjóðavettvangi styðja afvopnun og frið, sjálfsákvörðunarrétt þjóða og verndun mannréttinda.” 80. gr. „Fjórðungur alþingiskjósenda getur óskað eftir því að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæöa- greiðsla um einstök málefni. Um framkvæmd slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu skal nánar fyrir mæltilögum.” Engin ákvæöi eru í stjórnarskránni um rétt kjósenda til þess að óska eftir þvi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilsverð mál. Full ástæða þykir því til þess aft taka upp nýtt ákvæði í stjórnarskrá, sem veitir alþingiskjósendum slíkan lýftræftislegan rétt. Urslitin eru ekki bindandi fyrir Alþingi en ætla má aft þau verfti engu að síftur mjög stef numótandi og tUlit tekift til niðurstöftunn- arafhálfuþess. Fulltrúar Alþýðubandalagsins Ieggja til að í stað „fjórðungur” komi „fimmtungur” í grein- inni. 81. gr. „Alþingi kýs fulltrúa sem nefnist ármaður. Ei hlutverk hans að gæta þess að stjórnsýsluyfirvöld skerði ekki rétt manna i störfum sínum og skal nánar um það f jallað í lögum. Sérhver sá sem telur á rétt sinn gengið af hálfu yfirvalda gctur leitaö til ármanns með erindi sitt.” Grein þessi er nýmæli. Er tilgangur ákvæðisins að auðvelda mönnum aft fá leiðréttingu mála sinna, ef þeir telja á rétt sinn gengift af hálfu þeirra yfirvalda, sem getið er í greininni. Aþekk ákvæði eru i stjórnarskrám ýmissa landa og eru þau talin hafa gefið góöa raun. 75.gr. Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálf ur þátt í vörn landsins, eftir því sem nákvæm- ar kann að verða fyrir mælt með lögum. 82. gr. „Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vöra landsins, eftir því sem nákvæm- ar kann að verða fyrir mælt með lögum.” Tillaga kom fram í nefndinni um breytt orftalag þessarar greinar en aftrir nefndarmenn vildu fella grem þessa niftur. Greinin er 75. gr. stjórnarskrár- innar. 83. gr. „Sé tillaga um breytingu á stjóraarskránni samþykkt á Alþingi skai fara fram um hana þjóðaratkvæðagreiðsla. Hljóti hún þar samþykki og sé einnig samþykkt óbreytt á Alþingi að lokn- um næstu kosningum skal hún staðfest af forseta og er hún þá gild stjórnskipunarlög.” Lagt er hér til aft nýr háttur verfti hafftur á vift breytingar á stjórnarskránni. Eftir sem áftur þarf til samþykki tveggja þinga með kosningum á milli. Ekki er hinsvegar lengur skylt aft rjúfa þing strax og fyrra þingift hefur samþykkt stjómar- skrárbreytinguna. Nýmæli er þaft einnig aft nú skal fara fram sérstök þjóðaratkvæðagreiðsia um stjórnarskrárbreytinguna að loknu samþykki fyrra þingsins. Ráftast því örlög breytingarinnar af vilja þjóftarinnar. Svo er hinsvegar ekki í dag, þar sem þjóftaratkvæftagreiftsla ter ekki fram um stjórnarskrárbreytinguna sérstaklega, heldur eiga sér einvörftungu staft almennar alþingis- kosningar eftir þingrof, þar sem um margt annaft er kosift en stjórnarskrárbreytinguna. BROTTFELLDAR GREINAR. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar hafa eftir- taldar greinar vcrið felldar niður. 18. gr„ 25. gr„ 30. gr. og 56. gr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.