Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1985, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR17. JANUAR1985. 15 tiltölulega hærra á regnboganum ef eitthvað er. Regnbogann er hægt að ala í sjó á sumrin eins og viö ætlum að gera. Þetta er víða hægt, ekki síst þar sem einhver hiti er nálægt sjó. Þar er þessi búskapur auðveldur. Ég gæti vel hugsað mér hressilega uppbyggingu í regnbogaeldi á næstu árum. Það eina sem skortir er fé. Og það er sárt að horfa á hvernig útlendingar ætla að gleypa aðstöðuna á íslensku fiskeldi og hirða meira og minna af gróðanum. Segir það íslenskum ráða- mönnum ekkert að útlendingar hafa þennanáhuga?” -HERB. v$vT |ptsA0MM; Stærsta tjörnin á Fiskalóní. Til hægri sér í íbúðarhús starfsmanna sem er nærri fullbyggt. af stað. Við höfum ekki þorað að láta aðra fá seiði ennþá þar sem heima- markaðurinn hefur verið helsta vónin til þess að byggja upp aðstöðuna. Og þessi markaður er það takmarkaður. Fjármagn er af mjög skomum skammti í svona uppbyggingu þótt hún kosti raunar ekki meira en raun ber vitni og einfalt sé að sjá hvað hér er um arðbæra hluti að ræða. Við höfum orðið að sanna þetta í verki og nú höfum við gert það,” segir Olafur. „Eldi á silungi er miklu einfaldara en á laxi, stofnkostnaður er mun minni en verðið á fiskinum er sambærilegt, tugi, Skúli á Laxalóni. Fyrir fáum árum tóku þrír synir hans við og eiga meö fjölskyldum sínum Laxalón hf. Olafur Skúlason lærði fiskeidisfræði og vinnur einn bræðranna við fyrirtækið. Hannstjórnarþví. Nú er Laxalón hf. með fiskirækt og fiskeldi á fjórum stöðum. Á Laxalóni, við botn Grafarvogs í sjálfri höfuð- borginni. Á Fiskalóni, spildu úr landi Þóroddsstaða í ölfusi. I Hvammsvík, jörð í Hvalfirði. I Dölum þar sem rekið er fy rirtækið Dalalax með bændum. Laxalón er eins konar móðurstöð. Þar er annar af tveim hlutum regn- bogastofnsins. Þar er sóttkví fyrir . seiði og þar er laxaseiöaeldi. Einnig er þar stofn laxahvítinga, merkilegs fyrirbæris, sem ekki er ráðið um hvernig veröur ráðstafað. Fiskalón er í uppbyggingu. Það nýtur 20 sekúndulítra af 116 stiga heitu vatni úr borholu sem Laxalón á. Það er blandað lindarvatni í k jörhita fyrir eldi í jarðvegstjörnum og í seiðaeldhúsi. Þarna voru fyrstu 30 tonnin af regn- bogasilungi alin til sölu. Og þar verður hinn af tveim hlutum regnboga- stofnsins. Áætlað er að ala þar regn- bogann í 50 gramma stærð til sjóeldis. Og að rækta og ala 350.000 laxaseiði í sjógöngu eöa eldi. Möguleikar eru enn meiri. I Hvammsvík verður tekið við milljón 50 gramma regnbogaseiðum í vor, í sjóeldiskvíar, 20 taisins. Og væntanlega skilaö 250 tonnum til sölu í haust, hverjum fiski mátulegum í mál- tíð. Þama vex regnboginn um 2% á dag. Slíkir möguleikar era út um allt í sæmilega hlýjum og kyrrum sumarsjó hérviðland. Dalalax er helmingseign Laxalóns á móti bændum við Staðarhólsá og Hvalsá. Þar er hafbeit og klak. Von er á fyrstu löxunum úr haf i í sumar. 20 milljónir Uppbyggingin á Fiskalóni og í Hvammsvík kostar um 20 milljónir króna. Eins og fyrr segir er ætlunin að framleiða á þeim grundvelli 250 tonn af regnbogasilungi á þessu ári. Hægt verður að framleiða 300 þúsund laxa- seiði á Fiskalóni. öll seiðaframleiðslan á landinu var 700 þúsund í fyrra. „Regnbogasilungnum hefur verið geysivel tekið hér. Hann er kominn á matseðla flestra helstu veitingahús- anna. Eg gæti trúað að markaðurinn hér heima væri um 50 þúsund tonn á ári,” segir Olafur Skúlason. „Eftir- spurn erlendis er mikil. Okkar regn- bogi þykir bragðmeiri og betri en gerist og gengur. Færeyski regnboginn er í sama flokki, enda er stofninn frá okkur. Viö höfum fengiö pantanir sem við getum ekki sinnt strax. Menn vilja jafnvel fá hvað lítið sem er. Núna hef ég til dæmis sent 40 kíló á viku til Bandaríkjanna.” Miklir möguleikar En fá ekki aðrir af stofni regnbogans hjá Laxalóni? „Það kemur til álita strax og við höfum komist almennilega MuniO okkar hagstæðu MJKIÐ ÚRVAL_______________ AF2JA MANNA SVEFNSÓFUM JÚDÓ Ný byrjendanámskeið eru að hefjast fyrir \ ■ w eldri og yngri flokka í nýju og glæsilegu hús- næði að Skipholti 3. 3||« 1 ^ > |I Innritun og upplýsingar í síma 16288 þriðju- daga og fimmtudaga eftir kl. 16 og á öðrum tímum í síma 36331. m jLr- •• Júdófélag Reykjavíkur. Iþróttakennarar — Starfshópar Júdófélag Reykjavíkur vill leigja út tíma í sal félagsins, hentar vel fyrir leikfimi. Einnig gæti annar lítill salur, ca 32 m2, verið laus til leigu. Gufubað. ATH. Stutt frá Hlemmi. Upplýsingar í síma 32140 á vinnutíma. greiðsluskilmála. OPIÐ MÁNUD. FIMMTUDAGA KL. 9-18.30. FÖSTUDAGA KL. 9-20.00. LAUGARDAGA KL. 9-16.00. /A A A A A A* ) EJiJQlT j l: - c: , _ j j Jón Loftsson hf. ^H^PWi!'|l|l>llll Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.