Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 7. JANU stigin í þessum efnum á síöustu tímum. Þegar kynbæta þarf fjárstofn í ein- hverju tilteknu héraöi í vanþróuðu landi er stundum gripið til þess ráös aö pumpa hormónum í úrvalskindur annars staðar í heiminum, soga síöan frjóvgaða eggjaklasana úr eggja- leiöurunum og koma þeim fyrir í smærri spendýrum, til dæmis kanínum. Kanínurnar eru síöan fluttar óraleiöir meö flugvélum, ristar á ar þær eru þegar viöhald mannkynsins erannars vegar. En nú stendur þetta allt til bóta. Nú eru fróöir menn farnir aö leggja á ráöin um hvernig haganlegast sé aö koma byröum meðgöngutímans yfir á karlþjóöina og er þaö ekki vonum fyrr. Sheila Kitzinger bendir nefnilega á aö vaxandi fóstur þarfnist ekki beinlín- is kvenlikama til þess að njóta hinna nauðsynlegu vaxtarskilyröa, heldur legköku. Til greina kæmi aö útbúa tæknilega fullkomna legköku úr plasti, reyra hana vandlega utan á karlmanns- bumbu og tengja hana viö æöakerfið en sprauta nauösynlegum hormónum í karlinn eftir því sem þurfa þykir. Erlondis geta konur keypt sæði I sérstökum sæðisbönkum en nú er verið að ráðgera stofnun sórstakra fósturbanka þar sem þær gætu keypt sór mannsfóstur með æskllegum eiginleikum og plantað þeim eftir hentug- leikum í eigin líkama. fyrir í sauökindum sem þar eru fyrir, en ekki þykja nógu vænar til frálags eöa annarra nytja. Þessi aðferð er aö því skapi ódýrari en aö flytja sauðfénaðinn sjálfan milli heimshluta sem kaninur eru smærri dýr og léttari. Sheila Kitzinger víkur einnig aö þeim möguleika aö í framtíöinni veröi mannsfóstur flutt um langa vegu í kviöi smádýra en síðan megi láta þau dafna og öölast fullan þroska í kviði stærri dýra, sauðkindum, kúm eöa gyltum. Karlar og kvenhlutverk Eg minnist þess aö hafa heyrt þá frómu ósk einnar vandaðrar sómakonu aö sá dagur rynni er karlar fengju aö reyna á eigin skrokki hvaö þaö væri aö ganga meö barn í níu mánuöi og fæða þaö síðan í heiminn meö píslum og þrautum. Og víst er um þaö aö billega höfum við sloppið til þessa, karlmennirnir, og hreinasta skömm aö því hvaö viö erum oft tregir til þess aö meta og þakka þaö konum hversu ósíngjamar og fómfús- Þessar hugmyndir eru vitaskuld ekki langt á veg komnar en þær eru ekki þar fyrir meö öllu fráleitar. „En þaö er enginn maöur svo mikið ógeö aö láta hafa sig út í svona lagað,” kynni nú einhver þolinmóöur lesandi aö tauta viö sjálfan sig — en er þaö nú alveg víst? Sýnir ekki sagan okkur ein- mitt aö aldrei er hörgull á mannskap til hvaöa voöaverka sem vera skal ef nægilegt fé er í boði? Og sýnir ekki sagan líka aö gildismat fólksins er stöðugt aö breytast — hiö illa venst og þykir aö lokum nánast sjálfsagður hlutur og þaö sem í fyrstu þykir meö afbrigðum ógeðfellt hættir aö vekja athygli og veröur eins og hver önnur vallgróin þúst á vegi vorum sem eng- inn gefur gaum eöa færir í tal viö sam- feröamennina? Veldi þekkingarínnar Margar konur hafa fengiö þaö á til- finninguna, eins og sagt er, aö þær séu einskonar lítilvægt útungunarverkfæri í ægilegu vélvæddu kerfi. Læknar, líf- fræöingar og hverskyns háskóla- menntaöir sérfræöingar gegna þar æöstu hlutverkum en sjálfar eru þær ósjálfstæðir þolendur og ber aö hlýðnast þeim fyrirmælum sem hinir sérfróöu veita þeim af mildi sinni — annarskann illa aöfara. Nú þegar er farið aö amast viö því að konur eigi börn sín í heimahúsum og sums staöar í Bandaríkjunum er það hreinlega bannaö aö þær séu að pukr- ast meö slíkan verknaö upp á eigin spýtur í eigin húsnæöi. Þær skulu á stofnun, þær skulu, hvaö sem tautar og raular og hvaö sem þeim sjálfum líkar. Þær sem þverskallast viö geta átt von á því að veröa saksóttar fyrir barnamisþyrmingar og afkvæmin frá þeim tekin. Sérfræöingarnir, löggjafarþingið og ríkisvaldiö — það eru hinir réttu yfir- menn barnsfæöinga — og þeim ber að hlýða; þeir vita best hvaö konum kemur; þeir vita þaö betur en konum- ar sjálfar og hundrað milljón formæö- ur þeirra sem frá örófi alda léku þann leik aö liggja með karlmönnum, þykkna undir belti og ala svo fullburöa afkvæmi annaðhvort hjálparlaust eöa þá með liðsinni góörar grannkonu. Samfara hinum víðtæku rannsókn- um og tilraunum magnast sú krafa á ■ hendur konum aö þær geri betur en ala þjóðfélaginu nýja kynslóð. Þær verða aö ala þjóöfélaginu heilbrigöa einstaklinga, lýtalausa samkvæmt einhverjum fræöilegum staðli og nógu greinda til þess að takast á viö verk- efni hins tölvuvædda og tæknibúna framtíöarsamfélags. Nú þegar er unnt aö uppgötva ýmsa ágalla á börnum meöan þau eru í móðurkviði og fjarlægja þau meö læknisaögerð ef þess er óskaö. Yfirleitt eöa alltaf mun leitaö samþykkis kvenna um fóstureyðingu í slíkum til- fellum en þaö lætur aö líkum aö viöhorf hinna sérfróöu myndar ákveðinn þrýsting sem erfitt getur veriö aö standa gegn á stundum. Að því mun vafalaust reka aö unnt veröur aö greina margvíslega eigin- leika barnanna fljótlega eftir frjóvgun og úrskuröa hvort þau verðskuldi að vaxa og dafna, fæöast og ganga um garöa í þessari veröld. „t þessari veröld — eins og hún er nú geðsleg,” kynni einhver aö hnýta viö í lokin. - Baldur Hcrmannsson. íJÉSlMÍ ••• ' ' ^ 0 ? ■- - ■ > " v Víst eru þær laglegar ásýndum og lóttar i sporí, tvíburasysturnar Fayo og Kaye Young, en í framtíöinni eru horfur á því aö fólk getí vaiiö um andlegt jafnt sem líkamlegt atgervi þeirra barna sem þaÖ vill fóstra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.