Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984 Al,vi LR TORFI — samruni þjódlegrar reisnar og kynngikrafts nútíma- stéridju Það er svo undarlegt með íhalds- semi þeirra Akureyringa, að það er eins og maður fái aldrei nógsamlega mikið af henni. Hún birtist okkur sunn- anmönnum á ótal mismunandi vegu — en við viljum alltaf sjá meira og meira. Hún birtist okkur í minjasöfnum lát- inna stórmenna, yndislegum gömlum borgarhverfum, ylhýrum jurtagróðri sem brosleitur umvefur bæinn þeirra og býr til einhverja sjónræna nautn sem erfitt er aö lýsa. En auðvitað birt- ist þessi dásamlega íhaldssemi Akur- eyringanna fyrst og síðast í því göfuga hugarfari og forníslenska stolti sem prýðir þennan kynstofn langt um- fram aöra kynstofna tvífætta á þessu harðbýla eylandi langt í norðri. En kannski er þaö ekki allskostar rétt að tala um íhaldssemi í þessu sam- bandi? Þetta orö er nefnilega stundum notað í pólitík og það er alls ekki það sem viö er átt í þessu spjalli. Kannski væri sniðugra að tala um menningar- lega ræktarsemi eða þjóöhollustu eöa eitthvað annað í sama dúr, og allar slíkar breytingartillögur er sjálfsagt að takatilgreina. En það sem raunverulega skiptir máli er ekki oröalagiö sjálft heldur sú dýr- mæta staðreynd, aö Akureyringar hafa í tímans rás tekið að sér merki- legt forystuhlutverk á Islandi í um- gengnisvenjum og fyrirmyndar ræktarsemi gagnvart fomum háttum og lífi og starfi forfeöranna. Þannig hefur Akureyri orðið ákveðin kjölfesta í þjóðlífinu og vér sem við Faxaflóann búum eigum að líta til þeirra um fyrirmyndir og þakka þeim vel unnin menningarstörf — því að nálægð fortíöarinnar og hins besta sem hún hefur skapað er fjársjóður, sem viö þörfnumst svo ákaft á þessum óaldartímum sundrungar og upplausn- sig út, álverið hans Magnúsar vlO EyjafJörO! Þó ber ekki aö skilja þessi orð á þann veg, að Akureyringar hafi gerst einskonar steingervingar hins liðna, það er nú eitthvað annað! Sönn íhalds- semi er nefnilega allt annaö en aftur- hald og aflægisháttur. Sannur íhalds- maöur er ákaflega hlynntur hverskyns framförum, þróun góöra mála og sókn til æðri miða — en honum hefur fyrir löngu skilist að slik sókn ber engan árangur éf siglt er í reiðileysi og látið berast áhyggjulaust fyrir veðri og straumum. Tillögur Magnúsar Alveg nýlega fengum við hér á DV stórmerkilegt bréf í hendur. Þaö er undirritað af Olafi H. Torfasyni og mun þaö vera sá hinn sami og lands- kunnur er oröinn fyrir skemmtilegheit í útvarpsstöö norðanmanna, Rúvak. Og þetta bréf snýst að mestu leyti um SjáiO hvaO norOlenska æskan unir sér vel upp viO ilmandi klömbruvegginnl „Óshud Nor&u — í Lystigar ði Akureyringa stendur glæsileg klömbru- hledsla — forsmekkur ál versins mikla Einhverjum kann aö finnast dálítill gamantónn í tillögugerö hagleiks- mannsins Magnúsar Snæbjömssonar frá Syðri-Grund hvað varðar álver úr torfi — en tónn er það nú samt og við skulum staldra við til að íhuga hvaö maðurinn hefur til síns máls því það er ekki lítiö. Olafur H. Torfason var á rölti í Lystigarði Akureyrar dag einn síðsum- ars á liðnu ári og sá bar í hörkuvinnu saman, Magnús og lærisvein hans Orn Inga. Nú vildi svo skemmtilega til að Olafur þekkti strax Örn Inga því aö þeir voru samverkamenn um þátta- gerö hjá RUVAK og tóku þeir tal sam- an. Magnús og örn Ingi voru þarna að reisa klömbrur að fomum siö. Þaö kemur væntanlega í ljós af myndum þeim er Olafur tók af þeim félögum, hversu afburðafagur hann er, klömbmveggurinn, þar sem hann skín við sólu og bókstaflega stafar af hon- um hreinleika og göfgi hinnar eldfornu, þjóðlegu húsagerðarlistar. Það er haft eftir Erni Inga, sem kann ýmislegt fyrir sér og er glúrinn á furðulega mörgum sviðum, að klömbrurnar séu ekki aðeins viöeigandi byggingarform hér á nyrstum hjara heimsins, heldur opinberi þær á tákn- rænan hátt og dulspekilegan hina að- skiljanlegu eðlisþætti islenskra stjóm- vísinda. En þannig að klömbranum er raöað upp bæöi til hægri og vinstri en á milli þeirra smýgur svo strengurinn eins og atkvæðaseöill sem ábúðarfull- ur kjósandi stingur niöur í kjörkass- ann. Því miður hef ég aldrei átt kost á því að hitta Öm Inga og heyra hjá honum nánari útlistanir á þessu táknmáli klömbruhleöslunnar en ábyggilegt má teljast aö sú speki gefi ekki hætishót eftir pýramídafræðum Rutherfords og annarra vísindamanna erlendra. Þess er svo vert að geta að Magnús hagi Snæbjömsson var bóndi hér áður fyrr en fól svo búskapinn á hendur syni sínum efnilegum. Magnús er algerlega ómenntaður maður á mælistiku grunn- skólakerfisins en honum hefur hlotnast sá visdómur lífsins sem fæst af því að búa í torfbæ í þrjátíu ár, moka flór og rífa hey úr stabba og einhvemtíma eiga Islendingar eftir að átta sig á því hverju þeir glötuðu þegar þess konar lífshættir hurfu úr landinu. Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Klömbruhleöslan opinberar á dulspekilegan hátt og táknrænan ýmis grundvallariögmál íslenskrar stjórn- visku. TakiO eftir hvernig klömbrunum er raOaO ýmist til hægri eOa vinstri, en á milli þeirra smýgur svo strengurinn eins og atkvæOaseOiii niOur í kjörkassa. Nú skal þess getið að lokum að klömbruhleðslur Magnúsar haga og Arnar Inga eru í námunda við lík- neskju Matthíasar þjóðskálds Jo.chumssonar þama í Lystigarðinum. A br jóstmyndarstalli séra Matthías- ar mun vera letrað úr ljóði hans: Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur' og dýþstu raunir. Darraðarljóð frá elstu þjóðum heiftareim og ástar-bríma, örlagahljóm og refsidóma land og stund í lifandi myndum Ijóði vígðum geymir ísjóði. Þetta er fallegt ljóð og svona yrkja ekki þeir sem aðeins kannast við stáss og glys og skrum stórborganna; svona geta þeir einir ort sem þekkja tvenna tíma — skyggnast fram eftir veginum en kunna samt fullvel skil á lífi sinnar þjóðar og fyrirlíta ekki það sem vex úr hinni sönnu gróðurmold f ólksins. En klömbrurnar hafa líka eignast sinn kveöskap. Hann er kannski ekki fullteins stórfenglegur og ljóö séra Matthíasar en það er nú gaman að hon- umsamt. Um það bil er Magnús var að leggja síðustu meistarahönd á vegginn fagra fól hann þar inni sultukrukku eina og í henni er eftirfarandi vísukorn: Andans kali öllu hafni, efliþroska sérhvers manns, Akureyri áfram dáfni, óskadraumur Norðurlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.