Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Qupperneq 22
22 DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. SVIMIM Hér skammt suðvestur af Aix í Próvönsu liggur hérað sem heitir Camargue og er flatt. Þetta er raunar heljarmikill óshólmi því héraöiö er myndað úr framburði árinnar Rón sem sjálf rennur í kvíslum sín hvorum megin við téð hérað og út í Miðjarðar- hafið. Frá sjónarhóli gróöur- og dýravina er Camargue ákaflega fýsilegt því það er staösett á mörkum saltvatns og ferskvatns sem aftur leið- ir af sér afar sérstætt sambýli gróðurs og dýra. Þetta varð til þess að fyrir réttum 13 árum var héraðið gert að þjóðgaröi og hluti þess algerlega friðaður gegn átroðningi manna. I Camargue þrífast hinar ýmsu tegundir kykvenda. Þar er til dæmis fjöldi villtra nauta sem einkum eru fræg fyrir aö láta murka úr sér líf- tóruna í nautaötum viö gífurlega hrifn- ingu áhorfenda. Þar er líka fjöldi hrossa (villtra og taminna) og einnig hafast þar við fagurbleikir flamingóar á sumrum. Allt er þetta mjög vinsælt hjá ferðamönnum sem flykkjast þangaö á sama tíma og flamingóamir. Þeir höröustu leigja sér meira aö segja truntur í því skyni aö komast á sem „eðlilegastan” hátt að flamingóunum bleiku sem raunar eru aöaleinkenni staöarins ef marka má póstkort og bæklinga. mönnum aö vonum í hæsta máta dular- fullt. Gráleiti málmurinn Hvað var aö gerast hjá andapabba? Var öll ættin ölvuð? Rónáin rennur um ein mestu vínræktarhéruö Frakklands og þar búa vínræktarbændur sem eiga stórar og miklar ámur, yfirfullar af víni. Leki getur komiö að þessum ám- um en varla nóg til að fótur komist í heilt fljót. Eöa hvað? Nokkrum öndum var fargað á altari vísindanna og þær brytjaðar niöur eft- ir kúnstarinnar reglum til þess að skemma nú ekki innvolsið. I ljós kom aö sarpur þeirra var fullur af kúlum af ýmsum stærðum gerðum úr þungum gráum málmi sem kallaöur er „plumb- um” og skammstafaöur er Pb á vísindamáli en flestir kalla einfaldlega blý. Greinendumir urðu aldeilis hissa. Hvar höfðu andafíflin náð í annan eins skammt af blýi? Og hvers vegna lögðu þær sér þennan óþverra til goggs? Endur eru þó allténd engir asnar! Blýið steig þeim til höfuðs Að þessari niðurstöðu fenginni fóru greinendumir enn á stúfana, nú til þess að líta nánar á umhverfi andanna. Botnsýni úr tjömum leiddu í ljós að í leirnum var talsvert magn blýkúlna sömu geröar og fundist höfðu í sörpum andanna. Sumar þessara kúlna voru ekki ólíkar kröbbum þeim og kuðung- um sem eru aöalfæða andanna. Grein- endurnir drógu því þá vísindalegu ályktun aö endurnar hefðu þarna farið allóvarlega að ráði sínu í fæðuvalinu. Þær höfðu ef svo má segja étið úlfinn í lambsgærunni og hlotiö vímu og vankan af. Svimi og slappleiki margs- konar ku víst vera hluti af einkennum slæmrar blýeitrunar. Blýið, þessi þungi, grái málmur hafði sem sagt stigið þeim til höfuðs... En hvemig var allt þetta blý til kom- ið? Svarið var einfalt. Mörg hundruð ára samfelld skotmennska á svæðinu hafði leitt til þess að safnast hafði þar saman gífurlegt magn blýkúlna. Nægi- lega mikiö til að grassvöröurinn og tjarnarbotnar voru orönir verulega mengaðir af blýinu. Þar sannast enn gamla sparibaukakenningin að margt smátt geri eitt stórt. Enginn veit fyrir víst hversu langt er síðan mengunin náði hættumarki því að fyrir 1970 heföi aö sjálfsögðu verið búið að skjóta endurnar og snæöa löngu áöur en áöurnefndu marki mengunar hef ði verið náð. Var Rómaveldi með blýeitrun? En fleiri endur hafa orðið fyrir barðinu á þessum merka málmi en mm i ■ 1 önd í brúnni sósu Mátulega steikt villiönd í hæfilega brúnni sósu og glas af góðu rauðvíni fer að sögn kunnungra með eindæmum vel saman. Svo ekki sé nú minnst á snobbblæinn í kringum herlegheitin. Allt um það, Camargue héraöiö var um aldaraöir ákaflega vinsælt meðal skotglaöra aðalsmanna. Því voru oft famar þangaö ærið litríkar og þung- vopnaðar veiöiferöir í þeim tilgangi að auka nokkrum feitum villiöndum við annars vel bumbusíð veisluborðin. Tímar liðu og áfram var blýinu dælt. Kóngar komu, kóngar dóu og kóngum var bylt. Ríkisstjórnir voru kosnar og felldar (er sagan ekki stjómmál á minjasafni?) og alltaf var haldið áfram að skjóta í Camargue. Allt fram til ársins 1970. Þá þögnuöu byssukjaftarnir og endurnar vörpuðu öndinni léttar.... Fram til þess tíma er héraðiö var friðað höfðu sáralitlar rannsóknir farið fram á dýrunum þar og mest lítið var vitað um háttemi þeirra eða fram- komu yfirleitt. Við friöunina fóru menn að gefa þeim frekari gaum. Fugla- fræðingar og aðrir sem eitthvað töldu sig hafa til málanna að leggja tóku til starfa. Ýmis dýr voru tekin og merkt, gróðursýni tekin, heil skriöa athugana á prívatlífi svæðisins flæddi um mýrar og fen. Menn urðu náttúrlega margs vísari en eitt var það sem einkum vakti athygli þeirra: sumar endumar í Camargue höguðu sér líkt og höfuð- sóttarrollur, þær lögðu kollhúfur upp úr þurru eða gengu í eintóma hringi. Einstaka önd var stirt um flug en aðr- ar héldu varla höföi, ekki frekar en gíraffar í rússíbana. . . Þetta þótti — Frtdrik Rafnssoní Frakklandi skrifar endurnar í Camargue. Hér um daginn fræddi kunningi minn mig á þvi að sett hefði verið fram allnýstárleg kenning varðandi fall Rómaveldis hins forna. Verjendur kenningarinnar vilja nefni- lega meina aö stjórnendur heims- veldisins hafi bætt neyslu blýs ofan á annars fráleitt heilsusamlegt líferni og að þaö hafi í það minnsta ekki seinkaö fallinu mikla. Eins og alkunna er úr sögubókum fjölbrautaskólanna þótti rómverskum ekki amaleg vistin í táradalnum hér neðra. Frægar eru sukkveislumar og svallpartíin sem þeir héldu sjálfum sér eða bitlingum sínum til heiðurs og sóma. Og náttúrlega öllum til gamans og gleði nema þeim sem borguöu. Þá eins og nú uröu menn einatt nokkuö þorstlátir dagana eftir slík ógnarskaup og drukku þá gjarnan við því vatn og það mikiö. Meðaljóninn þurfti þá aö gera svo vel aö tölta með skjólutötriö sitt út i brunn ef hann vildi slökkva brennandi þorstann. Hinir betur stæðari voru hins vegar mun nær okk- ur í lífsháttum og voru með þessa forláta krana innanhúss. Mun hand- hægara og þægilegra, en að sama skapi miklu mun óhollara. Vatnsleiðsl- urnar voru nefnilega gerðar úr mjög meðfærilegu gráleitu efni sem áður hefur verið minnst á í þessu spjalli. Fínu blýleiðslumar þeirra tærðust sem sagt smátt og smátt við vatns- rennslið, vatnið rann ofan í bikara og þaðan niður háttvirt vélindu yfir- stéttarinnar rómversku. Ef við göngum út frá því sem vísu að blý verki á sama hátt á franskar endur og rómverska stjórnendur er þar kom- in enn ein kenningin um ástæður slens- ins og fúans sem hrjáði toppa róm- verska heimsveldisins skömmu eftir að miðaldra maður var negldur upp á trékross fyrir botni Miðjarðarhafs. Og þóttu ekki tíðindi. En hvemig í dauðanum átti karla- greyin að gruna að blávatnið, bróður- parturinn af þeim sjálfum, hefði geng- ið í liö með germönum? ? Aix ínóvember, Friðrik Rafnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.