Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. Lögmál frumskógarins Tölum um New York. Þorvar segist hafa oröiö fyrir svolitlum vonbrigöum meö borgina fyrst eftir aö hann settist héma aö. „Áöur fyrr lék maður túrista og átti nóg af peningum. Nú hefur maöur varla í sig og á og hefur ekki efni á aö kynnast nema mjög takmörk- uðum hluta borgarinnar. Eg man ekki nákvæmlega hvaöa hugmyndir ég haföi gert mér um New York áöur en ég kom hingað en veit aö þær hafa breyst mikiö. Þetta er ekkert sældarlíf. Hér er þaö lögmál frumskóg- arinssemgildir.” En hinir? Hvaða hugmyndir höfðu þeir gert sér um New York? Reggi segist hafa horft á alit of margar kvikmyndir í æsku og verið helst til smeykur til aö byrja meö. „Eg hélt aö ég yröi drepinn. En svo sá maöur fyrir sér háar byggingar, fallegar stelpur og peninga — og lét vaöa.” „Þaö er þá þetta sem hann sækist eftir” — heyrist í Bergsteini — „háar byggingar!” Bergsteinn heldur áfram: „Þorvar talaöi ekki um annaö en New York þeg- ar hann kom heim í sumar þannig að ég gat ekki annaö en gert mér ein- hverjar hugmyndir um borgina. Þær hafa staðist misvel en samt kemur New York mér ekki mikiö á óvart. ” „Þaö getur ekki nokkur maöur ímyndað sér þessa borg,” segir Hringur. „Eg hafði reyndar ótrúlega fordóma gagnvart Ameríku áöur en ég kom hingaö og óö um í ranghugmynd- um. Þaö síöasta sem ég ætlaði aö gera var aöfara til Bandaríkjanna.” Pennsylvaníu um daginn og þetta var. . . þetta var bara eins og aö koma út í sveit. Ekkert ósvipaö því aö vera á Selfossi — algjör sveitamenning.” „Sama hér,” skýtur Bergsteinn inn í. „Eg er nýkominn frá Boston og svei mér þá ef þaö var bara ekki einhver Reykjavíkur-fílingur yfir henni.” „New York er svo gjörólík öllu öðru sem maður hefur séö, bæði innan Bandaríkjanna og í Evrópu,” segir Hringur. „Þetta er hin eina og sanna Stór-borg. Því verður ekki lýst nánar.” Fólkið er glatað Hvernig er New York í samanburöi viö borgir í Evrópu? Hvernig er fólkiö? Reggi svararþví: „Eg held að það sé mun auðveldara aö búa í Evrópu en hér. I New York verður fólk aö eiga sér fasta vinnu og vera stööugt að keppa að einhverju ákveönu marki, annars er það einfald- lega sett út í kuldann. Fólk veröur aö hafa einhverja ástæöu, eitthvaö mark- visst í huga ætli þaö sér aö tóra héma. Þeir sem koma hingaö til aö dæsa og slappa af ættu aö koma sér burtu hiö fyrsta áöur en þaö er orðið um seinan. Það er nefnilega svo ótrúleg harka í öllu héma. Þeir sem okki ná einhverri fótfestu tapa gjörsamlega öllum átt- um.Því miöur á þaö viö um allt of marga í þessari borg. Fólkiö hérna er glataö. Eg gæti ekki búiö í New York til lengdar. Ég er kominn hingað til aö vinna, læra og taka próf — síðan er ég floginn. Maöur veröur að vera ríkur til aö n jóta þess aö búa hérna.” „Því er ég sammála,” segir „En svo veröa menn skynsamir!” gellurí Þorvari. Hringur: „Nei, alls ekki! New York ersjúk!” Þorvar: „Hvaö er þetta. Hún hefur sína galla en kúltúrinn er góöur og þaö er allt hingað aö sækja. Skólarnir eru t.d. alveg tii fyrirmyndar”. Bergsteinn botnar. „Auðvitað hlýtur aö vera eitthvaö „interesting” hérna. Ef 12 milljónir manna geta ekki gert eitthvaö af viti þá er ég farinn.” Hong Kong og sveitamenning Qg hvaö er þá svona, ,interesting’ ’ viö New York? Hvaö gerir hana aö því semhúner? Aö mati Bergsteins er það ákveðinn alþjóöabragur sem hvíUr yfir öllu. „Hér er fólk úr öllum áttum. Hér er allt sem nöfnum tjári aö nefna.” Þorvartekurundir: „Þú ferð niöur í Kínahverfi og finnst eins og þú sért kominn til Hong Kong. Síðan feröu yfir eina götu, yfir í Litlu Italíu, og ert þá allt í einu staddur í Flórens, í Róm.. . á Italíu! Þaö trúir þessu ekki nokkur maöur sem ekki hefur reynt þaö, en þetta er staðreynd. Má ég setja eina sögu? Eg kom hingað fyrst fyrir tveim árum og var þá í mánuö. Á leiöinni heim var ég sam- ferða Islendingi sem haföi búiö í Bandaríkjunum í tólf ár. Hann spuröi mig hvort ég heföi veriö í Ameríku. Eg horfði á manninn. „Viö sitjum í sömu vélinni, er þaö ekki?” Hann spuröi aftur: „Varstu í Ameríku eöa varstu í New York?” „New York,” svaraði ég. „Allan tímann?” „Allan tímann.” Eftir langa þögn sagöi hann loks: „Þá hefuröu ekki komið til Ameríku.” Og þetta er satt. Eg fór til Hringur. „Það er örugglega jafndýrt aö lifa hér og heima á Islandi — ef ekki dýrara. Húsnæöi er a.m.k. dýrara. Eg veit t.d. um íslenskt par niöri í Green- wich sem borgar sem svarar 23.000 íslenskum krónum fyrir litla stúdíóíbúð. Geri aörirbetur.” Morð og misindi Hann pantar umferð. „En svo viö snúum okkur aftur aö Könunum þá held ég aö fólk sé öllu meövitaöra í Evrópu en hér. Almenningur í Banda- ríkjunum hefur veriö heilaþveginn af fjölmiölum. Áhrif þeirra eru með ólík- indum. Fólkiö í götunni okkar þorir t.d. varla út fyrir hússins dyr af ótta við morð og misindi sem stööugt er verið aö segja frá í blöðum og sjónvarpi. Samt finnst mér eins og glæpir séu ekkert algengari hér en víða annars staðar, t.d. í Danmörku. Þetta er bara einhver hystería, della, sem ædað er aö halda fólki í skefjum.” „Gott dæmi um þetta,” segir Þor- var, „er þegar ég bauð nokkrum stelpum úr skólanum heim í partí um daginn. Þær tóku því vel og voru giska jákvæðar en þegar þaö kom svo upp úr kafinu aö ég byggi í Brooklyn sögöu þær „No way”. Þær þoröu ekki í hverfiö. Þetta rólega hverfi.” Bergsteinn: „Bandaríkjamenn eru heimakærari en aörir. Það er t.d. alveg ótrúlega algengt að maöur hitti fólk sem hefur fæöst hérna í borginni, búiö þar síðan og aldrei fariö út fyrir hana alla sína ævi. Þaö þykir mér sjúkt. Annaö sem mér finnst einkennilegt- viö Kanana er þessi svokallaöi „career” -hugsunarháttur þeirra. Þeg- ar þeir eru þetta á aldrinum 17 til 21 árs eiga þeir að setjast niöur og ákveöa sinn „career” — þ.e.a.s. það sem þeir ætla að gera þaö sem eftir er ævinnar. Þeir fá þessi ár og síðan er einfaldlega lagt í ’ann. Þaö virðist aldrei hvarfla aö þeim aö flakka úr einu í annaö, kynn- ast þessu, læra hitt, fara þangaö. Þeir marka sér stefnu og einsetja sér síðan aö „meika-þaö”. En þeir eiga kannski ekki um neitt annað aö velja eins og Reggi var aö segja áðan.” Hvítir, svartir, gulir, spánskir, gyðingar Hvaöa áhrif hefur borgin á ykkur? Breytist þið viö aö búa í New York? Bergsteinn svarar fyrstur: „Þaö er aö mörgu leyti þroskandi aö búa í New York. Maöur sér hvaö mikið af þessu liöi er ofboðslega sjúkt og lærir af því Maöur gerir sér betur grein fyrir sér- stööu sinni. „Career — hugsunin” er dæmi um þetta. Ástæöan fyrir því aö Jonee Jonee getur náð svona langt í New York er sú aö meirihlutinn af þessu liði hérna hugsar alveg nákvæmléga eins. Músikantar spila meö einhverja ákveðna stjörnu í huga og keppa stööugt að því aö veröa eins og hún. Þeir herma eftir henni öllum stundum. Þaö er ekki snefil af frumleika aö finna hjá þessum náungum. Þeir eiga allar græjur og hafa flest sem til þarf en frumleika skortir alveg.” „Þeir kaupa sér jafnvel bækur sem heita ,JIow to make it in the music business”, ” bætir Þorvar viö og heldur síöan áfram: „Mér finnst ég hafa breyst viö það að búa hérna og þá einkum aö einu leyti. Áöur fyrr taldi ég mig nokkuð umburðarlyndan náunga en nú er ég ekki frá því aö ég sé orðinn „rasisti”. (Hlær.) Þannig er aö ég bý í spönsku- mælandi hverfi — Puerto Ricanir, Mexíkanar, o.s.frv. — og hef átt í hal- miklum vandræöum einfaldlega vegna þess aö ég er ljóshæröur — og stundum reyndar bláhæröur. Nágrannarnir bókstaflega hata mig. En hér eru það lögmál frumskógarins sem gilda þann- ig aö ég verö aö standa mig í stykkinu og vera sterkari en þeir. Afleiöingin er sú aö ósjálfrátt og áöur en maöur veit af er maöur farinn aö leggja fæö á þennan hópinn eöa hinn, einfaldlega vegna þess aö hann er öðruvísi en maður sjálfur. Ég er orðinn rasisti. (Hinirhlæja.) Engu aö síður er staðreyndin sú aö þaðer einmitt þetta sem er kjarni New York: rembingur og átök ólíkra kyn- þátta. Allir þykjast eiga sér sama drauminn og Martin Luther King en eru innst inni harösvíraöir rasistar. Hvítir, svartir, gulir, spánskir, gyðingar: allir á móti öllum. Andinn í borginni einkennist af spennunni milli þessara hópa sem hver um sig á sín hverfi og sínar götur. Síðan hrærist þetta allt í einn graut hérna niðri á Manhattan.” „Hef ég orðið fyrir áhrifum af borg- inni?” spyr Reggi. „Jú, það mætti segja mér þaö, því miður. Maður hefur smitast af umhverfinu. Þaö kemst aö- eins eitt aö núorðið: að komast áfram. Maöur verður „aggressívari”, harð- ari, kaldari — illilegri.” Hringur segist hafa litlu viö athugasemdir þeirra aö bæta en telur aö hann veröi alltaf áhorfandi í New York, hvaö sem ööru líður. í fiski Og að lokum: Hvar væri Jonee Jonee ef ekki í New York? Hringur væri að vinna í fiski og Bergsteinn á dekkjaverkstæði. Hann væri líkast til einnig aö ljúka viö fjöl- brautina og reyna aö ákveöa hvaö hann ætti aö taka sér fyrir hendur eftir það. Reggi væri dauöadrukkinn á ein- hverri knæpu á Spáni eöa í Bandaríkja- her — aö þjóna föðurlandinu. „En ætli maður aö gera eitthvað af viti ber aö gera þaö vel,” segir hann. „Eg vissi aö til aö ná einhveijum árangri í tónlistr inni yröi ég að fara til New York. Eg gæti ekki verið annars staöar.” Þorvar tekur í sama streng: „Það kom aldrei neitt annaö til greina. Eg væri kannski í Myndlista- og handiöa-. skólanum eða einhverju álika ömurlegu en þaö var engin tilviljun aö ég kom til New York. Þetta er eitthvað sem ég vann lengi aö.” Erling Aspelund — New York. XQtAh-XMW W YOIU< myndir: Jón Tryggvason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.