Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Síða 20
20 DV. LAUGARDAGUR7. JANOAR1984. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál Lee Smithson gekk ígildru Faye. Cyrill Winstell lót Faye fá yfir300. OOO krónur. Hann sá þœr aldrei aftur. Þegar maður lætiir blekkjast Þaö var Max Lerner sem sagöi aö þaö væri ekki til sá glæpur sem væri eins slæmur og sá sem tær fórnarlamb- iö til aö f innast þaö vera fíf 1. Hann varmeðþessuraunarbaraað enduroröa það sem P.T.Barnum sagöi fyrir hundraö árum: „Þaö fæöist ein- feldningur á hverri mínútu.” Þaö má vel segja um Faye Ander- son aö hún hafi ekki átt langt aö sækja glæpahneigðina. Pabbi hennar, Franklin Anderson, „gáfaöur” glæpa- maöur, kenndi henni að ná peningum út úr mönnunum sem hún haföi sam- band viö. Þaö voru tvær staöreyndir sem Faye byggöi aöferö sína á. Ef þú getur fengið mann til aö trúa því aö hann sé enginn asni þá ertu nokkuð öruggur í því sem þú ert aö gera. Faye fæddist í Atlanta í Georgíu 5. mars 1955 og hún var eina barn Franklins Andersens og Jenette Ogleys. Faöir hennar var í fangelsi flest æskuár hennar. Móöir hennar sagöi aö hann væri í viðskiptaferöum og Faye haföi ekki hugmynd um óreglulega tekjuöflun hans. Síöar heimsótti hún oft fööur sinn í fangelsið og þar dó hann 1973 þar sem hann afplánaði dóm fyrir aö hafa selt hlutabréf í fyrirtæki sem varekkitil. Lögreglan gat ekki gert neitt Þegar þetta geröist var Faye 18 ára og hiin hitti ungan mann sem hét David Flathers, 23 ára, sem varö ástfanginn af henni. Eftir aö hafa þekkt hana í tvær vik- ur spuröi hann hana hvort hún vildi giftast sér. Faye vissi þá oröiö aö faöir hans var moldríkur og myndi gefa þeim væna fjárupphæö þegar þau gift- ust. Húnslótil. Faye gifti sig í hvítu og faöir David F’all.i i . bnn;aöi brúökaupiö og gaf ný- giftu parinu ávísun upp á 15000 krónur. A bi úökaupsdaginn sagöi Faye aö hann ætti að opna bankareikning sem þau gætu bæöi tekiö út af og aö hún skyldi sjá um fjárhaginn. Þaö gæti hún. David Flathers var sáttur viö þaö skipulag og daginn eftir fór hann í bankann, lagöi inn ávísun og opnaöi reikning sem Faye gat h'ka notað. Fjórum dögum síðar fór hann í vinn- una sem var í fyrirtæki fööur hans. Þegar hann kom heim síödegis og átti von á hamingjusamri eiginkonu kom í ljós aö Faye var horfin. Fötin hennar voru öll horfin, einnig tvær feröatöskur og þaö Iágu boö til hans á stofuborðinu: „Kæri David,” stóö þar. „Eg held |að það hafi veriö rangt af okkur aö gift- ast. Eg fer í burtu til að hugsa mig um. Egskrifa þér. Faye.” David Flathers reyndi aö leita aö henni en þaö var árangurslaust. Tveim dögum síöar fór hann í bankann til þess aö taka út peninga en var þá sagt aö bókin væri tóm. Konan haföi tekiö allt út af henni nema 50 krónur. Þaö var þá fyrst sem Flathers viöurkenndi að hann haföi verið hlunnfarinn. Hann fór fram á rannsókn á fortíð konunnar og komst aö því aö hann haföi verið gabbaður. Hann fór til lögreglunnar. Lögreglan sagöi honum aö hann gæti h'tiö aöhafst þar sem hann heföi sjálfur stofnað bankabókina á nafni þeirra beggja. Flathers átti aldrei eftir aö hafa hendur í hári Faye aftur. Faöir hans og lögfræðingur ráölögöu honum aö líta á þetta sem tapaö fé og sækja um skiln- aö. Þaðgerði hann. Afhjúpuð Jafnvel þó að foreldrar Faye kenndu henni vel aö svindla þá gekk henni ekki vel aö gæta f járins sem hún náði þannig. Þremur mánuðum seinna komst hún í slagtog viö smáþjófinn Charles Murray, 26 ára, og þau voru fljót aö klára peninga Davids. Þá þurftu þau aö finna upp á ein- hverju nýju og þau fóru að leita uppi velklædda menn og notuðu Faye sem agn. Þau tældu fjölda manns upp í íbúö sína og á því augnabliki sem viðkom- andi var aö klæöa sig úr kom Murray inn í herbergiö og ærðist vegna þess aö hann heföi komið aö konu sinni með öörum manni. Þaö voru ekki margir þessara manna sem voru meö múöur. Flestir létu þaö fé af hendi sem þeir höföu handbært eöa skrifuðu ávísun sem Faye fór og tók út á meðan Murray gætti þeirra. Þeir voru ekki hrifnir af því ef upp um þá kæmist hálfklædda meö konu annars manns. Þrír eöa fjórir þeirra fóru til lög- reglunnar og leynilögreglumenn voru sendir á stúfana til aö koma upp um parið. Þeir höföu góöa lýsingu á Faye og þaö haföi líka veriö bent á hana á götu. Þaö var miöaldra leynilögreglu- maöur sem þóttist vera viðskiptajöfur sem kom sér í tengsl viö Faye í anddyri hótels og bauð henni upp á drykk. Hann beindi samtalinu aö peningum og eftir nokkrar mínútur voru þau á leið- inni til herbergis hennar. Hún sagöi honum aö hann yröi að borga 750 krón- ur og þaö var ódýrt því hann var búinn aö segja henni aö hann væri ekki meö mikið fé á sér. Ef hann ætlaði aö vera hjá henni allan daginn yrðu þaö 1500 krónur. Þegar þau voru farin að klæöa sig úr kom Murray vaöandi inn í herbergiö eins og hann var vanur en að þessu sinni var þaö lögreglumaöur sem hann lenti í höggi við. „Eg er úr leynilög- reglunni og þið eruð bæöi handtekin,” sagöi hann. Murray reyndi aö stinga af en var stöðvaður af lögreglumanni fyr- ir framan dyrnar. Horfin I réttarsalnum grét Faye og var örvingluö. Hún sagöi aö þaö hefði verið illmenniö Murray sem heföi tælt hana. Hún hefði gert eins og hann skipaöi f yr- ir vegna þess aö hún var hrædd viö hann. Hún fékk tveggja ára dóm sem var breytt í þrjú ár skilorösbundið. Murray var dæmdur í 2 til 5 ára fangelsi. Viku síöar var Faye aftur kominn á stúfana. Aö þessu sinni var þaö í Miami í Florida. Hún eltist viö menn sem litu út fyrir aö vera ríkir. Hún fór með þá á hótel .Meðan þeir sváfu rændi hún af þeim öllu f émætu. Nótt eina stal hún veski. Hún fann næstum 9000 krónur í því og tvö greiðslukort. Hún sá tekjumöguleika í greiðslukortunum. Hún hóf samband viö afbrotamann aö nafni Tommy Wagener og í sameiningu stálu þau eins mörgum greiöslukortum og þau gátu. Þau geröu ekkert til aö leyna lifnaöi sínum og sex dögum síðar þegar þau stóðu í gullsmíðaverslun þar sem þau keyptu trúlofunarhring handa henni og gullarmband handa honum voru þau gómuö. Dýrustu verslunum haföi veriö gert viðvart og verslunareigandinn hringdi í lögregluna þegar hann þóttist vera aö stimpla greiöslukortiö. Wagner haföi geysilanga sakaskrá. Hann var dæmdur í 5—10 ára fangelsi og Faye fékk nú á sig skilorösbundna dóminn. Hún var náöuö 1977 og fluttist til Maeon í Georgíu. Þar krækti hún í Lee Smithson, 37 ára gamlanekkil.sem átti tvær dætur á táningaaldri. Dætur Smithson voru ánægöar meö Faye og þegar Smithson spuröi hvort hún vildi giftast sér sagöi hún sam- stundis já. Hún haföi aldrei, sagöi hún honum, hitt mann sem hana langaði til aö giftast fyrr því aö hún vildi vera viss um aö hann væri sá rétti. Hún trúöi nefnilega ekki á skilnað. Smithson var fullkomiö dæmi um þaö sem Bamum átti við þegar hann sagöi aö þaö fæddist einn auli á hverri mínútu. Hann lét hana tæla sig til aö stofna bankareikning sem þau höföu bæöi aðgang aö. Hann keypti dýr föt handa henni og jós yfir hana gjöfum. Tveimur dögum eftir aö banka- reikningurinn var stofnaður kom hún I *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.