Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 14
nvao Derpetta ari skauti serr DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. Fötin skapa(r) maiuimn Maöurinn fötin skapa(r) Þeir eru satt aö segja ekki margir sem eru orðnir þeir sjálfir fyrr en þeir eru komnir í einhver föt. I mörgum tilvikum eru fötin stór hluti af persónu- leikanum. En er grundvallarástæöan fyrir þvíj aö viö erum í fötum ekki sú hvað þaö er kalt? spyr Broby — Johansen í greini sem hann nefnir Fötin skapa manninn. Hann svarar því til að full ástæöa sé til aö trúa því að í ármilljónir hafi menn lifað á jörðinni án þess að hafa spjör á kroppnum. Til dæmis séu menn naktir á fyrstu myndum sem til séu af þeim, nær 301000 ára gömlum. Broby segir aö þaö sé mikil ástæöa til aö telja aö viö göngum í fötum til að skreyta okkur en ekki vegna kulda. Hvers vegna fraus ísaldarfólkið ekki í hel? spyr Broby. Hann nefnir sem svar aö það hafi haft verndandi fitulag undir húöinni. Húöin hafi verið þrosk- uð vel því fólkið hafi veriö nakiö og að ísaldarfólkið hafi ernnig verið á sífelldri hreyfmgu. Þaö hafi einungis pakkaö sér inn þegar það þurfti aö hvílast eöa sofa eins og dýr gera enn í WMV á öllum blaösölu- stöðum Peningamál þjóðarinnar í sviðsljósinu Fjörkippur í innlendum tískufatnaði Sameiginleg geimstöð Sovét- og Bandaríkjamanna Mikill straumur erlendra ferðamanna Alþingishúsið sjálft í fréttum 14.000 króna lágmarkslaun Nýjar uppgötvanir í kortlagningu heilans Nýir forsvarsmenn risaveldanna lllviðrasamt eftir áramótin Beittara eftirlit með innflutningi fíkniefna Afmælisgetraun I er lokið. Missið ekki af skemmtisiglingu um Karíbahaf. Sendið seðlana inn NÚNA. Skilafrestur til 6. janúar Dregið 12. janúar ÁSKRIFTARSÍMINN ^ YTKÉiV Vniiiiiiiniiiitiiiirrg dag. Elstu fatnaöarleifar segir Broby vera skraut. Það segir hann passa vel viö það aö nokkrar elstu beinaleifar sýna rauðan lit sem bendir til að menn hafi verið rauðmálaðir. Broby segir aö eiginleg föt komi til sögunnar ekki vegna kulda heldur nefnir hann þá skýringu aö veiðimaöur Það sem þykir heppilegt i klæða- burði er afar mismunandi eftir heimshlutum. hafi notað skinn af dýri sem hann hafi fellt til þess aö skýla sér undir í næsta skipti þegar hann fer á veiðar svo aö hann komist nær hjöröinni. En hver er ástæöan fyrir því aö hann ber skinniö áfram eftir veiöarnar? Broby telur nærtækustu ástæöuna vera þá aö hon- um sé hlýtt þegar hann setji á sig skinniö og haldi þvi þar af leiðandi eöli- lega áfram aö bera þaö. Þessi skýring sé þó ekki nema hálfsannleikur. Skinnið opinberi þaö öllum aö þar fari fengsæll veiöimaöur sem ber þaö. Bjarnarskinnið sem hann klæöist segir ekki bara aö hann hafi veitt björn og sé sterkur eins og björn. Það gerir hann líka að eins konar bjamarmanni að vefja um sig skinni þó aö einhver annar hafi upprunalega veitt björninn. Fötin sem mennirnir skapa fara næst aö skapa mennina sem bera þau og sú er staðan oröin í dag. Engar tækninýjungar Þaö er einmitt kjarninn í máli Ullu nokkurrar Dahlerup sem hefur skrifaö um föt og fatanotkun í nútímanum. Hún líkir því viö eiturlyfjaneyslu hve nútímamaðurinn er háöur fötum. Föt eru ekki nauösynlegir nytjahlut- ir aö hennar mati. Þau eru veiki. Það sem veldur því aö þessi veiki er um- borin er sú staðreynd að fólkiö sem er haldið henni gengur til allrar almennr- ar vinnu og vinnur fyrir peningum til þess aö fullnægja fíkninni. Þaö er enginn sem ræöir um heilbrigöi þess í alvöru eöa reynir aö setja hömlur á þá sem misnota þaö. Þá sem versla meö fataefniö. I velferöarríkjum heimsins liggja tonn af góöum og vel brúklegum fatn- aöi. I honum liggja gífurlegir fjármun- ir sem þjóðfélögin gætu notaö til ann- arra og viturlegri hluta. Föt eru ekki vara eins og aörar vörur samfélagsins, segir Ulla. Nýjar bílteg- undir, þvottavélar og hrærivélar eru framleiddar meö einhverju auka- skrauti en þaö eru þó alltaf einhverjar tæknilegar framfarir líka í hverju módeli. Með fötin er þessu öfugt farið. Föt fortíöarinnar voru listræn og vel unnin út frá sjónarhóli handverks- mannsins. Fötin sem eru framleidd í dag eru í grófum dráttum ekki gerð til annars og meira en aö endast þangaö til önnur tíska tekur við. Vinnan er orðin miklu verri, þau trosna upp og aflitast í þvotti. Gildi fatanna liggur sjaldnast í gæðunum heldur fremur í nýjungagildi þeirra. Nýjungin er ekki fólgin í betrumbótum heldur fjclda- sefjun sem segir aö nýjasta tíska sé raunar aldrei nógu ný. Kjóllinn frá í gær er ekki nógu góður í dag. Hann er sál- rænt úreltur. Margra klukkustunda vinnu viö verksmiðju, á skrifstofu eöa við uppþvott hefur þar meö veriö kastaö á glæ. UUa segir aö menn telji sig geta keypt sér hamingju meö því aö hengja utan á sig nýjar eöa annars konar fjaörir. Notagildi fatanna hafi minna aö segja. Þrátt fyrir mikiö umrót í jafnréttisbaráttu láta konur enn í dag bjóða sér þaö aö klæöast fötum sem eru beinlínis hættuleg heilsu þeirra. Stuttbuxur á vetrum meö þeim fylgikvillum sem leiða af því. Alveg eins og lífstykkiö olli því aö innyflin þrýstust saman í líkamanum. Þaö er ekki líkaminn sem er færöur í fötin heldur fötrn sem eru færö á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.