Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984.
17
Sjónvarp
Sjónvarp
Laugardagur
10. nóvember
16.00 Hildur. Annar þáttur. Endur-
sýning. Dönskunámskeið í tíu þátt-
um.
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
BjarniFelixson.
18.30 Enska knattspyrnan.
19.25 Bróðir minn Ljónshjarta.
Annar þáttur. Sænskur framhalds-
myndaflokkur í fhnm þáttum,
gerður eftir samnefndri sögu eftir
Astrid Lindgren. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 í sælureit. Nýr flokkur. —
Fyrsti þáttur. Breskur gaman-
myndaflokkur í sjö þáttum. Aðal-
hlutverk: Richard Briers og
Felicity Kendall. John Good hefur
fengið sig fullsaddan á starfi sínu,
lífsgæðakapphlaupinu og amstri
borgarlífsins. Hann ákveður að
söðla um, sitja heima og rækta
garðinn sinn ásamt eiginkonunni.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
21.05 Heiisað upp á fólk. Þórður í
Haga. Fyrsti þótturinn í röö
stuttra viðtalsþátta sem Sjón-
varpið lætur gera, en í þeim er
heilsað upp á konur og karla víðs-
vegar um land. 1 þessum þætti er
staldrað viö í túnfæti hjá Þórði
bónda Runólfssyni í Haga í
Skorradal, en um hann orti Þor-
steinn skáld Valdimarsson kvæði
sem heitir einmitt Þórður í Haga.
Á veturna er Hagi eina byggða ból-
ið í innanverðum dalnum og
Þórður oft einangraður vikum
saman. Þótt hann sé aö nálgast
nírætt er Þórður sprækur eins og
unglamb og lætur einveruna
ekkert á sig fá. Umsjón: Omar
Ragnarsson. Myndataka: Ömar
Magnússon. Hljóð Sverrir Kr.
Bjarnason.
21.35 Kagemusha. Japönsk verð-
launamynd frá 1980. Höf. og leik-
stjóri Akira Kurosawa. Aðalhlut-
verk: Tatsuya Nakadai, Tsutomu
Yamazaki og Kenichi Hagiwara.
Myndin gerist í Japan á 16. öld en
þá bjuggu Japanir við lénsskipu-
lag herstjóra og innanlandsófriö.
Dæmdum þjófi er bjargað frá
hengingu svo að hann geti tekið aö
sér hlutverk deyjandi herstjóra
sem hann líkist mjög. Þýðandi
Jónas Hallgrímsson.
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
11. nóvember
16.00 Sunnudagshugvekja.
16.10 Óperutónleikar í Vínarborg.
Tólf óperusöngvarar frá ýmsum
löndum, sem hlutskarpastir urðu í
alþjóðlegri söngkeppni, flytja aríur
úr þekktum óperum og taka við
verðlaunum. Sinfóníuhljómsveit
austurríska útvarpsins leikur,
Heinrich Bender stjórnar. Kynnir
er Peter Rapp. Þýöandi Veturliði
Guönason. (Evróvision — Austur-
ríska sjónvarpið).
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmenn
eru Ása H. Ragnarsdóttir og Þor-
steinn Marelsson. Stjórn upptöku:
Valdimar Leifsson.
18.50 Hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku. Um-
sjónarmaður Magnús Bjarnfreðs-
son.
20.55 Glugginn. Þáttur um listir,
menningarmál og fleira. Um-
sjónarmaður Sveinbjörn I. Bald-
vinsson.
21.40 Marco Polo. Lokaþáttur.
Italskur framhaldsmyndaflokkur í
fjórum þáttum. Þýðandi Þorsteinn
Helgason.
00.10 Dagskrárlok.
Mánudagur
12. nóvember
19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Tommi
og Jenni, Sögurnar hennar Siggu,
Bósi, Sigga og skessan.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 í fullu fjöri. 2. Nótt sem
aldrei gleymist. Breskur gaman-
myndaflokkur í sex þáttum. Þýð-
andi Ragna Ragnars.
21.05 iþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.40 Kveikjan aö 1984. (The Roadto
1984). Bresk sjónvarpsmynd eftir
Willis Hall. Leikstjóri David
Wheatley. Aðalhlutverk: James
Fox ásamt Janet Dale og Julia
Goodman. Myndin er um breska
rithöfundinn George Orweli sem
ritaöi m.a. „Félaga Napóleon” og
„1984”. Einkum er staldraö við þá
atburði sem mótuðu skoðanir Or-
wells og uröu kveikjan aö sögunni
„1984”. Gengið er út frá að „1984”
sé ekki beinlínis framtíðarspá
heldur viövörun gegn kúgun og
einræðisöflum sem Orwell kynnt-
ist sjálfur í samtíð sinni. Þýðandi
Rannveig Tryggvadóttir.
23.05 Fréttir í dagskrárlok.
Þriðjudagur
13. nóvember
19.25 Míka. Lokaþáttur. Sænskur
framhaldsmyndaflokkur um
samadrenginn Míka og ferð hans
meö hreindýrið Ossían til Parísar.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þulur Helga Edwald.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.40 Saga Afríku. 6. Væna sneið af
Afrikukökunni. Breskur fram-
haldsmyndaflokkur í átta þáttum.
Umsjónarmaður Basil Davidson. I
þessum þætti verður fjallaö um
nýlendutímann í sögu Afríku. Þýð-
andi og þulur Þorsteinn Helgason.
21.50 Njósnarinn Reilly. 6. Baráttan
um bryndrekana heldur áfram.
Breskur framhaldsmyndaflokkur
í tólf þáttum. I síðasta þætti var
Reilly í Pétursborg að semja við
Rússa um kaup á nýjum herskip-
um af þýskri skipasmíðastöð.
Hans forni fjandi, Zaharoff, er þar
í sömu erindum fyrir Breta. Reilly
kemur sér í mjúkinn hjá Nadíu,
konu rússneska flotamálaráöherr-
ans. Þýðandi Kristmann Eiösson.
22.40 Umræðuþáttur.
23.30 Fréttir í dagskrárlok.
Miðvikudagur
14. nóvember
19.25 Aftanstund. Barnaþáttur meö
innlendu og erlendu efni: Sögu-
hornið; Velvakandi og bræður
hans. Sögumaöur Eiríkur Stefáns-
son, myndir eftir Tómas Tómas-
son. Litli sjóræninginn, Tobba og
Högni Hinriks.
19.50 Fréttaágrlp á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.40 Nýjasta tækni og vísindl.
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.15 Þyrnifuglarnir. Fjórði þáttur.
Framhaldsmyndaflokkur í tíu
þáttum, gerður eftir samnefndri
skáldsögu eftir Colleen McCull-
ough. Aðalhlutverk: Richard
Chamberlain og Rachel Ward.
Efni síðasta þáttar: Meggie er nú
orðin átján ára fríöleiksstúlka og
fer ekki leynt með ást sína á séra
Ralph sem stenst þó freistinguna.
Mary Carson deyr, nóttina eftir 75
ára afmæli sitt. Taiið er víst að
hún arfleiði Paddy og fjölskyldu
hans að eigum sínum en í ljós
kemur að hún hefur ánafnað
kaþólsku kirkjunni auöæfum sín-
um. Þýðandi Oskar Ingimarsson.
22.05 Tígrisstríðið. Bresk heimilda-
mynd um Þjóöarher Indverja og
leiðtoga hans. Þeir höfnuðu hug-
myndum Gandhis um andspyrnu
án ofbeldis og háðu stríö gegn
Bretum viö hliö Japana. Tákn
þeirra var ekki spunarokkur held-
ur tígrisdýr. Atburðir þeir sem hér
er lýst koma við sögu í nýjum
framhaldsmyndaflokki; „Dýrasta
djásnið” sem hefst á sunnudags-
kvöldiö. Þýðandi Helgi Skúli
Kjartansson.
23.00 Fréttir í dagskrárlok.
Sjónvarp á morgun, kl. 21.35: Sjónvarpsmyndin á laugardaginn er japanska verðlaunamyndin Kage-
musha. Er það meiriháttar verk sem hefur verið sýnt i kvikmyndahýsum hór og víða um heim og alls
staðar fengið frábœra dóma. Það er samt eins gott að vera þolinmóður fyrir framan tækið þvi myndin
er liðlega þriggja og háifrar klukkustundar löng og japanska er ekki tungumál sem allir fara látt með
hór á landi.
Sjónvarp á morgirt, laugardag, U.
21.05: Hann Ómar Ragnarsson hef
ur kynnt okkur fyrir mörgum
merkilegum persónum bæði i
fróttum og þáttum sínum i sjón-
varpinu um dagana. Hann fer af
stað með nýjan þátt núna á morg-
un. Þá mun hann heilsa upp á fólk
víða um land og hann byrjar á þvi
að heilsa upp á Þórð i Haga sem
er að nálgast nírætt og lætur samt
einveruna i sveitinni ekki á sig fá
eða skemma sitt góða skap.
Sjónvarp næsta sunnudag kl.
20.55: Fyrsti Glugginn á þessum
vetri verður opnaður i sjónvarpinu
á sunnudagskvöldið. Sveinbjörn I.
Baldvinsson opnar þann glugga og
sýnir okkur þá meðal annars frá
æfingu á nýju leikrití Árna Ibsen
sem frumsýnt verður í Egg-leik-
húsinu um helgina. Þá mætir
Bubbi Morthens og Das Kapital i
Gluggann, fjallað verður þar um
tvær íslenskar kvikmyndir, Dalalíf
og Kúreka norðursins, og sýnt
verður frá æfingu á óperunni
Carmen og rætt við Carmen sjálfa,
Sigriði Ellu Magnúsdóttur.
Sjónvarp á þriðjudag kl. 19.25: Samadrengurinn Míka og hreindýrið hans
hafa farið víða um Evrópu i sænska framhaldsmyndaflokknum sem við
fáum að sjá á þriðjudaginn. En nú er komið að ferðalokum hjá þeim
báðum.
Sjónvarp á miðvikudaginn og sunnudaginn þar næsta: Við sögðum frá
þvi i vikunni að sjónvarpið myndi hefja sýningu á nýjum framhalds-
myndaflokki á næstunni. Er það myndaflokkurinn Dýrasta djásnið sem
fjallar um atburði sem gerðust á Indlandi á árunum 1942 tíl 1947. Á
miðvikudagskvöldið verður sýnd heimildarmynd sem tengist þeim at-
burðum, en sýningar á honum hefjast á sunnudaginn í næstu viku. /
myndinni á miðvikudaginn er sagt frá Þjóðarher Indverja og leiðtoga
hans, en hann barðist gegn Bretum við hlið Japana.
Sjónvarp nœsta sunnudag kl. 21.40: Siðastí hlutí ítalska framhalds-
myndaflokksins Marco Polo verður á dagskrá sjónvarpsins á sunnudags-
kvöldið. Þættirnir tíl þessa hafa allir verið mjög góðir og mikið hefur
verið i þá lagt. Við vonum svo að sá siðasti gefi þremur fyrri þáttunum
ekkert eftír hvað þetta eða annað varðar.