Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Menning Menning Menning Menning Mer Kirkjulist nefnist umfangsmikil sýning sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Sýningin hefur verið lengi í vinnslu en undirbúning hennar hafa annast þeir Bjöm Th. Björnsson, dr. Gunnar Kristjánsson og J óhannes S. Kjarval. Sýningin íslensk kirkjulist er afar yfirgripsmikil og spannar hún hvorki meira né minna en einar 10 aldir. Nefndin hefur því greinilega haft úr mörgu aö velja og eflaust er enn efni í aðra sýningu. KIRKJUUST Á KJARVALSSTÖÐUM Kirkjulistinni, sem þekur báða sali Kjarvalsstaða, er skipt í tvennt. Annars vegar er um aö ræða sögu- lega kirkjulist sem sótt hefur verið í kirkjur og minjasöfn landsins og hins vegar eru það samtíma listaverk sköpuö út frá trúarlegum forsendum. Fátækleg listasaga Þegar litið er yfir „sögulegu list- ina” og þá sérstaklega altaris- töflurnar rennur upp fy rir manni hve við Islendingar eigum fátæklega kirkjulistarhefð. Hér er umfram allt um að ræða altarismálverk sem eru vart annaö en lélegar stælingar á FLUGOGBÍLL • Akstur að vild í 1 - 4 vikur. Fjöldi bílategunda úr að velja. Brottför vikulega mars - október. ö) 0 & £ o X Frá Luxemborg er fjöldi fallegra leiða til margra áugaverðustu staða álfunnar. Bæklingur um akstursleiðir í Mið-Évrópu fæst á skrifstofunni. ODæmi um verð: Hjón með Ford Fiesta í 2 vikur: Kr. 9.385,- fyrir manninn, = Kr. 18.770.- fyrir bæði Hjón með tvö börn 2-11 ára og Ford Fiesta (B flokkur) í 2 vikur: I Kr. 25.014,- fyrir alla. ^ ^ eða: 2 x fullorðnir @6.886.- = 13.772.- 2 x barn @ 4.386,- = 8.772,- Kaskótrygging = 1.720.- 4 x flugvallarskattur_= 750.- Allskr. 25.014,- Innifalið: Flug Keflavík-Luxemborg- Keflavík. Flugvallarskattur. Bíla- leigubill með ótakmörkuðum akstri í tvær vikur. Ábyrgðar- og kaskótrygg- ing. Söluskattur. Ekkert aukalega nema bensínkostnaður. V.OÍe<^3Öt» pr. gengi 1.4.1983 við Austurvöll S26900 Umboðsmenn um allt land — handiðnaður og list erlendum fyrirmyndum og flokkast aðeins undir aö vera þokkalegur handiðnaöur. Þannig vitna þessar töflur fyrst og fremst um andlega fátækt, ófrumleika og klaufaskap íslenskra kirkjulistarmanna á 17.18. og 19. öid. Þessi sögulega kirkjulist sýnir okkur svart á hvítu hve lítið samband íslenskir listamenn hafa haft við umheiminn á þessum tíma og einnig að þeim hefur ekki tekist að vinna persónulega list úr þeirri hefö sem var fyrir í landinu. Þeir gera ekki annaö en endurtaka fullkomlega andlausa, staönaða og löngu liðna list frá Evrópu. Og ekki vottar fyrir þjóðlegheitum. I raun hafa flestir þessir sögidegu munir ekkert að gera meö list eða listfræði og því er nær að skoöa þá í gegnum sjónpípur fornieifafræðinnar, þ.e. sem ákveðnar upplýsingar um fortíöina, burtséð frá öllum fagur- fræðilegum og listrænum forsendum. Hér virðist því sem nefndin hafi fullkomlega ruglað saman listfræði og fomleifafræði sem er tvennt gerólíkt. Inni á milli má þó finna nokkur verk sem virka innileg eins og t.d. altarisklæöi úr Berufjarðarkirkju frá 1684 og altaristafla úr Grímstungukirkju þar sem trúar- Myndlist Gunnar B. Kvaran leg einlægni situr í fyrirrúmi og viö megum ekki rugla saman við list- ræna ásýnd. IMútímaverk = uppljómun Nútímalistaverkin hér á sýning- unni eru því sannarlega uppljómun. Þau eru í flestum tilfellum raunveruleg listsköpun þó svo við getum andspænis nokkrum þeirra efast um hiötrúarlega inntak. Eins og gefur að skilja eru lista- verkin æði misjöfn að gæðum og eflaust hefði dómnefndin mátt vera enn strangari en raun ber vitni. Þeir listamenn sem bera af list- rænt séð og fylla hvað best út í kirkjulistarhugtakiö eru án nokkurs vafa Einar Hákonarson, Magnús V. Guðlaugsson, Gunnsteinn Gíslason, Leifur Breiðfjörð og Þorbjörg Páls- dóttir. Nýlistamaðurinn Magnús V. Guðlaugsson sýnir okkur hefbundinn Krist á krossinum sem hann dregur upp samkvæmt nákvæmri skólasýn en andmælir um leið meö glanna- legri lit- og efnisáferð að hætti nýja málverksins. ÖUu byltingarkenndari eru myndir Einars Hákonarsonar sem brýtur upp venjubundna ásýnd kirkju og biblíumynda og færir trúarsenuna í nútímalegan búning. I myndinni „Á Valhúsahæð” (1982) eru þaö hvers- dagslega klæddir nútímamenn — með hálsbindi — sem taka frelsar- ann niöur af krossinum og þaö í Reykjavík. I þessari mynd renna þátíð og nútíð, trúin og hversdags- leikinn saman í eitt. Með sinni per- sónulegu expressionísku skrift og sviðsetningu tekst listamanninum að rjúfa hefðina og endumýja sýn okkar á grundvaUaratriði kristinnar Magnús V. Guðlaugsson: Kristur á krossinum. „Haustkonzert” af betrí endanum Tónleikar Tónlistarfólagsins í Austurbœjarbíói 19. mars. Flytjendur: Bodil Kvaran, Gunnar Kvaran, Gtsii Magnússon og Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskrá: verk og sönglög eftir: Henry Eccles, Joan Sibelius, Antonin Dvorák, Johannes Brahms, Hafliða Hallgrímsson, P.E. Lange-MUIIer og Peter Heise. Fyrir ekki svo ýkja löngu þótti það æðsta hnoss tónUstarmanns frá íslandi aö komast að við halUmar glæstu úti í hinum stóra heimi. Hér heima var ekki að jafnmiklu að snúa og í alvöru óttuðust þeir sem góðum árangri náðu í námi, að heimför þýddi listræna stöðnun. Heima vom tækifærin svo fá og tónlistarlífið meö útkjálkasvip. Tónlist EyjólfurMelsted En hlutimir eru ekki lengi að snúast við. Lýsingin hér að framan gat átt við fyrir hálfum öðrum áratug en síðan hefur orðið mikil breyting á. Og nokkrir þeirra sem höfðu höndlað hnossið í útlandinu og náö að ávinna sér virðingu fyrir frá- bæran leik og ötuUeik við kennslu sneru heim, þar á meðal Gunnar Kvaran. Eftir heimkomuna hefur Gunnar Kvaran unnið við að móta seUó- leikara framtíðarinnar í Garöabæ og Reykjavík með athygUsverðum árangri. Aðeins einn ljóö er hægt að finna á ræktarsemi Gunnars viö kennslustörfin — hann spilar of lítið sjálfur, opinberlega, að manni finnst. En með því meiri eftirvænt- ingu bíður maður þess að fá að hlýða á Gunnar leika. Hann valdi ekki nein virtúósastykki í þetta sinn heldur gætti, af smekkvísi sinni, samræmis í efnisvali. Og öUu skilaöi hann með 1 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.