Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Page 23
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984. á stjörnuhimininn átti ýmislegt eftir að ganga á áður en frægðin var höndluð. Sá sem mestan heiðurinn mun eiga af gegnumbrotinu er Chris Briggs, sendimaður Phono- gram-merkisins. Briggs þessi haföi hrifist mjög af gítarleik Stuarts á Skidstímanum og eftir að Stuart hafði snúið heim á leið gerði hann sér ferð til Skotlands til aö kanna hvað þar hefði tekið við. Við komu hans þangaö var fyrsta útgáfa Big Country við æfingar. Impóneraður mun hann ekki hafa orðið; Stuart hafði í kringum sig fjóra nábúa sem litla reynslu höfðu að baki og sam- leikurmn þótti ósannfærandi. Briggs hvatti Stuart til aö endur- skipuleggja bandið og fá reyndari menn til liðs við sig en þvert ofan í ráöleggingar hans fór Stuart meö hljómsveitina í ferðalag þar sem hún tróö upp sem opnunarnúmer fyrir Alice Cooper. „Þetta var hræðileg lífsreynsla,” segir Stuart nú þegar hann lítur til baka og bæt- ir við að hann hafi séð villu síns vegar; ekki þýddi að hafa einn for- ingja sem hinir eltu í blindni. Nauðsynlegt var að ná saman sam- stilltum og vel þjálfuðum hóp með eitt og sama markmið. 5. Bandið var leyst upp en Stuart kaus að viðhalda samstarfinu með gítarleikaranum Bruce Wilson. Þaö varð einmitt samleikur þeirra tveggja sem síðar skapaði Big Country sérstöðu. Saman lágu þeir Stuart og Bruce yfir gítarsándmu og leituðu að því eina rétta. Þeir eyddu saman öllum stundum og sömdu allmörg lög. Briggs fylgdist með þeim og varð að lokum ánægð- ur og bauð þeim til Lundúna til aö gera nokkrar demoupptökur. Um svipað leyti fékk Stuart upphring- ingu frá Butler en þeir tveir höfðu kynnst á hljómleikaferðalagi. Butler og Mark Brzezicki höfðu þá áður leikiö með Simon Towns- hend, litla bróður Pete Townshend, í tríói sem hét On The Air. Saman reyndu þremenningamir að koma undir sig fótum meö feröalagi um Bretland en skuggi Pete Townshend hvíldi yfir þeim enda stældi Sim- on eldri bróður sinn um flest. Butl- er og Mark hættu að lokum sam- starfinu og hösluðu sér völl sem sessionleikarar í Lundúnum, léku m.a. meö Pete Townshend á tveim- ur sólóplötum. Þegar Stuart síöar bauö þeim til liðs viö Big Country hafði Butler fengið annaö freistandi tilboð; Pretenders buðu honum aö slást í hópinn. Hann tók boöi um að leika á plötum Pretenders, Back On The Chain Gang, en kaus síöan aö þiggja boð Stuarts. 6. En svo aftur sé horfið að sím- hrmgingunni þá bauð Stuart þeim Butler og Mark að leika með þeim tvímennmgunum á demoupptökun- um sem fyrirhugaðar voru. Stuart færoröiö: „A fyrstu æfingunni okk- ar geröist eitthvaö sem erfitt er aö lýsa með oröum, allt féll nákvæm- lega saman og sándið sem við höfð- mn verið að leita aö — hið eina rétta — barst um stúdíóið.” Við sama tækifæri segist Briggs hafa fundiö hárin rísa á fótleggjum sín- um. Hér væri eitthvað merkilegt að gerast. Svo viss var Briggs í sinni sök aö hann bauð félögunum samn- ing á staönum og dreif þá í stúdíó til að taka upp lög á smáskífu. Ekkert skyldi sparað. Upptöku- stjórnin var fengin einum fremsta á sínu sviði í hendur, Chris Thomas (hefur unnið með nöfnum eins og Paul McCartney, Elton John, Roxy Music, Pretenders og Sex Pistols). En þegar til kom gekk málið ekki upp, hver sem ástæöan var; sándiö hafði týnst. Briggs brá í brún, hafði honum missýnst? ,,Mér leið verulega illa um siöustu jól,” segir hann sjálfur. Upptakan var samt sett á smáskífu, Harvest Home, sem rétt skreið inn á topp 100 í Bretlandi. 7. Briggs ákvað að gefa þeim eitt — og aðeins eitt — tækifæri enn. Fjór- F.v. Mark Brzezicki, Stuart Adamson, Tony Butier, Bruce Wilson. Það hefur víst efalítið komið mörgum á óvart að fyrsta breiðskífa skosku hljómsveitarinnar Big Coun- try, Crossing, skuli hafa hreppt efsta sæti í samkeppninni um bestu plötu nýliðins árs þegar poppskríbentar dagblaðanna iétu uppi skoðanir sínar hér í Helgarpoppinu fyrir viku. Crossing vann raunar á stigum, var aidrei nefnd í fyrsta sætið, en kom fyrir í sætum númer 2, 4, 5 og 6, alls nefndu plötuna fimm aðilar af ellefu og sex kusu hljómsveitina björtustu von siðasta árs. Víst er að Big Country skaust upp á stjörnuhimininn á árinu með feiknagóða frumraun. Sumir halda því fram að hljómsveitin ásamt U2 og The Alarm marki það sem koma skal í rokkinu, — all of them write rousing, guitardriven songs of hope and promise — sagði einn breskur blaðamaður og NME hefur kosið að nefna þessa nýju línu „nouveau rock”. Allt um það, ekki er seinna vænna að gera nánari grein fyrir Big Con- try. Eftirfarandi er mestu soðið upp úr ítarlegri grein um hljómsveitina sem birtist i timaritinu RoIIing Stone skömmu fyrir jól. 1. Minning kvöldsins er skýr í huga Stuarts Adamsons. Það var fyrir u.þ.b. tveimur árum, stuttu eftir að hann sagði skiliö við hljómsveitina Skids. Liggjandi í rúminu í heima- borg sinni, Dunfermline í Skotlandi, hugsandi eins og mörg kvöld á undan, rann það upp fyrir honum: Big Country! Fullkomið nafn, ein- mitt það sem hann hafði veriö að leita að, ímynd þeirrar hljómsveitar sem hann var aö ýta úr vör. Nafnið hafði tvær skírskotanir. I fyrsta lagi: Það tengdist hinu dreif- býla Skotlandi sem skipti Stuart svo miklu, bandið yröi ekki skilgetiö af- kvæmi iönaðarstórborga á borð við London; Manchester eða Liverpool, í staöinn skyldu ríkja keltnesk og þjóðleg áhrif. I öðru lagi: Nafnið skyldi tengjast metnaði hljómsveitarinnar, fyrir henni lá óhreyft landsvæði sem skyldi kannað og sigrað. 2. Stuart Adamson hafði hrifist af pönkbylgjunni 1976—77 sem mörg bresk ungmenni önnur. I huga hans geröi pönkið ungu fólki kleift að standa upp og tjá sig á sviði með þeim hætti sem það kaus. Hann leit ekki á pönkið sem tónlistarstef nu eða klæðatísku, heldur tækifæri til að setja saman tónsmíðar sem einlæg- lega túlkuðu tilfinningar flytjanda jafnt sem áheyrenda; múrinn milli tónlistarmannsins og áheyrandans skyldi brotinn niður. Þegar Skids var stofnuð í Dun- fermline 1977 voru meðlimirnir f jórir sammála í þessum efnum. Eftú- að hafa sent frá sér þrjár breiðskífur 1980 þótti Stuart sem söngvarinn, Richard Jobson, væri fallúin í sömu gryfju og flestir á undan honum: væri farinn aö upphefja sjálfan sig. Af þessum sökum hætti Stuart í Skids. Þegar Stuart fékk vitrunúia í rúmúiu var ártalið 1981. 3. Stuart Adamson fæddist raunar í Manchester en hálfs árs flutti hann með familíunni til Skotlands. Frá 12 ára aldri lék hann með ýmsum hljómsveitum og öfugt við marga aöra poppara líkaði honum skólalífiö vel. M.a. las hann mörg verk önd- vegisskálds á borð við George Or- well, D.H. Lawrence, Kafka og Chekhov. Sjálfur segir hann að tón- list geti gegnt sama hlutverki og lest- ur góðra bóka — hrífi og veki til um- hugsunar — og það reyni hann að framkvæma. Er þá mál að nefna aöra meðlimi Big Contry. Þeir eru semsagt fyrst Stuart, 25 ára gítaristi, þá Bruce Watson, 22 ára gítaristi sömuleiðis, Tony Butler, 26 ára bassisti, og loks Mark Brzezicki trommari. 4. Þótt segja megi að Big Country hafi skotið með nokkrum hraöa upp menningarnir ákváðu að fá annan upptökustjóra og fyrir valrnu varð Steve Lillywhite sem mikiö hafði unnið með U2 og aðstoðað þá í að ná upp hinu sérstæða gítarsándi sem m.a. einkennir þá hljómsveit. Steve stakk upp á því að Big Country æfði upp algerlega nýtt efni. Fyrir valinu varð lag eftir Stuart, 400 Miles, sem hann hafði samið í tilefni af feigðarflani Thatchers á Falklandseyjum. Og nú fannst týndi neistúin á ný. Lagiö fékk síöar nýtt nafn, Fields Of Fú-e, og smáskífan fór inn á topp 10. Gegnumbrotið hafði heppnast. 8. Sem fram hefur komið er Stuart Adamson ókrýndur leiðtogi Big Country. Hann og aðrir meölimú- eru þó ólatir við að múina á að Big Country sé fyrst og fremst ein heild þar sem allir leggi hönd á plóginn. Um bransann hafa þeir þetta að segja: „Ef tónlist þúi og framkoma vekur sömu kenndir og snertú- hlustendur á sama hátt og sjálfan þig átt þú skilið að ná langt. Það er okkur mjög mikilvægt að áheyrend- ur meðtaki það sem við erum að gera og taki þátt í því. I okkar aug- um á hver sá sem kaupir plötur okkar eða sækir tónleika okkar jafnríkan þátt í Big Country og við sjálfir. ,,Og ennfremur segja þeir: „It’s the people that make the group, not the group that makes the people" — mikið rétt. Big Country leggur mikið upp úr þessu sam- bandi viö aödáendur súia og gerir mikið til að hitta og skiptast á skoð- unum við þá. Hún vill helst ekki spila fyrir tugþúsundir áheyrenda í risastórum hljómleikahöllum eða á íþróttaleikvöngum þar sem sam- bandsleysið er algert. Þessi hug- myndafræði hefur m.a. orðið til þess að Big Country hefur neitað freist- andi tilboöum. Hún afþakkaði t.a.m. að vera opnunarnúmer í Ameríku- ferðWho 1982 (Clash þáði boðið meö þökkum) og einnig að vera upp- hitunamúmer fyrir David Bowie í Bretlandstúr hans síðasta sumar. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.