Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1984, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 26. JULl 1984. (þróttir Sagt eftir leikinn: „BliKarféllu með sæmd” sagði Hörður, þjálfari ÍA „Þetta var ekta bikarleikur. Við vorum betri liðið í leiknum. Við unnum vítaspymu- keppnina vegna þess að við erum með lang- besta markvörðinn á íslandi i dag. Það er alltaf gaman að leika gegn Blikunum. Þeir reyna alltaf að spila knatt- spymu. Það má segja að þeir hafi fallið með sæmd. Ég vil engu spá um frambaldið og gef ekki út neinar yfirlýsingar eins og Hólmbert,” sagði Hörður Helgason, þjálfari Akuraesinga, eftir leikinn gegn Breiðabliki í gærkvöldi. -SK. „Fannst við vera betri” sagði Sigurjón, UBK „Mér fannst við vera betri aðiiinn í þess- um skemmtilega leik. Það er aUtaf einhver slembUukka sem fylglr Skagamönnum. Við höfum aUtaf haft nokkuð góð tök á þeim en okkur vantar alveg að skora mörk. Við spU- uðum mjög vel allan leikinn en ef ég vissi ástæðuna fyrir því að okkur tókst ekki að skora í þessum leik þá myndi ég segja þér hana,” sagði Sigurjón Kristjánsson í Breiða- blikl eftlr leikinn í gærkvöldi. -SK ff „Þetta var erfiður leikur á erfiðum veUi. Mér fannst það ekki ósanngjamt að við skyldum standa á jafntefli eftir venjulegan leiktima. Bjami Sigurðsson sannaði það i kvöld að hann er langbesti markvörður sem við eigum í dag. Leikurinn i undanúrsUtun- um leggst vel í mig en Þróttarar verða erfið- ir. Við verðum að taka á öUu okíiar ef viö eig- um að vinna þann leik. Ef svo fer að við vinnum þá er mér nákvæmlega sama hvort við fáum Fram eða KR í úrsUtunum,” sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna. -SK. „Tók sjensinn á hægra horninu” sagði Bjarni markvöröur „Þetta var gott viti fajá Jóni. Boltinn var ekki meira en boltalengd frá stönginni. Ég tók sjensinn, skutlaði mér i hægra hornið um leið og hann spyrati knettinum og er að sjálfsögðu mjög ánægður með árangurinn. „Blíkarair spUuðu mjög vel en samt fannst mér vanta meiri kraft í þá á stund- um. Dómarinn var mjög nákvæmur í vita- spymukeppninni og hefði að ósekju mátt gefa okkur markvörðunum meiri tækifæri á að hreyfa okkur,” sagði hetja Skagamanna í gærkvöldi, Bjarai Sigurðsson markvörður, en hann' tryggði Skagamönnum réttinn til að leika i undanúrslltum bikarkeppnlnnar með því að verja síðasta víti Blikanna í gær- kvöidi. -SK „Geysilega ánægður með mina menn ff „Ég er geysilega ánægður með mína menn. Liðið lék af mun meiri yfirvegun í kvöld en i undanförnum leikjum og þetta er allt á réttri leið. Við erum nú úr leik í bikarnum og stefnum nú að þvi aliir sem einn að halda sæti okkar i 1. deild. Mig langar endilega að koma því að hversu ánægður ég er með Kjartan Olafs- son, dómara leiksins. Hann er okkar lang- besti dómari um þessar mundlr. Hann hefur mikla yfirferð og sér vel það sem fram fer á veUinum. Ég er sérstaklega ánægður með það hversu góðan tíma hann gaf okkur þjólf- urunum tU þess að hlúa að leikmönnum sem meíddust. Dómgæslan í þessum leik var óað- finnanleg,” sagði Magnús Jónatansson, þjálfari BreiðabUks, eftir leikinn gegn ÍA. -SK. sa langbesti” sagði fyríriiði Skagamanna - sagði Magnús, þjálfari UBK Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþrótti \BÖTNAÐÍÉKKERÍ | IMOTABOK KSI Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DVíBelgíu. Ritari Belgíumeistara Bevcren, van Gutham, situr nú við það öUum stundum að fletta mótabók KSÍ. Hann fékk hana frá Akurneslngum eftir að Beveren og Akranes drógust saman i 1. nmferð Évrópubikarsins, keppni meistaraliða. Gutham hringdi til min i gær og bað um aðstoð, — það væri hreinasta kínverska fyrir sig að lesa í móta- bókinni. Bað mig sem sagt að finna út Ieikdaga Akurnesinga á Islands- mótinu, því að þjálfari Beveren, Rick Powels, hefur hug á því að sjá Akurnesinga leika að minnsta kosti tvivegis áður en að Evrópuleiknum kemur. Þeir félagar hafa þó sett upp dæm- iö þannig að komist Akurnesingar í úrsUt bikarkeppni KSI 26. ágúst muni þjálfarinn sjá þann leik og þá annað hvort leik KR-Akranes eða Þróttar-Akranes í 16. og 17. umferð 1. og 8. september. Ef Akranes kemst | ekki í úrsUtaleikinn sér þjálfarinn I hina tvo leikina. | I I I I KB/hsfm. Mark McGhee í átta leikja keppnisbann? Skoski landsUðsmaðurinn í knatt- spyrnu, Mark McGhee, var rekinn af leikveUi í leik Hamburger SV og áhugamannaliðsins Tuspo Ziegenhain sem Hamburger vann, 6—0. Fjórtán minútur voru til leiksloka þegar McGhee fékk reisupassann eftir að hafa lamið einn áhugamanninn í magann. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir Hamburger og McGhee. Hann á nú yfir höfði sér átta leikja bann vegna brottvísunarinnar. McGhee var keyptur til Hamburger frá Aberdeen fyrir skömmu fyrir 1,1 milljón marka og ef hann verður dæmdur í bann mun hann missa af fjórum fyrstu leikjum Hamburger í Bundesligunni. -SK Plakat það, sem fylgdl þýska blaðinu, FussbaU Magazin, og sýnir Ásgeir hampa meistaraskUdinum þýska. Snilli Ásgeirs enn umræðuefni þýskra blaða: „Fær augu allra sem sjá til að standa á stilkum” w — segirGuido Buchwald hjá Stuttgart um Asgeir íþýska blaðinu Fussball Magazin Ekkert lát er á lofsyrðum í garð Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stuttgart. í blaðinu FussbaU Magazin, sem nýlega er komið út, er þriggja síðna umsögn og viðtal við Ásgeir og fjöldi Iitmynda. Má þar nefna heilsíðumynd og plakat sem fylgir blaðinu. Á því er risastór mynd af Ásgeiri þar sem hann hampar meistarskildinum sem Stuttgart vann svo eftirminnUega á siðasta keppnis- timabUi. Hinum megin á plakatinu er mynd af Evrópumeistaraliði Frakka. Þykir það gífurlega mikUI heiöur að skreyta plakat þessa víðlesna blaðs. Blaðamaður blaðsins fer fögrum orð- um um Ásgeir og við grípum niður í frásögn hans og fleiri. Blaöamaðurinn Roland Dangelmai- er segir: „Stuttgart á eitt stórstirni, Ásgeir Sigurvinsson, en margar stjörnur. Ásgeir er sennUega síðasti móhikaninn af líklega útdeyjandi kyn- slóð þeirra sem geta stjórnaö alger- lega leik knattspyrnuliðs. Líkja má Ásgeiri við Beckenbauer, Giinter Netzer og Overath. Hann getur aUt. Hefur alla nauösynlega tækni,. getur gert aUa hluti upp á eigin spýtur og síð- ast en ekki síst þá skorar hann mikið af mörkum. Stjarna Ásgeirs bUkar hæst eftir Evrópukeppnina í Frakklandi,” segir blaðamaðurinnoghelduráfram: „Það vita aUir þýskir áhugamenn um knatt- Friðrik er tvíbrotinn Það á ekki af Friðriki Friðrikssyni, markverði BreiðabUks, að ganga. Hann meiddist Ula i leiknum gegn Akuraesingum í gærkvöldi, nef- og kinnbeinsbrotnaði. Varð hann að yfir- gefa leikvöllinn í fyrri hluta framleng- ingarinnar og EÚar Erlingsson tók stöðu hans og stóð sig óaðfinnanlega. Friðrik var iUa útleikinn er hann var fluttur á Slysavarðstofuna í skyndi, nefið skakkt og annað augað stokk- bólgið svo að hann gat ekki opnaö það. Fyrir var Friðrik meiddur á fæti eftir að einn Framari haföi stigið ofan á hann í leik Fram og BreiðabUks á mánudaginn var. Friðrik verður því væntanlega frá keppni um nokkum tíma en Blikar þurfa ekki að óttast næstu leiki því þeir eiga mjög efnUeg- anmarkvörðþarsemElfarer. -SK. Vantarmótherja Væntanlegt er tU landsins þýskt lið sem leikur í 2. deUd í þýsku BundesUg- unni og var fyrirhugað að það léki vin- áttuleik gegn BreiðabUki á sunnudags- kvöld. Nú er aUt útlit fyrir að leik BreiöabUks og Þórs frá Akureyri verði frestað tU sunnudagskvölds, þó að um það hafi ekki verið tekin nein ákvörð- un, og þar með geta BUkarair ekki leik- ið gegn þeim þýsku. Ef svo fer að BUk- ar og Þórsarar leika á sunnudaginn þá eru þau félög sem áhuga hafa á að leika æfingaleik gegn Þjóðverjunum beðin að hafa samband við Pétur Ömar, Uðsstjóra BreiðabUks, í sima 40082. -SK. spyrnu að ef Ásgeir hefði veriö í þýska Uðinu hefði liðið án efa náð miklu betri árangri. Hann hefur sýnt mikla galdramennsku í knattspyrnunni og hefur á allan hátt skarað fram úr,” segir Roland Dangelmaier. Og ekki eru amaleg ummæU Guido Buchwalds, félaga Ásgeirs hjá Stutt- gart, en hann segir í greininni: „Sigi gerir hluti á knattspyrnuveUinum sem fá augu allra sem sjá til að standa á stilkum.” -SK YFIRLYSING FRA VIKINGI vegna félagaskipta Aðalsteins Aðalsteinssonar í kjölfar fréttar DV í gær þar sem sagt var frá fyrirhuguðum félagaskipt- um Aðalsteins Aðalsteinssonar hefur knattspyraudeUd Víkings óskað eftir að koma á framfæri eftirfarandi: Fyrir hönd knattspyraudettdar Vík- ings harma ég þá frétt í DV í gær að Aðalsteinn Aðalsteinsson sé farinn að æfa með KR. Eins og knattspyrnuunnendur vita er Aðalsteinn einn okkar efnilegustu knattspyraumanna í dag og drengur góður. Þjálfari og knattspyraudettd Víkings hefðu kosið og fundist eðlileg- ast að Aðalsteinn hefði rætt þessa ákvörðun sína við okkur á undan DV. Því eins og fram hefur komið höfðum við ekki minnstu hugmynd um að hann væri óánægður og því síður að hann væri að skipta um félag. Við óskum Aðalsteini alls hins besta og góðs geng- is á komandi árum og erum þess full- vissir að KR hefur hlotnast góður liðs- styrkur. Með íþróttakveðju. Form. knattspyrnudettdar Víkings. Guðgeir Leifsson. ENN VEX SKEGG AKURNESINGA Ef Skagamenn halda áfram á þeirri sigurbraut sem þeir hafa fylgt það sem af er sumri er hætt við að leikmenn liðsins verði orðnir skeggprúðir þegar nær dregur hausti. Þeir hafa nefnilega ákveöið, allir sem einn, að raka sig ekki fyrr en þeir verða slegnir út úr bikarkeppninni. Og eins og staöan er í dag þá eru sigur- möguleikar Skagamanna gegn Þrótti á heimavelli miklir og úrsUtaleikurinn er á dagskrá 26. ágúst. Þá ættu leik- menn IA að verða orðnir „skógi vaxn- ir” og óárennilegir. „Nema þeir allra yngstu. Þeim er ekki farin að vaxa grön ennþá,” sagði Sigurður Lárusson, fyrirUði Skagamanna, í gærkvöldi og kimdiíátttilvaramannaUðsins. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.