Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984, 13 TT Hagleiksmaðurinn Magnús Snæbjörnsson, tíl vlnstri á myndinn!, ræðir við vin sinn og lærisvein, örn Inga listamann og fróðleiksbrunn, um klömbrur og annað verklag fomt og þjóðlegt. stórfenglegar hugmyndir þeirra noröanmanna um álver úr torfi viö Eyjafjörö. Ojá, lesandi góöur! ÁLVER UR TORFI — það er rétt lesið — þaö stendur í bréfinu og ég gæti lagt það fram til sönnunar ef þess yröi óskaö! Og í þessari óviöjafnanlegu hugmynd birtist einmitt ljóslifandi sú loflega ihaldssemi, sem ég var aö tala um áöan, umflotin þeirri græskulausu gamansemi sem er höfuöeinkenni góðramanna. Höfundur þessarar hugmyndar — eöa öllu heldur áætlunar, því þetta er skipuleg og vel útfærö áætlun til fimm ára — mun vera hagleiksmaðurinn snotri, Hann Magnús Snæbjömsson frá Syöri-Grund í Höföahverfi. Magnús hefur lagt til eftirfarandi: Fyrsti liður: Væntanlegt álver viö Amarnesvík í Eyjafirði verði hlaðiö úr klömbram með streng; einnegin fyllt að með torfi og grjóti; item notaðir rekaviðar- drumbar í rafta og sperrur. Annar liður: Verkstjórn þarf að vera á styrkum höndum og berast þá böndin allmjög að Magnúsi sjálfum Snæbjömssyni, frá Syðri- Grund í Höfðahverfi, og skal hann sér til styrktar hafa þann alkunna og vellátna fjöllistamann og skemmtimann, Orn Inga; item stórt hundrað vinnufærra og vinnufúsra Eyfirðinga. Magnús er kinkinn! Þessum tillögum Magnúsar fylgir aö sjálfsögöu ítarleg greinargerö en þar sem stikla verður á stóru í þessu spjalli skal þess eins getiö, aö hann sýnir þar fram á meö ofurþunga hinna óhrekjanlegu röksemda nauðsyn þess aö byggja hiö volduga, eyfirska álver á þjóðlega vísu. Þess hefur nefnilega gætt aö sumir Eyfiröingar ala í brjóstum tortryggni í garö stóriöjunnar og hugsa aö hún myndi skemma hiö dýrlega lífríki sem þama hefur veriö aö vaxa og dafna í tugþúsundirára. En nú má þykja sýnt, aö álver úr torfi myndi meö einni vel útilátinni hægrihandarsveiflu uppræta og aö velli leggja allar skráveifur tortryggn- innar, því aö klömbruhleöslurnar eru í alla staöi frábærlega þjóölegar, og þessháttar álver yröi óbrotgjarn minnisvaröi hins eldforna verklags Helga magra, Sighvats á Grund og Eyjólfs ofsa og annarra afburöa- manna norölenskra á fyrri tímum. Þaö yröi nú sjón að sjá hinar tröll- auknu klömbruhleðslur Magnúsar Snæbjörnssonar gnæfa yfir byggðina viö Eyjafjörö og bera viö himin! Og hart er þaö hjarta sem eigi myndi bif- ast við slíka sýn og þurrir þeir tára- kirtlar sem eigi myndu kreista fram fáein þakkartár andspænis samruna þjóðlegrar reisnar og kynngikrafts nú- tíma stjóriöju! En Magnús er lunkinn. Hann mun í álitsgerð sinni hafa ennfremur leitt aö Átverið við Straumsvík er yndi fyrir augað og mikil prýði á íslenskri náttúru — en ekki yrði það síðra, ál- verið góða úr torfi við Arnarnesvík. því lævísar röksemdir, aö hiö mikla hleðsluverk viö Arnarnesvíkina yröi til þess að draga stórlega úr atvinnuleysi viö Eyjafjörðinn, og hlægir oss sú bragðvísi Magnúsar og skemmtilega hugarlymska aö tefla fram þessari röksemd innan um allar hinar, því aö Islandssagan og líklega mannkyns- sagan í heild hefur sannaö, aö ráða- menn eru jafnan margfalt ginnkeyptari fyrir hagfærðilegum rökum en menning- arlegum. Já, þetta var snjallt bragö hjá þér, Magnús! Álver úr torfi — já, þetta er hug- mynd sem allir þjóðhollir menn munu styðja, en þess utan viljum við hér á helgarblaði DV þakka Olafi H. Torfa- syni sérstaklega fyrir aö senda okkur þessa lýsandi kveöju til birtingar í skammdeginu. Viö þökkum Olafi líka jilýleg orö til okkar á DV og óskum bæöi honum, Magnúsi og Eyfirðingum öllum árnaöaróska á árinu sem nú er aö hefjast. Myndirj Ólafwr H« Torfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.