Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1984, Side 4
20
Hvað er á seyöi um helgina
DV. FÖSTUDAGUR 6. JULl 1984.
Sýningar
Ferðalög
LUBBURINN
Norræna húsið: Sumarsýningin 1984. Síöast-
liðinn vetur leitaði Ann Sandelin, forstjóri
Norræna hússins, eftir samstarfi við Félag
íslenskra myndmenntakennara um sumar-
sýninguna 1984. Norræna sýningin Vi ar pá
vág, sem haldin var í árslok 1982 og vakti
verðskuldaða athygU, varð kveikjan að þess-
ari sumarsýningu.
Myndmennt hefur stundum verið nefnd
„föndur” en það orö hefur neikvæða merk-
ingu í huga myndmenntakennarans. List og
verkgreinar skarast við allar (aðrar) náms-
greinar og þar eru Iögð fyrir markviss verk-
efni tU þjálfunar hugar og handa.
Island, landið mitt er þema sýningarinnar
og var það verkefni lagt fyrir nemendur f jöl-
margra skóla sl. vetur. Alis bárust u.þ.b. 800
myndir frá 20 skólum en í sýningasölum
Norræna hússins getur að Uta myndverk um
140 bama á aldrinum4—17 ára.
Tvö þessara verka voru valin til að skreyta
sýningarskrá annars vegar og veggspjald
sýningarinnar hins vegar, en þessi verk eru
unnin af Hjalta Hauk Asgeirssyni, 10 ára úr
Snælandsskóla (veggspjaldið), og Ingimar
Guðmyndssyni, 10 ára, úr Laugamesskóla
(sýningarskrá), og hefur Norræna húsið
verðlaunað þessa ungu Iistamenn með því að
gefa þeim bókina tslensk flóra.
Sýningin Island, landið mitt, stendur tU 22.
júh'. Að henni lokinni verða aliar myndirnar
endursendar til þeirra skóla sem aðild hafa
átt að þessu verkefni.
Búníngatcikningar til sýnis í anddyri Nor-
ræna hússtns.
Dagana 25. júní tU 9. júh' verður sýning í
anddyri Norræna hússins á búningateikning-
um úr tveimur kvikmyndum, sem teknar
hafa verið hérlendis. Það er sænski búninga-
hönnuðurinn UIla-Britt Söderlund sem sýnir
skissur að búningum sem hún gerði fyrir
kvikmyndirnar „Rauða skikkjan” (1966) og
„Paradísarheimt”, sem þýska sjónvarpið lét
gera.
Ulla-Britt Söderlund hefur gert búninga-
teikningar fyrir fjölda kvikmynda og fékk
m.a. óskarsverðlaun fyrir búninga í kvik-
myndinni Barry Lyndon.
Sýningin er opin eins og húsið.
Árbæjarsafn: er opið frá kl. 13.30—18 aUa
daga nema mánudaga. Leið 10 gengur frá
Hlemmi að safninu.
Listasafn Einars Jónssonar: Listasafn
Einars Jónssonar er opið daglega, nema á
mánudögum, frá kl. 13—16, en höggmynda-
garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—18.
GaUery Lækjartorg: Grafík 5 nefnist sýning
sem stendur yfir í GaUery Lækjartorgi. Eru
þaö Einar Hákonarson, Ingiberg Magnússon,
Ingunn Eydal, Jón Reykdal, og Ríkharður
Valtingojer sem sýna þar grafíkmyndir. Sýn-
ingin sem er sölusýning er opin aUa daga kl.
14—18 og stendur hún Ul 8. júU.
Útivistarferðir
Simar: 14060 og 23732
Dagsferðir sunnudaginn 8. júU:
1. kl. 8.00 Þórsmörk. 3—4 tíma stans í Þórs-
mörkinni. Verð 500 kr. Fararstjóri: Ingibjörg
S. Ásgeirsdóttir.
2. kl. 13 Fræðsluferð: Bláa lónið — Grinda-
vík—Saltverksmiðjan. Farið verður að Bláa
lóninu og fræðst um Ufverur bæði dýralif og
gróður þar undir leiðsögn Einars Inga
Siggeirssonar. Einnig verður fræðst um
nýtingu þess. Einnig verður farið út á Reykja-
nes m.a. að Saltverksmiðjunni. Kaffiveiting-
ar við Bláa lónið. Verð 350 kr. Frítt f. börn m.
fuUorðnum.
Hvað er á seyði um helgina
0 '
niiiM wB
Sauðárkrókur, en Sumarsæluviku /ýkurþar nú um helgina.
Seinni helgi
sumarsæluvikunnar
á Sauðárkróki
Sumarsæluviku þeirra Sauðkræk-
inga iýkur nú um helgina en að sögn
Erlings Amar Péturssonar sem séð
hefur um framkvæmd vikunnar
ásamt Herði Ölafssyni hefur vikan
gengið mjög vel og flest dagskrárat-
riðin f engiö mjög góða aðsókn.
Dagskrá helgarinnar verður fjöl-
breytt eins og fyrri daga vikunnar. I
dag kL 16 verður götuleikhús þar
sem Leikfélag Sauðárkróks, ásamt
hljómsveit, mun leika á götum
bæjarins. Harmóníkuball verður á
Faxatorgi kL 18 en kl. 20.30 hefjast
tónleikar í Bifröst þar sem Dúkku-
lísumar leika. Þar hefst svo dans-
leikur kl. 23. Eftir kvöldmat í dag
verður skemmtikvöld í Hótel Mæli-
felli og kántrikvöld íSælkerahúsinu.
A morgun kl. 10 hefst golfmót,
opna Volvomótið, en kl. 14 verður
knattspyrnuleikur þar sem Tinda-
stóll og Skallagrímur leika. Leikfé-
lag Sauðárkróks verður með
skemmtikvöld í Bifröst, sem hefst kl.
20 og á Hótel Mælifelli verður sumar-
sælukvöld. I Sælkerahúsinu verður
hljómlistar- og skemmtikvöld annað
kvöld. Lokadansleikur sumarsælu-
viku verður svo í Bifröst þar sem
hljómsveit Geirmundar leikur fyrir
dansi, Baldur Brjánsson sýnir töfra-
brögð og Ice-breakers sýna. Það
verður stemmning í græna salnum
að vanda þar sem sungiö verður að
skagfirskum sið.
Síðasti dagur sumarsæluvikunnar
er sunnudagurinn og þá eiga börn aö
mæta kL 10 við gagnfræðaskólann til
þess að undirbúa skrúðgönguna sem
verður kl. 14 um daginn. Kl. 11
verður guðsþjónusta í Sauðárkróks-
kirkju en kl. 13 fara hestamenn í hóp-
reið um bæinn. Síðasta atriðið á dag-
skrá Sumarsæluviku verður mikil
fjölskyldusæla sem hefst kl. 14 á
íþróttasvæðinu. Dagskráin þar
verður löng og fjölbreytt þar sem
allir f jölskyldumeölimir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. SJ
Af Hominu
til Flórens
1 gær opnaði Olafur Sveins-
son málverkasýningu í sýn-
ingarsal veitingastaðarins
„Homið” í Hafnarstræti. Er
þetta þriðja einkasýning
Olafs, sem er aðeins tvítugur
að aldri, ættaður frá Lamba-
vatni á Rauðasandi en faðir
hans er einn af fáum mynd-
skemm sem enn em starf-
andihérálandi.
Olafur hefur teiknaö og
málað allt frá því hann fyrst
gat lyft blýanti og hyggur á
frekari landvinninga í list
sinni. Að lokinni sýningunni á
Hominu er ferðinni nefnilega
heitið til Flórens á Itah'u þar
sem numið skal næstu árin.
Á sýningunni á Horninu em
15 vatnslita- og pastelmyndir
og era þær allar til sölu á við-
ráðanlegu veröi. Sýningin
verður opin til 5. ágúst.
Þannig lítur ein mynda Ólafs út.
Siglfirðingar í Alþýðu
Menningarsamtök Norðlendinga
kynna verk örlygs Kristfinnssonar í
Alþýðubankanum á Akureyri næstu
tvo mánuöina. örlygur er Siglfirð-
ingur. Hann stundaði nám við Mynd-
lista- og handiðaskóla Islands frá
1969-1973. örlygur hefur haldiö fjór-
ar einkasýningar, þrjár á Siglufirði
og eina í Reykjavík og einnig tekið
þátt í mörgum samsýningum hér-
lendis og í Finnlandi.
JBH/Akureyri
Þriðjud. 10. júli:
Oplft hús kl. 17—22 aö Lækjarg. 6a: Sérstök
kynning á sumarleyfisferðum t.d. Borgar-
fjörður eystri — Loðmundarfjörður. Mynda-
sýning. Allir velkomnir. Sjáumst.
Miðvikud. 11. júlí kl. 20:
Strompahellar. Hellaskoðun. M.a. skoðaður
Bláfjallageymur og Rósahellir. Hafið ljós
með. Verð 250 kr., frítt f. böm.
Fimmtud. 12. júlí kl. 8.00. Þórsmörk. Sumar-
dvöl. Góö gistiaðstaða í Básum.
Sumarieyfisferðir Útivistar:
1. Færeyjar 14.—21. júli. Einstakt tækifæri.
Verð aðeins 7200,- kr. Skoðunarferðir,
náttúruskoðun. Fararstjóri: Þorleifur
Guðmundsson.
2. Landmannalaugar—Þórsmörk 11.—15. júlí,
5 dagar: Bakpokaferð um Hrafntinnusker—
Alftavatn og Emstrur. Fararstjóri: Kristinn
Kristjánsson.
3. Borgarfjörður eystri—Breiðavík—Loð-
mundarfjörður. 22.-29. júlí, 8 dagar. Göngu-
ferðir. Skrautsteinar. Mikil náttúrufegurð.
Fararstjóri: Jón Júlíus Elíasson.
Homstrandir—paradis á norðurhjara.
1. Homstrandir—Horavfk 13.22. júlí, 10 dagar.
Tjaldað við Höfn. Skemmtilegar gönguleiðir í
allar áttir t.d. á Hombjarg og Hælavíkur-
bjarg.Fararstjórar: LovisaogOIi.
2. Aðalvík—Jökulfirðir—Homvik.
Bakpokaferð. Fararstjóri: Kristján M.
Baldursson. 3. Aðalvik. Tjaldað við Látra og
gengið til aUra átta.
4. Hornvík—Reykjafjörður. Gengið á 4 dögum
tU Reykjafjarðar og síðan dvaUð þar, m.a.
gengið á Drangajökul. Fararstjórar: Lovísa
ogOU.
5. Reykjafjörður. Tjaldbækistöð með
gönguferðum í ýmsar áttir.
6. Hrafnsfjörður—Ingólfsfjörður 25. júlí—1.
ágúst, 8 d. Bakpokaferð. 3 hvUdardagar.
Hestaferð—veiði á Amarvatnsheiði.
Vikulegarferðir.
Þórsmörk. Sumardvöl í Básum er ódýrasta
sumaríeyfið. Góö aðstaða í hálfa eða eina
vUtu. Upplýsingar og farmiðar á skrifst.
Lækjargötu 6a. Sjáumst.
Ferðafélagið Utivist.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 6.—8. júlí:
1. Miðfjörður — Vatnsnes — SótafeU (Húna-
þing). Gist í húsl Skoðunarferðir um fjöl-
breyttlandslag.
2. Þórsmörk, gist í Skagfjörðsskála, en þar er
aðstaða sem ferðamenn sækjast eftir. Skipu-
lagðar gönguferðir um Mörkina.
3. Landmannalaugar, gist i sæluhúsi F.l.
Fönguferðir um Laugasvæðið.
4. Eiríksjökull og kringum EiríksjökuL Gist í
tjöldum við Draugagil (1 nótt), í Jökulkrók (1
nótt). Gengið yfir Eiríksjökul eða umhverfis.
Jeppar flytja farangur. Fararstjóri: Þor-
steinn Þorsteinsson o.fl.
5. HveraveUir, gist í sæluhúsi F.I. Skoðunar-
ferðir í nágrenni HveravaUa.
Farmiðasala og aUar upplýsingar á skrif-
stofu F.L, öldugötu 3.
Dagsferðir Ferðafélagsins 8. júlí (sunnudag):
1. kl. 09. Þríhymingur — Fljótshlíð. Farar-
stjóri: Tryggvi HaUdórsson. Verð kr. 400.
2. kL 09. Þórsmörk — dagsferð. Verð kr. 650.
3. kl. 13. Skálafell (sunnan HeUisheiðar) —
Trölladalur. Fararstjóri: Hjálmar
Guðmundsson. Verðkr. 250.
Miðvikudag 11. júli:
kL 08. Þórsmörk — sumarleyfisgestir athugi
aðpantatímanlega.
KL 20. Hrauntunga — Gjásel. Létt kvöld-
ganga. Verðkr. 150.
Tilkynningar
Sjálfsbjörg
æskulýðsnefnd og skemmtinefnd Sjálfs-
bjargarhússins standa fyrir garðveislu á
morgun, laugardaginn 7. júlí, í garði Sjálfs-
bjargarhússins, Hátúni 12. Létt gaman og
grillaðar pulsur. Tekið verður vel á móti ÖU-
um aldurshópum.
Nefndirnar.
Umhverfisfræösla
á Þingvöllum
Föstudaga—þriðjudaga er einn af starfs-
mönnum þjóðgarðsins staddur við hringsjá á
vestari brún Almannagjár kl. 8.45. Þaðan
gengur starfsmaður með gestum norður eftir
g jánni og á Lögberg. Á föstudögum og laugar-
dögum kL 14.00 er í boði gönguferð f rá Köstul-
um aö Skógarkoti og þaðan inn á Leirá.
Gengið verður undir leiðsögn starfemanna
þjóðgarðsins eftir þeim stígum sem þama er
að finna. A föstudögum og laugardögum kl.
16.00 verður einnig gengið frá Vellandkötlu
austur eftir Konungsveginum upp Hrafngjár-
hallinn að Klukkustíg. Sams konar leiðsögn
verður umhöfð og í fyrri tilvikum. Á Iaugar-
dagskvöldum kl. 20.30 verður kvöldvaka í
Þingvallakirkju eða í nágrenni hennar. Sagt
verður frá Þingvöllum og ýmiss konar efni
flutt er varðar sögu þeirra og náttúru. Kvöld-
vöku lýkur með náttsöng í Þingvallakirkju kL
21.30. Á sunnudögum fer fram guðsþjónusta í
Þingvallakirkju kl. 14.00.
„Á morgun er
sólin græn"
Sýnt i Dynheimum Akureyri:
Danski leikflokkurinn „Musikteatergrupp-
en Ragnarock”, sem staddur er hér á landi í
boði Leikklúbbsins Sögu á Akureyri og leik-
félaganna í Kópavogi og Mosfellssveit, sýnir
leikritið „I morgen er solen gron” (A morgun
er sólin græn) í félagsmiðstöðinni
Dynheimum á Akureyri um helgina. Sýning-
amar verða á laugardag og mánudag (7. og 9.
júlí) og hefjast klukkan 20.30.
Leikritiö gerist að lokinni kjamorkustyrj-
öld. Lítill hópur frumstæðra manna hefur lif-
að sprengjuna af og býr í sátt og samlyndi á
svæði þar sem geislavirkni er lítil sem engin.
„Siðmenningin” heldur þó um síðir innreið
sína í þorpið. Aðrir menn hafa einnig lifað
styrjöldina af og búa í einangraðri, sótt-
hreinsaðri borg. Þetta fólk uppgötvar íbúa
þorpsins og hina frumstæðu Ufnaðarhætti
þeirra af slysni og er þá ekki að sökum að
spyrja: Gera þarf fólkið siðmenntað og laga
það að lifnaðarháttum „nútimafólksins”.
Ragnarock er unglingaleUthús og hefur um
nokkurra ára skeið haft samvinnu við Leik-
klúbbinn Sögu. Meöal annars fór Saga í leik-
ferð til Danmerkur haustið 1982 í boði flokks-
ins og nú endurgeldur danski hópurinn þá
heimsókn. Yfir 30 manns taka þátt í þessari
viðamiklu sýningu Ragnarock. I henni er
mikil tónUst og fjömg og áhorfendur taka
virkan þátt i leiknum. Leikritið er flutt á
dönsku en sérstök áhersla hefur verið lögð á
að skýra framsögn með tilUti til felenskra
áhorfenda. Leikendur era flestir á aldrinum
14—20ára.
Leikstjórar sýningarinnar eru Flemming
Scheutz og Joachim Clausen.
Ættarmót að Laugum
í Dalasýslu
Nú um helgina, 7.-8. júlí , verður haldið
ættarmót að Laugum í Dalasýslu. Þar koma
saman afkomendur Guðbjargar Bjamadóttur
og Bjama Bjamasonar frá Eyri í Amarfirði.
Afkomendur og makar teljast vera um 650
talsins og hafa tæplega 400 tilkynnt þátttöku.
Mótið hefst með varðeldi kl. 22.00 í kvöld og
lýkur seinni part sunnudags. Setningin sjálf
er kl. 13.00 á Iaugardeginum. Verður þarna
margt til gamans gert og mun m.a. ættin
rakin allt aftur til ársins 570. Getur þar
margra stórmenna svo sem Ingólfs Amar-
sonar, Haralds hárfagra og Valdimars Leós.
Sökum mjög góðrar gistiaðstöðu mun veðri
ekki leyft að setja strik í reikninginn. Nánari
uppl. í símum 93-1496 (Valdimar) og 666357
(Krfetján).
Drætti í happdrætti
unglingalandsliðs kvenna
í handknattleik frestað
Drætti í happdrætti unglingalandsliðs kvenna
í handknattleik hefur verið frestað til 31. júlí.
Upplýsingar um vinninga verða veittar í síma
685422.
Bústaðakirkja.
Minningargjafir og fram
kvæmdir
Enn hefur borfet höfðingleg gjöf í gluggasjóö
vegna steindra glugga í Bústaðakirkju. Við
messugjörð í byrjun síðasta mánaðar til-
kynnti sóknarpresturinn um eina sh'ka. Er
hún til minningar um Gunnar Bjamason frá
öndverðamesi, en hann hefði orðið sextugur
nú í vor. Frú María Ámadóttir færði kirkju
sinni þessa gjöf til minningar um mann sinn.
Og er þakklæti nú enn komið á framfæri
fyrir höföingsskap og ræktarsemi við kirkj-
una.
Þá hafa vegfarendur tekið eftir því að hafist
hefur verið handa um smíð klukkuports við
Bústaðakirkju, en það hefur mörgum falhð
miður að ekki hefur verið hægt að hringja til
helgra tíða, og þá enn frekar að ekki hefur ver-’
ið hringt h'khringingu við útfarir. En nú
stendur til aö bæta úr þessu. Reisir Þórður
Kristjánsson byggingameistari klukkuportið
og hafa nokkrir einstaklingar tekið saman
höndum um að standa undir kostnaði af fram-
kvæmdum og kaupum á kirkjuklukkum, sem
pantaðar eru frá Noregi. Ekki er enn fyllilega
vitað hver kostnaður verður eða framlög gef-
enda. En turninn með klukkum sinum bætir